Gjallarhorn - 01.09.1910, Blaðsíða 1
QJALLARHORN.
Ritstjóri: Jón Stefánsson. Hafnarstræti 3.
IV, 5.
Akureyri 1. september.
1910.
• • • • •#•••• •-• • • • • • • • • • ••#•##• # #-# + #-###-# •
• # # • # •
• ##•#•#•
• ##••
íslendingasögur.
Umræður í Danmörku og Noregi.
Mótmæli »Gjh.« gegn því, að Norð-
menn gæfu út íslendingasögur í norskri
þýðingu og kölluðu þær svo fornnorsk-
ar bókmentir, hafa vakið talsverða eft-
irtekt óg virðast ætla að hafa góð á-
hrif á málið. — Dönsk og norsk blöð
hafa rætt það, og »Politiken«, frjáls-
lyndasta blað Dana, flytur útdrátt úr
grein »Gjallarhorns«. Það síðasta, er
»Gjh « hefir frétt af umræðunum, er
um ritgerð, er »Dagbladet« í Krist-
janíu flutti, og er þar talað hæversk-
lega í garð vorn íslendinga. Viðurkennir
»Dagblaðið« fyrst, að mótmæli »Gjh.«
séu á rökum bygð, sanngjörn og eðli-
leg) °g heldur því fram, að ástæðan
til þessa sé eingöngu að kenna hugs-
unarleysi þýðendanna, án þess að þeir
hafi ætlað sér að ræna nokkru frá ís-
lendingum í því skyni að eigna Norð-
mönnum heiðurinn, og endar á því að
segja, að í nýrri útgáfu af bókunum
sé sjálfsagt að leiðrétla þetta að ósk-
um íslendinga.
Þetta er nú alt gott og blessað, —
en ein klausa er þó í ritgerð »Dag-
blaðsins«, sem »Gjh.« finst vera ofur-
lítið athugaverð. — Hún hljóðar svo í
Jiýðingu:
»í stað þess að bækurnar heita nú
(d: f þýðingunni) >Fornnorskar bœkur<,
hefðu þær átt að heita »Bœkur á forn-
norsku«, sem er hið rétta, og sem
ekki hefði getað orsakað nokkur mót-
mæli.«
Það er nú svo!
»Gjh.« brestur, því miður, næga og
óskeikula þekkingu til þess að geta
dæmt um þetta atriði, en að þess
vitund eiga Norðmenn ekki og hafa
aldrei átt nokkrar bókmentir á sarna
máli og íslendingar rituðu sögur sínar á,
Noregskonungasögur o. fl. Það má og
benda á það, að um þær mundir er
sagnaritun fór mest fram á íslandi,
voru liðin hundruð ára frá því er
Norðmenn þeir, sem gerðust íslend-
ingar, fluttu af Noregi til íslands, og
líkur eru til þess, að á því tímabili
hafi mál beggja tekið þeim breyting-
um, að Norðmenn hafi þá alls ekki
talað það mál, sem er á íslendinga-
sögunum, en sem vitanlega hlýtur að
vera sama málið og íslendingar töluðu
á þeim tíma, er sögurnar voru færð-
ar í letur.
Um þetta þyrfti dómsatkvæði óhlut-
drægra forn-málfræðinga.
Um leið og »Gjh.« þakkar »Dag-
blaðinu« og öðrum fyrir góðar undir-
tektir í málinu, verður það því að geta
þess, að þangað til það heflr fengið
sannanir fyrir hinu gagnstæða, verð-
ur það að halda því fram, að Norð-
menn hafi ekki einu sinni leyfi til að
kalla sögurnar »Bækur á forn-norsku«,
heldur að eins íslendingasögur eða
»Sögur af Norðmönnum, þýddar úr
forn-fslenzku«, eða eitthvað í þá átt.
Sögurnar okkar og forn-bókmentir
eru þeir gimsteinar, og við eigum
þeim svo margt og mikið að þakka,
að við verðum að vera viðkvæmir fyr-
ir og tilfinninganæmir, ef einhver —
viljandi eða óviljandi, gengur á rétt
vorn í sambandi við þær.
Forn-bókmentirnar okkar hafa ver-
ið okkur alt í öllu.
Og við verðum að krefjast þess, að
Norðmenn, fyrst og fremst, skilji það
og viðurkenni.
Aldarfjórðungsafmæli.
1. sepfbr. 1885 - 1. septbr. 1910.
Það heldur f dag einn af eldri og
merkustu borgurum þessar bæjar, kon-
súll Norðmanna, Iyfsali O. C. Thorar-
ensen. —- Það eru í dag 25 ár síðan
hann gerðist lyfsali og tók við for-
stöðu og rekstri lyfjabúðar Akureyrar.
Oddur Thorarensen er borinn og
barnfæddur á Akureyri, sonur Stefáns
sál. Thorarensen, er hér var lengi
bæjarfógeti og sýslumaður í Eyja-
fjarðarsýslu. — Oddur fór ungur til
Kaupmannahafnar og var þar allmörg
ár, er hann gekk á skóla á veturna,
en var með ættfólki móður sinnar (er
var dönsk) á sumrum. Lauk hann svo
embættisprófi við háskólann f Kaup-
mannahöfn vorið 1885, að eins 23
ára gamall. Hann kvæntist 31. ágúst
1889 Ölmu dóttur H. Schiöth banka-
gjaldkera, fallegri og góðri konu, og
er heimili þeirra og rausn viðbrugðið.
Hafa þau oft gert bænum sóma með
gestrisni sinni og höfðingsskap, sér-
staklega gagnvart merkum útlending-
um, er hingað hafa komið. Margir
segja, að trjágarðurinn sunnan við
húsið þeirra, er þau hafa sjálf rækt-
að, sé einhver fallegasti bletturinn á
Islandi.
Oddur Thorarensen hefir ekki tek-
ið mikinn þátt í opinberum bæjarmál-
um, t. d. verið ófáanlegur til þess að
geta kost á sér í bæjarstjórn, þó oft
hafi verið skorað á hann til þess, en
ýms trúnaðarstörí hefir hann haft á
hendi og aldrei brugðist þar neinu.
Hann er f hvívetna drengur góður og
vinfastur.
Um leið og »Gjh.« óskar honum
heilla og velferðar, óskar það og Ak-
ureyrarbæ þess, að geta talið hann
sem lengst meðal borgara sinna -—
að minsta kosti næstu 25 ár.
Guðniundur Bergsson póstafgreiðslumað-
ur á ísafirði kom hingað snöggva ferð með
„Vestra'1 og fór aftur með „Austra".
ILST Skólabækur: “StUJ
Reikningsbók I — II eftir Jónas Jónasson.
ísienzk málfrœði, 2. útgáfa endurbætt.
Stafrofskver* 2. utg. endurbætt, með 50 mynd-
um. Ráðaneytið fyrir Island hefir með bréfi 30. nóv-
ember 1899 mælt með því, að „Barnabækur aljjýðu",
1. bók, »StafrofskverM, og 2. bók, »Nýjasta barnagull-
ið", verði notaðar við kenslu barna í skólum og heima-
húsum.
Fást i bókaforlagi Odds Biörnssonar á Akureyri.
Minningarsjóður
skólameistara Jóns A- Hjaltalíns.
Stefán Stefánsson skólameistari hef-
ir gengist fyrir þvf ásamt kennurum
Gagnfræðaskólans og nokkrum nem-
endum Hjaltalíns sál. skólameistara,
að safnað hefir verið saman nokkru
fé, er lagt skal f sjóð til minningar
um Jón A. Hjaltalín. Sömdu þeir á-
skorun til manna um það á 70 ára
afmælisdegi Hjaltalíns sál., hinn 21.
marz síðasl., og segir þar svo:
» . . . . skal sjóðurinn vera eign
gagnfræðaskólans norðlenzka, sem hinn
látni stýrði og starfaði fyrir nær því
fullan mannsaldur. Vöxtunum af sjóði
þessum skal svo varið til þess að
verðlauna og styrkja þá nemendur
skólans, er skara fram úr öðrum f ís-
lenzku og íslenzkum fræðum og ensku,
því þessum fræðigreinum unni Hjaltalín
mest. Að sjálfsögðu yrði á sínum tíma
samin skipulagsskrá fyrir sjóðinn.* —
»Gjh.« telur víst, að fjöldi manna
nær og fjær, er þektu Hjaltalín sál. og
nutu góðs af honum, muni grípa þetta
tækifæri fegins hendi til þess að heiðra
minningu hans. — Þeir, er vilja leita
samskota meðal manna þessu til styrkt-
ar, geta og fengið eyðublöð í því augna-
miði hjá Stefáni skólam. Stefánssyni á
Akureyri. Nánar um þessa sjóðsstofnun
má lesa í skólaskýrslu Gagnfr.skólans þ.á.
Akureyringar
héldu H. Hafstein og frú hans skiln-
aðarsamsæti á »Hótel Akureyri« á
föstudagskvöldið og tóku þátt í því
um 50 manns. Fór þar alt vel fram
og skörulega og varaði fram á miðja
nótt. O. C. Thorarensen lyfsali bauð
menn velkomna og hann sleit einnig
samsætinu með snoturri ræðu. Matt-
hías skáld flutti heiðursgestunum kvæði
og mælti fyrir skál Hafsteirts, en Guð-
laugur bæjarfógeti fyrir fulli frú Haf-
stein. Var sú ræða vel flutt, sem vandi
er þess ræðumanns, efnisrík og kom
víða við. Hafstein þakkaði og mælti
snjalt og skáldlega fyrir minni Akur-
eyrar. Er ekki rúm til í þetta sinn
að flytja ágrip af þeirri ræðu og hefði
þó verið gaman að fleiri hefðu heyrt
hana en þeir, er viðstaddir voru. Þess
skal að eins getið að hann bar Akur-
eyri hið bezta söguna, kvað það veia
fyrirmyndarbæ á flesta grein og sagði
að þau hjón hefðu unað hér hag sín-
um mætavel í sumar. — Þá var mælt
fyrir minni Sighvatar Bjarnasonar banka-
stjóra, en hann þakkaði með ræðu fyrir
íslandi og bað menn drekka þess skál.
Síðan voru ýms minni drukkin og þau
signd öll áður t. d. minni kvenna, minni
Guðlaugs bæjarfógeta, herra Geirs, Ste-
fáns skólameistara, Odds lyfsala o. fl.
o. fl.
Hornaflokkur Akureyrar lék á lúðra
sína meðan setið var undir borðum
og var það góð skemtun. Þeir félagar
ættu að skemta bæjarbúum með því
að láta til sín heyra úti, undir beru
lofti, þegar gott er veður, oftar en
þeir gera.
Frestun alþingis.
Það er nú fullyrt af andstæðin-ga-
blöðum ráðherrans og jafnvel af
nokkrum flokksmönnum hans líka,
að hann ætli sér að reyna að vinna
móti því af fremsta megni, að kon-
ungur kveðji alþingi saman a lögá-
kveðnum tíma.
Tilgangurinn á að vera sá, að sögn,
að ráðherrann óskar þess fastlega, að
alþingi sitji fullskipað í Reykjavík á
hundraðasta fæðingardegi Jóns Sig-
urðssonar, 17. júní, til þess að það
geti vottað minningu hans, föður-
landsvinarins óeigingjarna, fölska-
lausa, þá vegsemd og þakklæti, er
vera ber. (
En tilgangurinn er sennilega alt
annar, því miður. — Björn Jónsson
virðist hafa ástæðu til að ætla, að
dagar sínir í valdasessinum séu
taldir, ef alþingi kemur saman á
reglulegum tíma, því þá verður ekki
umboð hinna núverandi konung-
kjörnu þingmanna runnið á enda.
Þess vegna þarf hann að fá eitt-
hvert tækifæri til þess að velja sér
»kongspeð«, er séu honum holl og
auðsveip í hvívetna og hann geti
treyst á að elti sig eins og dyggir
rakkar í hverju sem er (sbr. lýsingu
hans sjálfs í „ísaf." á konungkjörn-
um þingmönnum).
Birni Jónssyni er vorkun, þó hon-
um sé illa við að víkja fyrir ofurefli
konungkjörinna þingmanna, eins og
nú hagar til um val þeirra (og fram-
vegis, meðan þjóðin kýs þá ekki
sjálf, þó þeir verði þá líklega ekki
kallaðir konungkjörnir eftir það). —
F>að er þingræðisleg hneysa, að þeir
hafi nokkur áhrif á það, hvort hann
fer eða ekki, en hitt er þó enn við-
bjóðslegra endetni, og löðrungur á
þingræðið, ef hann gæti haldið sér
í ráðherrasessinum í trássi við meiri
hluta þjóðkjörinna þingmanna, að
eins með tilstyrk „peðanna".
Einar Hjörleifsson, Árni Jóhanns-
son, Þorvaldur Björnsson o. s. fjv.
Það væri efnileg þingmannasveit!
Auðvitað keimlík þeirri, er fyrir er:
Ari Jónsson, Bjarni frá Vogi, Magn-
ús Blöndahl, — svo einhverjir séu
nefndir af þægustu húskörlum ráð-
herra, sem bezt fá borgaða vinnu-
menskuna, með blóðpeningum ís-
lenzkrar alþýðu.
Og það væri líka vel valin sveit,
til þess að heiðra minningu Jóns
Sigurðssonar fyrir hönd þjóðarinn-
ar, á hundrað ára afmælinu hans.
„Gott er þegar slík æfintýri gerast
með þjóð vorri"!
Sé þetta satt sem sagt er, um
frestun þingsins, er það illa farið.
Sorglegt tákn þeirra tíma, sem nú
gerast með þjóð vorri.
Háskaleg braut, ekki síður, fyrir
löghlýðnistilfinningu manna, sem þar
er sveigt inn á.
f