Geisli - 27.10.1917, Blaðsíða 3

Geisli - 27.10.1917, Blaðsíða 3
GEISLI til var klest í tveim klessum af votu rúg- brauði. Amster varð ráðalaus á svipinn. Hann rannsakaði pinkilinn gaumgæfilega. Það var skrifað utan á hann: „Til næstu lög- reglustöðvar". Það var eins og það væri neyðaróp. Stafirnir voru misjafnir að stærð, ýmist langír eða stuttir, liklega skrifaðir í miklum flýti. — Hér hefir verið um lífið að tefla, hugsaði Amster með sjálfum sér. Brátt komst þessi gáfaði verkamaður samt að fastri niðurstöðu. Vagnförin á þessum fáförula vegi, gler- brotin og blóðblettirnir, benti alt í þá átt, að sá sem setið hefði í vagninum hefði mölvað rúðuna, í áflogum, til þess að geta kastað pinklinum út, það hefði verið eina hjálparvonin að hann fyndist. Áhugi Amsters óx. Hann varð að fá vissu í þessu efni. Auk þess var hann brjóstgóður maður, sem af einskærri meðaumkvun fann hvöt hjá sér til þess að koma þessum ókunna, óhamingjusama manni til hjálpar. Þetta þögula neyðaróp hljómaði án afláts í eyr- um honum. Hann flýtti sér til næstu lögreglustöðv- ar, og komst þangað loks á harðahlaup- um. Lafmóður þaut hann inn í fremsta her- bergið, til þess að segja frá fundi sínum. Honum var vísað inn í það næsta. Það var skrifstofa lögreglustjórans. — Hvað gengur á? Þessum orðum var beint til hans af ungum „fullmektugum", sem sat þar og var að Éala við veiklulegann miðaldra mann. „Fullmektugur" snéri sér að Amster. — Eg fann þenna pinkil í Garðastræti, tók Amster til máls. — Lof mér að sjá. Amster lagði pinkilinn á borðið. Gamli maðurinn leit á pinkilinn allra snöggvast, og þegar hinn ætlaði að fara að rífa hann upp, þá rétti hann honum vasahníf sinn og sagði: — Skerið hann heldur upp, herra full- mektugur. — Hversvegna það? — Það gæti haft þýðingu að athuga innsiglið. — Eg skal gjarna gera það Muller, sagði ungi maðurinn brosandi. Það leit út fyrir að hann væri nýkominn í embætt- ið. Þegar litið var til þess, hve ungur hann var, þá var líklegast, að hann hefði komist í þessa ábyrgðarmiklu stöðu, með hlálp einhvers mikilsmegandi manns. Hánn var ungur og mjög laglegur. Skjaldarmerkið á innsiglishringnum hans var laglegt. Hann hét Kurt von Mayringen og var sonur háttsetts embættismanns. Það benti á að hann hefði ljúfa lund, að hann skyldi taka svo vel aðfinslum Miillers gamla. (Frh.). Laglega svarað. Tveir kunningjar voru fyrir nokkru að gera að gamni sínu og tala hvor um annars ástamál, og kvað þá annar þeirra þessa vísu: Um það skrafar öldin hljótt oft á bak við tjöldin, að I......sé ekki rótt einsömlum á kvöldin. Þá svarar hinn: Mig þú dæma mátt ei hart meyjar þó eg finni, því sjálfur hefirðu sjálfsagt margt á samviskuuni þinni.

x

Geisli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geisli
https://timarit.is/publication/183

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.