Frækorn - 22.07.1909, Blaðsíða 6

Frækorn - 22.07.1909, Blaðsíða 6
122 FRÆKORN gert vart við sig einhver lasleiki, sem fólkið þekti ekki. Regar hann kom, sá hann ekki sólina um há- daginn, svo var hann drukkinn, og þá má geta nærri hvort hann þekti sjúkdóminn. A öðru heimilinu var það magakvef, sagði hann; á hinu gigt, og þar skildi hann eftir amer- ískan plástur, og fór svo. En þetta var raunar taugaveiki. Hún komst á sex bæi áður en læknirinn var sóttur aftur og nokkrar sóttvarnar- ráðstafanir gerðar. Hún kom á mitt heimili; þá dóu báðir yngri drengirnir mínir, annar 12 ára, hinn 15. Alls dóu 5 manns úrveikinni. Barnakennarinn og hreppstjórinn möttu skaðann, sem veikin gerði í sveitinni 900 krónur, auk mannslíf- anna, sem fórust. Eg býst við að brennivínsvambirnar segi samt, að vínnautn læknisins »varði að eins hegðun einstaklingsins«. Rúmum tveimur árum eftir þetta (um haust) fór maðurinn minn og elsti (og eini) drengurinn okkar í kaupstað, sjóveg yfir fjörðinn. A heimleiðinni druknuðu þeir, og allir sem á bátnum voru. Formað- urinn var drukkinn, þegar lagt var af stað, og var búinn að fylla tvo aðra samferðamennina. Mágkona mín kom ofan á bryggjuna, þegar þeir voru að leggja frá landi, Hún spurði formanninn, hvað hann hugs- aði að drekka sig fullan þegar hann væri að leggja af stað í sjóferð með skipið hlaðið af vörum og fólki. »F*að kemur þér ekkert við. Eg passa mig; passa þú þig!« (þ. e. á brennivínsvamba-máli: það varðar aðeins hegðun einstaklings- ins«.) Á leiðinni lenti druknu mönnunum saman í áflogum og hvolfai skipinu. Það var skamt frá lendingunni og sást heiman frá bænum hvað fram fór. Nú er eg alein eftir af rnínu fólki hér í heimi, alslaus og örvasa. Senn tekur sveitin við mér, ef dauð- inn verður ekki fyrri til. Eg hef mist manninn minn og þrjá efnilega sonu fyrir tilstilli Bakkusar, og þó hefir enginn þeir.a drukkið vín. Vín- nautn annarra hefir orðið þeim að bana, alsaklausum. Eg veit að Brennivínsfélagið í Reykjavík fer ekki að vorkenna mér þetta; það vorkennir engum nema þeim, sem verða að missa vínsins, ef nokkuð er að marka ávarpið þeirra. Og eg ætla heldur engan að biðja að vorkenna mér; eg hefi ekki gert það hingað til. En eg ætla að biðja alla, karla og konur, með óspiltum tilfinn- ingum að vorkenna þeim öðrum sem árlega verða ófarsælir vegna vín- nautnar annarra. Og eg særi þá við drengskap þeirra og sómatilfinn- ingu, að berjast af öllum mætti gegn Brennivínsfélaginu, því að það er: fflggT versta félag, sem stofnað hefir verið opinberlega á þessu landi. Qömul ekkja. Móðurástin. Kafli úr sögunni „Glataði sonurinn*1 eftir Hall Caine. Frli. Róra hafði einmitt farið bein- ustu og fjölförnustu götuna, en þó hafði enginn veitt henni eft- irtekt. Hún mætti nokkurum mönnum, sém voru niður sokkn- ir í samræðu og það var svo sem ekki hætt við að þeir tæki eftir henni, þar sem hún staul- aðist áfram eftir götunni með sjalið hennar Önnu í skýlu. Tvisvar hafði hún stanzað til að varpa mæðinni og í annað skift- jð studdist hún við ljóskersstólpa; því að hana svimaði, og hún kendi óstyrks um öklana. Ressi leið hafði hingað til verið fljót- farin. Nú var það langferð. Þó var þeirri langferð lokið um síð- ir. Róra staðnæmdist við hús- dyr föður síns. Hún hafði ætlað að læðast inn og hlusta, þangað til hún heyrði, hvar barnið væri, sæta svo lagi og taka það, þegar Margrét viki sér frá því eitt augnablik. Ress vegna sneri hún handfanginu hægt, og ýtti á huróina með mestu varkárni, en um leið hringdi bjalla fyrir innan dyrnar. Þetta gat Póra ekki varast, því að þarna hafði ekki verið bjalla fyr. Á næsta augnabragði heyrði hún gengið hratt um húsið, og áður en hún gæti áttað sig, stóð Margrét frammi fyrir henni. »Guð komi til. Ert það þú«, hrópaði Margrét og varð svo hverft við, að við sjálft lá, að hún hnigi í ómegin. Þóra stóð agndofa, en sál hennar barðist um eins og væng- brotin rjúpa. »Guð minn góður, hvernig gaztu komist hingað ein og hvað í ósköpunum hugsaði Anna að sleppa þér?« Róra hló — »Anna vissi ekk- ért um það« Hún svaf — eg kom til að sjá litlu Lóu. Meira gat hún ekki sagt. Hún hallað- ist upp að dyrastafnum og grét eins og barn. Margrét mátti ekkert aumt sjá. Retta gat hún ekki staðist. »Já það skaltu fá. Víst skaltu fá að sjá hana. Reir settu mig hér eins og varðhund og bönnuðu mér að lofa nókkrum manni að koma nálægt barninu, en þeir

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.