Frækorn - 15.07.1910, Blaðsíða 3

Frækorn - 15.07.1910, Blaðsíða 3
F R Æ K O R N 75 vorir vegir, og vorar hugsanir ekki hans hugsanir. Es. 55, 8. í júní mánuði 1907 átti eg tal við nokkra bræður í Strum, Wis- consin, um skírnina. Auðvitað trúði eg eins og flestir aðrir, að eg væri einusinni skírður og það mætti nægja. Við töluðum sam- an til miðnættis um þetta mikils- varðandi málefni, þar til orðið guðdómlega leysti úr vandaspurn- ingu minni; mér komu til hugar orð Gamalíels: »Svo að þér ekki verðið fundnir í að vilja stríða gegn guði.« Pgb. 5, 39. Þegar mér varð augljós guðs vilji í þessu efni, þá gaf eg mig drotni á vald oglét skírast biblíu- Iegri skírn, án tillits til, hverjar afleiðingar yrðu. Eftir að eg var skírður, ferðaðist eg meðal þess- ara trúsystkina nálega tvö ár, og boðaði orð guðs. í vetur (1909) kom eg fyrsta sinn til aðventistanna, sem starfa í Eau Claire, Wis. Bróðir Hansen og systir Lína Gjerde þjónuðu hér að boðun hins dýrðlega fagnað- arerindis og áttu við ýmsa erfið- leika að stríða. Margt af voru kæra Norðurlanda fólki var hér búsett, en það er fjötrað á hönd- um og fótum í þessum stóru kirkjufélögum,ogýmislegumskiln- ingi á heilagri ritningu; og þeir, sem ekki vilja veita sannleikanum móttöku, geta aldrei komist til viðurkenningar á sannleikanum. Eg tók að lesa biblíuna mína og fékk fulla vissu og sannfæring um, að aðventistarnir hafa alger- lega rétt fyrir sér í öllum lær- dómsgreinum samkvæmt bibl- íunni. Margir prédikarar og aðrir kristnir álíta, að lögmál- ið sé afnumið, og sumir misskilja lögmálið. Vér vitum öll, að helgisiðalögmálið er af- numið. En boðorð guðs eru órjúfanleg til eilífðar, það getum vér skilið, er vér lesum Lúk. 16, 17: »En auðveldara er það, að himinn og jörð forgangi, en að hið minsta atriði af lögmálinu gangi úr gildi.« Eg spurði sjálfan mig: »Get eg verið guðs barn og þó haft annarlega guði, eða gæti egstolið eða vegið mann? Eg skildi þá vel, að eg gat ekki brotið eitt þessara boðorða, og þó verið eftirbreytandi Jesú Krists, og þá mátti eg auðvitað ekki heldur brjóta hvíldardagsboðorðið. Og ef allir vildu yfirvegaþettaá sama hátt, myndu þeir ekki þurfa lang- an tíma til að fullvissast um guðs orð í heild sinni tekið. Minnumst þá orða Jesú í Matt. 7, 21: »Ekki munu allir þeir, sem til mín segja herra, herra, koma í himnaríki, heldur þeir einir, sem gera vilja míns himneska föðurs.« Egþakkaguði fyrir starf sjöunda- dagsaðventistanna að gjöra mönn- um kunnan sannleikann, enda þótt þeir séu nefndir lögmáls- þrælar og annað því um líkt. Alla tíð síðan eg varð guðs barn, hef eg barist fyrir því, sem eg var sannfærður um, að er rétt og satt, og eg ætla mér að gjöra það, þó eg með því baki mér óvildar hatur bræðra minna,. af þeirri ástæðu, að eg vil framfylgja því, sem eg trúi, að er satt og rétt. Eg er sannfærður um, að fjöldi manns er kominn að þeirri nið- urstöðu, að aðventistar hafa rétt fyrir sér, og fallast á kenningar þeirra en vilja ekki brjótast gegn um örðugleikana, hvað sem fólk trúir, talar og hugsar um þá, er vilja stríða eins og sannir menn í krafti guðs »fyrir þá trú, sem heilögum hefir einu sinni verið kend«. Undireins og eg byrjaði að framfylgja því, sem eg var full- viss um, að var sannleikur, varð eg, af fyrverandi bræðrum mínum, brennimerktur sem holdlegur, eins og óvinur Páls postula sögðu um hann. Sjá 2. Kor. 10, 2: »En eg bið yður að láta mig ekki nálægan þurfa að beita þeim myndugleika, sem eg hefi ásett mér að beita við nokkra, sem halda, að vér göngum eftir holdinu.« Hið sama munu þeir segja um oss, af því vér fylgjum ekki fjöldanum. En vér viljum halda fast við hina gömlu heilsu- samlegu kenningu postulanna, og eg er sannfærður um, að er hin rétta. Eg tek ekki minsta tillit til, hvað fólk segir um mig, af því eg trúi, að vér eigum að breyta eftir guðs orði, en ekki boðun manna; því Jesús segir: »Þeir dýrka mig til einskis, er þeir kenna það, sem eru manna tilskipanir.« Mark. 7, 7. Páll grátbænir Tímóteus (2. Tim. 4, 2—4): »Að þú prédikir lærdóm- inn, og haldir áfram í tíma og ótfma; sannfær, ávíta áminn, með ýtrasta þolgæði og uppfræðingu. Því þann tíma mun að bera, að menn munu ekki þóla hinaheilsu- samlegu kenningu, heldur safna sér kennendum eftir því, sem eyrun klæja, og snúa eyrum sín- um burt frá sannleikanum, og snúa sér að hégiljum.« Biblían er fullkominn, guðdóm- legur mælikvarði fytir allar trúar- skoðanir; sérhverri kenningu, sem ekki er í samhljóðan við biblíuna, verður að hafna, því hún er ó-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.