Frækorn - 15.01.1911, Side 2

Frækorn - 15.01.1911, Side 2
2 F R Æ K O R N KENNING OG LIF HVAÐ ER GUÐSORÐ FYRIR OSS? fiuð hefir gefið oss sitt orð til þess að vera lampi fóta vorra og ijós á vegutn vorum. Fræðsla orðs- ins hefir hina mestu þýðingu bæði fyrir vort andlega og líkamlega líf. í veraldlegum sýslununi er biblían bezti ráðjafinn. Guðdómleg upp- lýsing lientiar er leiðin til sannra. framfara. í hverskonar mannlegri raun er fræðsla biblíunnar nauð- synleg.' Biblían opinberar rétt og rangt, réttlæti og ranglæti. Þegar hinar eilífu grundvallarreglur biblíunnar eru ofnar eins og gullþræðir inn í líf vort, þá eru þær einka-vörn vor í freistingum og raunum. Biblían er eins og landabréf, sem sýnir oss leiðarmerki sannleikans. Þeir sem þekja vel þetta landabréf, geta með djörfung gengið þann veg, er skyldan býður þeim að ganga. Biblían hefir inni að halda ein- falt og fullkomið trúar- og heitn- spekis-fræðikerfi. Flún er bókin, sötn getur uppfrætt oss til sáluhjilp- ar. Hún segir oss, hvernig vér get- um eignast gleðina eilífu. Biblían skýrir frá, hvernig guð af sínum ó- endanlega kærleika sendi son sifin Jesúm Krist, til þess að freisa oss frá syndum vorum. Ef vér ekki hefðum orð guðs, værum vér alls ófróðir um drottin Jesúm Krist. Biblían er ekki einungis skrifuð fyrir lærða menn, helduröllu fremur fyrir óíærða. Hir. miklu sannindi, sem eru nauðsynleg oss til frelsun- ar, eru svo augljós, að enginn getur vilst, ef hann ekki gengur sínaeigin götu í stað þess að fylgja guðs opinberaða vilja. fiuðs orð umbreytir hugsunar- hættinum. Það er guð-innblásið orð, kraftur, sem endurlífgar oss, gáfur vorar og aila andans hæfiieika, og beinir lífinu inn á réttar brautir. Þvt meira sem maður sökkvir sér niður í biblíuna, því dýrmætari verður hún. Hvar sem maður les, opinberar sig guðs óendanlegi vís- dómur og kærleikur. Fyrir þeim mánni, sem í sannleika er snúinn til guðs, verður orð hans gagnsýrt af guðdómlegri fegurð og himnesku ljósi. Guðs andi talar til hans, og akur hjartans verður eins og land með lífgandi vatnsstraumum. Ekkert síyrkir betur hugsunargáf- una eti að rannsaka guðs orð. Af því göfgast hugarfarið og sálin. Þó ekki væri til önnur bók í heiminum en guðs orð, myndi hún, ef breytt væri eftir henni, fyrir náð Krists um- skapa menn, sem yrðu hæfir fyrir eilífa lífið. Sá, sem les orðið og í trú meðtekur það sem sannleika, mun verða fullkoninaður í honum, sem er alt í öllu. Quði sé lof fyrir þau dýrðlegu forréttindi, sem hann hefir gefið mönnum. »Því alt sem áður er skrifað, það er skrifað oss til uppfræðingar, svo að vér fyrir þolinmæðina, og hugg- un ritninganna hefóum vonina.«c »Gættu að þessu, vertu allur í þvf, svo að þín framför sé auðsæ í öllu.« »Alt liold er sem gras, og alt þess ágæti sem akurblóm. Qrasið visnar blómið fölnar, en orð vors guðs stendur stöðugt eilíflega.« Sá tími sem varið er til að rannsaka guðs orð og til bæna, ber hundraðfald- an ávöxt. fiuðs orð er lifanui sæði, og eftir að því er sáð í hjartað, þarf það nákvæma vernd, svo það fölni ei né skrælni upp. Hvernig á það að ske? Eftir að orðið fyrir bæn hefir gagntekið hjartað, þarf að viðhalda því og nota það í daglega lífinu. Það verður að vaxa upp og bera ávöxt, fyrst blöð, svo ax, þarnæst fullþroska korn í axinu. Biblíuna á ekki að lesa á sama hátt og aðrar bækur. Eigi orðið að koma að mkkrum notum, verður heilagur andi að verka á hjartað. Hinn sami andi, sem hefir innblásið orðið, verður að fylla þá andagid, sem lesa það. Þá fær maður að heyra himnesku röddina. Einkunnar- orð sálarinnar verður þá: »Þítt orð er sannleikur.« Með því eingöngu að iesa orðið náum vér ekki þeim árangri, sem guð vill, heldur verðum vér að rann- saka nákvæmlega og geyma í lijart- anu. Þekkingin á guði fæst ekki fyrirhafnarlaust. Með áhuga eigum vér að rannsaka ritninguna og jafn- framt biðja um hjálp heilags anda, svo vér getum skilið guðs orð. Vér eigum að lesa oröið og festa hug- ann við það og leitast við að ná þeim sannindum, sem guð gefur oss þar, og vér eigum að dvelja við guðs hugsanir, þar til þær verða vorar eigin, og vér vitum, að »svo segir drottinn.« Það er til einskis gagns að lesa biblíuna hugsunárlaust. Menn geta lesið alla ritninguna, án þess að sjá dýrð orðsins og dýpri merkingu. hafðu ávalt bibiíuna með þér, ef þú getur það. Þegar tækifæri gefst, þá lestu eina ritningargrein og geymdu hana í hjarta þínu. Jafnvel þegar þú ert á gangi á götunni, getur þú ígrundað orðið. Krists líf, sem gefið er heiminum til lífs, er í orði hans. Með orði sínu læknaði Jesús veika og útrak illa anda; með orði sínu kyrraði hann storminn og uppvakti dauða; krafturinn var í orðum hans. Hann talaði guðs orð á sama hátt, eins og hann talaði til spámannanna í

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.