Frækorn - 07.03.1911, Qupperneq 3

Frækorn - 07.03.1911, Qupperneq 3
F R Æ K O R N 27 kraftlausir. Þetta er ómögulegt fyr- ir menn! Getum vér þá ekki vísað því frá oss sem ógjörning? Það getum vér ekki, af því það mælir með sér til hjarta og samvizku sérhvers manns. Vér þráum heitt þvílíkt líf. Og um leið verðum vér óttaslegnir; því nú skiljum vér, að vér erum þrælar syndarinnar. Vor innri maður er fjötraður af valdi syndarinnar, og til einkis að vona eftir slíku lífi. Þetta er fyrsti þátturinn íjátningu sannleikans um Jesúm og orð hans. í þessu virðist oft annað en frels- andi kraftur! Það er þvertámóti! Nú urðum vér hlekkjum fjötraðir ver en áður! Áður gerðum vér oss þó von um, að það batnaði með tímanum. Nú erum vér í fangelsi vonleysisins. Syndin er orðin yfirgnæfandi! — Eg vesæll maður, hver mun frelsa mig frá þessum dauðans líkama! Róm. 7, 24. Samt sem áður er einskonar frels- un í þessuni fyrsta þætti í játningu sannleikans, því nú er úti um vorn eigin dugnað. Vér biðum ósigur. Vér megnum ekkert af siálfum oss, öldungis ekkert. Vér hættum við árangurslausar tilraunir sjálfra vor. Eins og þegar sjúklingurinn skilur, að veikin er til dauða; hann má hætta að velta fyrir sér — öllum heilabrotum um lækna og meðöl; það verður að ske kraftaverk til að frelsa hann. Þetta gjörir afstöðuna einfalda og augljósa; og í því er þó hvíld. Málefnið hlýtur nú að vera guðs, ef því á að verða fram- gengt; guðs — og lians eins. Bak við þessa örvæntingu ljóm- ar ný von. Þegar málefnið nú er orðið guðs eins, ef þaðáaðheppn- ast, þá verður það ómögulega þó mögulegt — ef guð annars vill taka það að sér, og það vill hann. Þegar nú sálin er í Jesú og orði hans, leiðir andi guðs hana dýpra inn í orð hans; sálin mætir hér öðru atriðinu í þekkingu sannleikans, eins og hann er f jesú, Hvað mætir oss hér? Fyrri þátturinn er Jesú heil- aga líf, og hans orð um lífið í eftir- fylgd hans, sem fyrirdæmir oss. Annar og síðari hlutinn erjesú sak- lausi dauði og sigursæla upprisa. Orð hans um þýðingu dauða lians og upprisu ér inni falið f frelsis- ráðstöfun föðursins heiminum til frelsunar og er áður kunngjört í spádómum, — í öllum spádómsrit- um guðs orðs frá upphafi. Siðustu ræður frelsarans eru og um þetta efni. Lærisveinarnir skildu það ekki; en seinna skildu þeir það; og þá urðu ræður og bréf þeirra hvað eftir aunað, um þetta annað atriði í viðurkenningu sannleikans, að Jesús er dáinn fyrir vorar synd- ir og upprisinn oss til réttlætingar; að dauði lians var vor dauði frá syndinni og hans upprisa er vor upprisa inn í nýtt líf með krafti frá guði til að framganga fyrir guði í réttlæti og heilagleika óttalaust alla vora æfidaga. Eins og fyrirdæming- in kom yfir alla menn af falli liins eina, þannig mun og réttlæting lífs- ins veitast öilum mönnum fyrir hins eina — Jesús Krists — réttlæti. Jesús Kristur er guðs kraftur handa oss til að deyja frá syndinni og til að ganga inn í lífið. Þegar vér aðeins erum i honum, hinum kross- festa og upprisna, þá erun: vér í honum afskornir frá hinni gömlu rót, og græddir við hinn sanna vín- við. Þá er hann í oss og fram- Ieiðir í oss hina blessunarríku ávexti réttlætisins. Án hans megn- um vér ekkert; en fyrir hann megnum vér alt. í því fáum vér kraft til þess að hlýðnast hinum heilögu lagaboðum guðs. Já, þetta er sannleikurinn, allur sannleikurinn, sem andinn leiðir oss í. Þá verður það sannreynd að »ef sonurinn gefur yður frelsi, þá eruð þér sannarlega frjálsir*. Þá hrópar sálin fagnandi: »Guði sé lof, sem oss hefir sigurinn gefið fyrir drottin vorn Jesúm Krist.« TRÚIN. Trúarinnar eina spurning er: »Hvað segir drottinn?« Trúin fæst ekki um þær afleið- ingar, sem af hlýðninni leiða. Trúin sér það, sem hulið er fyrir hoidlegum augum. Trúin, þó hún varist að vera þar, sem guðs orð ekki er, hikar þó ekki við að fara, hvert sem guðs orð kallar. Trúin krefst ekki teikns. Trúin beygir sig til að hlýða guði. Trúin svarar óvininum: »Það stendur skrifað«. Trúin heimtar ekki aðrar sannan- ir, en guðs orð, og hún er sjálf sönnun orðsins. Trúin reiðir sig ekki á hið hold- lega hugarfar, ekki heldur á tilfinn- ingarnar. Trúin er ekki einungis sigurhróp- ið, en — »vor irú er sigurinn«. Trúín á mennina er giundvöllur til hins almenna mannfélagsskapar. Trúin á guð er grundvöllursam- bandsins milli himins og jarðar. »Trúin er örugg eftirvænting þeirra hluta, sem maður vonar, og sannfæring um það, sem hann ekki sér.« Hamingja á heimilinu veitist ein- göngu með því að hverálíti annan sér æðri, og hver einstaklingur álíti það gleði, að fá þjónað og hjálpað öðrum, og að aðrir ekkitáti mikið á sér bera, setji sjálfa sig fremst og haldi stranglega fram sínum rétt- indum.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.