Gjallarhorn - 20.03.1903, Qupperneq 1
Auka-númer.
GJALLARHORJM.
1. ÁR. ^
Enn um kosningarnar.
í 24. tölubl. „hlutafjelagsblaðsins" er rit-
stjórnargrein með yfirskriptinni „Kosning-
arnar". Kennir þar margra grasa — eins og
opt áður í því málgagni — sem eiga að vera
til uppfræðslu fáfróðs almennings. En sjer-
staklega mun pó tilgangurinn með nefndri
grein vera sá, að kjósendur í Eyjafjarðar-
sýslu hafi hliðsjón af innihaldi hennar fyrir
og um næstu kosningar. Jeg efast heldur
ekki um, að þeir muni gjöra það, þó það
verði talsvert á annan hátt, en höfundur
hennar hefur ætlast til. Kjósendur í Eyja-
fjarðarsýslu eru flestir svo skynsamir og
sjálfstæðir menn, að það þarf miklu meira
en samanhrúgaðar vandræðaspurningar og
ástæðulaust brygsl um íhald af „Norður-
landi" til þess, að fá þá til að trúa annari
eins fjarstæðu og þeirri, að H. Hafstein hafi
átt nokkurn hlut í kosningahreifingunni hjer
í sýslu í fyrravetur; enda nær slíkt engri
átt af þeirri einföldu ástæðu, að H. H. hugði
alls ekki til framboðs hjer þá, heldur í ísa-
fjarðarsýslu, eins og öllum er kunnugt, og
eru slíkar dylgjur því vísvitandi ástæðulaus
uppspuni greinarhöfundarins, til þess að
reyna að sverta H. H. í augum kjósenda
hjer. Það verður því alveg árangurslaust,
bæði fyrir „Norðurl." og aðra, að æfa sig í
grænlenzka fingrareikningnum í þeirri meiii-
ingu, að sanna hið gagnstæða.
Eyfirðingar — en með því meina jeg kjós-
endur yfir höfuð í Eyjafjarðarsýslu — hafa
frekar flestum öðrum kjósendum hjer á landi
sýnt, að þeir eru menn sjálfstæðir, menn,
sem ekki láta aðra hugsa fyrir sig nje leiða
sig í gönur, hvorki við kosningar til alþingis
nje í öðrum málum. En þeir hafa einnig
sýnt það og munu sýna það enn, að þeir
hafa bæði fastheldni og vit til þess að sam-
laga sig, þegar því er að skipta, og dugar
þá ekki fyrir „Norðurland" nje aðra að
reyna til að flækja þá frá því marki, sem
þeir hafa sett sjer, hvorki með vandræða-
spurningum út í loptið, nje ástæðulausum
aðdróttunum um apturhald. Ætti „Norðurl."
sjerstaklega að vera þetta kunnugt frá því í
fyrra, er það lagði mest á sig til þess að
reyna að spilla fyrir kosningu Stefáns í
Fagraskógi, án þess nokkurt minnsta tillit
væri tekið til þess, er „hlutafjelagsblaðið"
sagði um hann.
Að öðru leyti er þess vert að geta, að
til eru þau blöð, sem með lasti og aðdrótt-
unum um einstaka menn, hefja hina sömu
í almenningsálitinu og aptur á hinn bóginn
með því að skjalla eða halda mönnum fram,
á sína vísu baka hinum sömu óálit al-
mennings.
Aðdróttanir þær um apturhald í framfara-
málum þjóðarinnar, sem talsverður fjöldi af
kjósendum í Eyjafjarðarsýslu verður fyrir í
nefndri grein vegna þess, að þeir hugsa
rneira um þingmannaefni og kosningar til
Akureyri, 20. marz 1903.
alþingis, en almennt gjörist, virðist ekki
framar en annað af innihaldi hennar, hafa
við rök að styðjast. Eyfirðingar hafa aldrei
haft mætur á hægrimanna apturhaldsstjórn-
inni dönsku, nje heyrt þeim flokki til, eða
mönnum hjer á landi, sem að henni hafa
hallast. Þeir höfðu ekki kosið nokkurn af
þeim mönnum, sem á þingi 1901 sam-
þykktu hið alræmda óhappafrumvarp dr.
Valtýs, sem lengst mun í mn.ni haft, í
trausti þess, að apturhaldsveggur hægri-
mannastjórnarinnar dönsku myndi ekki
hrynja eins fljótt og hann gjörði. En þar
sem að gengið er út frá því í greininni, að
það sjeu allt íhalds- eða apturhaldsmenn,
er hafi stutt sig við nefndan apturhalds-
stjórnarmúrvegg, þá hefur einmitt valtýska
»hlutafjelagsblaðið« með því viðurkennt, að dr.
Valtýr hafi verið apturhaldsmaður, að minnsta
kosti frá íslenzku sjónarmiði, því enginn
liefur stutt sig fastar við vegginn en hann
á síðari árum og enginn hefur misst annað
eins við hann, eins og doktorinn og flokkur
hans. Er gleðilegt að vita til þess, að
augun eru nú svo opin á höfundi þessa
„leiðara", „hlutafjelagsblaðsins", að hann
sjer og viðurkennir hvílíkur apturhaldsmað-
ur doktorinn hafi verið. Aptur á móti virð-
ist doktorinn hafa ástæðu til að hugsa eitt-
hvað á þá leið, að „svo bregðist krosstrje
sem önnnr trje", enda hefur fallvelta heims-
ins birzt honum í ýmsum myndum, síðan
Ruinp sál. hætti að koma við söguna.
Fleira hirði jeg ekki að tína til úr nefndri
grein, enda munu flestir kjósendur virða
hana og meta, eins og hún á skilið.
Heimastjórnarmaður.
> »Norðurland« cr fullt af friðarmálunum,
og fóðurjurtum handa mögru sálunum.*
(»Gjallarhorn« 5. tbl. I. árg.)
»Ekki leiðist »Norðurl.» gott að gjöra.« —
Síðu eptir síðu, blað eptir blað er gamla í-
haldstuggan og kyrstöðuvaðallinn, sem ritstj.
»Norðurl.« & Co. hafa verið að tyggja í les-
endur sína í allan vetur, og mega mennirnir
sannarlega ætla lesendurna eiga mikið af þolin-
mæði, ef þeir halda, að þá fari nú ekki að
væma við því sálarfóðri, svo geðslegt sem það
er. Það er því ekki ófyrirsynju, að »Gjallar-
horn«, og önnur heimastjórnarblöð, svona við
og við, fletti grímunni af »Norðurl.« & Co.,
og sýni almenningi hina sönnu mynd þess
málgagns, því vel getur verið, að mörgum
gangi illa að sjá glögglega í gegnum þann
þokuvef hræsni, ósanninda, orðagjálfurs og fram-
sóknar-fimbulfambs, sem ritstjórinn og meðhjálp-
arar hans hylja sinn eina og sanna tilgang með,
en sá eini og sanni tilgangur er Valtýska —
apturgcngin Valtýska — það og ekkert
annað.
Slagorðið hjá »Norðurl.« og öllum öðrum
valtýskum uppvakningum er framsókn. Sjálfa
sig kalla þeir framsóknarflokk (skammast sín
^ NR. 11.
nú orðið fyrir Valtýs-nafnið), blöð sín kalla
þeir framsóknarblöð o. s. frv. — Að sjálfsögðu
kalla þeir svo mótstöðumenn sfna apturhalds-
menn, blöð þeirra apturhaldsblöð o. s. frv. —
Undir þessu falska flaggi er svo siglt allt hvað
aftekur, ýkt og uppspunnið. En hjer fer sem
optar, að »ekki er allt sem sýnist«, því ef
maður fer að athuga, hvort þessir menn og
þessi blöð sjeu í raun og veru miklir fram-
faramenn og framfarablöð, þá mun víst flest-
um óhlutdrægum finnast, að þeir kafni undir
nafni. — Það er nefnilega enginn vandi að
skýra sig hvaða nafni sem vera skal, en það
er meiri vandi að bera nafn með rjettu. Þessi
einfóldu sannindi ætti »Norðurl.« og Framsókn-
arflokkurinn svonefndi að láta sjer skiljast, og
ætti bara að kalla sig Valtýinga eða Hafnar-
stjórnarflokk; undir því nafni mundu menn
þessir ekki kafna, og mundu ekki þurfa að
verja miklum tíma og mörgum blaðagreinum
til að sannfæra fólkið um, að þeir væri póli-
tískur flokkur, sem bæri nafn sitt með rjettu.
Engum mun detta í hug að neita því, að
síðan 1874 hafi miklar og góðar framfarir orðið
hjer í landi, en enginn mun þó til þess vita,
að neinar af þeim framtorum sje Valtýingum
að þakka, eða að nokkrar af þeim framforum
sje reistar á þeim pólitíska grundvelli, sem
Hafnarstjórnarflokkurinn stendur á. Sá flokkur
getur ekki bent á nokkurt framkvæmt verk,
sem sanni það, að hann sje framsóknarflokkur;
allar hans framfaraframkvæmdir eru bara orða-
gjálfur, hljómur og bjalla, staðlaust og kjarna-
laust. »Norðurl.« kann nú að segja, að það sje
þó Valtýingum að þakka, að við fáum hluta-
fjelagsbankann, og þar geti þeir þó bent á
framkvæmt framfaraverk. — En það er ósatt. —
Hlutafjelagsbankinn getur orðið til framfara
aðeins fyrir aðgjörðir Heimastjórnar-
flokksins. Hefði bankinn verið sniðinn eptir
vilja og aðgjörðum Valtýinga, hefði hann orðið
landi og lýð til bölvunar.
Á einu þingi hafa Valtýingar haft yfirhönd-
ina til sællrar minningar, það var árið 1901.
Þá skyldi maður nú halda, að framsóknin hefði
náð sjer á stryk, og margt nytsemdarfyrirtækið
verið stofnað, en það var ekkert hætt við því.
Mennirnir gátu ekki gengið svo frá eðli sfnu,
að þeir færi að brjótast í neinu slíku. En hvað
unnu þeir sjer þá til frægðar? — Ja, það er
nú saga að segja frá því. — Þeir gjörðu Þing-
söguna 1901 að þeim allra svörtustu blaðsíð-
um, sem til eru í hinni pólitísku sögu þessa
lands, og er þá mikið sagt, því mörg er þar
síðan dökkleit, en þetta tókst þeim samt dánu-
mönnunum og » Norðurlands « - dýrlingunum.
Fjárveitingar þess þings sýndu bezt, hvers
kyns pólitík það var, sem þá sat í öndvegi.
Fje landsins var sóað til að fylla svanga maga
valtýskra gæðinga. Má þar til nefna, meðal
annars, styrkveitingarnar handa Þorsteini Erl-
ingssyni, G. Finnbogasyni og St. Stefánssyni
o. fl. álfka verðugum tilbeiðendum skurðgoðs-
ins mikla — Hafnardoktorsins. Með líkri sann-
girni var svo náttúrlega þeim, sem aðra póli-