Frækorn - 07.03.1911, Síða 2
26
FRÆKORN
~=9
KENNING OG LÍF
==ð
METÓDISTAR.
II.
Metódistakirkjan hefir biblíulega
skoðun á gíldi siðferðislögmálsins,
»tiu-boðorða-lögmálsins,« þareð hún
heldur því fram, að lögmálið er
eilíft, óumbreytanlegt eins og guð
sjálfur, en hún verður tvísaga, móti
sjálfri sér, þegar hún heldur hinn
páfalega og heiðna sólardag í stað
hvíldardags drottins, sem boðinn er
í því lögmálij erjesússegir um, að
ekki titill né stafur skuli lí'ða undir
lok þangað til himin og jörð for-
gengur. Margir stafir hljóta að for-
ganga af hvíldardagsboðorðinu til
þess að réttllæta sunnudagshelgina,
sem alls engan stuðning á í ritn-
ngunni.
Um skírnina er það að segja, að
metódistar hafa tvenns konar skírn:
fyrst og fremst ungbarnaskírn ög
því næst, þegar einhver óskar þess,
niðurdýfingarskírnfullorðinnamahna.
Þó er þessi skírn fullorðinna manna
fátíð hjá þeim og fer fram í kyrþey
■— aðallega í þeim tilgangi, að
fullnægja þeim einstaklingum, sem
ekki geta annað séð en að slík
skírn sé biblíulega rétt.
Hve mjög þetta kemur í bága
við orð ritningarinnar, að skírnin
sé »ein« (Ef. 4, 5) og að trú eigi
að ganga á undan skírninni (Mark.
16, 16) geta menn að líkindum séð
jafnvel og vér.
Slíkt og hið áður nefnda verð
eg að álíti í hæzta máta óheppilegt,
og svo mun vera um fjöldann af
þeim mönnum, sem í raun og veru
trúa því, að rítningin ein sé reglan
fyrir trú og breytni kristinna manna.
Aftur á móti rná ýmislegt gótt
segja um starfsemi Metódista. Þeir
eru áhugaðir kristnir menn, sem
leggJa mikla áherzlu á kristilegt líf,
og þeir leyfa ekki opinberlega van-
trúuðunr mönnum aðgöngu að kvöld-
máltíðarsakramentinu, heldur setja
þeir persónulega trú sem skilyrði
fyrir því að geta verið fullkomlega
meðlimir kirkjunnar.
Fermingin hjá þeim er ekki ann-
að en yfirheyrsla í kristnum fræð-
um, en menn ganga síðar inn
í algjört félagssambandvið kirkj-
una.
Það, að enginn getur — sem
reglu — orðið meðlimur Metódista-
kirkjunnar, nema hann liafi staðið
til reynslu fyrst í liálft ár, er auð-
vitað vel meint og til þess ætlað,
að vantrúaðir menn g.rist ekki með-
íimir kirkjunnar, en alveg fráleitt er
jiað samt, ef tillit er tekið til nýja
testamentisins, því að slík reynslu-
skeið handa mönnum eru a!ts óþekt
þar. Þvert á inóti gátu menn undir
eins orðið meðlimir safnaðarins, er
þér játuðuð trú á Krist. Þeir 3,000
menn, sem snerust á hvítasunnu-
daginn, bættust þann sama dag við
söfnuðinn, en þurflu ekki að bíða
úrskurðar um það í hálft ár — eins
og hjá Metódistum. — En svona
gengur það ætíð, þegar menn
vilja endúrbæta þá reglu sem
drottinn sjálfur hefir leitt inn í
kirkju sína.
Eg hallast að hinum óbrotna
postullega kristindómi, og er þess
viss, að á honum eru engar endur-
bætur hugsanlegar. Kristur leiddi
þá söfnuð sinn með sínunr heilaga
anda, og því eigum vér að keppa
að því, að ná sem bezt að fylgja
því dæmi, sem liinir fyrstu kristnu
gefa oss.
D. Ö.
VEGURINN TIL FRELSUNAR.
Sú frelsun, sem hér ræðir um,
er frelsun frá synd. Þetta er hin
eina nauðsynlega frelsun. Þangað
til menn eru búnir að skilja þetta,
eru þeir hugfangnir af stjórnmála-
frelsi eða manhfélagsfrelsi. En að
hverju gagni kemur það, ef maður
er samt sem áður þræll syndarinn-
ar? Frelsun frá synd er hið eina
nauðsynlega, jafnt fyrir ríka og fá-
tæka, fyrir yfirboðara og undir-
gefna. Því syndin er þjóðanna
skömm, hið mesta böl mannkynsins,
móðir sorganna.
Hvert liggur þá leiðin til frelsis?
»Ef þér haldið stöðugt við mitt
orð« .... Fyrsta sporið á vegi
frelsis, er að snúa sér að Jesú og
veita orði hans viðtöku. Næsta
sporið er að dvelja hjá honum í
anda og í orði hans. Hann er
sannleikurinn, og það er sannleik-
urinn, sem gjörir manninn frjálsan.
»Ef að þér haldið stöðugt við mitt
orð, munuð þér þekkja sannleikann,
og sannleikurinn mur. gjöra yður
frjálsa «•.
Hverskonar sannleikur er það,
sem veitir oss frelsandi kraft, er vér
meðtökum hann?
Hið fyrsta er sannleikurinn, sem
við kemur oss sjálfum, að vér allir
erum glataðir syndarar. Enginn
kemst hjá þessari viðurkenningu,
sem snýr sér að Jesú og orði hans,
Þetta gildir ekki eingönguum vonda
menn heldur einnig hina svonefndu
góðu menu, ekki eingöngu óguðlega,
heldur einnig guðhrædda. Gagn-
vart Jesú og gagnvart því réttlæti,
þeim hreinleika og því hógværðar-
og kærleikslífi, sem persóna hans
og orð setur oss fyrir sjónir, verð-
um vér allir sakfallnir og skortir þá
hrósun, sam fyrir guði gildir. Og
enn meir: vér verðum ónýtir og