Frækorn - 14.10.1910, Blaðsíða 3

Frækorn - 14.10.1910, Blaðsíða 3
Hirðisbréf. Blöðin hér hafa nefnt hirðisbréf Píusar X. síðastl. sumar, sem mikið hneyksli vakti meðal mótmælenda, en lítið seni ekkert hefir verið tilfærí úr því á íslenzku. Kaflinn, sem hér fer á eftir, til- færum vér eftir Hjemlandsposten 18. sept. Páfi segir meðal annars um siðbótarverkið og menn þess: »Menn risu upp á þessum vondu tímum, er voru hrokafullir og upp- reisnarsamir, fjandmenn krossins Krists, menn, sem höfðu magann fyrir sinn guð. Þessir leituðust ekki við að bæta siðferði manna, en þeir afneituðu kirkjukenningunum, auktu óregluna, komu losi á frelsishöftin, til hagnaðar sér ogöðrum; um leið og þeir gáfu þeim lystingum lausan taum, er ríkja yfir örmagna þjóð- höfðingja og þjóðir, lítilsvutu þeir myndugleika kirkjunnar og stjórn hennar, og eyðilögðu ágrimdarleg- an hátt kenning, stjórnarlög ogaga. Á þennan hátt stæltu þeir þá voridu menn, sem hótað var: — »Vei yður, sem kallið hið vonda gottog hið góða vont.« Þessi uppreistar- sama rósta og þessi rangfærsla trú- arinnar og siðferðisins kólluðu þeir siðbót og sjálfa sig siðbótarmenn, en sannleikurinn er, að þeir voru aðeins spillvirkjar, úttaugaðir af óein- ingu og stríði. Þeir undirbjuggu uppreisn hins nýja tíma og æstu upp Inna þráföldu ofsókn,sem kirkj- an hingað til með sigri hefir barist á móti, sem sé í fyrsta lagi ofsókn eins og á fyrstu öldinni, í öðru lagi villutrúarinnar pest, og í þriðja lagi, undir nafni frelsi gleðiboðskaparins, hið spillandi siðleysi og dofnandi aga, sem miðöldin ekki þekti neitt i samjöfnun við.« Þannig lítur þá páfinn, sem nú er, á eitthvert bjartasta tímabil, sem sagan þekkir, og þannig verða þeir menn dæmdir af þessum »heilaga föður«, sem brutu járnhlekki kirkj- unnar og leiddu samvizkufrelsið í hásætið. Af orðum páfa ætti öllum að vera Ijóst, að kaþólska kirkjan verður trú F R Æ K Ö 'R ÍM stefnu sinni^ jafn fráleit og ln'yt,, er. Dómar hins svóriéfnda »neiiaga föður« um siðbótarmennina vökto mikta gremju víðs vegar um heini, sérstaklegn á Þýzkaiandi. Og þessi stóryrði páfans ættu að rninsta kosti að gera menn í öllum löndum mót- mælenda ofurlítið tregari en venja er til, þegar um það er ræða að taka páfatrú. Um „biblíu-þýðinTuna nýju“ ritar hr. Arthur Oook í ísafold í fyrradag og ber þar hönd fyrir höfuð sér út af þeim árásum, sem fylgismenn nýju þýðingarinnar hafa látið yfir hann dynja vegnaþess, að hann eins og fleiri kærði til biblíu- félagsins brezka út af þýðingunni. í síðari liluta greinar sinnar kemst hr. Gook inn á eitt hið átakanleg- asta dæmi upp á galla þýðingar- innar. Hr. Gook kemst að sömu niðurstöðu viðvíkjandi þýðingunni á þessum stað, enda ekki annað hægt, ef farið er eftir þeim veglum sem gildá um þýði igu úr grísku. Síðari hluti greinar hr. Gooks er á þessa leið: »Manni veitir ervitt að geta alveg fallist á það, að það sé beinlínis sannleiksist, sein hefir knúð þýð- endurna til að gera þær breytingar, sem deilunni valda. Nægilegt er að taka eitt dæmi: — þýðinguna í Matt. 28, 19., sem þeir þykjast vera alsannfærðir um, að sé rétt og frum- textanum samkvæm, en telja »alger- lega rangt að láta trúfræðilegar sér- skoðanir ráða því, hvernig þýða skuli« (sbr. ísafold 43. tbl.). Nýja þýðingin er þannig: »Farið þvi að gjöra allar þjóð:rnarað lærisveinum, með því að skíra þá til uafns föð- ursins og sonarins og hins heilaga anda«, og er alt nákvæmlega þýtt nema orðin: >rneð því að skíra þá.« Grískuorðin: »baptizontes autous« þýða ótvírætt »skíranði þá<-\ en orðin »neð því að« hafa engin rök fyrir sér í textanum. Það Íiggur í augum uppi, að frumtextinn hefði verið »með því að skíra þær«, ef að »þjóðirnar« hefðu átt að gerast 146 að »lærisveinum« með þvi að skíra »þá« (þ. e. lærisveinann). Ef að menn eru orðmr lærisveinar, þá getur enginn gert þá að lœrisvein- um. En gríska orðið »autous« þýðir »þá« (lærisveinana), og hefði verið »auta«, liefði það átt við »þjóð- irnar«. Það er því alveg skýlaust, að orðin »með javí að« eru skotin inní textann, án þess að þýðandinn hafi nrinstu rök fyrir þeim í frum- málinu. Þetta er málteysa, frá sjón- armiði íslenzkrar og griskrar mál- fræði, en þess skal gætt, að án hennar hefir ungbarnaskírnin alls engin rök í ritningunni. Því er það harla grunsatnt, að hún er látin standa, fyrst þýðendurnir þykjast álíta það »algerlega rangt að láta trúfræðilegar sérskoðanir ráða því, hvernig þýða skuli.« Eg vil að eins spyrja prem spurn- ingum: 1) Þekkja þýðendurnir íslenzka og griöka málfræði ? 2) Ef eigi, því setja þeir sig þa á dómstól til að uæma og ónýta þýðingu hinna mörgu færari þýð- endanna við ensk-amerísku þýðirig- una? 3) Ef þeir þekkja íslenzka og gríska málfræði, því gera þeir vís- vitandi ranga þýðingu og snúa orðum Kriststil þessaðþau mæli með kreddu (þ. e. bai naskírn) þess kirkju- félags, sem þeir þjóna? Áður en vér förum að sam- hryggjast um of þessum trúarhetj- um, sem ætla að »gefa út sinn síð- asta pening« í þarfir sannleikans, látum oss þá fá fullnægjandi svar upp á þessar spurningar. Akureyri. Arthur Gook.« Nú er komið mál fyrir þýðend- urna að gera hreint fyrir sínum dyrum, hvað þessu máli viðvíkur. Þögn er engin vörn, og skammir og ónot í garð þeirra manna, sem hafa áliuga á því, að guðs oi ð sé samvizkusamlega lagt út á íslenzku, er enn verra. Vér vonum og ósk- um, að úr þessu mikla alvörumáli verði innan skamms ráðið á við- unandi hátt, og að sannleikurinn verði í engu fyrir borð borinn.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.