Frækorn - 22.07.1909, Side 3

Frækorn - 22.07.1909, Side 3
FRÆKORN 119 þýðingunni: »En þú, Daníel, haltu þessum orðum leyndum og innsigla bókina, þar til er endirinn kemur. Margir munu rannsaka hana og þekkingin mun vaxa.« Pað virðist lítið sam- ræmi milli þessara orða: ef »orð- in« í Daníels bók eru »!eynd« og bókin sjálf »innsigluð, þar til endirinn kemur«, þá er ekki hægt að rannsaka hana fyr en eftir að endirinn er kominn með öðrum orðum, fyr en það er orðið ofseint. En ef þýtt hefði verið eins og í ensku, þýzku, sænsku, dönsku og norsku þýð- ingunum, þá hefði það orðið á þessa leið: »_ haltu orðunum leyndum og innsigla bókina alt til hins síð- asta tíma [eða til tíma endisins]; þá munu margir rannsaka hana, og þekkingin mun vaxa«. Á líkan hátt er þýtt í Guð- brandarbiblíu. Pá hefði orðið samræmi í textanum innbyrðis. »Tími endisins« er auðvitað sá »síðasti« tími, eða sá tími, sem gengur rétt á undan »end- anum.« Ef menn þá fengju náð guðs til þess að skygnast inn í orð þessarrar bókar, þágæti það ver- ið til gagns, en hins vegar yrði engin not af þekkingunni, ef hún ekki fengist fyr en eftir »enda«. Auk þessa er þess að gæta að í Dan. 11, 40 mun þýðand- inn hafa þýtt sömu orð í frum- málinu þannig: »Þegar að enda- lokunum líður« Hefði hann þýtt eins í Dan. 12, 4, þá hefði það sjálfsagt verið betra. Rótt þessi dæmi séu fá, þá bera þau að vorri hyggju með sér, að helst til mikil breytingar- fýsn og undirgefni við svæsna biblíukritík hafi ráðið hjá hinum háttvirta þýðanda, og oss þykir harla vafasamt, að svona löguð þýðing, hefði hlotið kirkjulega viðurkenningu í nokkru landi öðru en hér. Oss sagt svo frá, að brezka biblíufélagið, sem kostað hefir nýjubiblíuna; hafieinhvernveginn komist að því, að þýðingin sé athugaverð, og eitthvað mun hún hafa fengist við að rannsaka það mál. Ef nokkrar fréttir vérða hljóðbærar um það mál frekar, skulum vér fræða lesendur vora um það. Næst skulum vér fara nokkrum orðum um nýja testamentið. Frh. Alvarleg málefni á morgun. Archias, yfirmaður þebumanna, hélt veizlu og skemti sér með vinum sínum, þegar hraðboði einn kom með bréf nokkur, og afhenti honum með þessum orð- um: »þess er krafist af yður, að þér strax lésið þessi bréf; þau hljóða um alvarleg málefni«. Archiassvaraðihlæjandi: Alvar- legmálefniá morgun«. Og mál- in voru í sannleika alvarleg í þebu morguninneftir. En Archias lifði ekki til að vera vitni til þess, því hann og vinir hans voru myrtir um nóttina, áður en þeir voru hættir að skemta sér. þannig eru mennirnir. Guð sendir hraðboða frá himni til jarðar með áríðandi boðskap. Sendiboði hans fær mönnum þan og segir: »Rannsakið ritning- arnar, þær tala um alvarlegt mál- efni«. Menn hafa allan hug á því að fullnægja fýsnum sínum og segja, ef ekki með hlátri, þá með kulda: »Alvarleg málefni á morgun!« Það er sannarlega alvarlegt málefni: Sinaí og Golgata himnaríki og hin ystu myrkur, þar sem verður »grátur og gnístran tanna«. En menn eru svo fyltir af drambsemi, ágirnd og öðrum illum tilhneig- ingum, að þeir gefa engan gaum að áminningum og aðvörunum, og svara eins og Archias: Alvar- leg málefni á morgun«. í dag, *kaupa selja og safna fé!« í dag, »eta drekka og vera glaður«, — »rífa hlöður og byggja aðrar stærri«. Í dag, klæðast purpura og dýrindis líni. í dag »faraað dansa!« »Alvarleg málefni á morgun«. Pannig talaði þessi heiðni höfð- ingi, og afleiðingin af drætti hans var, að hann var myrtur um nótt- ina. þannig talaði maðurinn, í dæmisögunni, sem guð hafði veitt mikla uppskeru — sömu nótt var sál hans af honum kraíin. f*essu líkt haía þúsundir manna talað — en að morgni hafa þeir verið liðið lík. Lesari minn, ert þú einn af þéim,sem segja: »Alvarleg mál- efni á morgun?« Á morgun getur það verið eilíflega of seint. Ó, stattu þó við á vegitium, taktu ákvörðun þína nú! Hvers vegna viltu deyja? Láttu það verða: »Alvarleg málefni í dag!« E. Biblíuspurningar. Kennir ekki ritningin, að Krist- ur hafi prédikað fyrir öndum framliðinna milli dauðans og upp- risunnar? — r. -n.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.