Gjallarhorn - 15.04.1904, Blaðsíða 3
Nr. 11
GJALLARHORN.
43
séð, en sá sem ekki hefir augu, getur
ekki séð«. Þetta virðist vera einfalt
mál. En einkennilegt er að á hverjum
bát, sem vér sjáum á höfninni, lifir
heil fjölskylda og býr búi sínu, sefur
þar á næturnar undir þiljum í miðjum
bátnum, en rær honum á daginn ým-
•
ist til fiskiveiða eða flutninga á mönn-
um og vörum og vinnur þannig lífeyri
sinn. Og gaman er að athuga þennan
bátabúskap. Konurnar virðast vera
lífið og sálin í öllu. Þær standa við
stýrið þegar báturinn siglir og »rigga«
með ár og skipa fyrir þegar róið er.
Allar eru í skálmvíðum brókum og
pilslausar eins og aðrar kínverskar
konur og flestar þeirra hafa poka á
bakinu, bundinn fram yfir brjóstið.
Lengi brýtur maður heilann um, hvað
vera kunni í pokanum, en komi bát-
urinn nær, heyrist máske barnsgrátur
eins og út á þekju — konan leysir
af sér pokann og dregur fram yngsta
króann (innan eins árs) og ýmist býð-
ur honum brjóstið eða heldur honum
út fyrir borðstokkinn eftir því, sem á
stendur. Svo stingur hún unganum
aftur í pokann, bindur hann aftur á
s>g °g »riggar« áfram eins og ekkert
hafi í skorist. Barnið liggur í pokan-
um (eða situr) þannig, að brjóst þess
og andlit liggja að baki móðurinnar,
en fæturnir skrefa yfir mitti hennar
og standa oft berir út úr pokahorn-
unum. Þegar gott er veður, stendur
líka höfuðið upp úr. — Ekki ber á
öðru en börnunum líði vel í pokanum
því þau sofa og eru sérlega róleg þó
móðirin beygi sig og hreyfi á allar
lundir meðan hún knálega handleikur
stýrið eða árina. 2 eldri drengir 8—g
ára, róa sinni árinni hvor, en hin
börnin, sem eru mismunandi mörg á
hverjum bát, hjálpa til með því að
stinga á. Enginn er iðjulaus í bátnum
nema hús- eða réttara sagt bátsfaðir-
inn, sem liggur aftur í skut og sefur
eða meltir matinn, og er ekki ónáð-
aður nema eitthvað liggi við. — Með-
an báturinn heldur kyrru fyrir, leika
börnin sér út við borðstokkinn og á
litla þilfarinu í miðjum bátnum, og
móðirin skiftir sér lítið af þeim, nema
leitar þeim lúsa við og við. Það
kvað koma örsjaldan fyrir, að þau
fari sér að voða — og komi fyrir, að
eitt þeirra detti útbyrðis og drukni,
þá er það auðvitað ári leiðinlegt í
svipinn, en — það er vanalega hægt
að bæta úr því síðarmeir.
Kínverjar eru gulir á hörund og
jafn-gulir um alt andlitið og enginn
roði í kinnum. Augun standa ofurlítið
skásett en mismunandi mikið, sömu-
leiðis er mjög misjafnt hve kinnbein-
in eru framsett. Karlmenn raka skegg
sitt fram að sextugt, þá fyrst þykir
hlýða að leyfa því að vaxa, sem merki
aldurs og lífsreynslu. Enn fremur raka
þeir höfuðið, að hnakkanum undan-
skildum, en safna hárinu (sem er
svart) þaðan í fléttu, sem hjá láns-
mönnum nær niður á hæla. Þessi
flétta þykir mesta prýði líkamans og
enginn Kínverji nær upp í nefið á sér
af reiði, ef togað er í fléttuna hans.
Á litlum drengjum er fléttan hreinn
tíkarspeni, en móðirin lengir hana
með rauðri loðbandsfléttu, sem hún
þó lætur ógert, ef strákarnir eru ó-
þægir. Ungir Kínverjar, sem vilja
ganga í augun á kvenfólkinu, lengja
fléttuna með svörtum silkitvinna, og
hefir það orðið mörgum að liði. Á
höfðinu hafa karlmenn barðastóran,
strýtumyndaðan stráhatt, eða koll-
húfu, vanalega klæddir svörtum treyj-
um og svörtum, skálmvíðum brókum
(sem oft eru úr silki), á fótum hafa
þeir sokka og filtsólaða tauskó eða
ganga berfættir. Kvenfólkið er klætt
mjög svipað og karlmenn, en hefir
enga fléttu í hnakkanum, heldur að
eins lítið hár, sem er bundið í hnút
í hnakkanum. Það er því stundum erf-
itt að þekkja kynin í sundur, nema með
nákvæmri rannsókn. Þess utan ganga
sumir heldri Kínverjar í skósíðum
i silkikjólum og sér maður að eins á
fléttunni, að þeir eru karlmenn. —
Gaman er að sjá borðhald Kínverja,
ef borðhald skyldi kallast; svo virðist,
sem þeir hafi engar fast-ákveðnar mál-
tíðir, því bæði á bátunum og í landi
sér maður alla þá, sem ekki hafa annað
að starfa, setjast að snæðingi. Þeir
| flytja með sér pott og hlóðir, og með
þurrum spítum kveikja þeir eld og
| sjóða matinn í snatri, hvar sem þeir
eru staddir, á bátum sem á gatna-
mótum. Öll fjölskyldan situr á hækj-
um sér kringum hlóðirnar og krás-
irnar og borðar með góðri list. Mat-
urinn virðist vera eins hjá öllum:
Hrísgrjón soðin í vatni, kjöt og fiskur
og ýmsir kryddsafar og ídýfur. Mat-
urinn er borinn fram í pjáturskálum
eða spilkomum. En í stað þess að
vér brúkum skeið, hníf og gaffal, láta
þeir sér nægja með hníf og tvo tré-
prjóna, sem þeir halda með hægri
hendi milli þriggja fingra og beita
eins og töng. Þeir ná eigi nema fá-
einum hrísgrjónum í einu með prjón-
unum, en gamlir, vanir Ki'nverjar beita
þeim fljótar, en nokkur gömul kona
bandprjónum. Þó sá eg suma sem
voru hagsýnni, og lögðu skálina að
munni sér og ýttu á eftir grjónunum
upp í sig með báðum prjónum. Þann-
ig borða allir erfiðismenn og fátækara
fólk í Kína. Ríka fólkið borðar auð-
vitað heima hjá sér — með prjónum
— en á borðum þess kennir fleiri
grasa og gómsætra rétta, auk hinna
algengui °g vil eg að eins nefna
nokkura, sem eru óþektir í Evrópu,
svo sem: hákarlauggar, fílafætur, næt-
urgalatungur, fuglshrákar, engissprett-
ur og kattaraugu í viðsmjörsolíu.
Úr heimahögum.
Amtmaður Pá/l Briem hefir skipað
þá Davíð fjárkláðalækni Jónsson, hrepp-
| stjóra í Hrafnagilshrepp og Stefán
fyrv. alþm. Stefánsson hreppstjóra í
Arnarneshrepp. — Um þá ráðstöfun
hans »hávelborin«heita hefir »Gjall-
arh.« verið send grein með yfirskrift-
inni »Launapólitíkin lifiL — en vegna
rúmleysis bíður hún í þetta sinn.
Hákalla og fiskiskipin hér eru nú
öll lögð á stað, og er það karlmann-
legur og kaldur starfi sem bfður skips-
verja. »GjaIlarh.« óskar þeim góðrar
ferðar, góðs afla og heillar heimkomu.
Verkarnannafélag Akureyrar. Út af
fyrirspurn þeirri er stóð í síðasta blaði
um það hefir »GjalIarh.« verið send
sú yfirlýsing, að sjóður þess væri nú
á vöxtum í sparisjóði Norður og Aust-
uramtsins.
»Oddrúnarmálið*. Misletrast hefir í
síðasta blaði, »barin á höfuðið til ó-
bóta fyrir augum sýslumanns«, á að
vera: barin, og það meira að segja
fyrir augum sýslumanns.«
Sjónleiki á að sýna í leikhúsinu nú
um helgina: »Upp til selja« og »Vara-
skeifan». Hafa þeir verið æfðir mjög
vel með góðum kröftum, og er áli.tið,
að þeir muni verða vel leiknir.
. Paul Alberti, norski fimleikamaður-
inn ætlar nú að sýna sínar »kúnstir«
í síðasta sinni á sunnudaginn kemur,
en »Hulda«, sem ásamt fleiru kysti
buxurnar í leikhúsinu á sunnudaginn
var, mun ekki ætla að skemta fólki
þar með því aftur.
Ólafur Davíðsson,
náttúrufræðingur frá }Cofi.
Það er hart að vera ungur og eiga þó
svo ótal vinum á bak að sjá.
Mér fanst það vera orðið alveg nóg,
samt eftir var fregn, er skyldi eg fá:
„Nú er Ólafur Davíðsson dáinn."
Mér varð svo hverft, þvf sú voðafrétt
mér veitti sár, er eg bjóst ei við;
eg hafði þá von hún væri ei rétt,
en von sú gaf ekki langan frið.
Altur: Ólafur Davíðsson dáinn.
Það er þá satt, þú ert fallinn frá,
eg framar ei sé þig, vinur minn.
Þín kólnuð er hönd og brostin brá
og búin þér gröf með friðinn sinn.
En hví ertu, hví ertu dáinn?
Þú áttir þrek og þú áttir sál,
sern var orkustór og svo lítið þreytt.
Þótt gata þíns lífs væri löngum hál,
samt léztu þig aldrei buga neitt.
Hví ertu, hví ertu dáin n.
Þú skildir til fulls okkar fjallamál
með fornutn sögnum og hulduþjóð.
Úr mosgrónum steinum þú seiddir sál,
úr sefþöktum fjörunum mararljóð.
Hví ertu, hví ertu dáinn.
Það gagn, er veitt gastu landi og lýð,
ef lifað hefðirðu meira oss hjá,
er tapað með endaðri æfitfð;
er undarlegt þótt vér hrópum þá:
Hví er Ólafur Davíðsson dáinn?
En svona er það farið, þvf sofðu rótt,
jafnt við sólaryl og við kaldan snjá.
Með grátklökkum hug býð eg góða nótt
þér, gamli vinur, er hvarfst ntér frá.
En — hví ertu, hví ertu dáinn?
* *
Á nteðan vort land fær af ljósi skin
— því er Iýsir himin og kallast sól —
og kveður hlýlega vinur vin,
og vaka stjörnur við norðurpól, •-
ei er Ólafur Davíðsson dáinn.
Hannes Jónasson.
hoktor Jíiko/a.
Eftir Guy Boothby.
Framhald.
»Ef það væri alt saman blátt áfram
og engin hætta, svo efast eg stór-
lega um, að eg vildi borga io.ooo
pd. fyrir ánægjuna af að hafa sam-
ferð yðar,« sagði hann. »Það er vegna
þess, að það er mikil hætta, og eg
verð að hafa dálitla hjálp — Þó eg
efist mjög mikið um, að við sleppum
nokkurn tíma lifandi út úr því — að
eg tek yður með mér. Eg ætla að
uppgötva leyndardóma þessara manna
ef það er mögulegt, og eg vona, að
þessi stafur — sem eflaust er lykill-
inn að fyrstu dyrunum, svo að segja,
hjáipi mér í erfiðleikum mfnum. Ef
þér eruð hræddir við að fylgja mér,
þegar þér hafið heyrt alt saman, skal
eg leyfa yður að svíkja loforð yðar
og hætta við, meðan tími er til þess.
»Eg hefi ekki . nstu löngun til að
hætta við það,« svaraði eg. »Eg veit
ekki hvort eg er hugrakkari en aðrir,
en ef þér viljið taka mig með, er eg
reiðubúinn að fylgja yður.«
»Látum oss gefa hvor öðrum hönd-
ina upp á það,« sagði hann um leið
og hann rétti fram höndina.
»Segið mér nú hvað þér hafið í
hyg&)u gei'a,« sagði eg. »Hvernig
eigum við að byrja?«
Glervara og leirtau
hvergi eins fjölbreytt og í verzlun
konsúl J. V. Havsteens.
Rornbrennivín m
ekta, potturinn á 90 aura, 3U pt. fl.
á 70 aura móti peningum, fæst í verzlun
konsúl Havsteens.
Bergens% % «s
jMotforretning,
---- Bergen ------
selur:
NÆTU RogHEIL NÓTABRÚ K
með BÁTUM og ÖLLU TIL-
HEYRANDI, einnig
SÍLDARNET
LÍNUVERK
REKNETATRÁSSUR
LITARBÖRK
TJÖRU
DREGG
KEÐJUR
og fleira.