Frækorn - 31.07.1910, Blaðsíða 7
F R Æ K O R N
95
Hvort Nero hafi iðrast eftir þetta
morð, er ekkert sagt um ísögunni;
en því meira er talað um liið voða-
lega líf hans; altaf var hann að
sökkva dýpra og dýpra, og loks
drap hann sína eigin móður. Og
aftur var það ósiðsemi hans,
sem leiddi hann svo langt. Á 5.
stjórnarári sínu kyntist hann konu
einni, sem var gift Otho, vini hans.
Otho var fljótt sendur sem embætt-
ismaður til Portugal og kona hans
Poppea Sabina, varð frilla Neros.
En hún varð ekki ánægð með það
vildi fá að verða keisarinna, og fá
Nero til að skilja við konu sína
Oktaviu. Samt sá hún það, að hún
gat ekki komið þessu áformi áfram,
svo lengi sem Agrippina móðir hans
lifði. Því fór hún að eggja soninn
upp móti móðurinni. Og hún
hafði svo mikil áhrif á Nero, að
hann ákvað að myrða móður sína.
En það var um að gjöra að fara
þannnig að því, að enginn myndi
hugsa að tiann hefði gjört það.
Þá gaf þræll nokkur lausgefinn, að
nafni Anicetus, það ráð að láta
Agrippinu drukna á sjóferð; láta
byggja skip, sem var þannig út-
búið að hægt væri að fá það til
að sökkva; því þá mundi enginn
hugsa um neitt. Þetta líkaði Nero.
Hann fór til þess staðar, sem Bajæ
nefuist og bauð móður sinni að
heimsækja sig. Þegar hún kom,
var hann henni hinn bezti. Og
þegar hún var að fara heim, kvaddi
liann liana innilega og kysti hana.
Hvort hann hafi gjört þetta alt af
eintómri hræsni, er auðvitað bágt
að segja; en það er líklegt að hann
hafi ekki eiginlega með glöðum
huga viljað móður sinni bana,
heldur hefir hann verið hálfneyddur
til þess af frillu sinni Poppeu, og
að hann hafi getað haft mannlegar
tilfinningar á sama tíma, sem hann
var harðari en dýr. — Hann kvaddi
móður sína í þeirri hugsun, að hún
skyldi drukna á leiðinni með hinu
svikula skipi. Skipið gliðnaði í
sundur ekki langt frá landi, og
Agrippina synti í land.
Frh.
¥ýr íslenzkur banniaga-
maðnr.
— Hefirðu heyrt það, að hann
Magnús Einarsson, dýralæknir, er
orðinn bannaður?
- Nei það er ómögulegt.
Hann er æstur með innflutn-
ingsbanni á útlendu kynbótafé.
—- Af hvaða ástæðu?
-- Af því að það sé svo hætt
við að einhverjir misbrúki það, ef
innflutningur er leyfður ogþaðgeti
stafað af því sýkingarhætta og því
orðið til skaða.
— Það er nú rétt. En þá hlýt-
ur hann að vera með innflutnings-
banni á áfengi, því það ersamskon-
ar hætta sem þar liggur til grund-
vallar; það eru svo margir sem mis-
brúka áfengið og það veldur svo
nnklum skaða.
— Ertu frá þér? Nei, hann er
jafnstækur á móti aðflutningsbanni
á áfengi og áður.
— Hvernig getur það att sér stað?
— Jú. Hann er með innflutn-
ingsbanni á sauðfé af því að þá
losnar hann við alla örðugleikana,
sem af því siafa að liafa eftirlitmeð
og koma í veg fyrir sýkinguna og
iækna hana. Og hann er á móti
aðflutnmgsbarmi áfengis af því að
þá getur hann ekki glatt sig á því
í góðra vina hóp.
— Nú skil eg. Það er bara sjálfs-
elska.
Templar.
HeilMgðisreglur.
1. Anda aðeins að þér hreint loft.
2. Neyttu aðeins hoflrar fæðu.
3. Klæddu þig samkvæmt reglum
heilbrigðinnar.
4. Vertu oft í sólskininu.
5. Taktu þér næga hreyfingu.
6. Fáðu þér næga hvíld.
7. Haltu líkamanum hreinum.
8. Stjórna öllum ílöngunum þínum.
9. Vertu attíð glaður.
10. Vertu óeigingjarn.
Hitt og þetta.
Mestur stórbóndi í helmi.
Mesti stórbóndinn á hnetti vorum
á heíma í Mexico-lýðveldinu í Mið-
Anieríku.
Bóndi þessi heitir Don Lois
Terrasas, og er landareign hans 150
enskar mílur frá norðri til suðurs,
en 200 enskar mílur frá austri til
vesturs.
Hann er taiinn eiga eina millíón
nautgripa, sjö hundruð þúsundir
sauðfjár, og þrjú hundruð þúsundir
hesta, og slátraði hann síðastliðið
ár til sölu: tvö hundruð þúsund
nautgripum, eitt hundrað og fimmtíu
þúsundum sauðfjár, og seldi lifandi
eitt lnmdrað þúsund hesta.
Tvö hundruð sel hefir liann alls
á jörð sinni, og heyskapur hans
varð síðastliðið ár 600 þúsund tonn
(eitt tonn frek 200 pd.), og korn-
uppskeran 200 þúsund bushel.
Vinnufólk hans er alls tiu þús-
undir manns.
Ibúðarhús bygði hann sér nýskeð,
er kostaði 1 millíón 600 þúsund
dollara, og getur hann hýst fimm
hundruð gesta í einu.
Fjöldi merkra manna heimsækja
Don Lois árlega, til að skoða »8
milíón ekra kotið -. - Árið 1906
ferðaðist t. d. þýzkur prins 5000
rnílur til þess að heimsækja hann.
Don Lois er kvæntur laglegri
konu, og eiga þau tólf efnileg börn,
og una, sem líklegt er, mæta vel
hag sínum, og vilja eigi skifta á
stöðu sinni við stöðu eða tign
nokkurs annars.
Fijótir hraðritarar.
Hraðritar héldu nýskeð fund í
New-York, til þess að reyna, hver
mestu gæti afkastað á skömtnum
tíma, að því er til hraðskriftar kemur.
Afkastamestur varð mr. E. L.
Johnson frá New-York, er ritaði
173 orð á mínútunni. - Næst
honum gekk 17 ára gömul stúlka
frá New Jersey, er ritaði '64 orð
á mínútunni, og þriðji í röðinni 16
ára piltur frá Washington, er ritaði
159 orð á sama tíma.
Pjv.