Gjallarhorn - 05.06.1903, Síða 3
Nr. 18
GJALLARHORN.
71
sjer að kjósa Hafstein. Við finnum það vel, að
þó St. Stefánsson hafi að mörgu leyti verið
góður, þá jafnast hann þó ekki nándar nærri
við H. Hafstein. Og þetta kjördæmi hefur
hingað til haft gott orð á sjer fyrir að taka
þá beztu, sem f vali hafa verið, og við Ey-
firðingar höfum, sem betur fer, aldrei látið
Valtýinga hringla í okkur.
Tvíhöfðaðan kálf keypti Myklestad dýralæknir
vestur á Hafgrfmsstöðum í Skagafirði á lækn-
'ngaferð sinni í aprílmánuði. Höfuðin eru al-
gjorlega aðgreind nokkru aptur fyrir eyru; þar
koma hálsarnir saman í einn hryggjarlið.
Skrokkurinn var að öllu öðru leyti vel af guði
gjörður. Myklestad ætlar að gefa norsku nátt-
úrugripasafni belginn.
^eS u.pp að Naustum er nú verið að leggja
suður og upp frá syðsta húsinu á Akureyri.
Sannleikurinn er þó sá, að á þingmálafund-
inum hjer á Akureyri var svolátandi spurning
lögð fyrir þingmannaefnin: »Vill þingmanns-
efnið, að bannað verði að drepa hvali og hag-
nýta afurðir þeirra í landhelgi íslands frá I.
apríl til i. október?« Þessari spurningu svör-
uðu þeir Kl. Jónsson og H. Hafstein á þá leið,
að ekki mundi til neins, að halda fram algerðri
hvalafriðun á næsta þingi, en þeir vildu leggja
svo mikla skatta og skyldur á hvalaveiðamenn,
sem frekast væri unnt og takmarka drápið svo
sem hægt væri. Þess utan sagðist H. Hafstein
vilja, að hvalir yrðu friðaðir allt árið um kring
í landhelgi og að takmörk yrðu sett fyrir því,
hve marga drápsbáta hver veiðistöð mætti nota.
Álykta menn nú, af því sem hjer hefur verið
tekið fram, hverjir munu vera hlynntari hvala-
friðunarmálinu, H. Hafstein eða Norðurlands-
liðið.
Látinn er 6. maí síðastl. sjera Jósep Kr. Hjör-
'eifsson, uppgjafaprestur að Breiðabólstað á Skóg-
arströnd, sonur Hjörleifs prófasts Einarssonar að
Lndornfelli. Hann var fæddur io. Sept. 1865,
.útskrifaður úr skóla 1886, prestvígður 1888 að
L'trardal, en flutti tveim árum síðar að Breiða-
bólsstað. Lausn frá prestskap fjekk hann síð-
astliðið vor sakir heilsubrests, en þótti hafa verið
Prestur hinn bezti og var prýðisvel látinn af sókn-
arbörnum sínum. Giptur var hann Lilju Ólafs-
Hóttir kaupmanns sál. Jónssonar úr Hafnarfirði,
°S lifir hún mann sinn ásamt sjö börnum.
^ • —
Alþingiskosningar
^ ^ Suður-Þingeyjarsýslu var Pjetur Jónsson
Ia Lautlöndum kosinn með nær því samhljóðá
atkvæðum. Páll Jóakimsson bauð sig fram eins
°S ' fyrra, til þess að fá að tala á kjörfund-
inum.
Utan úr heimi.
»5prengiyjei* fannst nýlega í New-York.
Hafði henni verið komið fyrir á fólkflutnings-
skipinu »Umbria«, sem átti þá að leggja af
stað til Norðurálfu með nálægt 700 farþega.
Ilefði vjelin ekki fundizt í tæka tíð, mundi
skipið hafa sundrast úti í Atlandshafi og allir
farizt.
Síldarveiðafjelag, sem ætlar að stunda veiðar
á Siglufirði og þar fyrir utan með botnnetjum
°g amerískum hringnótum, er nýlega stofnað
1 Höfn af nokkrum Dönum. Olsen, sem hjer
var f fyrra við botnnetjaveiðar með Dinesen
er einn af aðalmönnum fjelagsins og á að
stjórna veiðunum hjer við land.
Afstaða „Norður/an ds“
í hvalafríðunarmálinu
er dálítið athugaverð. Blaðið virðist sneiða
sem mest hjá því að ræða það mál nokkuð,
°g á hvaladrápsfundinum síðastl. haust var
Stefán kennari, sem mun vera í stjórn »Norð-
urlands<, eim maðurinn, er and-œpti hvalafrið-
uninni. Aptur á móti hefur »N1.« nýlega flutt
tvær ósannindagreinar um samband H. Haf-
steins við hvalaveiðamenn, og er það síðasta
tál-beitan, sem blaðið rennir nú fyrir kjósend-
ur hjer í Eyjafirði.
Feiminn unglingur.
Thedrykkjan.
Ekkja Jónasar fjekk sokka sína daginn
eptir. Þegar jeg fór út um dyr hennar, sagði
hún við mig út um loptherbergisgluggann,
að saumastúlkurnar ætluðu að mætast fimmtu-
dagseptirmiðdag við tedrykkju, og hefðu
pær boðið ýmsum ungum mönnum að koma
þangað, svo að glatt yrði á hjalla það kvöld;
hún sagði að jeg væri einnig velkominn og
mætti til með að koma líka, og hún lagði
svo fast að mjer, að jeg mátti til að þiggja
boðið. .,En svei öllum kaffi- og teboðum,
þau standa alltaf fyrir mjer sem hreina pest-
in." Ef mjer væri settir tveir kostir, annar
sá, að fara til tedrykkjusamkomu og hinn,
að vera í kolavinnu heitan sumardag, yrði
jeg í engum vafa um valið.
Á miðvikudaginn var lá við að jeg dræpi
gamla frú á því, að selja henni uppsölu-
meðal í staðinn fyrir gerdupt; hefði hún
etið einni köku meir, hefði hún sálast, og
jeg orðið dreginn fyrir dóm og lög. Pabba
þótti þetta ákaflega leiðinlegt, og lá við að
hann ljeti mig hætta búðarstörfum og sendi
mig burtu, en það vildi jeg með engu móti
vegna fröken Marigold, og lofaði öllu fögru
í framtíðinni.
Þegar jeg fór í tesamkvæmið, kl. 5 eptir
hádegi á fimmtudaginn, var mjög heitt; það
gladdi tnig, því jeg vildi- vera í sumarföt-
unum, með bláan hálsklút og barðastóran
stráhatt. Jeg þóttist hvergi hræddur við Fred
Hencopp þegar jeg gekk eptir götunni í
skugga elmitrjánna; en í því er jeg var
kominn innfyrir garðshlið ekkju Jónasar,
fannst mjer hitinn ætla að kæfa mig, því
út í öllum gluggum hússins sást mesta
mergð af andlitum, og þar á ofan kvenn-
andlitum. Mjer hefur alltaf fundizt, að kvenn-
fólkið í Babletown væri allt of margt. Jeg
held jeg vildi helzt eiga heima í einum
náinubænum í Colorado, þar sem kvenn-
menn eru eins sjaldsjeðir og hvítir hrafnar.
Jeg hafði æft niig í því heima áður en jeg
fór af stað að taka kurteislega ofan og segja:
„Gott kveld, kæra frú, og gott kveld, dömur
góðar. Jeg vona að þjer hafið skemrnt yður
vel það sem af er kveldinu."
Á þessu hafði jeg æft mig vel og lengi
í einrúmi. En þegar til átti að taka, sagði
jeg: „Gott, frú, kæra kveld. — Vitleysa —
gott kveld, ekkjarfrúr, ætlaði jeg að segja.
Fyrirgefið." Jeg fór svo að þurka svitann af
enninu, settist niður á næsta stól og spurði
um leið. „Hvernig líður móður yðar, frú
mín góð?" Þessi spurning kom sjer ógn
vel, því tjeð móðir var dáin nokkrum árum
áður en jeg fæddist. í því jeg settist niður,
kenndi jeg talsverðs sársauka á ónefndum stað
og hann óx skyndilega, er jeg mjakaði mjer
ofurlítið til á stólnum. Jeg var óðara eflaus
um, að jeg hefði sezt niður á nál eða ein-
hvern saumaskap, en hafði þó ekki einurð
í mjer að standa upp og kippa út nálinni.
Jeg hvítnaði allur og grettist í framan af
tilkenningu, en fann þó, að með því að
halda mjer í skefjum, gæti jeg þolað við.
Belle var inni í öðru herbergi, svo hún tók
ekkert eptir þessu; því fór nú betur. En bann-
settur prakkarinn hann Fred Hencoop varð
þess var; hann leit til mín hornauga og brosti
illkvittnislega í kampinn. Jeg beit á jaxlinn og
bölvaði honum í hljóði, en hinsvegar strengdi
jeg þess heit, að jeg skyldi láta hann og
aðra hans líka ganga úr skugga um, að jeg
væri ekki eptirbátur þeirra í því að geta öðl-
azt hylli kvennfólksins.
Lagleg stúlka sat rjett við hliðina á mjer.
Jeg hafði kynnzt henni við skemmtisamkom-
una á dögunum. Mjer fannst hún stara býsna
mikið á mig; en jeg vildi þó ekki láta á
neinu bera, svo að Hencoop ekki skyldi
hrósa happi. Jeg sat bara grafkyr, stundi við
og við og þurfti tíöum að þurka af mér svit-
ann, sem nú orðið var meira að kenna nál-
inni en hitanum. Til þess samt ekki að þegja
eins og steinn, sagði jegvið stúlkuna: „Frök-
en Smith, jeg held mest upp á Júnímánuð
af öllum mánuðum ársins. En þjer? Þegar
jeg hugsa um Júní, dettur mjer alltaf í
hug jarðarber og rjómi og r-ó-s-i-r."
Það var nálar skrattinn, jeg hafði gleymt
henni og hreift mig óvart á stólnum. „Hvað
er að?“ spurði frk. Smith. „Og það er ekkert,
frk. Smith. Jeg hafði sting undir síðunni, en
hann er hættur nú" „Ja það er óþægilegt að
hafa svoleiðis sting," sagði hún. „Jeg vil ekki
ónáða yður, en jeg held, og jeg get þess til,
að þjer sitjið á saumatauinu mínu, ef þjer
viljið standa upp, þá skal jeg taka það". Jeg
reis upp, fór með hendina fimlega apturfyrir
mig, og dró þyrninn út úr holdinu. „En
hvar er nálin mín?" sagði stúlkan, og leit-
aði nákvaémlega í hinu kramda, samanbögl-
aða saumataui. Jeg eldroðnaði í því er jeg
fjekk henni nálina; hún fór að hlæja. „Nú;
jeg er ekki hissa á að þjer höfðuð sting und-
ir síðunni," sagði hún flóttalega. „Hahm,"
heyrðist í Fred. Rjett í því kom Bella inn í
stofuna og var hún íklædd kjólnum, sem jeg
hafði gefið henni; hún hneigði sig fyrir fólk-
inu og sagði því að koma og drekka te. „Jeg
vi' ast til að herra Flutter hafi ekkert hlekkst
á," sagði Belia við Fred. „Nei, nei," sagði Fred,
„það stakkst bara nál upp í endann á honum."
„Ja-svei uss," varð Belle að orði. Hún kom
síðan til tnín og sagði við mig: „Komið þjer
nú með mjer, jeg skal passa upp á yður."
Síðan leiddi hún ntig til sætis við hliðina á
sjer, við stórt borð, sem var hlaðið allskonar
girnilegu góðgæti, en beint á tnóti mjer sátu
þau Fred og frk. Smith, og þá brá mjer við.