Gjallarhorn - 05.06.1903, Blaðsíða 2
70
OJALLARHORN.
Nr. 18
leikamaður okkar flokks, og sem þeir óttast
manna inest að verði þeim slæmur „Pránd-
ur í Götu", til að bana frumvarpi síðasta
þings og koma landsbankanum fyrir kattar-
nef. En svo er spurn: Eiga kjósendur að
fylkja sjer í kringum »Norðurlands“-liðið,
til að fella H. H.? Eða eiga menn að vinna
á móti því af öllum kröptum, að H. H. falli
ekki hjer við næstu kosningar?
Fyrri spurningunni verður svarað á þá
leið, að ef menn vilja dansa eptir hinum
margbreyttu og hjárómuðu tónum Valtýs-
liða, standandi á höfði og slá fótunum út í
loptið og verða fyrir það sama að athlægi
allra skynberandi manna, þá er bezt fyrir
þá hina sömu að fylkja sjer í kringum
>,Norðurlands"-klíkuna og kjósa ekki H.
Hafstein.
En ef kjósendur þar á nióti vilja stuðla
að því af fremsta megni með atkvæði sínu,
að málum þeim, sem okkar flokkur hefur
mest barizt fyrir, með að fá æðstu stjórnina
búsetta í landinu sjálfu og peningastofnun
landsins blómgist og rjettur landsbankans
sje ekki meira skertur, en orðið er, og í
einu orði, að málum okkar flokks sje sem
bezt borgið á þinginu, þá skulu þeir hinir
sömu kjósa H. Hafstein fyrir þingmann.
Allir sannir heimastjórnarmenn ættu að
muna það, að hingað til hafa þeir aldrei
gengið í lið með Valtýingutn hjer í Eyja-
firði .með kosningarnar. En ef þeir nú ætla
sjer að ganga í lið með þeim, til að fella
H. H. frá kosningu hjer, þá setja þeir þann
blett á kjördæmið, sern ekki hefur fallið á
það enn, og sem seint yrði útskafinn.
Heimastjórnarmaður.
Fyrirspurn.
I vetur var á Góunni haldinn fjölmennur
fundur hjer á Akureyri. Herra Páll amtmaður
Briem kom þar með uppástungu um innlent vá-
tryggingarfjelag fyrir eldsvoða, sniðið eptir vá-
tryggingarfjelögum til sveita í Noregi. Fylgdi
þar með frumvarp til handa slíku fjelagi. Herra
O. Myklestad kláðalæknir skýrði og frá fyrir-
komulagi slíkra fjelaga í Noregi, og hvernig
þeim hefði gengið. Kvaðst hann eigi sjá neitt
því til fyrirstöðu, að slík fjelög gæti blómgazt
hjer á landi. Málið fjekk beztu undirtektir á
fundinum, og sýndust menn vera því mjög
hlynntir. Þá var og tilnefnd fjölmenn nefnd, og
samþykkt af fundarmönnum, til að annast fram-
kvæmdir þessa máls.
Síðan hefur lítið lífsmark sjest með þessari
nefnd, og minnir mig þó, að hún væri að mestu
eða öllu skipuð þeim mönnum, sem kalla sig
framfaramenn.
Með því að mjer þykir málefnið gott, eins
°F jeg lýsti yfir á fundinum, vil jeg leyfa mjer
að spyrja nefndina, hvort hún ætlar að gjöra
nokkuð í þessu máli, eða hvort hún ætlar að
láta það lognast svona út af. En það verða
>framfaramenn« að vorkenna gömlum aptur-
haldssegg eins og mjer, þótt mjer þyki lítið
til þeirra >framfara« koma, sem eru í munnin-
um aðeins, og komast ekki lengra.
Akureyri 30. maí 1903.
Jón A. Hjaltalín.
Hverja á að kjósa á þing
í Eyjafjarðarsýslu 6. júní 1903?
Þetta verður sú spurning, sem hver og einn
kjósandi hlýtur að leggja fyrir sjálfan sig, áð-
ur en til kosninga er gengið. En af því að
margt er athugavert við kosningarnar hjer, þá
vil jeg leyfa mjer að fara um frambjóðend-
urnar, hvern fyrir sig, fáeinum orðum.
Um Guðm. Finnbogason er það að segja,
að hann er ungur og óreyndur. Hann er gáf-
aður og allvel máli farinn; en bæði eptir fram-
komu hans áður, og nú á fundum hjer í kjör-
dæminu, er óhætt að fullyrða, að hann hallast
að Valtýsliðum, og mörgum kjósenda mun hafa
komið til hugar, að honum hafi verið beitt
hingað sem nokkurskonar agni, í þeirri von,
að Eyfirðingar myndu bíta á krókinn, en nú
lítur út fyrir, að Valtýingar hafi fundið aðra
betri tálbeitu handa kjósendum, og Guðm. eigi
að vera sem önnur varaskeifa fram að síðustu
stundu, en ef hann reynist óbrúkandi sem
kosningaagn, þá eigi að taka hann út af fram-
bjóðendaskránni.
Um St. Stefánsson mætti fleira segja en
hjer verður gjört. Hann hefur nú setið á
tveimur þingum, og hefur verið í áliti sem
góður flokksmaður. En mörgum kjósanda mun
finnast, að hanrí ætli heldur að kasta skugga
á þetta góða flokksnafn sitt, með því að vera
ófáanlegur til að rýma sæti fyrir sjer betri og
fcerari manni, sem þar að auki er okkar flokks-
foringi, þrátt fyrir það þó nokkrir af Stefáns
beztu styrktarmönnum, sem hafa verið honum
hjálplegir að komast hér að áður, hafi farið
þess á leit við hann, að hætta við framboð
sitt að þessu sinni; en þeirri beiðni hefur ekki
verið sinnt. En mótstöðuflokkur hans, sem
verið hefur að undanförnu, Valtýingar og þeirra
fylgismenn, sem ekki hafa talið hann í nokkru
nýtan sem þingmann, taka hann nú upp á sína
arma, lofa að styrkja hann til að komast inn á
þingið af ítrustu kröptum, og hætta að mæla
með Guðmundi, og samlaga sig svo Stefáns
mönnum til að Stefán vinni sigur hjer við
kosningarnar, en H. Hafstein falli.
Til þess er nú leikurinn háður af þeirra
hendi. Ekki af einlægum brjóstgæðum við
St^fán, nje góðu áliti á honum, heldur til þess
að nota hann til að fella sjer færari mann, og
hælast svo yfir sigrinum á eptir.
Þetta er hið athugaverðasta við kosningarn-
ar hjer f Eyjafirði. Jeg vil nú setja sem svo,
að þetta bragð Valtýinga heppnaðist, og hugsa
mjer svo afstöðu Stefáns á þinginu.
Hvaða flokk getur Stefán fylgt, ef hann
kemst með þessum ráðum inn á þingið? Ó-
hugsandi er, að hann geti verið lengur í Heima-
stjórnarflokknum, þegar hann er búinn að fella
þeirra flokksforingja með tilstyrk Valtýinga.
Illa mundi hann kunna við sig hjá Valtýingum,
ef hann er ekki því breyttari, svo ekki gæti
hann verið þar til lengdar, þó þeir þættust
eiga einhvern kvóta í honum fyrir hjálpsem-
ina. Hið líkasta yrði, að ef P. Briem kæmist
inn á þingið og myndaði þar einhverja »mið-
sijórn*, að St. lenti þar og yrði þar vel
geymdur undir handarjaðri amtmanns, og gæti
þar á sínum tíma gefið atkvæði um, hver ætti
að verða fyrsti ráðherra okkar.
Um hina báða þingmennina, sem eptir er að
minnast á, Kl. Jónsson og H. Hafstein, má
segja það, að báðir eru miklir hæfilegleika-
menn, og hafa reynst þingskörungar, og fæstir
landsmenn mundu gjalda Eyfirðingum þakkir
fyrir það, að þeir fjellu hjer við næstu kosn-
ingar, að undanteknum Valtýingum og þeirra
liðum, sem óttast H. Hafstein manna mest, ef
hann kemst á þing, og vildu um fram allt, að
hann fjelli hjer við kosningarnar. >Norðurl.«,
þeirra aðal málgagn hjer norðanlands, hefur
því óspart blásið að kolunum í þá áttina, lagt
sig svo í líma með að niðra H. Hafstein, að
hver hugsandi maður er orðinn leiður á að
lesa þann þvætting, enda mun blaðið fyrir það
sama tapa áliti sínu, og missa fjölda kaup-
enda.
Hvað gjöra annars Valtýingar fyrir foringja
síns flokks? Þeir fá einn duglegasta þingmann
sinn, Þórð Thoroddsen, til að standa upp fyrir
Valtý og styrkja hann til að ná sæti sínu í
Kjósar- og Gullbringusýslu, og sýnir það, að
þeim þykir mikið unnið við það, að fá sinn
flokksforingja inn á þingið. En hjer er að-
ferðin þveröfug að koma okkar flokksforingja
að. Ófáanlegt af St. St. að rýma sæti fyrir
honum, sem þó er talinn rýrari þingmaður en
Þ. Thoroddsen, og mótflokkurinn, Valtýing-
arnir og þeirra liðar, ná svo þeim tökum á
St. St. að hann er styrktur af þeim flokk á
allan hugsanlegan hátt, til að fella H. FI. hjer
við kosningarnar.
Það væri því verðug baksletta fyrir Valtý-
inga, að kosningarnar hjer í Eyjafirði gengi
þeim ekki að óskum í ár, og hver hugsandi
heimastjórnarmaður ljeti ekki önnur kjördæmi
landsins frjetta það, að kjósendur hjer gleypi
ekki þessa síðustu tálbeitu Valtýinga, og sam-
lagist þeim til að bíta á krókinn, til að fella
H. Hafstein hjer frá kosningu.
Hinn 6. júní verður þá barist um sóma og
heiður þessa kjördæmis, og um framtíð og
heill okkar heimastjórnarflokks í landinu, og
hver sá kjósandi, sem hopar undan því merki,
sem Eyfirðingar hafa borið hingað til, rýrir
álit og sóma hjeraðsins.
En þá lítilmennsku vildi jeg óska, að eng-
inn Eyfirðingur sýndi.
Bóndi.
Úr Heimahögum.
- —-
Afli er sagður í byrjun úti fyrir Ólafsfirði.
Það er vænn þorskur sem fengizt hefur, en
heldur fátt ennþá.
Um síldarafla hefur ekkert frjezt.
Eldgos í Vatnajökli. Úr Mývatnssveit sást
fimmtudagskvöldið 28. maí ösku-og reykjar-
strókur upp úr Vatnajökli. Degi seinna var
seglskipið >Carl« um 30 mílur austur af Langa-
nesi. Fjell þá ofan á þilfarið aska, sem eflaust
hefur borizt frá gosi þessu.
Hafnarbryggjan á Torfunefi. Nú er byrjað
að keyra fram uppfyllingu í bryggjuna. Á að
gjöra hana svo í sumar, að uppskipunarbátar
geti lagst að henni þótt fjara sje. Bjarni Ein-
arsson skipasmiður stjórnar verkinu.
Úr Svarfaðardal er nýlega skrifað: . . . Af
því að Norðurlandsliðið og þess fylgifiskar
munu bera það út á Akureyri og víðar, að H.
Hafstein muni mjög lítið fylgi hafa hjer í
dalnum, þá vil jeg láta yður vita, að mjer er
kunnugt um marga hjer í grenndinni, sem ætla