Frækorn - 15.04.1910, Blaðsíða 8

Frækorn - 15.04.1910, Blaðsíða 8
48 F R Æ K O R N SÖKUM BRUNANS og uppsetningar nýju prentsmiðj- unnar hefir nokkur dráttur orðið á útkomu Frœkorna í seinni tíð. Úr þessu verður bœtt hið fyrrsta. Fyrsta tölublaðiðbrann að nokkru iéyti í prentsmiðju-brunanum, og því vantar nokkra kaupendur það blað. Figi mun líða á löngu, fyr en það verður endurprentað og sent út. D. Ö. — Viljir þú eiga meistarann í hjarta þínu, verður þú aðhafahann þér fyrir augum alla tíma. — Ef þú gengur með guði, fót- unltreður þú ekki meðbræður þína. — Ouðsóttinn frelsar frá manna- ótta. Betra er það stríð, sem leið- er oss nær guði, en sá friður, sem dregur oss burtu frá honum. Rausnargjöf. Sigurður bóksali Erlendsson hefir nýlega gefið heilsuhælinu á Vífil- stöðum húseign sína á Laugaveg 26 ásaint tilheyrandi lóð, sem mun vera nokkurra þúsunda króna virði. Er þetta í sannleika lofsvert og öðrum til eftirbreytnis. Sigurður hefir bráðum verið um- ferðabóksali í 30 ár. »Frækorn hafa aflað sér vitneskju um aðalatriði æfi Sigurðar og beð- ið hann um Ijósmynd ; tók hann því vel, og vonum vér því bráð- lega að geta flutt af honum mynd ásamt æfiágripinu. Ekkjan Guðrún Hjálmarsdóttir í Óiafsvík. Dáin 20. Fcbrú.r 1010. i íin síðasta krafa’ er nú komin til þín, kvöldsól þíns lífs rann til viðar; heim þig kallaði Kristur til sín þar kvöldlaus dagur að eilífu skín á landi hins lifandi friðar. Sára og langvinna sjúkdóms þraut sigrað þú loksíns hefur. Englar guðs hafa búið þér braut í blessað Frelsarans náðar skaut hann sjálfur þér sigurlaun gefur. Þú hugsaðir aldrei um hégómlegt prjál, hið himneska kjósa þér vildir, þín trúaða, drenglynda, trygðríka sál talaði’ í verkum það kæríeikansmál, sem að eins guð eilífur skildi. Flutt ertu nú burt yfir feigðar ós frá oss úr táranna dölum, svo verði ellin þín vorbjört rós, sem vermist og þroskast við kær- leikans jós, í himinsins sólríku sölum. Frá vinkonu. Fregnir mér berast frá fjarlægri strönd á flughröðum tímans bárum, að leyst séu sundur lífs þíns bönd, að liggi stirnuð og köld þín hönd; eg les þær með söknuði sárum. Á vormorgni lífs míns vel man eg hvað þín vinarhönd að mér hlúði, trygð þín ogumhyggja’ eiskildustað sein aldrei frá mér viku úr stað; í skjól þitt oft fegin eg flúði. Svo lengi sem fornu fjöllin mínblá faldast með sólgeislu tröfum, með þökk og trega eg þig minn- ist á; þína ást og góðvild eg skoða má eina af Drottins dýrustu gjöfum. Fagna eg því, að við finnumst skjótt, fagurt er land fyrir stafni. Vertu nú sæl og sofðu rótt, síðustu býð eg þér góða nótt, sofðu í sonar Guðs nafni. Frá vini í fjarlægð. Gjöf til starfs s. d. a. Frá ónafngreindum manni hef eg tekið á móti 10 kr. með sein- asta pósti. Þessum manni segi eg fyrir hönd s. d. a. safnaðar hjartans þökk. D. Östlund. FYRIRLESTUR um hina nýju jörð oghinanýju Jerúsalem flytur D. Östlund á sunnudaginn kemur kl. 6lJ, í Síloam, (Inn- gangur frá Bergstaðastræti.) Allir velkomnir. I Kristinn Víum Halldórsson lézt föttudaginn 8. þ...m., rúmlega 22. ára að aldri. (Hann ,'var faeddur í Reykjavik 7. des. 1887). Kristinn heit. þjáðist-meir og minna af berklaveiki 2‘/2 ár. Rúmfastur 'lá hann aiveg hið siðastliðna misseri. Hann var vel látinn af öllum sem þektu hann. Jarðarförin hefst með húskveðju frá heimili hinslátna, Njálsgötu 63, mánud. 18. þ. m. Kl. 11 f. h. Þaðan verður likið flutt í kirkjugarð. kaupir hærra verði en áður Inger Östlund, Austurstræti 17, Reykja- vík. Sendið henni frímerki yðar. Hún sendir yður tafarlaust pen- inga í pósti aftur. Húsaleigu-samningaeyðublöð til sölu hjá D.Östlund,Austursír. 17.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.