Gjallarhorn - 01.09.1910, Blaðsíða 3
IV.
GJALLARHORN.
19
|Chr. /\ugustinusg
J|J munntóbak, neftóbak, reyktóbak j|J
^g) fæst alstaðar híá kaupmönnum. (g/
Sveitamenn.
Munið eftir að hænuegg eru hvergi betur borguð á haustin en í
Carl Höepfners
brauðgerðarhúsi- Ennfremur hænuungar Og aðrir fuglar.
Fresfið ekki fil morguns
að líftry^gja ykkur.
í júlímánuði s. 1. voru keyptar lífsábyrgðir í „Andels-Anstalten" fyrir
kr. 960,550,00. Rað er ódýrasta og bezta lífsábyrgðarfélagið.
„Andels-Anslalten" heimtar engin auka-iðgjöld af sjómönnum.
„Andels-Anstalten" tekur menn í lífsábyrgð með og án læknisskoðunar.
„Andels-Anstalten" tekur börn í lífsábyrgð með mjög góðuin skilyrðum.
„Andels-Anstalten" veitir gjaldfrest á iðgjöldum ef veikindi eða önqjir
óhöpp bera að höndum, sé beðið um það í tíma.
„Andels-Anstalten" starfar á grundvelli samvinnu-félagsskaparins og ber
hag hvers einstaklings fyrir brjósti.
Líftryggið ykkur í „Andels-Anstalten“.
Umboðsmenn:
Snorri Jóhannsson, verksmiðjubókari, Reykjavík.
Ólafur Sigurðsson, skipherra, Stykkishólmi.
Bjarni Loftsson, kaupfélagsstjóri, Bíldudal.
Ingólfur Kristjánsson, sýsluritari, Patreksfirði.
Jóhannes Proppé, bókhaldari, Pingeyri.
Hannes Jónsson, búfræðiskandidat, ísafirði.
Björn Magnússon, ritsímastjóri, Borðeyri.
Guðjón Guðlaugsson, kaupfélagsstjóri, Hólmavík
Jóhannes Stefánsson, verzlunarstjói'i, Hvammstanga,
Jón Jónsson, héraðslæknir, Blönduósi.
Anton Proppé, verzlunarstjóri, Hofsós.
Sigurður J. Fanndal, verzlunarstjóri, Haganesvík.
Halldór Jónasson, kaupmaður, Siglufirði. *
Hallgrímur Kristinsson, kaupfélagsstjóri, Akureyri.
Páll Sigurðsson, símastöðvarstjóri, Húsavík.
Sigurður Jónsson, dbrm., Yzta-Felli.
Halldór Skaftason, ritsímastjóri, Seyðisfirði.
Aðalutnboðsmaður á íslandi:
Jón Stefánsson, Akureyri.
Umboðsmenn óskast á peirn stöðum, sem þeir eru ekki áður. Umsókn-
ir um það sendist til aðalurnboðsmanns félagsins.
um okkar og þegar sambandið við þá
getur ekki orðið okkur til annars en
leiðinda og óheilla, svo sem reynslan
vottar, þegar þeir fylkja sér í einingu
gegn okkur,— þá ætti það sannarlega
ekki að vera að vefjast fyrir íslend-
ingum, hverja leið þeir eigi að fara í
sjálfstæðismálinu. Það er leiðin frá
Dönum, sem þeir eiga nú að feta í
hraðgöngu og einni fylking. Við verð-
um að fara þá braut, et vel á úr þessu
að rætast. Og gerum við það f ein-
ingu andans og með bandi friðarins,
munum við verða máttugir þess, að
búa okkur nógsamlega út með »nesti
°g nýja skó«. Þá munum við ná tak-
markinu, sem er fult ríkissjálfstæði ís-
lands, en ekki neitt »Feigsbjarg«, eins
og skáldið á Sandi kemst að orði.
Skilnaðarvinnan er því enginn »ís
einna;ttur«, er við hættum okkur út á,
heldur trygt hellubjarg, er á má byggja
efling þjóðarhagsins, því að hvernig
verður betur unnið að honum en með
því að keppa að fullu sjálfstœði iands-
ins?
»Loft.kastalar« komast hér ekki að,
en hugsjónir hæglega.
Og G. Fr. getur vel tekið aftur þau
orð sín, að hér sé umtalsmál að steypa
sér fram af nokkurri bust. Engin lík-
ing er heldur milli þessa og musteris-
bustarferðalagsins forðum (er Guð-
mundur tekur »bókstaflega« svo sem
sannan viðburð). En nokkurn kjark
þarf auðvitað ætíð til þess að ráðast
í mikilvægar athafnir, þó:t óhættuleg-
ar séu. Þann kjark þarf þjóðin að
'öðlast og meðvitund um það, að hún
getur eitthvað. En þeir menn, er ala
á »barlómnum«, telja hug úr þjóðinni
í staðinn fyrir að stæla vilja hennar
til frama og dáða, — þeir menn eru
meinvættir hennar!
Bókmentir.
(Bækur sendar „Gjallarhorni"). ■
Skýrsla um gagnfrœðaskði-
ana á Akureyri, skóla-
írið 1909 - 1910. Ak.
Prentsm. Odds Bjðrns-
sonar 1910,
Þessi skólaskýrsla mun tvfmælalítið
vera sú fjölbreyttasta og vandaðasta
sem gefin er út hér á landi. Gefur
hún lesanda sfnum fulla hugmynd um,
hvernig alt fari fram í gagnfræðaskól-
anum, og verður brunnur er ausa má
lengi af, fyrir eftirkomendur vora, er
þeir vilja fræðast um skólalíf og skóla-
háttu fyrst á 20. öldinni. Því utan
hinnar vanalegu skýrslu um nemenda-
fjölda, skifting kenslunnar milli kenn-
ara, próf o. s. frv., sem vanalega er
aöalefnið í flestum skólaskýrslum, er
þessi skólaskýrsla full af frásögnurn
um ab mögulegt skólanum viðvíkjandi
°g má þar t. d. nefna kaflana um
heimavistir, dagleg störf, félög og
fundir, skemtanir og fþróttir, sam-
komulag milli kennara og nemenda o.
frv. Auk þessa flytur skýrslan
ennfremur fallega ræðu eftir skóla-
meistara, sem hann flutti við skóla-
setninguna í fyrrahaust, er var fyrsta
s>nni er hann setti skólann, þvf haust-
1 1908 er hann tók við skólanum,
Var hann veikur og lá rúmfastur er
skólinn var settur.
Pað virðist auðsætt á öllu, að skól-
'nn muni eiga blómlega framtíð fyrir
h°ndum, undir stjórn Stefáns Stefáns-
sonar.
Islenzki hesturinn heitir bækiing-
ur sem Guðm. Hávarsson ökumaður,
hefir samið á dönsku og látið prenta
í K.höfn í vetur. Er hann sérstaklega
ætlaður til þess að vekja eftirtekt
Dana á íslenzkum hestum og prýddur
með fjölda af myndum. Flest stærri
stærri blöðin í K.höfn gátu um bækl-
inginn í vetur er hann kom út og luku
lofsorði á hann. íslendingar ættu að
styðja viðleitni Guðmundar með því
að kaupa kverið þegar hann fer að
hafa það á boðstólum hér heima. Það
kostar krónu.
í sambandi við þetta má geta þess
að Guðmundur hefir ferðast víða um
Danmörku í vetur og vor til þess að
fræða danska landbændur um íslenzka
hesta og vekja sem mest athygli þeirra
á þeim. Ætti það að geta haft góð
áhrif á hestasölu vora til Danmerkur.
Verksmiðjufélagið
er nú loksins að komast á laggirnar
aftur eftir tveggja ára hvíld. — Full-
trúaráðið, sem nú á að stjórna því,
og sem kosið er bæði af hluthöfum,
bæjarstjórn Akureyrar og sýslunefnd
Eyjafjarðarsýslu kom fyrst sáman 18.
f. m. og kaus í framkvæmdarstjórn
Guðlaug sýslum. Guðmundsson for-
mann, Stefán skólameistara Stefáns-
son skrifara og Sigvalda kaupmann
Þorsteinsson gjaldkera. — Um fyrri
helgi var byrjað á að endurbæta vatns-
leiðsluna úr Glerá heim að verksmiðju-
húsinu og vinna þar nú af kappi um
20 manns undir yfirumsjón Sigtryggs
timburmeistara Jónssonar. Á að steypa
upp hliðar og botn vatnsrásarinnar
sem er 426 metrar á lengd, 1,10 meter
á dýpt og 1,60 á breidd og þekja
hana svo borðum. í ána á að setja
nýja stýflu úr járnþræddri sements-
steypu. Verður þetta mikið mannvirki
og ætti að verða varanlegt, og vatns-
krafturinn trygður hvernig sem viðrar.—
Hinn þýzki verkfræðingur A. Shoepke
frá Reykjavík, sem var á ferð hér um
daginn, hefir gjört uppdrætti af þessu
og áætlað um kostnaðinn.
Verður lagt kapp á að ljúka verk-
inu áður en tíð spillist svo hægt verði
að byrja á kembingum og spuna þeg-
ar í haust, en ekki er búist við að
verksmiðjan taki fyllilega til starfa fyr
en á áliðr.um vetri. Á þá öllum að-
gerðum að vera lokið, nýjar vélar
fengnar og fóik ráðið. Bertelsen for-
stjóri Iðunnar í R.vík tekur, að því
sem oss er sagt, við stjórn verksmiðj-
unnar svo framarlega að samningar
takist með honum og framkvæmda-
stjórn félagsins. Annars er um nóga
að velja, því yfir 20 hafa sótt og þar
á meðal margir ágætir menn, að því
er séð verður á vitnisburðum þeirra.
Ánægjulegt væri það fyrir Eyfirð-
inga og Akureyrarbúa ef nytsemdar-
stofnun þessi kæmist á fastan fót og
blómgaðist héruðunum og landinu til
stórgagns og sóma. Þeir sem mest
hafa beitt sér fyrir þetta mál, hafa
mikið lagt í sölurnar, og þeir sem
hafa lagst á móti því ættu nú, þegar
svo er komið að bær og sýsla hafa
tekið það að sér að nokkru leyti, að
sjá sóma sinn og gagna í því að stýðja
gengi þess eftir megni. Það ættu allir
góðir menn að gera, sem láta sér ant
um fjárhagslegt sjálfstæði þessarar
þjóðar. Meðan svo er ástatt að þjóð-
in verður að sækja alt til annara, jafn-
vel fötin utan á sig, er vonlaust um
að hún geti orðið óháð og sjálfstæð
í pólitísku tilliti.
Héraðslœknir dáinn.
Vopnafirði 23/s.
Jón Jónsson héraðslæknir á Þórs-
höfn, andaðist 17. þ. m., af blóðspýt-
ingi er hann hafði átt vanda fyrir um
langan tíma undanfarið. Ingólfs héraðs-
læknis Gíslasonar á Vopnafirði var
vitjað til hans en þegar hann kom til
Þórshafnar var Jón læknir svo aðfram
kominn að öll læknishjálp var óhugs-
andi.
Með „Vestra'1 kom hingað á mánudaginn
frú Hólmfríður Jónsdóttir, ekkja síra Jóns
Sveinssonar síðast prests að Mælifelli (f 1890)
og aetlar að setjast að hjá Steinunni dóttur
sinni og nianni hennar Árna Eiríkssyni
bankaritara. Hún er hress og ern, þótt há-
öldruð sé oiðin. (níræð)
Járnrúm og
.madressur,
selur nieð mjög góðu verði
Eggert Stefánssoij.
Ársfíðaskrá. Kl. Jónsson landritari varð
48 ára 27. ág. og voru honum send mörg
heillaóskaskeyti héðan frá Akureyri pá um
daginn. Enn fremur varð síra Sigurður Ste-
fánsson alpingism. í Vigur 56 ára 30. águst.
Geir Sæmundsson biskup verður 43 ára 1.
september og Guðmundur Hannesson hér-
aðslæknir í Reykjavík 44 ára 9 september.
Magnús á Grund, bændahöfðinginn norð-
lenzki, brá sér til Reykjavíkur með Botnía
utn daginn, og kom heim aftur með Austra
á mánudaginn. Hann ráðgerir að reisa aft-
ur bráðlega, skóla-og samkonuihúsið er hann
misti óvátrygt í sumar.
Trúlofuð eru: Guðmundur Jóhannesson
(sál. Ólafssonar sýslumanns á Sauðárkróki)
verzlunarstjóri við Edinborgarverzlun hér í
bænum og ungfrú Guðlaug 1. Einarsdóttir
á Eskifirði.