Gjallarhorn - 18.09.1903, Side 1

Gjallarhorn - 18.09.1903, Side 1
Auka-númer. GJALLARHORf'l. NR. 27. Ólafur Davíðssor) cand. phil. drukknaði í Hörgá 6. september síðastliðinn. Hann hafði verið að safna grös- um og steinum niður við sjó þann dag. Var því talsvert af grjóti í tösku hans og vösum, svo honum hefur að líkindum þess vegna orðið of örðugt að bjarga sjer á sundi, er hann losnaði við hestinn. Ólafur heitinn fæddist að Felli í Sljettu- hlíð 26. febr. 1862. Foreldrar hans eru sjera Davíð Guðmundsson, nú prestur að Hofi í Hörgárdal, og Sigríður Ólafsdóttir Briem frá Grund, systir sjera Valdemars sálmaskálds. Ólafur útskrifaðist úr latínuskólanum 1882 og sigldi samsumars til háskólans í Kaup- mannahöfn. Lagði hann þar stund á náttúru- fræði, og þó hann tæki aldrei próf í henni mun hann hafa verið vel að sjer í ýmsum greinum náttúrufræðinnar, sjerstaklega grasa- fræði. Ólafur safnaði og gaf út talsvert af ís- lenzkum þjóðsögum, gátum, þulum og kvæð- um, enda var hann ágætlega vel heima í allskonar íslenzkum fræðum og íslezku tal- aði hann og skrifaði óvenjulega vel. Hann var jarðaður á Möðruvöllum 15. sept. Fylgdi honum fjöldi fólks til grafar. Sjera Jónas prófastur á Hrafnagili hjelt hús- kveðju og líkræðu, en sjera Geir Sæmunds- son söng í kirkjunni eptirfylgjandi eptirmæli, er sjera Matth. Jochumsson hefur orkt: Hér sé guð og heilög ró! — En mér heyrðist Hrannar dynur: Hvernigf Var það, ljúfi vinur: Hafmey víst þér hörpu sló ? Og við hennar yndiskliðinn, Eins og barn við lækjarniðinn, Fanstu fró. — Hlýja, djúpa, dula sál! — Honum voru blómin bræður, Bjarkir dýrar fósturmæður, Landið fult með Ijúflingsmál; Fólksins vöggufræði þýddi Flestum betur; Ólaf prýddi Spekings sál. Sagnagyðju lýðs og lands Enginn' maður meira unni, Mat né skilja betur kunni: Sál vors lands var sálin hans. Þeirrar sálar sumardraumar Sungu mjúkt sem bláir straumar Ljóð vors lands. Sem um haga sólarljós Gekstu saklaus, hægur, hljóður, Hýr og skemtinn, öllum góður, Smáðir gort og glyS og hrós. Hver sem eins er elskuverður Avalt þó á fold er gerður Þyrnirós. Akureyri, 18. sepíember 1903. Ljúfra vina liljurós! Þráin eftir þig mun lengi Þeirra snerta hjartastrengi; Djúp eru sár við dauðans ós. Hjartans vin, því fórstu frá oss? Fanst þér kalt að vera hjá oss? — Hvar er ljós? Bróðir kær, vér byrgjum tár, Þótt vér köllum, ansar enginn, Ef ið stóra spor er genginn, Svo er djúpur Dauðans sjár. En frá kumblum allra grafa Ómar lífsins skuldakrafa: Sjá vor sár! Hér sé Guð og heilög ró! Lengi gróa gegnum tárin Góðra manna hjartasárin: Drottinn stillir storm og sjó. Syngdú, faðir, sólar-óðin, Syngdú, móðir, vögguljóðin. Það er nóg. Matth. J — Utan úr heimi- Á Balkanskaganum er alltaf allt í uppnámi. Tyrkir lofa við og við nágrönnum sínum og undirlægjum öllu fögru, en svíkja jafnóðum öll loforð og drepa þá sem mest þeir mega þá, sem þeir ná í. Útlendingar á Tyrklandi eru enga stund óhræddir um líf sitt og hafa því stórveldin í Norðurálfunni sent herskip þangað til þess að skerast f leikinn ef á þarf að halda. Salisbury, sem lengi var ráðaneytisforseti á Englandi er nýlega dáinn. Octavius Hansen hæstarjettarmálafærslumað- ur í Kaupm.höfn ljezt 21. ágúst síðastl. 65 ára gamall. Hann hefur lengi verið einn af helztu máttarstoðum vinstrimanna í ríkisdegin- um danska. íslandsvinur var hann allmikill og leit ávallt mjög frjálslega á stjórnarbótarkröfur íslendinga. Hið sameinaða gufuskipafjelag er komið f harða samkeppni við þýzkt gufuskipafjelag eitt um ferðir milli Kaupm.hafnar og Hamborgar. Setja þeir farmgjöldin niður hver öðrum betur. Gufuskipafjelagið danska fór að senda skip sfn milli þýzkra borga, þar sem hitt fjelagið hafði áður verið eitt um hituna. Þá fóru Þjóðverjar að halda uppi ferðum milli danskra borga, til þess að spilla fyrir sameinaða gufuskipafjelag- inu. Er ekki enn sjeð fyrir, hvernig þessar brösur munu enda. Nýi páfinn Sarto, sem nú nefnir sig Pius X., hefur fengið hamingjuóskir og vináttumerki frá flestum þjóðhöfðingjum. Hann er sagður friðsemdamaður mikill, en þó hinn duglegasti. Síldarafli í Noregi. Með gufuskipinu »Her- mes«, sem kom hingað í fyrradag, bárust frjett- ^ 1. ÁR. ir um ákaflega mikinn sfldarafla með öllum Norður-Noregi. Hafði t. d. fengizt um 20 þús. tunnur í einn lás. Af þessu leiðir mikið verð- fall á sfld, svo að útlitið er hið versta fyrir þá, sem stunda síldveiði hjer, jafnvel þó afli yrði góður í haust. Úr heimahögum. Nú er blessaður þurkurinn kominn og hefði þó vel mátt fyr vera. Af öllu Norður- og Austurlandi er kvartað sáran undan illum hey- skap. Hefur þvílíkt kulda- og súldarsumar ekki þekkst síðan 1882. Halldór Gunnlaugsson, læknir, kom hingað með Agli og ætlar að verða aðstoðarmaður hjá Guðm. Hannessyni næsta ár. Þorskafli er allgóður úti í firði, þegar gefur á sjó. Síldarafli er cnginn á Eyjafirði nú sem stendur. Stóri bankinn verður að líkindum ekki stofn- aður. Þeir fjelagar, sem ætluðu að stofna hann; missa einkaleyfið, ef bankinn verður ekki byrj- aður að starfa fyrir næstu mánaðamót; en engin líkindi eru til að svo verði. Það var því mjög þarft af þinginu í sumar, er það sam- þykkti lög um eflingu Landsbankans. Sáluhjálparherinn hefur nú sett herbúðir hjer á Akureyri. Nokkrir liðsforingjar komu hingað með »Lauru« um daginn og eru byrjaðir að halda samkomur fyrir fólkið. Mr. fones trúboði er kominn heim úr utan- ferð sinni og fer nú aptur að messa. Hitt og þetta. Napóleon mikli sama sem sólin. Skömmu eptir daga N. mikla, kom upp fjörugt stríð meðal lærðra manna um goðsagnir og sólardýrkun í fornum fræðum; urðu loks heilir kaflar biflíunnar að goðsögnum. Þetta notaði sjer háðfugl einn á Frakklandi og samdi rit um Napóleon, sem þá var andaður fyrir tæpum 10 árum, og sannaði að hann »hefði aldrei verið til«. Þótti sú sönnun svo smellin, að ýmsir sjervitringar í Evrópu hafa trúað því, en aðrir orðið brjálaðir, en allur fjöldi manna hló að rökleiðslunni, eins og auðvitað er. Hjer eru nokkrir »póstar« úr þessu riti: Napóleon Bonaparte var og verður nafn á sólguði, og hefur aldrei verið manneskja. Grikkir fundu upp nafnið Apolló, sem þýðir eyðari. Eins og kunnugt er, rændi Agamemnon hof- goða sólguðsins og leiddi með því banvæna sólbráð yfir herbúðir Grikkja við Trojuborg. En n-ið í nafni Napóleons, er gríska áherzlu- n-ið, sem þýðir já eða vissulega. Viðurnefnið Bonaparte sannar höf. líka og sýnir að sje á-

x

Gjallarhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.