Frækorn - 01.08.1913, Blaðsíða 2
50
F R Æ K O R N
Fylling heilags anda.
----- Nl.
Megum vjer ekki í dýpstu lotningu
segja, að hinn ákafi kraftur, sem
fylgdi starfsemi drottins Jesú eftir
skírn hans, að miklu ieyti stafi
frá þeim anda, sem kom yfir hann
og tó< sjer bústað hjá honum?
Alt í frá fæðingu sinni var hann
smurður með heilögum anda (Lúk.
4, 1.) og í krafti guðs anda sneri
hann aftur til Galílea (14. v.) og
stóð uppí samkunduhúsinu, fletti upp
í spádómsbók Esajasar og heimfærði
um sjálfan sig orð spámannsins
(18. v.): »Andi drottins er yfir mjer.«
Alt starf hans var afleiðing af and-
ans fyllingu, sem var í honum.
Lærisveinar drottins fengu fyrir-
heitið mikla um fyllingu andans.
(Jóh. 7, 39.) Hann verkaði stöðugt
í hjörtum þeirrra. (Lúk. 2,25-27.)
Drottinn sjálfur hafði andað á þá
og sagt: »Meðtakið þjer heilagan
anda« (Jón. 20, 22.), áður en hann
bætti við og sagði: »f>jer skuluð
verða skírðir með heilögum anda
ekki rnörgum dögum hjer eftir*.
Hvað þýðir þetta, ef ekki það, að
þeir, sem þegar höfðu meðtekið
andann og reynt áhrif hans eins
og mildan andvara í sálunni, eigi
í vændum að meðtaka hann í ríku-
legri mæli — náð á náð ofan —-
þar til hjarta þeirra fyllist eins og
haf.
Hvers vegna eru svo margir ját-
endur Krists án fyllingar og kraftar
andans ?
Sannleikurinn um þetta er oss kend-
ur í andstæðinu milli Róm. 7. og
8. kap.; fyrri staðurinn lýsir ægilegri
eyðimörk, þar sem lífsgróðinn að-
eins gjörir vart við sig hjer og
hvar; en Róm. 8. kap. má líkja við
dýrðlegan jurtagarð, vökvaðan
straumum- frá Libanon, með frjóvg-
un og fegurð handa öllum hjörtum,
í öllum atvikum, í öllum kirkjufje-
lögum. Fyrri kapítulinn er lýs-
ing á lífi kristins manns, sem enn
vantar fyllingu. Hinn síðari endur
urhljómar frá upphafi til enda af
vegsemd andans — af lofgjörð og
þakklæti fyrir áhrif andans.
Lesari, geturðu nú ekki byrjað
að skilja ástæðuna til þess, að líf
þitt hingað til hefur verið svoávaxta-
snautt? Átt þú ekki eftir að þekkja
af eigin reynslu fyllingu guðs anda?
Þú reynir að lifa kristilegu lífi, án
þess að hafa þann eina kraft, sem
megnar að gera þig hæfan til þess.
Og þó átt þú fyrirheitið eins og
sjerhvert guðs barn, því að það,
sem fáeinir útvaldir, heilagir fengu
þá hlutdeild í, gefur guð ossöllum,
þegar vjer biðjandi opnum hiarta
vort fyrir andanum. (Pgb. 11,17-18).
F. B. Meyer.
Vonin dýrðiega.
Þeir fyrstu kristnu fögnuðu í von-
inni nm endurkomu Jesú, því hann
lofaði þeim þessu:
»Jeg fer burt til að tilbúa yður
stað, og þegar jeg er burt farinn og
hefi tilbúið yður stað, þá mun jeg
koma aftur og taka yður til mín,
svo að þjer sjeuð þar sem jeg er«.
Jóh. 14,2.
Þetta loforð vakti fyrir öllum hin-
um trúuðu, og var þeim svo ríkt í
huga; þeir hugðu þess mundi svo
skamt að bíða, að þeir fengju aft-
ur að sjá lausnara sinn og herra.
Viljirðu lesa 1. Tess. 4,13—18, getur
þú Ijóslega sjeð svar Páls postula
til pokkurra, sem virðast hafa verið
hugsandi um ástvini sína, sem þeir
væntu að mundu lifa þar til Jesús
kæmi, en nú voru þeir dánir. —
»Sjálfur drottinn mun með ákalli,
með höfuðengilsraust og með guðs
lúðri af himni niður stíga; og þeir,
setn í Kristi eru dánir, munu fyrst
upp rísa, síðan munum vjer, sem
eftir erum lifandi, verða hrifnir til
skýja ásamt þeim, til fundar við
drottinn í loftinu og munum vjer
síðan með drottni vera alla tíma«.
1. Tess. 4,16—18. Þetta var hugg-
un og von hinna fyrstu kristnu, já,
allra sannra Jesú lærisveina fyr og
síðar; það er hin sanna blessaða
von, sem Páll heldur fram í 1. Kor.
15,51. »Sjá, jeg segi yður leyndar-
dóm: vjer munum ekki allir sofna,
en allir umbreytast í vetfangi, á einu
augnabliki við hinn síðasta iúðurþyt,
því lúðurinn mun gella og hinir
dauðu upprísa óforgengilegir, en
vjer umbreytast.« Þessi dýrðlegu
fyrirheit eru gefin guðs sönnu börn-
um, þeim sem feía í Jesú fótspor,
fylgja kenningu hans og dæmi,
þeim, sem vaka, biðja og vænta
komu herra síns.
Postulinn segir ennfremur: »En
þess hafið þjer ekki þörf, bræður,
að yður sje skrifað um tíma og
stundir, því sjálfir vitið þjer gjörla,
að dagur drottins mun koma sem
þjófur á nóttu«. Þegar menn segja:
»Nú er friður og öllu óhætt,« þá
mun snögg eyðilegging koma yfir
þá, eins og jóðsótt yfir þungaða
konu og þeir munu ekki geta um-
flúið*. Svo bætir hann við: »En
þjer, bræður, eruð ekki í myrkri,
svo að sá dagur geti yfir yður kom-
ið sem þjófur«. 1. Tess. 5, 1—4.
Guðs börn rannsaka ritningarnar
og geta af spádómum hennar sjeð,
að mannsins sonur er í nánd og
fyrir dyrum; þau elska Jesúm og
breyta eftir honuin í hlýðni við
föðurinn og elsku til mannanna; þau
varðveita boðorð guðs og Jesú trú.
Þeim, sem þannig lifa, getur dag-