Geisli - 27.10.1917, Blaðsíða 2

Geisli - 27.10.1917, Blaðsíða 2
2 GEISLI Myrtur? Saga eftir A. Gr r* o n e r. I. Fundinn í fönninni. ÞaS er kyrlátt vetrarkvöld í mjög stórri borg. Klukkan í gamla kirkjuturninum var ny slegin átta, þegar bakdyrnar á verk- smiðju nokkurri opnuðust og maður gekk út á götuna. Það var verkamaðurinn Ludwig Amster, sem var á heimleið. Heimili hans var utarlega í bænum, þar sem verksmiðjurnar voru, en engir áttu þar fast heimili nema fátæklingar. Á milli húsanna voru auð svæði og við- bjóðslegir sorphaugar. Það var mjög kyrlátt á götunni, eink- um á kvöldin. Ludwig Amster mætti ekki nokkurri sál. En því meira fann hann lil sinnar eigin órósemi og gremju. Og það var ekkert undarlegt. Fyrir klukkutíma hafði honum verið sagt upp vinnunni, af því að hann ekki hafði viljað gera sér trassaskap yíirboðara síns að góðu. Það var nokkuð dimt á götunum. Þar var heldur ekki mikið við ljósker að gera því að þar var ekkert að upplýsa annað en nokkrar háar girðingar, sjnóskafla, múrveggjarústir, leifar af garði, kræklótt tré og runna sem nú voru á kafi í snjó. Árum saman hafði Ludwig Amster farið þennan sama veg. Hann þekti þar hvern krók og kima. Hann hefði getað ratað hann blindandi ef á hefði þurft að halda. Nei, honum var sama um myrkrið. Samt gekk hann í dag hægar en ella, því að það var hált á fölinu sem hafði fallið um daginn. Eftir hálftíma göngu kom hann að gatna- móturn. Þar rak hann augun í för eftir vagn. Vagninn hlaut að vera nýfarinn hjá, því að annars hefði verið fent í förin. Vagnförin lágu í áttina út á slétturnar fyrir utan bæinn. Amster nam staðar. Það var sjaldgæft að lystivagnar færu þarna um, en eftir förunum að dæma þá gat ekki verið um annaf en Iystivagn að \ gera í þessu tilfelli. Flutningsvagnar, sem þar voru oft á ferðinni höfðu miklu breið- aii hjól. Á horninu við vegamótin var ljósker. Ljósið frá þvi féll beint á snjóinn og vagn- farið og eitt enn....... Amster hrökk við. Hann beygði sig niður til þess að at- huga það nánar. Það glitti í eitthvað, eijig_ og margar smáar glerperlur á rauð- um grunni. Það var blóð á snjónum. Það var ekki í sjálfu vagnfarinu, en lítið eitt til hliðar við það. Hvað hafði hér farið fram? Hér —, á þessum ömurlega stað, þar sem ekkert neyðaróp hefði heyrst, og enga hjálp hefði verið að fá. Amster spurði sjálfan sig að þessu, en gat ekki svarað því undir eins. En forvitni hans var vöknuð. Hann langaði til að rannsaka málið nánar. Brátt sá hann að blóðblettirnir náðu lengra burtu en glerbrotin, þeir náðu svo sem meter lengra, að trébút sem lá þar við veginn. Þessi trébútur var eitthvað undarlegur, Ut úr rifu á honum gægðust fram rauð- brúnar greinar; þær efstu voru huldar af blóðugum snjó. Amster var nú orðinn áhyggjufullur á svipinn. Alt í einu rak hann augun í eitt enn. Rélt hjá trébútnum var lítill pinkill.. Hann tók hann upp. Honum fanst það vera flatur aflangur hlutur vafinn innan í venjulegan umbúða- pappír. Þar sem pappírinn hafði ekki ná&

x

Geisli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geisli
https://timarit.is/publication/183

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.