Gjallarhorn - 06.01.1905, Síða 3
Nr. 1
GJALLARHORN.
3
Áskorun.
Á fundi „félags íslenzkra sfúdenta
í Khöfn" þ. 7. des. 1904 var svo-
hljóðandi ályktun samþykt í einu
hljóði:
„Fundurinn skorar á íslendinga að
afstýra hluttöku íslendinga í »ný-
lendusýning" þeirri, sem halda á í
Kaupmannahöfn á sumri komandi,
þar eð oss, sakir stöðu vorrar í rík-
inu, menningar vorrar og þjóðernis,
er ósamboðið að taka þátt í henni.
Ennfremur lýsir fundurinn yfir ó-
ánægju sinni yfir því, að nokkurir
ísleudingar hafa orðið til þess að
heita liðsinni sínu til sýningarinnar,
og er það því ótilhlýðilegra sem
það eru einmitt þeir menn, er skyldir
eru stöðu sinnar vegna og eiga
beztan kost á, að halda uppi sæmd
og sjálfstæði íslands."
„Nýlendusýning“
í Kaupmannahöfn.
Svo er nefnd sýning nokkur, sem
» Hannyrðafélagið danslca « ( »Dansk
Kunstflidsforening«) hefir ráðið að
halda að sumri komandi ( »Tívólí«,
aðalsumarskemtistaðKaupmannahafnar.
Þar á að sýna hitt og þetta frá íslandi,
Færeyjum, Grænlandi og vestindversku
eyjunum.
íslenzkir stúdentar í Höfn hafa ein-
huga mótmælt sýningu þessari að því
er ísland snertir, og er vonandi að mót-
mæli íslendinga fylgi eftir.
Það liggur í augum uppi, að ísland
hefir lítið erindi á sýningar að svo
stöddu. Eimur og rafmagn hafa ger-
breytt útliti menningarlandanna; þeim
hefir fleygt fram á tugum ára miklu
meir en áður á mörgum öldum. Island
er enn ónumið land af þessum heims-
völdum.—Aðrar þjóðir halda sýningar
til þess að heimurinn sjái, hvað þær
eru komnar /angt, ísland getur aðeins
sýnt, hvað það er komið skamt.
Annars koma hugieiðingar um sýn-
ingar yfirleitt þessu máli harla lítið
við. »Nýlendusýningin« verður haldin
í »Tívólí« á sama stað og áður hafa
verið sýndir menningarlausir og hálf-
siðaðir þjóðflokkar, sem hafa látið alls-
konar skrípalátum, að eins til þess að
skemta áhorfendunum og fylla pyngju
þeirra, sem hafa leigt þá. Kaupmanna-
hafnarbúar munu óefað ganga að því
vísu að í sumar verði þar eitthvað
líkt á ferðum og að undanförnu, enda
er það eðlilegt, eftir því sem dönsk-
um blöðum farast orð um sýninguna.
Þar á meðal annars að sýna ís-
lenzkan sveitabæ, »þar sem íslenzk
bœndafjölskylda lifir lífi sínu ásarnt
litlu hestunum sínum, kindunum og
kúnum*, eins og eitt helzta blaðið
kemst að orði; og á líkan hátt verða
sýnd híbýli með fjölskyldum og hús-
dýrum frá Færeyjum, Grænlandi og
Vestureyjum. Auk þess má þar sjá
hitt og þetta af dauðum munum af
ýmsu tagi. En það sem einkum á að
hæna fólkið að sýningunni er eftirlík-
ingar af færeysku fuglabjargi, vest-
indverskum sykurökrum og kóralla-
rifjum, grænlenzkum ísjökum, græn-
lenzk-íslenzkum norðurljósum og Geysi.
Og síðast en ekki sízt, að þar má sjá
og heyra íslenzka ræðuskörunga halda
fyrirlestra um vora æfagömlu menningu,
og ungar meyjar alla vega litar eiga
að »sveima« um sýningarsviðið klæddar
þjóðbúningum sínum, og hver með sína
þvert um geð og að þeir ekki að
neinu Ieyti hafi tekið þátt í henni.
Höfum vér þá þvegið hendur vorar.
Sýningin verður að eins skoðuð sem
ómerkilegur samtýningur, er danskt
hannyrðafélag hefir hraflað saman, og
engum skynsömum manni kemur til
hugar að byggja á henni nokkurn
dóm um menningu vora.
Til sjómanna.
e/Z^
Nú hefi eg fengið bátamótora með
4 hesta afli, sem auk flutningskostn-
aðar kosta að eins 1100 krónur. Mót-
orar þessir vigta uppsettir í bátinn
að eins 700 — 800 pd. Eg vil leyfa
mér að ráða tnönnum til að taka
þjóðlegu vöru á boðstólum.
Svona lítur út fyrir að sýningin eigi
að verða, eftir því sem dönskum blöðum
segist, og geta menn stytt sér vökuna
með því að leita að sómanum, sem ís-
land getur af henni haft.
Þó virðist sem nokkurir íslendingar
hafi gert scr von um að þessi sýning
gæti orðið íslandi að einhverju gagni,
þar sem þeir hafa lofað málinu fylgi
sínu. — Ætti vegur vor að vaxa við
það, að sitja á forundrunarstól með
Svertingjum og Eskimóum frammi fyrir
Dönum og öllum öðrum, sem koma
kunna á sýninguna? — Það er ótrú-
legt að nokkur íslendingur láti sér
slíkt til hugar koma. Hitt er senni-
legra, að þeir íslendingar, sem hafa
lofað aðstoð sinni, hafa haldið, að
ekki væri unt að spyrna móti brodd-
unura, sýningin yrði haldin, og þá
væri sá kosturinn skástur, að gera
hana úr garði eins vel og hægt væri
að íslands leyti.
En þetta er hraparlegur misskiln-
ingur.
Það hefði vafalaust mátt koma í
veg fyrir að ísland væri tekið með á
sýningu þessa, ef rétt hefði verið
tekið í strenginn frá byrjun, og má
sennilega enn, ef allir íslendingar
leggjast á eitt og láta óánægju sína
opinberlega í ljósi, afdráttarlaust og
sem fyrst. En takist ekki að koma
sýningunni fyrir kattarnef með þessu
móti, þá eigum vér auðvitað að halda
áfram að róa á móti henni öllum ár-
um, til þess að það verði á allra vit-
orði, að sýning þessi sé íslendingum
Kaupmannahöfn 9. desember 1904.
Guðm. Benediktsson.
íslandsvinir
allir ættu að kaupa sér brjóstnálar af
nýjustu gerð, með merki íslands á,
sem fást mjög ódýrar í verzlun
konsúl Havsteens.
JVÍýtt smjör
er keypt stöðugt í verzlun
konsúl Havsteens
mót vörum og í reikninga og fyrir
peninga cf um semur.
HÆNUEGG sömuleiðis keypt nú
mót peningum á 6—8 aura stk.
Stúlka
þrifin og heilsugóð getur fengið árs-
vist frá 14. maí næstk., sem inni-
stúlka á Akureyri og getur einnig
fengið að læra matreiðslu.
Ritstj. vísar á.
Brúkuð íslenzk frímerki
kaupir hæsta verði
Slagnar Ó/afsson.
Ágætur
Kútter,
að stærð rúm 50 tons, fæst keyptur
með mjög góðum kjörum.
Lysthafendur snúi sér til hr. agents
Chr. Fr. Nielsen, ísafirði.
Áfli þilskipanna á Eyjafirði árið 1904.
Skipsnafn. Ton. Eigandi. Skipstjóri. Manna- tala. Þorskur Síld. Tnr. Lifur Tnr.
Familien 60.00 Sig. S. & Þ. A. S. Sumarliðason 8 5oo° 700
Helga 68.93 Otto Tulinius Jón Halldórsson 15 3580° I4OO
Veiðibjallan 19.41 O. T. & R. Ó. Guðm. Torfason 8 7920 370
Egill 30.79 Sömu V. Kristjánsson 101/2 15745 387
Ilenning 21.88 J. V. Havsteen Jóh. Magnússon 12 452
Júlíus 39- Sami Steinn Jónsson 12 27000 650
Otto Jakob 38.54 Sami Ásgr. Guðmundsson 14 42000
Lottie 34-7 F. & M. Kristjánss. Jak. Jakobsson 12 22500 385
Robert 29.70 Sömu Oddur Sigurðsson 11V2 1550° 750
Risöen 21.35 C. Höepfner V. Þorláksson 12 192
Flink 27.6 Sami Björn Björnsson 12 331
Anna 25.20 Sami Jóh. Jónsson 12 364
Aage 24.88 Sami Oddur Jóhannsson 12 394
Víkingur 1348 Gudm. Efterfl. Jóh. Jónsson 12 278
Marianna 28.79 Sami Björn Friðriksson 9 276 227
Erik 15.00 Sami Sig. Hrólfsson 12 345
Fremad 54.14 Sn. Jónsson H. Benediktsson 15 37°°°
Brúni 13-33 Chr. Havsteen Kr. Þórðarson IO 26°
Vonin 23.87 Gránufél 0. fl. Sæm. Sæmundsson 12 463
Æskan 22.32 Sami Þ. Þorvaldsson 12 264
Kjerstine 25.28 Sami Kr. Ásgrímsson 12 271
Talisman 43.60 Chr. Havsteen Jónas Sigfússon 13 35000
Erling 32.89 IVl. .Jóhannsson Ing. Kristjánsson IO 1650° 430
Fönix 10.66 Jt1 .& M.K.og Bj. Ein. H. Halldórsson 8 296 278
Helena 21.98 K. Á. & St. J. Steingr. Jónsson 8 IOOOO 68°
Mínerva Ó. Möller Jón Magnússon I I 191 ]/2
Gestur 18.87 Jón Antonsson Árni Antonsson 8V2 11700 270
Síldin IÓ.7 Ó. G. Eyjólfsson. Sig. Bjarnason 6 7700 443
Skýrslu þessa hefir Halldór Steinmann samið og látið »Gjh.« góðfúslega í té. Er hún
í svo nákvæm sem kostur var á, en vér biðjum hlutaðeigendur að láta oss vita, ef hallað
I er einhversstaðar í henni réttu máli.
þessa mótora í alla minni fiskibáta,
sem setja þarf upp á þurt land dag-
lega. Verksmiðja hr. C. Möllerups,
sem býr til þessa mótora, gerir sér
alt far um, að hafa alla mótora sem
vandaðasta og sem einfaldasta til
allrar meðferðar.
Reykjavík 1. des. 1904.
Bjarni fiorkelsson.
(Aðalumboðsmaður Möllerups verk-
smiðju fyrir Norður-, Austur- og Suð-
urland.)
Jlppe/sínur ósúrar
Og
Sp/i rnjög góð
eru seld mjög ódýr í Hafnarstræti 27
Sig. J. Sveinsson.
jMý naúðsynjavara
handa öllurn húsmæðrum fæst í
Hafnarstræti 27.
Sig. ]. Sveinsson.
Lausar
jarðir
tilheyrandi Vaðlaumboði:
Skógar á Þelamörk í Glæsibæjar-
hreppi,
Hallgilsstaðir í Arnarneshreppi,
Grund í Þorvaldsdal í sama hreppi,
Skáldalækur í Svarfaðardalshreppi,
Hjaltastaðir í sama hreppi
og
tilheyrandi Jóns Sigurðssonar legati:
Miðland í Skriðuhreppi.
Þeir, sem óska að fá þessar jarðir
bygðar frá næstkomandi fardögum,
snúi sér til undirskrifaðs umboðs-
manns fyrir útgöngu þ. m. með
skriflegri beiðni þar um. /
Akureyri 5. janúar 1905. \
Stephán Stephensen.
Sauðakjöt, Sauðató/g,
Saltjiskur v\
alt dgœt vara, fæst keypt í pakkhúli
J. Norðmanns á Oddeyrartanga all-
an síðari hluta þessa mánaðar (át-
sala byrjar 16. þ. m.) kl. 12 — 21 á
hverjum virkum degi.
Segl.Kaðlar.blakkiÁ
stangavír, keðjulásar, síldarönglar og
ýmislegt fleira til skipaútgerðar fæst
keypt hjá J. Norðmann í Norðurgötu 6.