Frækorn - 07.03.1911, Page 7
F R Æ K O R N
31
nefndu Fraunhoffs línur verði til í
geislabandi litsjáarinnar.
Þegar til dæmis D-línan í sóllit-
unum er á sama stað og gula lín -
an, er myndast af glóandi natríum,
þá er með því hægt að sjá að gló-
andi natríum hlýtur að vera í gufu-
hvolfi sólarinnar. Og þegar til
dæmis 2 Fraunhoffslínur, er mynd-
ast af glóandi vatnsefni, sjást í sól-
litunum nefnilega 1 á rauða kaflan-
um, önnur { græna og þriðjaíþeim
fjólubláa, þá er það auðsætt, að gló-
andi vatnsefni hlýtur að vera í sól-
unni.
Þegar nú litsjáin var fundin, hlaut
það að liggja næst að athuga, hvort
sólkórónan, er sést við almyrkva,
stafaði frá sama gufuhvolfi, sem er
orsökin til Fraunhoffslínanna.
Árið 1868 tóku því nokkrirstjörnu-
fræðingar dg saman og ferðuðust
þangað, er sólmyrkvinn 18. ágúst
var ^lmyrkvi.
Þeir fóru lieldur ekki erindisleysu,
því þegar síðasti sólargeislinn hvarf
og lithvolfið lýsti með rúsrautt
kyndlakögur og silfurhvít kórónan
blikaði bakvið, beindu stjörnufræð-
ingar litsjánum að lithvolfinu, og
alt í einu breyttist litband sólarinn-
ar í greinilegt línulitband, og þá
komu lýsandi línur einmitt þar sem
Fraunkoffs línurnar eiga sæti í sól-
litunum. t
Þannig reyudist hugboð stjörnu-
fræðinga rétt, að gufuhvolf sólar-
innar héldi í sér geislum og skap-
aði þannig eyðúr í litbandið.
Litbandið af neðri lögum lithvolfs-
ins — þ. e. af þeim hluta þess, er
naestur er Ijóshvolfinu —- sýndi lýs-
andi línur í því nær öllum Fraun-
hoffslínunum.
Efri lögín og sólkyndlarnir hafa
færri línur, en meðal þeirra eru
vatnsefnislínurnar greinilegastar, og
stafar það eðlilega af því, að þyngri
efnin leita niður á við, svo að létt-
ustu efnin verða efst.
Á síðast liðinni hálfri öid hafa
stjörnufræðingar starfað ötullega að
því, að rannsaka hver efni séu í
Ijóshelda hluta sólgufuhvolfsins með
því að bera saman Fraunhoffs lín-
urnar við litlínur ýinsra glóandi
frumefna. Þetta er þó miklu meiri
erfiðleikum bundið, en menn hugðu
í fyrstu.
Vér skulum hugsa oss að vér
létum sólarljósið streyma inn um
efri hluta rifunnar í litsjánni, en Ijós
frá glóandi natríum í gegnum neðri
hluta hennar og þá mundi geta að
líta natríumlínu litband fyrir neðan
sóllitina og eru Ijóslínur natríums-
gufunnar rétt niðurundan Fraunhoffs
línunum, og þar af drögum vér, að
natríum hlyti að vera í sólunni.
Reyndar, eru mörg þúsund Fraun-
hoffslínur í sóllitunum. fjæti þá
ekki átt sér stað, að línur þfesar
lægju svo nærri natríumslínunum
að þær rynnu í þær en stöfuðu frá
alt öðrum efnnm?
Auðvitað gæti þetta átt sér stað
um einstök efni, er sýna ógreinilega
línur í litbandinu.
Það sem þó einkum og sérílagi
veldur örðugleikunum við litkönn-
unina er að lína litbönd frum-
efnanna geta tekið talsverðum breyt-
ingum, eftir því hvort hitinn er
mikill eða lítill og eíns hvé1 mikil
þrýsting hvílir á þeim. Þegar vér
því sjáum línur ísóllitunum erefna-
fræðingar geta ekki fundið í rann-
sóknarstofum sínum, getum vér eng-
anveginn fullyrt, að þær stafi frá
þemi efnum er vér þekkjum ekki,
því þau frumefni, er finnast í sól-
unni, eru háð miklu meiri hita og
þrýstingi en unt er að framleiða í
ran nsó knarstofu m eð I isfræð i ngan na.
Og eins þorum vér heldur ekki að
fullyrða, að það efni sé ekki til í
sólunni, er enga línu á í Fraunhoffs
línum sóllitanna.
o = ■■■ ....-^=5
| HEILBRIGÐISBÁLKUR j
................'~0
DRYKKiARVATNIÐ.
Vatnið er eitt helzta næringar-
meðalið, sem sízt má án vera; því
að í líkama okkar cr mest megnis
vatn. Það er ekki minna en 64%
af líkamanum, og séu beinin talin
með, er það jafnvel yfir 70%. Und-
ir því er komið starf vefanna og
það eitt getur komið efnaskifting-
unni á gang. Það er ómissandi til
að leysa upp næringarefnin og það
er í öllum meltingarvökvunum; það
ber næringarsafann ýfir í blóðið
sem partur af blóðinu ber það nýtt
efni um allan iíkamann, til heitans,
til vöðvanna og til tauganna og ber
brenslu-efnin til lungnanna, nýrn-
anna og húðarinnar, en síðan ber-
ast þau burt.
Og öll þessi starfsemi stafar frá
hæfileika vatnsins til að leysa upp
efni og gera þau fljótandi.
Um nýrun, húðina, lungun og
þarmana missum við stöðugt mik-
ið vatn — það er talið hér um bii
4 pund á dag. Þegar þessi missir
bætist ekki nægilega, gefir þorstinn
vísbendingu um, að vefirnir séu
þornaðir. Við getum ekki haldið
heilsunni, nema nægilegt vatn fari
um vefina í líkama okkar. Oflítið
vatn gerir okkur veika; of mikið
vatn getur í rauninni ekki komið
til tals; berst fljótt burt með þvagi
og svita.
Með útgufun frá yfirborði húðar-
innar hjálpar vatnið líka til að halda
líkamshitanum eins, hvort sem heitt
veður er eða kalt.
Nú skiljum við, hversu ákaflega
mikið ríður á því, að vatnið sé
drekkandi, þ. e. hæft til þess, ai
vera liður f næringu okkar.