Gjallarhorn - 05.06.1903, Page 1

Gjallarhorn - 05.06.1903, Page 1
NR. 18. ^ GJALLARHORfJ. Akureyri, 5. júní 1903. 1. ÁR. NÝIR KAUPENDUR að „Gjallarhorni“ geta fengið blaðið frá i. júlí til ársloka fyrir eina krónu. NÁKVÆMAR ÞINGFRJETTIR mun „Gjallarhorn“ flytja í sumar frá sjerstök- um frjettaritara í Reykjavík. AKUREYRARVÍSUR munu birtast framvegis, eins og að undanförnu. -- <-o<C0s?s»af5ín><><^ JVI YNDIR frá íslandi og útlöndum á „Gjallarhom“ að flytja við og við. Hjermeð er skipseigendum og formönnum þilskipa gefið til kynna, að jeg hef tekið að mjer að hafa útsölu á SjÓkortum eptir nýj- ustu mœlingum fyrir »Det kongelige danske So- kort-Arkiv«. Með kortunum, sem ekki koma fyr en í sumar, fæ jeg skýringu yfir kortin, kaup- endum til leiðbeiningar. Akureyri 26. maí 1903. Frb. Steinsson. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Kosningarnar í Eyjafirði. Pólitískir hringsnúningar Valíýsliða. Hver sá, er veitt hefur kosningabaráttunni hjer í Eyjafirði athygli nú í vetur og vor, hlýt- ur að undrast yfir því, hvað hinir svokölluðu Valtýsliðar hafa verið liðugir í snúningun- um, með að hafa skoðanaskipti, og það á stuttum tíma. Utanum fyrsta þingmann okk- ar mun þeim öllum hafa komið saman að fylkja sjer, en með hitt þingrnannsefnið voru þeir óráðnir fram eptir vetrinum, því eng- inn af Ágústarliðum mun liafa hugsað sjer að halda tryggð við hann lengur en fram yfir kjördaginn, enda munu þeir sein hann kusu hafa neyðst til þess, svo þeir þyritu ekki að kjósa annan þingmann okkar, sem þá þótti í engu nýtur hjá þeim. Það var því stungið upp á hinum og þessum þing- mannsefnum úr þeirra flokki fram eptir vetr- inum, en allt árangurslaust. Það var því ekki lítill fögnuður í herbúðum þeirra, þá hr. Quðm. Finnbogason kom til sögunnar, til að bjóða sig fram, því heyrzt hafði, að hann hefði verið tryggur fylgismaður Valtýs í Höfn, og tneira þurfti ekki til að sannfæra flokkinn um, að hjer væri um ágætt þing- mannsefni að ræða. Það var því óvenjulegt gleðiefni fyrir flokkinn, þegar Quðm. kom hjer með fram- boð sitt. Og það virtist svo sein rætast mundi sú von, sem einn gáfaður kjósandi hjer í Eyjafirði, úr valtýska flokknum, sagði á fundi í vetur, að hann ætlaði sjer að bíða með annað þinginannsefnið, ef ske kynni, að Gabríel engill kæmi af himnum ofan. Og vænta má, að hugboð fundarmannsins hafi ræzt, og einhver bending hafi komið til hans og flokksins frá Oabríel, að taka þennan Guðm. upp á arrna sína, og koma honum hjer að sem þingmanni. Því strax eptir að Quðm. var búinn að halda fund- ina hjer í Eyjafirði, voru á ferðinni ekki færri en tíu „agitatorar", til að smala sam- an atkvæðum handa honum, og var farið fram um allan Eyjafjörð í þá smalamennsku. Það flaug því fjöllunum hærra eptir þess- um „agitatorum", að þeir væru búnir að leggja hjeruðin undir sig handa Quðm. All- ur Öngulstaðahreppur var upplagður, að sagt var, og hinir hrepparnir tilleiðanlegir! Það sjest nú seinna hvað hæft var í þessu. Sem við mátti búast, þá var fyrsta þing- manni okkar, Kl. Jónssyni, haldið fram tneð Quðm., en H. Hafstein fundið allt til foráttu, og lesin upp óspart upptuggan um hann úr „Norðurl." m. m. Öðrum þingmanni okk- ar, St. Stefánssyni, var þá útheiglað á allar lundir, og sagt að enginn hugsandi maður gæti sent annan eins sauð á þing. Þá svona var í pottinn búið, mátti vænta eptir miklum árangri, af fylgi svo margra góðra manna og að Guðm. væri borgið með að komast inn á þingið, því ekki var sparað að hæla honum á hvert reipi og sumum mun hafa fundizt, að farið væri full- langt í þær sakir, með alveg óþekktan mann, og dottið í hug vísan: „Af oflofi teymdur á eyrum hann var," o. s. frv. „En skamma stund breytist veður í lopti," því þrátt fyrir allt þetta stímabrak af hendi Valtýinga og þeirra liða, þá varð áratigur- inn sáralítill með að koma Guðm. hjer að. Það voru því góð ráð dýr fyrir flokkinn, enda voru þeir þá ekki lengi að kúvenda. Þá var annar leiðangurinn hafinn hjer um fjörðinn, og sendlarnir sendir um allar áttir. En þá var ekki „agiterað" fyrir Ouðm., heldur fyrir St. Stefánssyni. Sömu menn- irnir, sem fyrir fáum dögum höfðu útluiðað honum sem mest, taka nú til að hæla hon- um og telja mönnum trú um að kjósa hann, sömu mennirnir, sem aldrei hafa kosið hann og voru búnir að láta það uppi í heyranda hljóði, að þeir ætluðu aldrei að kjósa hann, eru nú einna æstastir með lionum. Öll „Norðurlandsútgjörðin" er allt í einu orðin samhuga með St. St., en snýr bakinu við Quðm., þrátt fyrir það þó hann auglýsi í málgagni þeirra, að það sje tilhæfulaust að hann sje búinn að taka framboð sitt aptur. Öllu ódrengilegri aðferð er varla hægt að hugsa sjer við frambjóðanda, sein barizt hefur verið fyrir af jafnmiklu kappi fáuin dögum áður af flokknum. En er við betra að búast? Eptir fram- komu flokksins bæði í stjórnarskrár- og bankamálinu, þá er aðferð þessi ekki nema eðlileg. Það er hægt að lesa hverja blað- síðuna eptir aðra, sem er full af mótsögn- um og hringlandaskap og sem lýsa valtýska flokknum þannig, að enginn hugsandi mað- ur getur nokkuð botnað í framkomu hans. Til frekari skýringar að hjer sje farið með rjetta lýsingu á flokknum, set jeg hjer orð- rjettan kafla úr „Norðurlandi" 7. júní síð- astl., eptir kosningarnar í fyrra, sem hljóðar þannig: »Því miöur tókst ekki l þetta sinn að fá nema einn þimrmann fyrir Eyjafjarðarsýslu, sem kjördœmið er sœmt af i tvegun á öðru þingmannsefni fór í handaskolum, en enginn vafi á því, að það hefði getað tckizt, að fá kosinn þingmann, sem kjördœmið og landið hefði haft gagn af, ef unnið hefði verið að því í tíma og með röggsemi. Oremjan át af árstlitum kosninganna er rnjög mikil í kjördœminu. Fjöldi þeirra manna sem kjörfund sótti greiddu ekki atkvœði, þar á meðal meir en helmingur kjósenda af Akureyri. St. St. voru þeir að sjálfsögðu fráhverfir; en Ágúst Þorsteinsson var ekki til muna kunnur alþýðu rnanna og gjörði ekki kost á sjer fyr en á kjörfundi, si'O ekki var við þvl að búast, að kjósendur fylktu sjer um hann. Eptir því, sem hugsun manna er háttað eptir þessa kynlegu kosningarslysni, sem áreiðanlega er eins mikið óá- nœgjuefni mörgum sem St. St. kusu eins og hinum, virðist mega ganga að því vísu, að þetta kjördœmi sendi hann eigi optar á þing.« Þannig farast nú ritst. „Norðurl." orð, og eptir þeim að dæma hefði mátt búast við, að „Norðurlands"-liðið færi ekki nú að berj- ast fyrir því með hnúum og hnefum, að koma þeim manninum hjer að »sem landið og kjördœmið hefði ekki gagn af« og einnig að reynt hefði verið að bæta svo úr hinni »kynlegu kosningarslysni« í fyrra, að ekki yrði nú reynt af flokknum að bæta gráu ofan á svart, mcð að mæla svo öfluglega með þeim manninum, sem var þeim svo mikill þyrnir í augum við síðustu kosningar. Eln geta menn vænzt eptir betra af flokkn- uin og málgagni þess? Dæmin eru deginum ljósari, að ísafoldardilkurinn og hans fylgi- fiskar skirrast ekki að hafa hausavíxl á hlut- unum; lasta það í dag, sem er lofað á morgun. Fyrir tæpu ári er sagt: »Að ganga megi að því vísu, að þetta kjördærni sendi ekki St. St. optar á þing<, en nú mælir flokkur- inn sterklega með að hann komist inn á þingið. í sumar átti enginn, sem kosinn yrði á þing, „að vera svo djarfur að hagga við stjórnarskrárfrumvarpi síðasta þings", en nú mælir ísafold, og þá náttúrlega dilkur- inn, öfluglega meó Jóni Jenssyni sem þing- manni, sem opinberlega er þó búinn að láta í ljós, að hann muni ekki samþykkja frumvarpið óbreytt. Þegar maður rekur sig svona óþyrmilega á mótsagnir og hring- snúninginn í pólitíkinni hjá Valtýingunum, þá er ekki að undra, þó manni blöskri að- farirnar. En til hvers er þessi skollaleikur háður hjer í Eyjafirði? Svarið liggur ljóst fyrir. Valtýsflokkurinn treystir sjer betur að hafa tök á þeim manninum, „sem ekki er gagn að", en hinum, sem er einna mesti hæfi-

x

Gjallarhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.