Frækorn - 15.01.1911, Qupperneq 8
8
F R Æ K O R N
—=SQ,==S)
KRÉTTI R - FRÓÐLEIKUR
K5e)|----------------
---<S~ W? ' ~Z)J---nD
Frá Serbíu.
Elzti sonur Péturs Serbakonungs,
Georg prins, er mikill og alræmdur
gallagripur, svo að hann var fyrirnokkr-
Georg prins.
um árum sviftur rétti til ríkiserfða, en
sá réttur aftur gefinn næstelzta bróður
lians, sem Alexander heitir. En nú
hefír Alexander prins Iengi legið sjúk-
Alexander prins.
ur, og það er sagt, að hann geti aldrei
beðið þess sjúkdóms bætur,svo að hann
er nú þess vegna ófær til þess að taka
ríki eftir föður sinn. Sumir vilja nú fá
dóttur Péturs konungs, Helenu, ríkis-
erfingjaréttinn, og því fylgir flokkurinn,
sem kvaddi Pétur konung til valda, en
aðrir vilja gera bróðurson konungs, Pá!
prins, að ríkiserfingja. Faðir Páls heitir
Arséne, en milli hans ogPéturs konungs
hefir lengi verið þung þykkja, er Pétri
kvað ekki vera um að gleyma. (Lgr.)
Bindi.TÍisfréttir.
Þýzkalandskeisari mælir með Good-
Templarreglunni. 21. nóv. f. á. sagði
Vilhjálmur Þýzkaiandskeisari meðal ann-
ars í ræðu. sem hann hélt yfir sjóliðs-
foringja-efnum að Murwik náiægt Flens-
burg: «1 næstu styrjöld ber sú þjóðin
sigur úr býtum,sem neytir minstáfengis.
Þér ættuð að gerast Good-Templarar
og forðast þær tálgrafir, sent óneitan-
lega hafa eyðilagt svo marga unga for-
ingja. Á vorum tírnum er þörf fyrir
hrausta menn — menn sem eru harðir
sem stál«. Fyrir nokkru síðan var byrj-
að að stofna stúkur á herskipum Þjóð-
verja, samkvæmt leyfi keisarans.
Birmingham, höfuðborgin í ríkinu
Alabama, N.-A., hefir brotið allarvenjur
með tilliti til íbúafjölgunar. Fyrir tíu
árum hafði hún 38,415 íbúa, en nú eru
þar 132,685 fjölgað um 245,4 af hund-
raði. Birmingham er áfengissölulaus
bær í áfengissölulausu ríki.
John Burns, parlaments-maður, sagði
18. okt, f. á., að læknir hans hefðisagt,
að af 100,000 sjúkhngum, sem hann
hefði haft undir hendi síðustu 25 árin,
liefðu aðeins 20 verið bindindismenn.
Tpl.
Höfnin í Reykjavik.
Það mál er nú komið á dagskrá.
Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir það með
höndunt. Áætlun um byggingu hennar
er í aðaldráttunum eins og hér segir:
1. Skjólgarðurofan á grand-
ann milii lands og Örfiris-
eyjar, 700 metralangur . kr. 257000
2. Skjólgarður frá Örfirisey
í austur-suðaustur, 484
metrar..................— 630000
3. Skjólgarður frá Batteríinu
til norðvesturs,265 metrar — 315000
4. Dýpkun frá innsiglingar-
opinu inn að hafskipa-
bryggjunni..............— 206000
5. Hafnarbryggja .... — 128000
6. Báta- og smáskipaupp-
sátur vestan til í höfnin-
inni....................— 45000
7. Báta og smáskipabryggja — 21000
Samtals kr. 1602000
Féð hugsa menn að latidið leggí
frani til hálfs við bæinn.
Nýjárssund
örettis fór fram á nýjársdag. Fjórir
kepptu. Bikarinn vann í 2. sinn Ste-
fán Ólafsson, sem synti 50 metra á 42
sek. (48 árið á undan). Vinni hann
bikarinn næst, verður hann eign hans.
Bjarni Jónsson frá Vogt hélt ræðu að
kappleiknunt loknum, afhenti bikarinn,
talaði annars vel og fróðlega um sund
að fornu og nýju.
Fáuamálið
eru menn víða á landinu að hugsa
um, en mest þó ungmennafélögin. Ekki
ber mönnum saman um, hvort berjast
skuli nú þegar fyrir viðurkenningtt
íslenzks fána eða gera sig ánægða með
löggilding staðarfána«.
Samkomur.
Sunnudaga kl. 6,30 síðd. i Sílóatn.
Hvíldardaga kl.ll f. h, D. Östiund.
Ihorskriv selv
Deres Klædevarer
direkte fra Fabrik. Stor Bespa-
relse. Enhver kan faa tilsendt
portofrit mod Efterkrav4 IVHr.
130 Ctm. bredt sort, biaa,
brun, grön og graa ægtefarvet
finulds Klæde til en ele-
gant, solid Kjole eller Spadser-
dragt for kun 10 Kr. (2.50
pr. Mtr). Elíer 3l/4 Mtr. 135
Ctm. bredt sort, mörkeblaa
og graanistret moderne Stof
til en solid og smuk Herre-
klædningfor kun 14 Kr. og
50 Öre. Er varerne ikke efter
Önske tages de tllbage.
AARHUS KLÆDEYÆVERl,
Aarhus, Danmark.
U M.BÍ® ARPAPPÍR J&u
PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS.
Gamlan eir, látún, kopar og
blý kaupir Vald. Poulsen,
Hverfisg. 6.
Ágætur ofn til sölufyrir gjaf-
verð. Ritstjóri ávisar.
Gleraugu fundin. Ritstj. ávísar.