Frækorn - 31.07.1910, Blaðsíða 5

Frækorn - 31.07.1910, Blaðsíða 5
F R Æ K O R N 93 Að því loknu flutti Sigurður Siv- ertsen erindi um sálmabókarmálið fyrir hönd nefndar þeirrar, er í það mál var sett í fyrra. Taldi hann fulla nauðsyn á viðbæti við sálma- bókina og nefndi þessaraðalástæður: 1) Nýbreytnin er nauðsynieg að því er snertir sálma og lög, alveg eins og um hugvekjur og ræður. 2) Vér höfum eignast marga gull- faliega sálma, síðan sálmabókin kom út 1886, bæði þýdda og frumsamda eftir eldri og yngri skáld. Þeir þurfa að verða almennings eign. 3) Sálmaiögum þarf að fjölga. 4) Við ný guðspjöll þarf nýja sálma. Nefndin hefir safnað sálm- um og skrifast á um málið »og við það hef eg að minsta kosti sann- færst um«, sagði ræðumaður, »að nóg er þörf á nýjum sálmum og lögum, að næg föng eru fyrirhendi að bæta úr henni, að haganlegast er að gefa út viðbæti við sálmabókina og kirkusöngsbókina, án þessaðraska þeim bókum að nokkru leyti«. Loks mæltist hann til, að ný nefnd væri sett í málið, en fundurinn ósk- aði, að sama nefndin héldi áfram og veitti henni umboð til að bæta við sig mönnum eftir þörfum. Um kvöldið flutti svo sr. Bjarni á Siglufirði í kirkjunni fróðlegt er- indi um byggingu Hólakirkju, er dr. Jón Þorkelsson hafði skrifað ogsent norður, er hann gat ekki komið sjálfur. Morguninn eftir fóru fram morg- unbænirí kirkjunni ognokkur undir- búningur undir biskupsvígsluna, en á eftir flutti sr. Björn Jónsson á Miklabæ langt erindi um kirkju- legt ástand fyr og nú hér á landi. Eftir þessar ræður flutti kand. Sigurbjörn Á Gíslasonerindium£/a- semdir og trúarvissu, sein bæði biskup og ýmsir aðrir gerðu góðan róm að; tímans vegna urðu þó iitlarumræð- ur um það. Væntanlega kemur það erindi síðar í blöðunum. Séra. Árni Jónsson á Skútustöð- um flutti þá erindi um Kristindóms- frœðslu ungmenna og eftir nokrar umræður voru 3 menn kosnir til að undirbúa það mál undir næsta prestafund norðurlands. Þá var og samþykt þakkar og viðurkenningarávarp til sra Friðrks Friðrikssonar fyrir ungmennafélags- starf hans. Um kvöldið flutti Matthías Þórðar- son forngripavörður erindi um altaris- töfluna í Hólakirkju og biskupskáp- una fornu, gjafir Jóns biskups Ara- sonar. Á laugardagskvöldið flutti síra Árni Björnsson á Sauðárkrók mjög uppbyggilega ræðu fyrir prestunum. Biskupsvígslan fór fram eins og ætlað var, sunnudaginn þann 10. júlí og var þá samankomið svo mikið fjölmenni á Hólum úr Skagafirði og nálægum sýslum, að elztu menn mundu ekki aðra eins mannaferð um Hjaltadal. Veður var hið bezta bæði þá og undanfarna daga, og þótt Hólakirkja yrði of iítil, líklega í fyrsta skifti á síðustu 100 árum, munu þó flestir hafa heyrt sem úti stóðu, um dyr og glugga. Sra Sigfús á Mælifelli var fyrir altari, sra Árni á Sauðár- krók lýsti vígslu og vígsluvottar voru þeir prófastarnir 3 og séra Sigfús. Helgisiðabókin nýja var notuð. Fundurinn var, þegar á alt er litið, góður, og hefði þó orðið betri ef fyrsti dagurinn hefði ekki fallið úr. Bj. Frá Vestnr-íslendinyum. Kirkjuþing evang. lúth. kirkjufé- lagsins í Vesturheimi var haldið 17. 22 júní þ. á., og mættu þar alls 44 kirkjuþingsfulltrúar; en söfnuð- umir sem nú eru í kirkjufélaginu, eru alls 40 að tölu. Biskup Þórhallur Bjarnarson, cand. theol. Sigurbjörn Á Gíslason, og síra Valdimar Briem, sem boðnir höfðu verið, höfðu seut kirkjufé- laginu heilla-óskir sínar, í minningu um 25 ára afmæli þess, þar sem þeir eigi höfðu getað þegið boðið. Á hinn bóginn mættu á kirkju- þinginu þrír nafnkunnir klerkar lútherskra kirkjufélaga í vesturheimi. 19. júní var 25 ára afmælis kirkjufélagsins sérstaklega minst, og flutti séra Jón Bjarnason ræðu við það tækifæri. 21. júní fóru kirkjuþingsmenn skemtiferð um Rauðá. Stjórn félagsins var endurkosin, og er síra Björn B. Jónsson forseti þess. — Að eins varð sú breyting, að J. J. Vopni var kosinn féhirðir, í stað Elíasar Thorvaldssonar, er hafði beðið sig undanþeginn endur- kjöri. Til minningar um 25 ára afmæli kirkjufélagsins, hefir kirkjufélaðið gefið út »minningarrit«, um 80bis. að stærð, og fylgja þvi tíu myndir. 1 »minningarritinu« eru hátíða- ljöð, eftir síra Valdemar Briem, saga kirkjufélagsins (1885 -1910) o. fl. Verð bæklingsins er hálfur dollar. Síórkostleg læknisfræðileg uppgötvun hefir prófessor Ehrlich gert nýlega, þar sem hann hefir fundið læknismeðal við saurlifnaðarsjúkdóm (syfiiis),en sá sjúk- dómur mun vera meðal liinna ægileg- ustu, sem þjá mannkynið, og þar sem hann er mjög næmur, verða margir að líða kvalir af honum, enda þótt þeir ekki séu sekir í sauriifnaði. Meðalið, sem prófessor Ehrlich liefir fundið við þessum sjúkdómi, heitir Hata. í seinni tíð hetir það verið notað við 200 sjúklinga í Berlín, og hafa þeir allir verið læknaðir. Prófessor Michaelis í Berlín hefir lýst því yfir, að fundur hata’s hefir jafn- mikla þýðingu fyrir mannkynið og það, að kininið var fundið. Mormona eru Svíar í þann veginn að gera landræka, segir »Kristelig Tidende« (blað Meþodista).

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.