Frækorn - 22.07.1909, Page 4

Frækorn - 22.07.1909, Page 4
FKÆKORN 120 Nei. En kirkju kreddurnar lúthersku og kaþólsku innihalda slíkar kenningar. Og þær kenn- ingar leitast menn við að fá biblí- una til að koma heim við. F*að er aðallega einn staður í ritningunni sem menn lesa til stuðnings téðri kenningu. Rað eru þessi orð í 1 Pét. 3, 18. 19: »Pví Kristur leið líka einu sinni fyrir syndirnar, sá réttláti fyrir hina ranglátu, til þess hann leiddi oss til guðs; að líkamanum til var hann deyddur, en lifandi gjörður eftir andanum, í hverjum hann einnig fór burt og prédik- aði fyrir öndunum í varðhaldi, sem þrjóskuðust, þégar guðs langlundargeð beið eftir betrun þeirra á dögum Nóa, þegar örk- in var smíðuð, í hverri fáar, það eru átta sálir, frelsuðust í vatn- inu.« Pað, sem menn fyrst eiga að aðgæta, er, að: Textinn segir ekki að Kristur hafi prédikað fyrir öndunum á tímanum milli dauða og upprisu. í þeirri röð, sem þessir atburðir eru nefndir í textanum, erdauð- inn fyrstur: »að iíkamanum til var hann deyddur*; því nœst er upprisan: »lifandi gjörður eftir andanum«. Eftir þessu gat prédikunin fyr- ir öndunum ekki farið fram milli dauða og upprisu Krists, heldur annaðhvort á undan dauða hans eða á eþtir upprisu hans. í öðru lagi er þess að gæta, að Kristur segir sjálfur, að hann gæti ekki starfað, þegar hann væri dauður. Orð hans um þetta er Jóh. 9, 4. þar sem hannsegir: »Mér ber að vinna verk þess, er mig sendi, meðan dagur er; nóttin kemur, þá enginn getur unnið.* Um meining Jesú hér er ekki að villast; »nóttin«, sem hann talar um, er dauðans nótt; þá geti hvorki hann né aðrir unnið guðs verk. Samkvæmt þeim orðuin Jesú hefir hann ekki prédikað milli dauðans og upprisunnar, o/ þvi að hann hefir ekki getað það. Hver er þá meiningin hjá Pétri? Augljóslega þessi: Pegar hann minnist upprisu Jesú, að hann er orðinn lifandi gjörður eftir andanum, sér hann aftur í tímann og sér um leið »leyndardóm guðrækninnar*-, að »guð birtistí holdinu* (1 Tim. 3, 16.) þannig, að í hinum helgu mönnum gamla sáttmálans var það Kristur, sem starfaði og talaði »eftir andan- um«. Pannig segir Pétursjálfur í fyrra bréfi sínu, 1. 10. 11, að »Krists andi« bjó í spámönnun- um, og að það var hann, sem »fyrirsagði píslir Krists og þar á eftir fylgjandi dýrð«. Pegar því Nói prédikaði fyrir mönnum, sem voru eins og í varðhaldi til vatnsflóðsins, þá var það Kristur »eftir andanum«, sem prédikaði. Hann (Pétur) nefnir þessa menn »anda«, vegna þess, að hann talar um Krist sem lifandi »eftir andanum«, en eins og vér vitum, þá notar ritningin orðin »sál« og »anda« til að tákna með liíandi menn hér á jörðinni. Pannig er sagt í sjálfum hinum umrædda texta hjá Pétri, að »átta sálir* frelsuðust í örkinni, ogvoruþað auðvitað menn með anda og líkama; og sama er að segja um 1 Jóh. 4: »Elskanlegir, trúið ekki sérhverjum anda, heldur reynið andana, hvort þeir séu frá guði; því margir falspánwnn hafa farið út um heiminn«. Allir skilja, að postulinn með orðinu «andar« meinar ekki líkamslausa anda, heldur menn með sál og lík- ama. Pegar Kristur á dögum Nóa prédikaði *fyrir öndunum«, þá var það fyrir mönnunum, sem þá lifðu; það var fyrir anda sinn, sem hann prédikaði, fyrir sama anda, sem síðar gjörði hann lifandi, eftir að hann var dáinn fyrir vora syndir. Trú á Jcsúm Krist er eina ráðið til þess að geta uppfylt guðs lögmál. Pegarvér höfum tekið móti gjöfinni miklu, — írelsara vorum — þá verðuross tilreiknað hans réttlæti. Pettaer eini vegurinn til föðursins og það er ekki svo vandasamt að komast hann, því »nær þér er orðið í munni þínum og hjarta«. Guð elskar oss; hann vill, að vér verðum hólpnir og komumst til þekkingar á sannleikanum og tökum á móti honum. »Verði þinn vilji«, biðjum vér í »Faðir vor«. Pað er guðs vilji, að vér ummyndumst eftir hans mynd, gefumst honum á vald. Guð í Kristi hefir tekið oss að sér. Að hlýða lögmálinu af eigin ramleik er ómögulegt. Jesús segir, að vort réttlæti verði að taka fram fariseanna, og voru þeir þó strangir með að halda lögmálið. Aðeins með því að taka móti Kristi í trúnni er þetta mögulegt því Kristur er endir lögmálsins til réttlætingar þeim, sem trúir.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.