Frækorn - 22.07.1909, Síða 2

Frækorn - 22.07.1909, Síða 2
118 FRÆKORN vér aðeins viljum leyfa honum það. Vér lifum í heimi, sem er fullur af liættum. En drottinn vill va ðveita okkur á hættunnar stund. Eins og hænan safnar ungum sínum undir vængi sér, þegar hættu ber að höndum, þannig þráir drottinn að varð- veita oss í stormum og myrk- viðri líísins. »Með sínum fjöðr- um mun hann skýla þér, og undir hans vængjum muntu finna hæli«, Sálm. 91. 4. Vér getum hvílt í sktigga hans og verið öruggir á neyðarinnar tíma. »Hali er hinn eilífi guð, og hið neðra eru eilífir armar«- 5. Mós. 33, 27. Hann vill bera oss, þar til vér verðum gráir fyrir hærum og á elliárunum sleppir hann oss ekki. Og ennfremur: Drottinn fer fyrir oss í farar- broddi og ísraels guð gengur aftastur í flokki vorum Es. 52, 12, En eins og þetta væri ekki nóg sönnun fyrir umhyggju hans, vill hann líka láta engla sína setja herbúðir kring um oss. Hvers höfum vér framarað óska? Þó er þetta ekki alt. Hann vill geyma oss í sínu húsi á hinum vonda degi, fela oss í sinni tjald- búð og hefja oss upp á bjarg. Salm. 27, 5. Hugsaðu þér! Hann vill varð- veita oss frá öllum hættum. Rannig getur ekkert ilt mætt oss, nema drottinn leyfi, og ef hann leyfir, hlytur það að vera óss fyrir beztu. Ó, hve það er sælt, að hvíla í skauti hans! Hversu öruggur maður er, undir öllum kringumstæðum lífsins, þegar maður veit að drottinn mun varðveita oss á tíma neyðarinnar. Hann hefir lofað því, ög loforð hanser: »Já og amen«, — Oetur ekki brugðist. Veitum loforðum hans viðtöku með lifandi trú. Hvílum í örm- um hans Pá mun sál vor öðl- ast kyrláta gleði, og óútmálan- legur friður fylla hjarta vort, vér munum reyna þá gleði, sem veit- ist þeim er lifa með guði. Hann ber umhyggju fyrir oss, hann vill varðveita oss, hann þráir að gjöra þetta, af því, að hann elsk- ar oss. Biblían nýja. Frh. Ekki er því að neita, að málið er lipurt og blátt áfram í í nýju biblíunni, og því er víða hægt að skilja framsetninguna. A sumum stöðum er bót frá því S2m var; t. d. þýðingin á 5. Mós. 33, 27: »Hæli er hinn eilífi guð, og hið neðra eru ei- lífir armar.« Rað er meiningar- munur frá því sem í eldri þýð- ingunni stendur: »Rar er bú- staður þess guðs, sem er frá upphafi, og þar fyrir neðan er hans eilífi armleggur. »Nýjaþýð- ingin á þessum stað er líka í samræmi við aðrar ágætar þýð- ingar. Aftur á móti eru sumir textar í hinninýju þýðingu óviðkunnan- legir. Sérstaklega þykir það miður, að fyrirheit sem eru í eldri þýðingunni, dýrmæt og trú- arstyrkjandi, skuli breytast í efa- sainar spurningar; þannig er um Es. 1, 18: í eldri þýðingunni eru orðin þéssi: »Komið síðan og eigumst lög við, segir drottinn. Ró yðar syndir væru sem purpuri, þá skyldu þær verða hvítar sem snjór.og þó þær væru rauðar sem skarlat, þá skyldu þær verða sem ull?« í nýju biblíunni stendur: ♦ Komið nú og eigumst lög við! segirjahve. Ef syndir yðar eru sem skarlat, munu þær þá geta orðið hvítar sem mjöll? Ef þær eru rauðar sem purpuri, munu þær þá geta orðið sem ull?« Hér er um mikinn mismun að ræða. Hér er guð sjálfur — Jahve - orðinn gagnrýninn og efasamur um náð sína. Hvað mælir nú með þessari breytingu í þýðingunni? Einhverjir gagnrýnendur hafa sjálfsagt átt sinn þátt í að ákveða þetta svona, enda er oss kunn- ugt um, að nokkrir biblíuskýr- endur munu halda fram þeim skilning á þessum stað, sem nýja þýðingin íslenzka hefir; en vér álítum það óvarlega farið (nema knýandi nauðsyn beri til þess) að breyta slíkum orðum, sem um aldur hafa verið blessun- arrík huggunarorð trúaðra manna. Mjög erfitt mun vera að ákveða með vissu, hver sé meiningin víða í gamla testamentinu, og sérstaklega erfitt að ákveða hver tíðin sé í hebreskum sögnum, hvort íullyrt sé eða spurt o. s. frv. En frægustu viðurkendu þýð- ingar heimsins hafa texta þenn- an eins og hann var f eldri þýðingunni; t. d. hafa ensku þýðingarnar, bæði hinar eldri og Revised Version (endurskoðaða útg.) textann sem fyrirheit, en ekki sem spurning, og sama er að segja um allar þær viðurkendu þýðingar, sem vér þekkjum á öðrum málum. í Dan. 12, 4 segir í nýju

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.