Gjallarhorn - 01.11.1902, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 01.11.1902, Blaðsíða 3
Nr. 1 GJALLARHORN. 3 vantar okkur, að geta fengið nægilega festu í chlorsamböndin.« Þetta síðasta sagði hann í lágum rómi. »Þjer getið hjálpað okkur,« bætti hann svo snögglega við. »Jeg sje það á andliti yðar, að þjer vitið það, sem okkur er áríðandi. Fyrir hvaða verð viljið þér ganga í fjelag með okkur?« Jeg hugsaði mig fáein augnablik um. Fyrst varð jeg hræddur við kunnáttu þeirra, en nú fór jeg að sjá, að jeg mundi, ef til vildi, geta keypt af þeim ómetanlegar upplýsing- ar- Jeg aptur vandlega yfir bókina þeirra; þar var það allt skírt og greinilega framsett. »Jeg þarf að átta mig betur á þessu,« sagði jeg. »Viljið þið koma aptur á morg- unf Þá skal jeg gefa skýlaust svar.« Þeir játtu því, kvöddu mig og fóru. Jeg fór að hugsa um tilboð þeirra fjelaga, þegar jeg var orðinn einn. Mjer var ekki um að ganga í fjelag þeirra, en ekki var heldur gott, að hafna boði þeirra og eiga svo á hættu, að þeir yrðu á undan mjer með uppgötvunina. Jeg svaf ekki mikið um nótt- ina. Um morguninn var jeg búinn að afráða, að ganga að boði þeirra Lewins og Kruse. Þeir komu til mín kl. io. Með þeim var ung- ur kvennmaður. Kruse sagði mjer, að hún væri kona sín. Mjer fannst jeg hafa sjeð þessa konu einhverntíma nýlega. Hún var ljóshærð og litfríð. Jeg þóttist sjá, að hún mundi vera af þýzkum ættum. Andlitið var einhvernvegin svo undur sakleysislegt. Jeg fór að hugsa um, hvar jeg hefði sjeð hana, en gat alls ekki komið því fyrir mig. Hún bað mig með ómótstæðilegu brosi og mörgum fögrum orðum afsökunar á því, að hún hefði komið óboðin til mín, en sagð- ist taka svo mikinn þátt f tilraunum manns síns og vinar, að hún hefði mátt til að heyra hverju jeg svaraði þeim. Jeg bauð gestum mínum sæti og tók að útlista fyrir þeim, hvernig jeg liti á málið. »Jeg hefi hugsað mikið um þetta síðan í gær og ætla mjer að ganga að boði ykkar. En jeg set þau skilyrði, að afnot uppfundn- ingarinnar sjeu ekki boðin neinu útlendu ríki, ef enska stjórnin vill hagnýta sjer hana með þeim kostum, sem við setjum henni. Jeg efast nú raunar alls ekki um, að hún muni gjöra það, því ef allt fer sem jeg vona, þá verður uppfundningin svo mik- ils virði fyrir þjóðina, að hún hlýtur að ganga að þeim kostum, sem við setjum henni. Ennfremur set jeg það upp, að við gerum milli okkar fastan samning um, að ekki megi ákvarða neitt um afnot sprengi- efnisins, nema með vilja og vitund okkar allra. Málafærslumaður minn getur samið þetta fyrir okkur og getum við þá undirskrif- að það.« Mjer sýndist Lewin vera hálf hikandi við, að fallast á þessa uppástungu mína, en Kruse og kona hans vildu óð og uppvæg ganga að henni þegar í stað. »Þetta er allt mjög sanngjarnt,* mælti frú Kruse. »Þegar sprengiefnið er fullbúið skipt- um við tekjunum milli okkar. Jeg og maður minn erum tilbúin að skrifa undir samning- inn, hvenær sem vera skal. Kruse var konu sinni fyllilega samdóma. »Og nú verðum við öll samferða til CornwalI,« sagði frú Kruse og strauk silki- mjúkt hárið frá enninu. »Jeg skal koma að tveim dögum liðnum. Þá skal málafærslumaður minn vera búinn að fullgjöra samninginn.« »Það er ágætt. Við hin þrjú förum þá á undan yður í dag. Hjer er heimilisnafn okkar. Gjörið þjer svo vel.« Frúin rjetti mjer nafnspjald sitt. »Hreysið okkar heitir Castle Lewin; það stendur niður við sjó, ekki langt frá Chrome Ask. Landslagið er heldur hrikalegt, en út- sýnið er víða mjög tilkomumikið. Við get- um sótt yður í vagni til Chrome Ask járn- brautarstöðvanna, svo þjer þurfið ekki að ganga neitt.« Gestir mínir kvöddu mig mjög vinalega. Jeg fór þegar í stað til málafærslumanns míns, sagði honum alla málavöxtu og leit- aði ráða hans. Hann lofaði, að setja upp tryggilegan samning, en áminnti mig um, að sleppa honum ekki við þá fjelaga fyr en jeg væri búinn að fá fulla sönnun fyrir því, að engir prettir byggi undir tilboði þeirra. Brjef frá Akureyri að 100 árum liðnum. Akureyri 1. nóvemb. 2002. Kæri vin! Jeg hugsaði mjer, að þú munir hafa gam- an af að heyra lítið eitt sagt frá þessum höfuðstað Norðurlands, sem jeg er nú ný- kominn í. Jeg lagði af stað úr Reykjavík fyrir 4 dögum síðan, með rafmagnsskipinu, sem fer milli höfuðstaðanna tvisvar í viku. Við vorum rjetta 15 tíma á leiðinni, frá því skipið lagði frá landi f Reykjavík, þangað til það rendi að aðalbryggju þessa bæjar. Bryggja sú nær frá ytra horni Torfunefs V4 kilometer inn með ströndinni. Það er gaman að koma ofan á bryggjuna á kvöldin þegar búið er að kveikja öll rafljósin. Þrjú °g fjögur skip eru fermd og affermd þar í einu og þjóta rafmagnsvagnarnir út og suð- ur frá bryggjunni, hver á eftir öðrum. Þeg- ar jeg var kominn hjer í land, ók jeg upp að stærsta gistihúsi bæjarins. Það stendur þar, sem eitt sinn er sagt að Eyrarlands- bær hafi staðið fyrrum, þegar Eyrarland var sjerstök bújörð. Gistihúsið er þríloptað, ^ygg1 ár dökkrauðum tiglsteini, sem brend- ur er úr leirnum, sem Eyjafjarðará hefir borið fram. Er nú farið að nota hann í flest hús, sem hjer eru byggð. Jeg ók að gamni mínu í gær út og upp að rafmagnshúsunum, þar sem framleitt er allt það rafmagn, sem Akureyringar þurfa til hitunar, upplýsingar, keyrslu og til skip- anna, auk allra þeirra verksmiðja, sem hjer eru. Fyrir ofan bæinn er hátt fjall, sem Súl- ur heitir. Þar uppi á tindinum er loptskeita- stöð á Akureyri. Rennur lítil karfa á vír- strengjum milli pósthússins og stöðvanna með alla skeytamiðana. Bæjarbúar eru nú rúmlega 17000. Hjer eru mörg reisuleg og fögur hús. Eitt með myndarlegustu húsun- um er verksmiðjubygging »Niðursuðufjelags Eyfirðinga«, enda eru tekjur þess fjelags mjög miklar. Selur það mest af vörum sín- um til Miðjarðarhafslandanna. Nú verð jeg að slá botninn í, en ef til vill skrifa jeg þjer nokkrar línur einhvern- tíma seinna. Þinn einl. JÓN JÓNSSON. ---»-------- Skrítlur. Tómas: »Sælir nú, Lárus. Fjandi varstu fullur í gærkvöldi.« Lárus: »Var jeg fullur ? Hvaða vitleysa! Tómas: »Þú sagðir það sjálfur.« Lárus: »Það getur vel verið, en þú veizt, að menn eiga ekki að taka mark á því, sem fullir menn segja.« Syrgjandi ekkill: Jeg ætla að biðja yður, prestur góður, að hafa ekki líkræðuna mjög langa, því við ætlum að gjöra okkur dálítið glatt í geði og ekki veitir af tímanum, því brennivíníð er orðið svo dauft á þessum síðustu og verstu tímum. „Gjallarhorn“ kemur út 1. og 15. dag hvers mánaðar, 24 arkir um árið. Verð árgangsins, kr. 1.80, borgist fyrir 31. desbr. Auglýsingar eru teknar fyrir kr. 1.00—1.20 þml. á fyrstu síðu og kr. 0.80—1,00 þml. annarstaðar í blaðinu. „Hotel Akureyri“ er risið úr rústum veglegra og glæsilegra utan og innan, heldur en öll önnur Hotel á landinu, utan höfuðstaðarins. Allur greiði er þar hinn bezti og verðið mjög sanngjarnt. Allir gestir velkomnir. V. Sigfússon. Trosfiskur fæst hjá Jóhanni Vigfússyni. il Gudmanns Efterfl. verzl- unar komnar með Hnge- borg" nægar birgðir af alls konar kornmat, lamp- ar og margt fleira. Perfekt Skiivindan. Þær einu egta frá Burmeister & Wain hvergi ódýrari en við Gudm. Efterfl. verzlun. Jóhann Vigfússon.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.