Frækorn - 07.03.1911, Side 5
F R Æ K O R N
29
FRÍÐLEIKl OG HEILSUGÆZLA.
Kvennlegur fríðleiki er mjögbreyti-
legt hugtak. Spyrji maður tíu manns;
hvað er fríðleiki, í hverju er hann
fólginn? fær maður tíu ólík svör.
Svipurinn, hvort heldur er karls
eða konu, er aldrei svo fallegur, að
ekki geti fundist niisjafnlega þægi-
legt eða óþægilegt við hann. Aftur
á móti geta fundist hinir óregluleg-
ustu drættir með því samrænii og
hlýleik, að manni ósjálfrátt þykja
þeir Ijómandi fallegir.
í þessu liggur gátan.
Hin ytri fegurð er á þessum
dögum svo vel stunduð, og henn-
ar svo vel gætt með ýmsum ráðum,
sem þó alls ekki ná tilgangi sínum,
en verða nærri hlægileg.
Hefðum við að sama skapi prýtt
og vandað alt vort innra eðli, yrði
reyndin og svarið öðruvísi. Hvað
getur ekki t. d. reiði, dramb, öfund,
hatur, afbrýðisemi, ástríður og aðr-
ar vondar tilfinningar óprýtt andlit,
sem annars þykir frítt. Og hugs-
um okkar svo, hve óviðjafnanlega
fagurt er ekki það andlit sem lýsir
gleði, ánægju, hluttekningu, við-
kvæmni og blíðu, þó ekki sé nema
augnablik.
Eða er hægt að hugsa sér, eða
sjá nokkuð yndælla en barnsandlit,
sem í sakleysi, von og trausti, bros-
ir við ölluni heiminum.
Hin innri fegurð er annarar teg-
undar, en hin ytri, göfugri og var-
anlegri, og tilheyrir þvi, sem mölur
og rið fær ekki grandað. Vor innri
fegurð hefir það ágæti fram yfir
ytri fríðleik, að hún kostar ekkert,
og borgar sig þaraðauki í ríkum
niæli, að minsta kosti með tímanum.
Ef við reynum að athuga vorar
eigin hugsanir og verk, þá mund-
um við vilja útrýma hverri lágri
og spiltri tilfinning, undireins og
hún hreyfði sig eða gerði vart við
sig-, og gerðum við þetta að stað-
aldri, mundi þessi athugun fljótt
sýna sig í góðum verkunum og
afleiðingum.
Einhver mun máskesegja: »Hvern-
ig í ósköpunum getur nokkurráðið
við það, sem í hugann kann að
koma, og án þess við sjálf vitum at'
hverju það sprettur?® Þetta getur
að sumu leyti verið rétt, en held-
ur ekki nema að nokkru leyti.
Gamalt orðtak segir: »Þú get-
ur ekki bannað fuglinum að fljúga
yfir höfðinu á þér, en þú getur
hindrað að hann byggi sér þar
hreiður.«
Ekkert er sannara en það, að
augað er spegill sálarinnar; ef mað-
ur aðeins opnar hjarta sitt fyrir góð-
um og göfugum tilfinningum, þá
byggir maður musteri fyrir alt há-
leitt og gott í sálu sinni, sem spegl-
ast aftur í andliti manns, og gefur