Gjallarhorn - 19.02.1904, Síða 1

Gjallarhorn - 19.02.1904, Síða 1
GJALLARHORJM. Útgefendur : Bernh. Laxdal * Jón Stefánsson. NR. 6. Akureyri, 19. febrúar 1904. 2. ÁR. * Jl ferd og flugi. -ass Prentlist Eptir Síeingrím Matthíasson. IV. 9ort Said og Súezskurðurinn. geta tveir unglingspiltar numið með góðum kjörum, ef samið er sem fyrst við prent- smiðjueiganda Odd Björnsson á Akureyri. Ágætt kaup eftir námstímann. Snemma morguns i. desember sigld- um vjer inn á höfnina við Port Said. Höfnin er af mannahöndum gjörð; langir múrgarðar verja hana brimróti og aurleðju úr Nflarfljóti. Öðru megin við innsiglinguna er hár vitaturn, hinu megin þrekvaxið eyrlíkneski afFerdin- and de Lesseps sem stóð fyrir greftri Suezskurðarins og skildi sundur syst- urnar Asíu og Afríku sem áður höfðu verið samvaxnar líkt og tvíburarnir systurnar frá Brasilíu, sem franski lækn- irinn, Dogen, skar í sundur í fyrra. Höfnin er ekki annað en breitt minni Súezskurðarins — frá henni geng- ur skurðurinn inn í eyðimörkina og út í Rauða haf. Port Said á skurðin- um tilveru sína að þakka, hjer var eyðimörk áður. Nú eru hjer 50,000 íbúar, allskonar lýður, en Arabar mest. Bærinn er að eins áfangastaður skipa er fara gegnum skurðinn, hjer taka þau kol og vatn og aðrar nauðsynja- vörur, en standa lítið við. Vjer leggjumst við atkeri til að taka kol, reyndar höfum vjer nóg af kolum í lestinni, en þau á Rússinn. A höfninni er fjöldinn allur af stórum gufuskipum — seglskip fara sjaldan gegnum skurðinn. — Skip með ýmsum fánum, herskip, vöruskip og póstskip, einkum lízt mjer vel á póstskipið sem gengur á milli, Brindísi og Port Said, það er skrautleg skeið, mjög hrað- skeið, sem tekur við póstsendingum sem koma frá Asíu með öðrum skip- um. A þessu skipi er eins og á öðr- um stórum póstskipum í Miðjarðar- hafinu Marconiloptritun í sambandi við land og kemur út lítið dagblað á hverju skipi með frjettum úr landi handa farþegjunum. — Fyrsti bátur, sem leggur að voru skipi, er bátur hafnarlæknisins. Hann er grískur, en talar ensku og frönsku, hann spyr um heilsufar á skipinu, skrifar heilsuvott- orð, kveikir í vindli, rabbar við mig um stund, þýtur svo á stað um borð f nýtt skip — nóg er af þeim — hans praxis er að heimsækja skipsskrokka allan daginn og hepta fór þeirra, ef þeir hafa inni að geyma sóttnæm veik- indi. Sægur af bátum hefur safnazt kring- um skipið og þegar læknirinn er far- inn, kemur hópur af Aröbum um borð til að selja vörur sínar. Þeir eru brúnir 'ii.il:. Á ' .ú: ú.- að hörundslit, en frfðir sýnum, marg- víslega búnir, í bláum, skósíðum káp- um, hvítum og rauðum skyrtum, skálm- víðum brókum, ýmislega litum, ber- fættir, flestir með háa, rauða kollhúfu, með svörtum hangandi skúf upp úr kollinum, aðrir með trefil vafinn um höfuðið til að verjast sólarhitanum. A sumrin láta margir þeirra sjer nægja með mittisskýlu. Allir hafa eitthvað á boðstólum og hópast í kringum oss skipverja eins og hrafnar við hræ og bjóða varninginn. Ef þeir gjörast of nærgöngulir, fá þeir vænan Iöðrung, einkum hjá sjómönnum, sem eru vanir að verzla við þá. Við það spekjast greyin. Yfir höfuð er þetta mesti ó- þjóðalýður og öllu verður að loka fyrir þeim á þilfarinu og gefa nánar gætur þvf þeir stela öllu steini ljett- ara.— Vörurnar eru: Brjefspjöld með myndum, allskonar forn-egyptskirmunir, sem reyndar eru tilbúnir á Þýzkalandi, glingur og krossar frá Jerúsalem, sem sömuleiðis eru frá Þýzkalandi, ávextir, döðlur, hnotur, epli, appelsínur o. fl., tóbak og vindlingar, myndir af nöktu kvennfólki og allskonar myndir, sem hvergi annarsstaðar er leyft að selja, o. m. fl. Allt þetta á að kosta ærið fje, en með því að prútta lengi, fær maður að lokum hluti fyrir 25 aura, sem áttu að kosta 5 krónur, en sjald- an sleppur maður óprettaður úr við- skiptunum. Nú koma kolin. 6 stórir flatbotn- aðir uppskipunarbátar fullir af kolum og Aröbum leggja að báðum hliðum skipsins. Frá hleraopum á skipshlið- unum er borðum skotið niður f bát- ana og eptir þeim býrja nú Arabarnir, sem eru skitnir og illa búnir, að bera körfur á bakinu fullar af kolum, sem þeir hella úr niður í lest. Vinnan gengur fljótt og fjörugt, hver körfu- berinn rekur annan syngjandi og hó- andi í stöðugri halarófu. Aðrir taka við tómu körfunum og fylla þær niðri í bátunum. Gamlir Arabar standa hjá sem umsjónarmenn, með prik ( hendi, reiðubúnir að berja hrygg þeirra, sem ekki eru nógu fljótir, og það vill eigi ósjaldan til, að maður sjer prikið dansa eptir hryggnum á einum garm- inum, sem var of seinn að tæma körf- una. Fles-tir kolaberarnir eru ungling- ar, þeir fá þess meiri borgun, þvf fljótari sem þeir eru að tæma bátana og það gengur Iíka undur fljótt. Þetta lff og fjör í kolavinnunni í Port Said er svo einkennilegt, einkum ef manni er í fersku minni kolauppskipun f Reykjavík, þar sem úttaugaðar aum- ingja fátækar konur og gamalmenni streyttust silalega með vættarpoka á bakinu upp bryggjurnar. Kolakörfurn- ar eru minni og íjettari við að eiga; en Arabarnir eru svikulir þjónar. Það er sagt, að þegar þeir á nóttunni ferma skip með kolum, sje það al- gengt, að þeir kasti stórum kolamæl- um fyrir borð til þess að veiða þá upp seinna og selja svo. Nú höfum vjer sjeð nóg af þessu og förum því í land. Arabarnir hafa báta reiðubúna til að ferja mann, þeir rífast um, hverjum eigi að hlotnast heiðurinn og áður fyrr vildi eigi ó- sjaldan svo til að sá, sem rifist var um, datt í sjóinn og druknaði, en nú er lögreglan orðin betri og eptirtekt- arsamari. Þegar maður stígur í land, mætir manni svo margt nýstárlegt og óþekkt áður, að heilanum veitir erfitt að átta sig á öllu, sem augað sjer. Að eins góðar litmyndir geta lýst því eins og t. d. hinar ágætu myndir f Nýjatesta- mentinu, sem Jones trúboði hefur gefið út, margar þeirra geta vel verið mál- aðar í Port Said. Ekki er maður fyrr kominn í land, en hópur af iðjulaus- um Aröbum, safnast utanum mann og bjóða fylgd sína um bæinn. Rjettast er að taka boði þess, sem virðist sterkastur og mestur fyrir sjer. En þó maður þvertaki fyrir alla fylgd og hafni boðum allra, eltir samt hópur- inn og að minnsta hangir einn þeirra svo lengi aptan í manni, að það þarf sjerstaka harðýðgi til að reka hann frá sjer. Göturnar eru ekki verri en á Akureyri. Húsin eru öll með flötum þökum, flest eru fleirloptuð með lopt- svölumog súlnaþökum, sem gefa skugga og skýli fyrir sól. Allstaðar eru verzl- anir með hitt og þetta og allar eru sama markinu brenndar að þvf leyti, að hvergi er vöruverð sanngjarnt og hvarvetna er reynt að hafa af manni fje. Kaupmennirnir eru enskir, þýzkir, franskir, grískir o. s. frv., en Arab- arnir eru einna verstir viðfangs. Hjer ægir allskonar þjóðum saman, ekki einungis ferðafólki sem kemur og fer með skipinu, heldur hitt og þetta fólk, sem hingað hefur safnazt og á hjer heima. Allir fátætlingar — og þeir eru marg- ir í Port Said — ganga berfættir og víða verða á vegi manns hálfnakin Arababörn, óhrein í framan sem biðja um »Backschisch« sem þýðir skilding- ur. Ef maður gefur einu þeirra, þá koma óðara öll hin og ætla mann að æra. Jeg gaf þrem krökkum aura fyrir að standa fyrir myndavjelinni minni, en undireins fylltist gatan af krakka- mori; öll’ vildu standa fyrir. Jeg tók mynd af hópnum — en svo var friður- inn úti; öll gjörðu tilkall til skildinga fyrir, með dómadags hávaða og lát- um, og jeg var í miðri þvögunni. Mjer fannst jeg vera staddur f krfu- varpi og hefði tekið egg, en hafði ekki brjóst í mér til að berja frá mjer. En fylgdarmaður minn, feitur Arabi, tók til stafs síns og sannfærði þau — á endanum—, og þá tvístraðist hópurinn. Vjer förum inn í eitt musteri (Moské) múhameðstrúarmanna. Snotur bygging, með súlum fagurlega útskornum við innganginn og háum laukmynduðum turni með hálftungli efst, en það merki er þeim jafn heilagt og krossinn kristn- um mönnum. Að innan er húsið óbrotið með litlu útflúri og engum myndum. Prjedikunarstóll fyrir miðjum gafli og yfir honum hálftungl. Hvergi sæti eða bekkir en á gólfið voru breiddir dúkar eða teppi, vel ofin. Prestur f ermvíðri, skósíðri flakandi hempu tók á móti oss mcð djúpri hneigingu um leið og hann signdi sig. Það þótti oss óþarfa kurteisi, en það átti að þýða að hann með hug, hjarta og munni vildi þjóna oss — hann bendir með hægri hönd á enni, munn og brjóst; þetta er kveðja Múhameðstrúarmanna. Til þess að ó- hreinka eigi gólfið, ljet prestur oss taka á oss skó fljettaða úr hálmi og gekk síðan í broddi fylkingar um must- erið. A gólfinu Iágu hjer og hvar Ar- abar í þögulli bæn, sumir virtust sofa, en enginn heyrðist orð mæla, flestir lágu á hnjánum með enni niður við gólf, en aðrir lágu í kút úti í horni og virtust bókstaflega steinsofa. I for- garði musterisins er brunnur; þar þvo þeir sína syndugu limi áður en þeir leggjast á bæn. Prestur sýndi oss að lokum kóraninn og sverð, sem hann sagði Múhameð hafa átt einusinni. Síð- an kvöddum vjer prest og gáfum hon- um 45 aura (6 pence) hver, sem offur, en hann signdi sig. Þegar vjer komum út, settum vjer oss í forsælu súlnaþaks fyrir framan veitingaskála og fengum oss tyrkneskt kaffi. Það er borið fram sjóðheitt í látúnskrukkum. Korgurinn er ekki sí- aður frá og sykur er settur út í áður en það kemur og svona drekkur mað-

x

Gjallarhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.