Gjallarhorn - 20.03.1903, Page 2
42
GJALLARHORN.
Nr. 11
tíska trú höfðu, bægt frá notum af landsins
fje.
Það er ekki furða, þó »Norðurl.« sje hleina-
gleitt af þessari makalausu framsóknarpólitík
Valtýsliðsins. Hvílík sæla mundi það ekki verða
fyrir það, og aðra jafnhlýðna doktors-drabanta,
ef Valtýr & Co. gæti nú orðið ofaná í kosn-
ingabardaganum í vor — og Valtýr svo kannske
orðið ráðgjafi. — Þá væri nú hámarkinu náð.
Þá gæti »Norðurl.« & Co. hætt þessu fram-
sóknargjammi og kyrstöðuvaðli, og bara sezt
að kjötkötlunum, sem því og þess liði mun
vera miklu nær skapi. — En þangað til þetta
er fengið, verður það að halda pínuna út. —
Gjamma í sífellu og meiningarleysu á framsókn
og framfarir, og þyrla sem allra mestu ryki
í augu fólksins, þar til hinir sælu dagar upp-
skerunnar koma.
Aumingja, vesala »Norðurl.«. Það þykist vera
af heilagri vandlætingasemi og einlægri ætt-
jarðarást að berjast móti kosningu Hannesar
Hafsteins ( Eyjafjarðarsýslu, og þykist þar með
vilja forða þjóðinni frá hættulegum manni.
En þetta er bara endaskipti á sannleikanum.
Orsakirnar eru allt aðrar, þegar betur er at-
hugað. »Norðurl.« er nefnilega hlutafjelagsblað,
og Sk. Thoroddsen er einn af hluthöfunum;
þess vegna þarf »Norðurl.« sjerstaklega að
ráðast á þá M. Stephensen og H. Hafstein,
sem Skúli virðist hata manna mest. Svo er
hlutafjelagsblaðið »Norðurland« valtýkst flokks-
blað, þess vegna þarf það að gjöra sitt ýtrasta
til þess, að svipta mótflokk sinn, Heimastjórn-
arflokkinn, hans bezta manni, sem er H. Haf-
stein. — Þetta eru þær sönna orsakir til alls
gauragangsins í »Norðurl.« móti H. Hafstein
og M. Stephensen, en alls ekki kyrstaða eða
íhald, sem blaðræfillinn er alltaf að flagga með
frammi fyrir fólkið. — Það er bara orðagjálf-
ur og ekkert annað.
Hreggviður.
*
Ritstjórnin vill taka það sjerstaklega fram,
að hún er að sumu leyti ekki samdóma »Hregg-
viði« í greininni hjer á undan, en þykir óþarfi
í þetta sinn að fara nánar út í einstök atriði.
Úr heimahögum.
Skagafirði 6. inarz.
Fjörugt gengur lífið á Hólum í Hjaltadal í
vetur og er það ólíkt því sem hefur verið undan-
farið. Við Skagfirðingar erum nú farnir að vona,
að hið »forna höfuðból« fari að vinna aptur
álit sitt, sem það hafði í gamla daga, svo við
getum með góðri samvizku sagt eins og for-
feður okkar »heim að Hólum«.
Frá 14.—28. febr. voru á mjaltaskólanum
á Hólum 16 nemendur, allir úr Skagafjarðar-
og Húnavatnssýslum. Þessi nýja mjaltaaðferð
fellur okkur vel í geð og berum við henni
hrós mikið. Sá, sem kennir hana, er Flóvent
bóndi á Hólum.
Sett var í vetur upp beinagrind af hesti við
skólann á Hólum og stendur hún í heilu líki.
Hún er notuð við kennslu í húsdýrafræði og þykir
nær því ómissandi. Við alla búnaðarskóla erlendis
er meira og minna af svoleiðis kennsluáhöldum,
en hjer á landi munu þau ekki véra til annars-
staðar en við Hólaskóla. 14. marz á að byrja
bændaskóli á Hólum og hafa sótt um hann
talsvert fleiri en hægt er að taka. Búist er
við, að á honum verði c.a 40 nemendur auk
skólasveina. Þeir eru því ekki fáir, sem njóta
kennslu á Hólum þettta ár, líklega nær 100
manns og er það meira en nokkur hefði líklega
ímyndað sjer fyrir 2 árum síðan eptir því, sem
þá leit út.
Nýja skilvindu fjekk Flóvent bóndi sjer í
haust — »Alfa Boby« — sem aðskilur 500 pd.
af mjólk á kl.stund. Skilvinda þessi reynist
ágætlega; hún kostaði nálægt 240 krónum og
álítur þó hr. Flóvent, að hún muni borga sig
á 1 ■/2—2 árum á móts við það, að »setja mjólk-
ina«. Er þetta gott til athugunar fyrir þá, sem
enga skilvindu hafa, og ættu þeir að snúa sjer
til Flóvents bónda með allar nákvæmari upplýs-
ingar. Hann hefur útsölu á þessum skilvindum,
þekkir bæði þær og aðrar skilvindutegundir bet-
ur en flestir aðrir og er áreiðanlegur maður.
Alþingiskosningarnar að vori höfum við í
huga, þó ekki sje eins mikill gangur í okkur
með þær, eins og hjá ykkur Eyfirðingum. Það
er þarft verk, sem þið vinnið með því, að reyna
að fá Hannes Hafstein á þing og vonandi að
ykkur heppnist það.
*
Heklugos. Að kveldi daganna 12. og 15. þ.
m. heyrðu þeir, sem gengu um götur bæjar-
ins nálægt »Hótel Akureyri«, óp mikil, sem
þeim virtist vera frá »stóra salnum« á hótel-
inu. Fór það eins og vant er, þegar fólkið
heldur að eitthvað »sje á ferðinni«, að forvitni
greip það, svo það flýtti sjer inn »á bauk«.
Þar fjekk það að vita, að þetta var söngfje-
lagið »Hekla« að halda samsöng, en það kall-
ar náunginn hjer »Heklugos«.
Samsöngurinn tókst mjög vel í bæði skiptin
að dómi þeirra, sem vit hafa á söng. 15 lög
voru sungin og voru 2 af þeim ný, annað eptir
Mangnús Einarsson, við kvæðið »Fífilbrekka,
gróin grund«, en hitt eptir Gísla Jónsson prent-
ara, við kvæði eptir sjálfan hann: »IIaust«.
»Egil«, skipstjóri Haueland, kom hingað 16.
þ. m. Með honum komu cand. mag. Guðm.
Finnbogason, sem sagt er að vilji fara á þing
fyrir Eyfirðinga, og Jens Petersen skipstjóri á
kútter »Samson«, sem hefur legið hjer í vet-
ur. Danir hafa veitt honum 1000 króna verð-
laun fyrir veiðitilraunir hans með botnnetum
hjer 1' fyrra sumar.
Frá Seyðisfirði kom með »Egil« fjölskylda
Rolf Johansens afgreiðslumanns.
»Egil« fór aptur þ. 18., og með honum til
útlanda snögga ferð kaupmaður Snorri Jónsson.
»Vesta«-, skipstjóri Godtfredsen, kom hingað
14. þ. m. og með henni frá útlöndum kaupm.
Kolbeinn Árnason. Frá Austfjörðum Einar Hall-
grímsson verzlunarstjóri á Seyðisfirði og Grímur
Laxdal kaupm. á Vopnafirði.
Með báðum skipunum kom mikið af vörum
til flestra verzlana í bænum.
Alþýðufyrirlestur hjelt Stgr. læknir Matthías-
son á »Hótel Akureyri*, að kvöldi þess 18.
þ. m. Fyrirlesturinn var »um tóbak«. Læknir-
inn var á þeirri skoðun, að skaðlítið mundi
vera fyrir fullhrausta menn að fá sjer við og
við »upp í sig«, eða reykja einn vindil við
tækifæri. Honum var einnig meinlítið við nef-
tóbak -— á kláðatóbak minntist hann ekki,
hvorki til böðunar nje reykinga.
Ráðsmennska sjúkrahússins hjer er veitt frá
14. maí næstkomandi Einari Pálssyni.
Hallgrímur Einarsson myndasmiður á Seyðis-
firði ætlar að »fylla upp« út og fram af gamla
bakaríinu (sáluga, sem brann). Ráðgjörir hann
að byggja þar hús og setjast svo hjer að.
*
ÚR BRJEFI.
Eskifirði 9. marz.
»Tíðin hefur mátt heita góð, en þó nokkuð
umhleypingasöm. Lítið ber á pólitískum hreyf-
ingum, en vonandi fara menn nú bráðlega eitt-
hvað að rumskast, enda segja sögurnar, að
nógu margir ætli að bjóða sig hjer fram til
þings: Ari, Guttormur, sr. Magnús í Vallanesi,
sr. Jón í Nesi, Tulinius sýslumaður, Olafur
læknir Thorlacius, Jón í Múla, Sveinn Ólafs-
son og ef til vill bætast einhverjir við ennþá,
en enginn veit hver af öðrum dregur.
Afnám hvaladrápsins er hjá flestum hjer
brennandi áhugamál, eins og vert er, en illa
geðjast mjer að fundarsamþykkt Seyðfirðinga,
finnst það vera kák, tollhækkunin hlægileg úr
50 au. upp í kr. 1.50 og kröfurnar yfirleitt
litlar og ljelegar.
Sagt er að verð á útlendum vörum norðan
og austanlands muni verða þetta í reikninga
og mót vörum í næstu sumarkauptíð:
Rúgur pr. 100 pd...................... 9.00
Bankabygg............................13.00
Heilrís..............................16.00
Hálfrís.....................^ . . . . 14.00
Baunir...........,.................15.00
Rúgmjöl............................... 9.50
Flórmjöl.............................16.00
Heitimjöl............................12.00
Kaffi pr. pd.......................... 0.60
Export................................ 0.50
Kandís................................ 0.33
Melís................................. 0.28
Farin................................. 0.24
Munntóbak............................. 2.50
Roel.................................. 2.00
Brennivín pr. pott. . . .............. 1.25
Nú með s/s »Mjölnir< fjekk jeg miklar birgðir af
allskonar vörum, sem scldar verða með mjög vægu
verði. Þar á meðal steinoliu, sem sjerstaklega er
seld mót peningum mjög ódýrt.
Gegn peningaborgun út í hönd gef jeg 10 pct. af-
slátt og jafnvel meira, ef mikið er keypt.
Komið, skoðið, kaupið.
Sn. Jónsson.
í Laxdalsbúð
kostar kaffi 0.48 pr. pd.
rúgmjöl 4.50 » lU sekkur
melís í toppum 0.22 » pd.
tvíbökur 0.40 »
export 0.44 » —
og aðrar vörur jafn-ódýrar að sínu leyti.
JMyjar vörur»
Til verzlunar undirritaðra eru nú komnar
miklar birgðir af vörum, mjög fjölbreyttar og
vel viðeigandi (valdar af öðrum hlutaðeiganda).
Verðið er fádæma lágt, flestar tegundir ódýr-
ari en áður.
Kolbeinn & Ásgeir.
Gulrófufræ,
frá Búðaðarfjelagi Suðuramtsins, er til sölu hjá
Kolbeini & Ásgeir,
Oddeyri.