Gjallarhorn - 17.02.1905, Qupperneq 3
Nr. 6
GJALLARHORN.
23
Nýlátnir íslandsvinir.
í Björgvin er nýlega sáluð ágæt
kona: frú Bolette C. Pavels - Larsen,
skáld og ritlistarkona og mikill vinur
íslenzkra bókmenta, og svo er maður
hennar, O. E. Larseti, bankafulltrúi og
fræðimaður. Frú Larsen þótti rita
jafnvel »landsmál« Norðmanna, eink-
um mál Sygna, eins og bókmálið. Hún
gekst mest fyrir ef fyrirlestrar um ís-
land fóru fram í »Vestmannalaget« í
Björgvin, og svo var, þegar sá, er
þetta ritar, var síðast gestur þar í
bænum. Frú Larsen var fríð kona og
stórmannleg, og ætt hennar göfug.
Hún andaðist skyndilega 8. desbr.
f. á. af hjartaslagi, 58 ára að aldri.
Rétt fyrir jólin mistu Norðmenn
einn þeirra mesta friðarvin, og sama
má segja um alla Norðurálfuna, við
lát dr. O. Sauerweins, er dó rúmlega
sjötugur. Hann var einhver málsnjall-
asti og andríkasti maður allra hinna
nýju friðar- og mannvina á Þýzka-
landi og vel heima í öllu á Norður-
löndum, einkum í Noregi.
Þriðji merkismaðurinn dó rétt eftir
nýárið. Það var hinn ágæti Liverpóls
kennimaður Robert A. Armströng, rúml.
sextugur. Hann heimsótti oss Islend-
inga fyrir fjórum árum síðan. Hann
var einn hinna góðu, gömlu Englend-
inga, sem eru jafn-mikilhæfir sem góðir
menn. Það var hann, sem sendi fátækl-
ingum, sem mest mistu hér á Akur-
eyri við brunan 1901, 100 pund sterl-
ing. Armströng var talinn með allra
fremstu framfara-, bindindis- og frels-
isskörunga meðal frjálstrúandi presta
á Englandi, spekingur að viti, djarfur
og einarður, og þó einhver hinn ást-
sælasti borgari í Liverpól og öðrum
hinum frjálslyndustu borgum á norður
Englandi.
Hann fylgdi Unítaraskoðunum og
þótti skæður öllum kreddulýð hins
mikla enska ríkis, enda var hann
snillingur að rita og tala.
Útför Armströngs var hin vegleg-
asta. Llann var trúmaður hinn mesti,
og bauð að brenna skyldi leifar sín-
ar. Það var gert. ýþj I
xlngólfur* skifti um ritstjóra nú um ára-
mótin. Bjarni Jónsson frá Vogi hætti vegna
þess að útgáfufélag blaðsins gat eigi boðið
honum þau kjör, er hann gæti gengið að
framvegis. Er að mörgu eftirsjá að Bjarna
setn ritstjóra, því margar greinar hefir hann
ritað góðar, sérstaklega um „listir og vísindi"
og íslenzka tungu ritar hann flestum mönn-
um hreinni og betri. Ættu allir að geta viður-
kent það þó þeir hafi aðra pólitíska skoðun
en þá er „Ingólfur" hefir haldið fram.
Sá, sem tók við ritstjórn „Ingólfs", er
Benedikt Sveinsson kand. phil. frá Húsa-
vík. Hann er Þingeyingur að ætt og upp-
runa, gáfaður vel, skarpur og einarður og
teljum vér „Ingólf" vel kominn í hans
höndurn. Stefna blaðsins í pólitík teljum
vér og líklegt að breytist, þar sem nú er
komið nýtt atriði til sögunnar fyrir kenn-
ingar Landvarnarmanna, þar sem er ráða-
neytisbreytingin danska og þeir atburðir,
sem gerast henni samfara, svo sem hefir
verið drepið á hér í blaðinu. Álítum vér
því að afstaða Landvarnarmanna í pólitík
sé nú alt önnur en hefir verið til þessa.
Óánægja og óeirðir út af stríöinu
verða æ tíðari á Rússlandi. Nýliðar
þeir, sem kallaðir eru austur til Asíu
gera oft af sér ýmsan óskunda og
láta það ótvíræðlega í ljósi, að þeim
sé alt annað en ljúft að láta brytja
sig niður þar eystra »fyrir keisarann
og föðurlandið*. Um jólaleytið reyndi
nýliðasveit ein að sprengja í loft upp
tvær smáar járnbrautarbrýr til þess
að hindra herflutningana austur til
Asíu. Herlið kom þá að og réðst á
þá og hófst skæður bardagi. Nokkrir
af herforingjunum féllu og margir af
nýliðunum. Við brýrnar tókst að gera
aftur eftir skamman tíma. — í Péturs-
borg var fundur haldinn skömmu fyrir
nýárið til þess að mótmæla stríðinu
og skora á stjórnina að semja frið.
Meðal fundarmanna voru vfsindamenn,
listamenn og margir aðrir merkir og
mætir menn.
1. des. var birt í blöðum um endi-
langa Norðurálfuna skjal, er gaf til
kynna, að fulltrúar ýmsra pólitiskra
flokka og þjóða f hinu rússneska ríki
hefðu gert samband með sér til þess
að reyna með sameinuðum kröftum
að hnekkja hinu rússneska einveldi
og kúgun þess, án tillits til margs-
konar ágreinings og skoðanamuna inn-
byrðis. A þingi því í París, þar sem
þetta gerðist voru fulltrúar frá Finn-
um, Pólverjum, Armeníumönnum, Geor-
gíumönnum og frá ýmsum framsóknar-
og byltingafélögum í Rússlandi sjálfu.
Þau grundvallaratriði, er allir voru sam-
mála um voru þessi: 1) afnám einveld-
isins og afturköllun allra ólöglegra til-
skipana á Finnlandi. 2) í stað ein-
veldisins Iögbundin stjórn, er hvíli á
almennum kosningarrétti. 3) sjálfstjórn
fyrir hinar einstöku þjóðir og lagaleg
vernd þjóðernis þeirra. Fyrir öllu þessu
vilja hinir mörgu og sundurleitu flokkar
berjast í bróðerni (Þjóðólfur.)
»Verði ljds< er þeir sr. Jón Helgason,
prestaskólakennari,HaraldurNíelsson,kand.
theol. (og sr. Sig. P. Sívertsen á Hofi, fyrstu
árin), hafa gefið út nú í níu ár samfleytt,
hætti að koma út nú um nýárið og mun
orsökin til þess vera lélegur stuðningur
þjóðarinnar. Blaðið hefir þó altaf unnið í
þá átt að vekja menn til umhugsunar um
andlega velferð þeirra og veitir víst ekki
af að því verki væri haldið áfram, en nú
hafa menn breytt þannig, að blaðið er
hætt og ætla þeir þá víst að passa sig
sjálfir, svo þeir verði ekki í vandræðum,
þegar farið verður að gera upp reikning-
ana hinumegin.
»Hekla*, söngfélag það, er Magnús organ-
isti Einarsson stýrir, hélt samsöngva tvo
nú um helgina og voru þeir allvel sóttir.
Er mál manna að söngmennirnir taki stöð-
ugri framför í list sinni og er það eðlilegt,
því Magnús er góður söngkennari og legg-
ur einnig mikla alúð við kensluna. í þetta
sinn var þeim mest hrósað fyrir »Ólafur
Tryggvason* af þeim 15 lögum sem þeir
sungu í hvort skifti.
Annað kvöldið skemti Halldór læknir
Gunn'iaugsson áheyrendunum með kvæða-
upplestri meðan »Heklungar« hvíldu sig
við sönginn. Vakti það fögnuð mikin og
ánægju eins og vant er, þegar maður sá
kemur hér »á senuna« — einkanlega þó
hjá hinum tilfinninganæmari hluta mann-
kynsins.
Friðrik Harríson, hinn alkunni hirt-
ingarvöndur syndugraEnglendinga,stór-
skammar alla ráðandi flokka landsins,
nú um nýárið — nema stefnu friðar-
þingsins í Haag og lægni Játvarðar
konungs í að skirra vandræðum og
sætta þjóðir og ófriðarseggi. — Hann
birtir stefnuskrá, sem honum sýnist
líklegust fyrir landa hans að fylgja.
Helztu atriðin eru:
að bindindismálin séu endurskoðuð og
ákveðin með lögum; að fríkirkjukröf-
um séu miklu meiri gaumur gefin og
skólar á ríkiskostnað séu undanþegnir
öllurn trúarbragðamatningi og vand-
ræðum; að Tíbet sé látin hlutlaus, án
allra bóta og skatta tit Englendinga;
að umráð gullfélaganna í Suður-Afríku
sé frá þeim tekið; að sé tollamáli
Chamberlains nokkuru skeytt, þá verði
öll fjárhagsmál ríkisins tekin í einu á
dagskrá; að hernaðarskatturinn sé feld-
ur, en eignaskattur (eftir vissum gjald-
þolsmæli) lögtekinn; að verkmannalögin,
sem giltu fyrir 30 árum, séu endurnýjuð.
Og loks að írar íái tregðulaust fulla
heimastjórn, annaðhvort eins og Glad-
stone gerði ráð fyrir, eða aðra eins
góða. Harrísons viðkvæði er venjulega
sama efnis, sem Leo Tolstoj kennir,
að tvent sé mesta skaðræði vorra
tíma (sem og jafnan hafi átt sér
stað): Kirkjan og pólitíkin! Munur
þeirra nefndu skörunga og vandlæt-
ara er að öðru leyti töluverður. Tol-
stoj er trúmaður mikill á sinn hátt,
en Harrfson er pósítívisti og hatar
öll ákveðin trúarbrögð. En báðir eru
reformatórar miklir. M ,
Fyrirlestur um bókasöfn og þýðingu þeirra
hélt Guðmundur læknir Hannesson laugar-
dagskvöldið 1 r. þ. m. á »Hótel Akureyri«. —
Fyrirlesturinn var illa sóttur.
Meðmœlendum með Magnúsi Kristjáns-
syni sem. þingmannsefni Akureyringa fjölg-
ar stöðugt og þykir nú öllum auðsætt að
þýðingarlaust sé fyrir hvern sem væri að
ætla að keppa við hann um sætið.
Mannalát. Þuríður dóttir Björns Ólafs-
sonar gullsmiðs á Oddeyri andaðist 4. þ.
m. og var tæring banamein hennar. Hún
var mannvænleg stúlka.
Jðhanna Ólína Schou frá Húsavík, sem
lengi var á Laxamýri, andaðist í Reykja-
vík 10. jan. s. 1. eftir langa legu, 84. ára
að aldri. Hafði hún flust til Rvíkur með
Snjólaugu Sigurjónsdóttur frá Laxamýri
og manni hennar Sig. kaupmanni Björns-
syni og var hjá þeim þar til hún andað-
ist. Hún var atkvæðakona um margt og
mörgum að góðu kunn.
Konráð Jónsson hreppstjóri að Bæ á
Höfðaströnd andaðist í janúar s. 1. Hann
var dugnaðarmaður, vel metinn og góður
bóndi.
>Fjalar« heitir timburverksmiðja sú, sem
»Gjh.« gat um í sumar, að væri verið að
stofna á Húsavík og ætti að ganga fyrir
vatnsafli. Hún er nú tekin til starfa fyrir
nokkru síðan og býðst til að taka að sér
ýmsar trésmíðar fínni og grófari. Einnig
tekur hún trésmíðalærlinga til kenslu. Verk-
stjórar eru Eiríkur Þorbergsson og Jón Bald-
vinsson báðir þjóðhagasmiðir, en gjaldkeri
er Jakob Hálfdár.arson borgari á Húsavík.
Þingeyingar hrósa mjög vinnu verksmiðj-
unnar og frágangi á smíðisgripum hennar
og segja gott við hana að skifta. — »Gjallar-
horn mun síðar flytja nákvæmari skýrslu um
fyrirtækið.
Herskipan í orustum er nú mjög
að verða ólík þeirri, sem áður tíðk-
aðist — segir einn enskur fregnriti.
í Manschúríinu í stórorustunum í sum-
ar voru oft 40 enskar (8 danskar) mílur
á milli yztu arma framhersins hjá Rúss-
um. Yfirhershöfðinginn situr í búð sinni
rólega, 2 mílur, eða 3 eða 4 frá orust-
unni. Er raðað kortum fyrir framan
hann, en til beggja handa eru borð
og á þeim málberavélarnar og nógir
menn til að handleika þær. Fer þvf
þar alt fram þegandi, að kalla eins
og á fínustu vinnustofu — meðan skot-
hríðin dynur og menn deyja og særast
þúsundum saman í nágrenninu. Foringj-
um Rússa hættir enn við að hækka sér,
þatr sem þeir fylgja deildum sínum og
sækja þarf fram eða mikið skal vinna;
er þeim herrum því mikill háski bú-
inn. En foringjar Japana fara mjög
gætilega sjálfir með líf sitt, enda vita
hermenn Japana það, og vilja ekki að
þeir hætti sér, og óþarfi er slfka liðs-
menn að eggja. Að vinna sigur með
hörðum og snöggum áhlaupum og
hreystiverkum, er nú orðið illgerandi;
bardagarnir eru ekki orðnir nein á-
hlaupaverk; tiltölulega sjaldan eins
mannskæðir (sé rétt farið að) eins og
áður, en standa margfalt lengur en
fyr, og sakir þess verða manndrápin
svo mikil. Aður urðu Iiðsmenn að
berjast hungraðir hálfa og heila daga
(eins og t. d. við Idsted um 6—10
st.), en nú er dátunum borið nóg að
bíta og brenna út á vígvellina. Stór
svæði eru oftlega milli deildanna (regi-
menta), sem hver hefir venjulega alls
konar liðsmannategundir fyrir sig: fót-
lið, skytlur, léttreiðlið (dragóne), stór-
skotalið (artillerí), dreifskyttur, hag-
leiksmenn (ingeniöra) o. fl.
Herar skiftast í divisíónir, brigader
(corps), regímenti, bataillíónir og kom-
pae"'- M. J.
Verzluij
konsuls J. V. Havsteens á Oddeyri
selur tneð nrjög góðu verði rnót
peningum Ofnkol og Steinolíu,
bæði í stór- og smákaupuin. Enn-
fremur
Saltkjöt,
Tólg og
ágætt Smjörlíki.
Alt góðar og vandaðar vörutegundir.
jllsokka og sjóvet/inga
borgar enginn hærra verði ef varan
líkar en verzlun
konsuls Havsteens á Oddeyri.
—= Sjók;Iœði =—
og
-ðfc SjóstigvéN^*
sterk og vönduð fást með góðu.
verði í Söludeiid Gránufélagsins.
jliillifafapeifsur
í Söludeild Gránufélagsins.