Gjallarhorn - 01.11.1902, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 01.11.1902, Blaðsíða 1
GJALLARHORJV. C 05 1. ÁR. Akureyri, 1. nóvember 1902. MR. 1. Cil lesenda. „Gjollarhorn" Þykist ekki þurfa að biðja neinn mann afsökunar á því, að það kemur fram á meðal manna. Ef það á ekkert erindi hjer í heim, mun það að sjálfsögðu detta bráðlega úr sögunni, eins og allt, sem ónýtt er. En ef okkur útgef- endunum tekst að gjöra það svo úr garði, að menn þykist mega vel við una, þá þykir okkur betur farið en heima setið. Við viljum ekki smeygja »OJallarhorni« inn til manna með neinum fagurgala eða „grallaralagi og háum klið" um ágæti blaðsins og verðugleika. Enginn formáli dugir til þess að sýna, hvernig blað muni verða. Reynslan verður að sýna það, á sínum tíma. Blaðið á aðallega að ræða áhugamál þessa bæjar og svo alls landsins. En sjer- staklega munum við ljá rúm í því grein- um um atvinnu- og verzlunarmál, og flytja nýjustu og helztu frjettir utan úr heimi og hjer af landi. Hafa vcl ritfærir menn þegar lofað okkur aðstoð sinni í þessu efni. Er oss ljúft, að áhugamál manna sjeu rædd frá fleiri en einni hlið og mun- um fúslega veita viðtöku vel söindum greinum, þó höfundarnir sjeu ekki á sömu skoðun og við. *Gjallarhorn* á einnig að flytja fróðlegar og skemmti- legar sögur, eptir góða skáldsöguhöfunda. í fyrstu ætlum við að láta blaðið koma út 1. og 15. dag hvers mánaðai; en ef viðtökurnar verða vel góðar, munum við láta það koma optar út, án þess að hækka verð þess. Þökkum við svo öllum fyrirfram fyrir góðar viðtökur. Slitsfjórnin. Hvernig eru birgðirnar? Reynsla manna hjer norðan lands frá síðasta vori ætti að hvetja menn til að spyrja kaupmennina nú í haust, hvernig þeir hafi búizt við vetrinum og vorinu. Skipaferðirnar eru svo greiðar nú fram eptir vetrinum, að þeir ættu að hafa dáð í sjer til þess, að byrgja sig vel að nauð- synjavörum, ef óvinur vor, hafísinn, skyldi leggjast að landinu með vorinu. Reynsla undanfarinna ára bendir til þess, að eins og góð og íslaus ár fylgja opt hvert á eptir öðru, eins koma og stundum mörg ísa- og harðindaár saman, og öllum sjó- mönnum, sem verið hafa í siglingum fyrir Norðurlandi í sumar, ber saman um, að óvenjulega mikil ísalög hafi verið norður í höfunum allt fram á haust. Allir Norð- Iendingar hafa því fullan rjett til þess, að heimta af kaupmönnum, að þeir athugi vel þessa spurningu: Hvernig eru birgð- irnar? og sýna það í verkinu, að þeim sje annt um heill viðskiptamanna sinna. Úr heimahögum. Sumarið er farið að bæta fyrir syndir sínar. Ver nú vetrinum vasklega aðgöngu og hefir ekkert annað á boðstólum en sunnan- vind og blíðu. Veturinn brauzt þó inn í bæjardyrnar síðastliðinn þriðjudag og hreytti úr sjer norðankólgu, kulda og snjó í þrjá daga, en þá tók sumarið aptur í öxlina á honum og hratt honum all-óþyrmilega út fyrir túngarð og sigaði eptir honum hvassri sunnangolu, og gæðir nú aptur fólkinu á bænum með hita og sól. Almanakið er sezt út f horn og farið að reikna út, hvort þetta geti verið einleikið. Skðlarnir, sem hjer hafa aðsetur, eru allir teknir til starfa: barnaskóli, kvennaskóli og gagnfræðaskóli. — Það er mein, að hjer er ekki kominn kristilegur lýðháskóli; en margir vona þó, að þess þurfi ekki lengi að bíða, því flestir hljóti að sjá, að auk alls annars er mun fínna að vera háskólagenginn, en bara skólagenginn. Kristilegan unglingaskóla er mælt að hr. Fred. Jones ætli að halda í vetur; segja margir það lofsvert, því vafa- laust mundi það hafa margt gott í för með sjer. En þó mörgum þyki vænt um skólana og fjölgun þeirra, sýnir eptirfylgjandi staka eptir einn af hagyrðingum bæjarins, að ekki eru allir á sama máli í því sem öðru: Skólar fjölga, skrumið vex, skuldakröfur hljóma. Flestir geta fengið sex fyrir heimsku tóma. Fjelögin hjer í bænum eru nú að hafa sig á kreik eptir sumarhvíldina: Taflfjelagið, Verzlunarmannafjelagið, Vetrarbrautin o. fl. Hvort þau hafa safnað miklum kröptum yfir hvíldartímann, er ekki hægt að sjá enn þá, þau eru svo nýbyrjuð að starfa. Einnig er sagt að sje að lifna yfir Good-Templarafje- laginu, þó það hafi ekki hvílt sig f sumar, frekar en þess hefir verið siður að undan- förnu. Það er gott fjelag, eins og kunnugt er, og hefir enga fiðrildisnáttúru, en er sí- starfandi og þreytist sjaldan eða aldrei. Síðastliðinn sunnudag hjelt það tombólu, mikla og vel sótta. Ágóði af henni hafði orðið töluverður og er sagt, að hann verði notaður til að skaprauna Bacchusi á ein- hvern hátt. Leikfjelagið ætlar að fara að hugsa fyrir leikum fyrir bæjarbúa. Ætlast er til, að byrjað verði á »Drengurinn rninn*. Húsabyggingar halda stöðugt áfram. 5 íbúðarhús eru nú í smíðum í Oddeyrarbót. »Egil*, skipstjóri Haueland, kom hingað síðasta sunnudag og fór aptur á fimmtudag- inn. Með honum fór til Kaupmannahafnar verzlunarmaður Hallgrímur Davíðsson. » Vesta*, skipstjóri Godtfredsen, kom hing- að frá útlöndum á þriðjudaginn og hjelt á- leiðis suður um land á fimmtudaginn. Með henni var sjóliðsforingi danskur, sem á að verða skipstjóri næsta ár á »Ceres«. Stöðugt er unnið að vatnsleiðslu í húsin á Oddeyri og virðist hún vera á góðum vegi. Búið er að grafa öll aðalræsin og leggja vatnsleiðslupípurnar { þær og í ein- stöku stað byrjað að leiða vatnið inn í húsin. — Uppi á brekkunni er búið að fullgjöra stóran brunn; litlu neðar er stein- Ifmd vatnsþró, sem safna á f vatninu og vona þeir, sem fyrir verkinu standa, að nægilegt vatn muni fást. Verkstjóri við gröftinn er Hallgrímur bú- fræðingur Jónasson en Sigurður blikksmiður Einarsson leggur niður vatnspípurnar. Reikningsfróðir menn áætla, að húsin, sem byggð eru á Akureyri f sumar, muni verða um 120— 140 þús. króna virði, þegar þau eru fullgjörð. SíldarafLi er sem stendur mjög IítiII í lagnet. Snorri Jónsson kaupmaður ætlar að senda skip sitt út á fjörðinn til að láta stunda á því síldarveiðar. Þeir Bjarni Einars- son og F. & M. Kristjánsson hafa sömu- leiðis sent skip sitt »Fönjx<! af stað í sömu erindum. Ljóðtnœli sjera Matthíasar. I. heftið kom nú með »Agli« austan af Seyðisfirði og er verið að binda það. Ljóðmælanna verður getið nánar síðar. Hafnarbryggjumálið er á dagskrá hjá öll- um Akureyringum. I næsta blaði »GjalIar- horns«, kemur grein um það, eptir mann, sem hefir hugsað málið vandlega. »lngeborg«, seglskip Höepfners verzlunar sigldi hjeðan síðastliðinn fimmtudag, hlaðið vörum frá Joh. Christensen og Jóh. Vigfús- syni. Vindlaverksmiðjan á Oddeyri þrífst víst ágætlega. í flestum húsum hjer f bæ eru vindlar úr henni á boðstólum. Nú, sem stendur, vinna 10, og ætla eigendurnir að fjölga lærlingum að mun enn þá.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.