Gjallarhorn


Gjallarhorn - 17.11.1905, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 17.11.1905, Blaðsíða 2
154 GJA-LLARHORN. 39. bl. Jarðarför konsúls Jubanns Yigfússonar fer fram frá »Hótel Akureyriu þriðju- daginri 21. þ. m., kl. 12 á hádegi. CBBaflgilBaWWIIMK/ ttoiWafflMWBWIW gjökl til landsjdðsins. — Að halda því fram væri hin mesta fjarstœða. Útgjöld alþýðu til landsjóðs eru lítil en ekki mikil, jafnvel þöttlitiðsé til hins almenna veika efnahags, ngþau hljóta að hækka, ef nokkrar verulegar framí'arir eiga að verða, og það er ekki vel gert að telja fólki trú um þau ósannindi, að landsjóðsgjöld sé »plága« eins og þér neínið það. Hafið þér gætt að því hve miklar tekjur landsjóður hefir af landbúnaðinuna og hve mikið fé aftur er veitt úr landsjóði til eílingar landbúnaði? — Getið þér bent á ráð til að jafna kjör manna hér á landi, svo að þœg- indi og gæði lífsins hlotnist öllum? £f þér þekkið ráð, hví bendið þér þá ekki »valdhafendum þjóðarinnar« á það? — Mér datt annars i hug, er eg las ummæli yðar um þetta efni, vísuorðið: >«Hún las það fyr í danskri bók.« Hver er þessi »ýmiskonar óréttur« sem alþýðan „sífelt verður að þolau? — Ef þetta er annað en meininga- laust flapur, er yður skylt, finst mér, að skýra betur hvað þér meinið, svo að alþingismennirnir — þeir eru ef til vill ekki allir sannvizkulausir — geti notið bendingar yðar. — Mjög, merkír menn eru þeiEhvor í sinni röð, Guðmundur á Sandi og Gísli læknir. — En eg ætla sarat að óhæít muni að fullyrða, að þeir verði aldrei teknir í helgra manna tölu fyrir þann fagnaðarboðskap, sem þeir iluttu á Húsavíkurfundinum. Skoðun yðar á þessu er vistíminni- hluta, því flesta heyri eg sammála um það að frammistaða þeirra þar hafi verið mjög óvanalega — já hvað áeg nú að nefna það,— lítið frægileg, Atkvœðagreiðslu á opinberum kjós- endafundi, sem öllum er boðaður, kall- ið þér „grírouleik". — Yiljið þér gera svo vel að láta mig vita, bvaða nafn þér gefið binum pukurslegu undirskrifta-atkvæðagreiðslum, sem mest hafa verið »í móð« á síðustu tímum. Getur okkur ekki komið saman um það, að vel færi á því, að konur, þá er þœr taka opinberlega til máls, beri freinur friðarorð og bróðernis milli þeirra er í bardaganum hljóta að standa? — Fer ekki betur á því, að þær heldur græði en særi? Mundu þær ekki vilja bera lífgrös að sárun- um er eiturvopnin hafa valdió? — Úfeigur. STAURAFLUTNINGSSKIPIÐ, „Adolph Andersen1* kom hingað til bæjarins á miðvikudaginn og er nú verið að skipa upp úr því, hér við hafnarbryggjuna, staurum þeim sem fara eiga ti! ritsímans hér í grendinni. IJví hefir gengið ferðin hið ákjósanlegasta hingað og verið rojög heppið með veður þann tíma sem það hefir verið hér við land. Illur málstaðnr Yarinn —o— Á sjötíu ára afniælisdcgi lians, 11. nóvember 1905. Velkominn gestur í vinasal Með vífið þitt prúða og dœtur; Vér fögnum með lotningu hrund og hal, Sem hér eiga djúpar rætur. — í kvöld átt þú einsamall allan val; Ef einbverjum skriöna fætur, f>á borgarar þessir og brúðaval Bjóða þér góðar nætur. Samgróinn landsins lífi og þjóð í ljóðunum hefir þú spunnið Sro hárfínan, íslenzkan- hjartans óð, Að hvergi mun betur unnið. Og nú átt þú fagurt friðarkvöld, Að fjalla um lárberin ungu, Sem hafa nú meir en hálfa öld Hoppað af skáldsins tungu. Sjötigi ára sunna steig af bárum, Silfurlits-gárum dreifir öldungshárum, Skín yfir frjóvar andans akurlendur Ungbarnsins sál og fínar penr.ahendur. Skáldkóngur aldni! Hreimur þinnar hörpu Hljómþýður berst í snildarmáli skörpu, Út yfir takmörk óska þinna og Tona, Út yfir löndin dælra þinna og sona. Og þeim sem lesa Ijóðin þín í nœði Er líknin viss, þó sárar undir blæði; J>au stilla sorgir, mýkja meinin þungu Svo munarhlý og sögð á kristna tungu. Og allar heimsins vættir standa i verði Að verja »kenning« þína brugðnu sverði, Sem »frið og unun« heitir hverju barni í höllu kóngS’ hjá fátæklingsins arni. Bjartsýni andi! Gef oss meira, meira Af máli því sem allir vilja heyra, Frá augnabliksins hvössu hugarsjónum Og hjúpuð þínum fögru snildartónuin Sit þú nú heill! það haustar að Og húmskýin taka að stækka. Hin íslenzka þjóð mun brjóta blað í bókinni, þar sem þór fækkar. J>ér sé nú heiður og hjartans þökk Frá henni og okkur borin, Og brosi þór, vinur, sú kveðjan klökk Sem kærleikans sól á voriu. Njóttu svo haustsins í næði og ró Við nægtir og lífsius gæði, I>ví ungviðið fært í flestan sjó, J>að ílýgur á brott yfir græði Og sendir þér skeyti yfir sundið vítt Sem sólgeisla bjarta í dalinn. En hún sem að bar með þér blítt og strítt Byggja raun lengst með þér salinn. J. N. J>að er engu likar en að Guð- mundur á Sandi sé orðinn vika- piltur „Norður!andsfélagsins“ og sé honum ætlað ' þuð verk, að bafa vörzlu á hendi, til að verja hús- bóndann og hans nánustu fylgis- mcnn þegar í harðbakkana slæst; enda veit sem er að hann er orðhvass og ófyrirleitinn. og því .getur kom- ið sér vel að siga ho.ium á þá sem hann á' grátt að gjalda, og ef ein- hver óhreinindi kynnu að slettast upp á skúfana, þvi muni hann reynast vel að strjúka þau af, svo húsbóndinn og þénarar hans sýn- ist sem allra hreinastir í augum þjöðarinnar. það þarf ekki nema að benda á lítið sýnishorn að svona muni vera. Maður þarf ekki að líta langt fram í tímann, ekki lengra en þá Guðmundur gjörði sína fár- ánlegu athugasemdir við grein J>or- gils Gjallanda í sumar, og nú síð- ast þá hann ræðst með sínnm al- þekta rithœtti, áþá menn, sem hafa birt á prenti fyrir þjóðinni, eitt hið svartasta srar sem þekkist á íslenzkri tungu, sem só að neita konu um hjálp í barnsnauð. þessa hryllilegu neitun tekur Guðmundur að sér að afsaka og verja, og um leið að velja þeim mönnum, sem hafa bent á þetta atvik öðrum til viðvöruna> bin hraiílegustuorð. Og þetta hefir lík áhrif á Norð- urlands ritstjórann, sem hann hafi verið tekinn undanu torfu. Hann þakkar fyrir hluttekninguna, setn sér sé sýnd af Guðmundi á Sandi og fer um leið, sér til málsbótar að segja tíu ára gamla sögu um það, að læknar í Reykjavik hafi neitað að hjálpa konu í barnsnauð, en þá hafi hann hluupið undir bagga, og enginn hafi þá brugðið læknunum í Heykjavík um ódreng- skap. En þegar hann hafi aðhafst híð sama þá sé hann úthrópaður í öllum hornum landsins fyrir til- tækið. Óvíst er að nokkur nema ritstj. Nls. þekki þetta dæmi af læknun- um í Reykjavík, það getur svo auðveldlega verið skáldskapur sem svo margt annað. er stendur í því blaði. En setjutn nú svo, að sagan væri sönn, þá er hún blátt áfram ekkert aunað en hin sorglega af- sökun, »af því pessi hefir gjört rangt. því mii cg þá ekki gera það líka?“ En svo vil eg leyfa rnér að víkja fáum orðum að grein Guðmundar á Sandi. Hann þykist ekki vera mik- ill sálarfrœðingur, en þó jafnmikill öðrum sem skrifa í blöðin. Sálar- fræðingsþekking Guðmundar kemur fram í lýsing á sorg Egils Skalla- grírassonar. þá hann syrgði son sinn svo að hann ætlaði að svelta sig í hel. Sorgin væri helgari en

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.