Frækorn - 01.08.1913, Síða 6

Frækorn - 01.08.1913, Síða 6
54 F R Æ K O R N Saga momotva&owuuwa* t ---- Frh. »Jeg efast ekki um Jchn, góða mín, eða um ást hans á þjer. En mormónatrúin sviftir menn bæði heiðri og sannleika. Jeg vildi óska,« hann stundi þungan, »að við vær- um ö!! komin heilu og höldnu burt úr þessu öllu saman«. Orð hans gáfu henni ofuriitia von. »Ó, viítu ekki tala við John, Henry frændi, og biðja hann um að yfir- gefa Utah. Jeg hef áður reynt að telja honum hughvarf, en þú getur haft áhrif á hann, það er jeg viss um; ó, talaðu við hann um málið,« hún fórnaði höndurium biðjandi, »og svo förum við öll saman burtu hjeðan«. Hann lofaði því, en hafði litla von um góðan árangur. En John var ungur og elskaði Elísabet. Hann ætlaði að reyna. Nckkrum dögum seinna talaði hauu ;engi og aivariega viö tus- worth, þó að hann vissi, að ef það kæmist upp,' myndi hann verða fyrir alvarlegustu og blóðugustu reiði mortnónakirkjunnar. En orð hans voru árangurslaus. Hinn ungi maður hafði lent í fok- sandi mormónakirkjunnar og það kæfðí smátt og smátt betri mann hans og sogaði hann niður á við, Það, sem frændi Elísabetar hafði sagt, vakti aftur ótta hennar. En Ellsworth hló að ótta hennar eins og hann hafði gert áður. Loks varð hann þó alvarlegur og spurði, hve-s- vegna hún hefði svo mikið van- traust á sjer. Hann sagði, að hann gæti ekki farið frá 1 Itah, kastað trú sinni og sagt skilið við allar sínar glæsilegu framtíðarhorfur. Frændi hennar gerði nú líka svo niikið úr öllu. En«, bætti hann við í ásök- unarróm, »ef þú hefur svona lítið traust á mjer, þá er rjettast fyrir þig að fara með frænda þínum. Pú elskar mig ekki eins heitt og jeg elska þig, ef svo væri myndir þú ekki efast um mig.« Hann meinti það, sem hann sagði. Og hún gerði eins og konur gera altaf, hún trúði og treysti þe:m manni, sem hún elskaði. Það var ekki komið með fleiri mótbárur á móti giftingu þeirra. Svo var brúðkaupsdagurinn ákveð- inn, og tíminn var fljótur að líða. John var búinn að fá stöðu við verslun föður síns og Elísabet var að undirbúa ait undir hjónabandið, sem er konunum svo kær vinna. Loksins kom brúðkaupsdagurinn. John og Elísabet fóru í »Endowne- ments«-húsið til að láta gifta sig. Hún óttaðist þenna hreinsunareld. En enginn mormóni getur gifst annarsstaðar eða á nokkurn annan hátt. Taylor öldungur skaraði mikið fram úr við hjónavígsluathöfnina. Það var í fyrsta sinn sem Elísabet sá öldunginn eftir, að nún hrygg- braut hann. — Hún forðaðist eins og hún gat hið óheillavænlega og brosandi augnatillit lians. Hinir þreytandi og viðbjóðslegu helgisiðir tóku að iokum enda, og þau keyrðu í flýti heim til Henry Hustons tu ao borða brúðkaups- morgunverð. Þau höfðu komið sjer saman um að sleppa hinni venjulegu brúð- kaupsferð, og eftir morgunverðinn fóru þau beina leið heim til sín, þar sem alt var tilbúið til að taka á móti þeirn Faðir Johris hafði verið gjöfull. Og þó Henry Huston væri á móú, að systurdóttir sín giítist mormóna, elskaði hann hana eins og dóttur sína og hafði gefið henni ríflegan heimanmund. Þegar Elísabet kom niður til að borða brúðkaups miðdegisverð, var hún alveg hvítklædd, og það voru festar rósir á kjól hennar og í hár- ið. Hana langaði til að bera — það sem »Endownements«-húsið hafði synjað henni um —brúðarkjól. John virti hana fyrir sjer með aðdáun. Og móðir hans kom og strauk Ijósa hárið hennar mjúklega og ástúðlega. En raunamæddu aug- un hennar urðu enn harmþrungn ari, þegar hún laut niður að henni og kysti hana. Það var einungis samkvæmi fyrir fjölskylduna. Faðir Elísabetar var boðinn, en hafði sent afboð. Hann gat ekki fyrirgefið Elísabet að hún vildi ekki giftast Taylor öldung. — Faðir John’s var þar og óskaði þeim báðum til hamingju. En þar eð hann var óvanur að vera svona lengi með fyrstu konunni sinni, var hann óframfærinn og klaufalegur. Henry -Huston var dapur og al- varlegur. Hinir ungu synir hans voru jafnvel ekki eins kátir og venjulega. Margarethe frænka reyndi að vera kát, en þrátt fyrir tilraunir hennar var það mjög gleðisnauð brúðkaupsmáltíð. Þegar máltíðinni var lokið, fóru gestirnir að kætast og báðu Elísabet að syngja. Hún söng söng eins og aldrei fyrri. Þvf þrátt fyrir alt var hún eiginkona John’s, — og hún elsk- aði hann. Blóðið komst fram í kinnar hennar og hjartað sló hrað- ara. Og þegar þau að lokum kvöddu og keyrðu heim til sín, fylgdu þeim góðar óskir vina þeirra. Niu/idi tiapítuii. Fyrsta hjónabandsár þeirra var liðið. Það hafði verið hamingju- samt ár. Smávægilegar sorgir- og missætti höfðu komið fyrir. Það tekur tíma að venjast samlífinu. Nokkrar af uppáhaldshugmyndun- um verða að víkja. Ef þær kom- ast inn í daglega lífið, getur það valdið sársauka. Kvenhjaitað er svo tilfinninga- næmt. Og vanhugsað orð, eða kærulaust augnatillit, getur fengið því mikils sársauka. En eftir því sem tíminn líður verður það trygg- ara og það slær ákveðnar og ást- in styrkir það. Henry Huston fór frá Utahásamt fjölskyldu sinni nokkruin mánuð- um eftir brúðkaup Elísabetar. Þau fóru til Kaliforníu. Báðir drengirnir voru sendir á undan, að öllum lík- indum af því þeir áttu að fara í skóla. Það hafði verið erfitt að komast burt. En slungin hyggindi sigruðu þó um síðir. Þau kvöddu Elísabet með þungu geði.

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.