Frækorn - 22.07.1909, Blaðsíða 7

Frækorn - 22.07.1909, Blaðsíða 7
FRÆKORN 123 áttu ekki viðþig heldur einhvern sem kynni að stela því — eða svo sögðu þeir að minsta kosti — þótt eg geti reyndar ekki séð, hvað karimaður hefir með ung- barn að gera. En er þetta nokk- urt vit. Eg stend hér úti í dyr- um og masa. Komdu upp á loft heillin. Gakktu á undan góða mín, svona, þetta er rétta leiðin, en flýttu þér ekki svona. Þú fær strax að sjá barnið. Elsku Þóra mín. Þótt eg hati ekki reynt að færa þér barnið, þá er það ekki af kaldlyndi fyrir mér. Eg elska þig, kenni í brjósti um þig, þjáist með þér aumingja barn, því að faðir þinn Helga og Óskar — Nei hina leiðina. Ella litla er í hinu svefnherberg- inu.« ♦ Líður henni vel?« spurði Þóra og stanzaði á þreskildinum. *Já ágætlega og hún er svo rjóð og sælleg. Líttu á,« sagði Margrét og ytti opinni hurðinni. En Þóra hafði gengið of hratt. Hún stóð á þreskildinum og hélt vinstri hendi að síðunni. »Bíddu við, eg get ekki komið inn alveg strax. Er hún sofandi?« »Já hún sefur vært blessunin.« »Er þetta andardráttur henn- ar?« »Já en komdu heillin, komdu.« sagði Margrét. Póra læddist inn og hélt niðri í sér andanum. Þarna stóð vaggan. Upp und- an yfirsængitini sást lítið höfuð með Ijósgult hár og rjóðar kinn- ar á hvítum koddanum. Köttur lá í hring á gólfinu, sleikti síð- asta sólargelslan og malaði. Friður og ánægja hvíldi yfir öllu þar inni. »Barnið mitt. Elsku barnið mitt«, sagði þóra, kraup á kné við vögguna og breiddi út faðm- inn eins og móðurfuglinn breið- ir vængina yfir hreiðri. Barnið vaknaði við rödd móð- , urinnar og hitann af andardrætti hennar, og fór að gráta. Þóra vafði það örmum blíðlega, tók það úr vöggunni og lagði það í kjöltu sína og hélt hvítri mjúkri hendinni um litlu lummuna, sem einlægt var á iði. »Hana vantar pelann. Hann er hérna, eg geymi hann á ofn- inum til að hafa hann hlýan.« »Eg skal gefa henni pelann. O eg skal gefa henni pelann«, sagði F*óra. »Heldurðu að þú getir það heillin? Já auðvitað geturðu það. Guð minn góður, hve það er dásamlegt, þegar kona verður móðir getur hún gert alt fyrir barnið. Fað er eins og engill hvísli í eyrahenni: »Gerðuþetta«, og það er éinmitt hið rétta.« Og hvítvoðungurinn lagði höf- uðið að barmi móðurinnar, og rauðu, þriflegu höndina að mjall- hvítum vanga hennar, og saug pelann með góðri lyst. »En það ert þú, barn mitt, sem þarft að íá mjólk«, sagði Margrét við Þóru, já vín líka, og þú skalt fá hvortveggja á samri stundu. Hallaðu veslings þreytta höfðinu á koddann elsku, bezta Þóra mín, á meðan eg sæki það«. Barnið var að sofna. Þóra leit á það augum fullum ótta og sorgar og sagði: »Guð blessi þig móðurlausa barnið mitt«. ♦ Móðurlaus! Hver segir það? Mér finst hún eiga alt of marg- ar mæður*. Barnið hætti að sjúga og slepti tottunni. Síðustu mjólkurdrop- arnir runnu út úr litla munnin- um. Þóra kysti þá burtu. »Ó að eg gæti dáið«, sagði hún. O að eg gæti nú dáið Margrét«. Upp á við- Nýlega sá eg mann, sem tók sér það mjög létt. Hann reið á reiðhjóli, en sté það ekki, og reið þó hratt Eg ásakaði ekki reiðmanninn; en eitt er víst: Vegur hans lá niður á við. Hann hefði ekki getað setið þannig aðgerðalaus, ef leið hans hefði legið upp á móti. Hvenær sem þú fer að taka það með ró, og vera aðgerða- laus, þá gengur þú niður ávið; það er ekkert efamál. Vegurinn til himins liggur upp á við. Hvert fótmál mun kosta þig áreynsiu. En takmarkið er dýrð- legt, og fullkoinlega vert allrar fyrirhafnar. Voðalegir jarðskjálftar hafa verið á Suður-Frakklandi í síðastl. mán. Yfir 20 bæir hafa skemst, þúsundir manna orðið öreigar og fleiri hundruó manna farist. Jarðskjálftar einnig mikl- ir á Grikklandi. Jafnaðarmenn meðal Englendinga, Svía og Dana hafa látið i Ijósi að þeir séu andstæðir heimsókn Rússa- keisara. í Persiu eru bardagar út af stjórnar- byltingu. Shainn er flúinn. Ferðamcnn. Margir danskir og þýzkirferða-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.