Gjallarhorn - 20.10.1910, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 20.10.1910, Blaðsíða 2
46 GJALLARHORN. IV. Verður alþingi frestað? Sú spurning er nú efst í huga flestra þeirra er láta sig nokkuru varða livað gerist í landinu. Og full von er til að svo sé. — Höfum vér stjórn er vill traðka á landslögum og setja ofsalega eigin- girni í hásætið, eða stjórn er hugsar um að hegða sér eftir lögunum í einu og öllu? Stjórn er reynir að teygja lögin á alla vegu, sér í hag, eins og hrátt skinn, eða stjórn er ann öllum rétts hlutar af hverju máli — flokksandstæð- ingum jafnt og flokksmönnum — og lætur ætíð lög vera lög? Stjórn, er þorir að halda fram rétti vorum út á við, standa sviphrein og upplitsdjörf gagnvart útlendu valdi, eða stjórn sem skríður í felur, mjakar sér skjálfandi áfram á maganum af skriðdýrshætti og étur ofan í sig hvað sem vera vill —ef danskurinn yglir sig. Höfum vér stjórn er ætlar að halda alþingi á lögákveðnum tíma? Eða stjórn er ekki þorir að kalla þing saman vegna hræðslu við að hún verði þá að velta úr valdasessi, sem hún komist svo aldrei í aftur að eilífu? Öll blöð landsins, að undanteknum þeim sem Björn ráðherra og með- hjálparar hans eiga, öll þau sem eru honum óháð, hafa fastlega tekið í strenginn með það, að þinginu verði ekki frestað. Og alveg áreiðanlegt er það, að mikill meiri hluti þjóðarinnar krefst hins sama: að þingið komi saman á tilætluðum tíma. Víst er það sömuleiðis, að ýmsir af þingmönnum er fyltu meiri hlutann á síðasta þingi, vildu ekki skrifa undir audaþingsáskorunina, vegna þess, hve stutt yrði þangað til þing kæmi saman. sem tæki til starfa um miðjan febrúar. En hvað veldur því að ráðherrann vill fresta þinginu? Kunnugir segja að það sé hræðslan um völdin, eða réttara sagt hræðslan við það að missa völdin — og ekk- ert annað. Hann ætli sér að losast við kon- ungkjörnu þingmennina sem nú eru, og útvega sér aðra geðþekkari í þeirra stað — nýja gæðinga sem verði hon- um þægir og auðsveipnir í hvívetna. Og reyna svo að lafa í embættinu með þeirra hjálp og aðstoð áfram. Það væri geðslegt háttalag! Dá- laglegt þjóðræði! »Gjh.« ætlar í lengstu lög að vona að ekki komi til slíkra óláns-óhappa. Því það teldi það vera ólán fyrir þjóðina alla, að hafa þanrt mann í æðsta valdasæti landsins er svo hegð- aði sér. Mann í ráðherrasæti, sem hringlaði með samkomutíma alþingis fram og aftur eftir eigin geðþótta og í eigin hagsmuna skyni! Hamingjan hjálpi þjóðinni þá. SÍLDARNET, KÚTA, STJÓRA og DREGG selur undirritaður nú þegar. ý\. Schiötþ. Kynnisferðir í nýjum stíl. iii. Hér skal nú aftur snúa að alvör- unni í þessu efni. Skal fyrst spyrja: »Hvað fara menn að sjá?« Svörin geta verið mörg og margvísleg, því að margt er að sja ög margt að læra. En fyrst er að tala um hinn andlega undirbún- ing slikra ferða, því að ekki er hinn ytri búningur einhlýtur, eins og nesti og nýir skór, góðir fararskjótar og val- ið föruneyti. Hin mesta nauðsyn er á, að þeir, sem vilja ferðast um ókunn- ar sveitir sér til fróðleiks og öðrum til nytsemdar, fái þá fræðslu og und- irbúning áður en þeir leggja upp, sem ómissandi er, og einkum ef flýta þarf yfirreiðinni, sem oftast mun mega gera ráð fyrir. Hið fyrsta, sem menn þurfa að vita deili á fyrirfram, tel eg þetta: að vita hvar vegir liggja, vita hvað merkast er að sjá og kynna sér í hverri sveit fyrir sig, kannast við staði, örnefni og helztu höfuðból, kannast við helztu torfærur, afbrigði og vega- mót; þar næst að þekkja aðalatriði hvers héraðs á fornum sem sfðari tímum, og enn er eitt, að vita hvað helzt er að nema í hverri sveit, hvað búnaðarhætti snertir, félagsskap og allar framfarjr í menningu, sérstaklega hvað skóla snertir. Þá þurfa menn að vita hverja merkishölda og húsfreyjur er að hitta, svo og hverja helzt eigi að kjósa leiðsögumenn. Því betur sem ferðamenn milli héraða hafa kynt sér þessi og fleiri deili, þvf nytsamari og skemtilegri reynist ferðin; er og ein- sætt, að í ferðinni séu ritfærir menn og helzt fleiri en einn, svo og nokkr- ir vel orðfærir, enda ættu allir að vera vaskir menn og vel siðaðir. Er nú og svo langt komið, að í hverri sýslu má velja utn unga menn (og konur), sem sótt hafa sér góðan mentunarstyrk til realskóla landsins. En hvorki ættu slík- ar ferðir að vera vísindalegar né póli- tfskar — það sfzt af öllu —, enda á slík viðkynning öll að snúa í bróð- ernisáttina og til að festa þegnskáp og þjóðlyndi, en til að sefa sundrung og tordóma. — Að þeir ungu menn, sem suðurferðina gerðu í sumar, hafa engar frásagnir birt um ferðalag sitt, má ekki átelja fyrir þá sök, að sú ferð var hin fyrsta og með litlum fyr- irbúnaði gerð, enda farið svo fljótt yf- ir heiiar sýslur, að lítils fróðleiks er að vænta. Til þess að skoða til hlýt- ar eina sýslu, ef alt markvert skal telja með, milli fjalls og fjöru, má varla tiltaka styttri tíma en io—12 daga. Aths. „Gjh" hefið heyrt að í vændum sé ferðasaga þeirra félaganna í suðurferðinni í surnar, og eigi hún að birtast í einhveiju tímaritinu, áður en langt líður. Þeir Sigurð- ur Jónsson skáld á Arnarvatni og Jón Sig- urðsson í Ystafelli höfðu verið ritarar flokks- ins og haldið dagbók í ferðinni. Semja þeir og sennilega ferðasöguna. IV. Rangárvallasýsla. Alt er svipur bjá sjón þegar það hérað skal skoða. — Það er yfirleitt landsins sögurfkasta og svipmesta hérað. Tveir eru þeir staðir, sem bjóða mönnum átakanlegasta yfirsýn yfir þá sýslu. Annar er Hekla, en hinn Qammabrekka í túninu á Odda, þótt sá bær standi nálega þingmannaleið nær hafinu. En gera verður ráð fyrir sumardegi og heiðskýrum himni, enda gefst það sýni oft er líður á sumar. Engin sýsla á landinu er frægari I sögum eins og kunnugt er, og engin í náttúrus'ógu þess, stórfeldari, nema Skaftafellssýsla, en bæði er það, að sú sýsla kemur minna við sögur, enda er strandflæmi hennar eins og utan við landið og undirlagt af ógnum og ódæmum elds og vatna, er haldið hafa þeim kynslóðum er þar búa í helgreipum. Hvergi hefir ofríki náttúr- unnar orðið manninum yfirsterkara eða sýnt sig miskunarlausara en þar; finn- ast menjar þess og merki þegar í Landnámu. En lífið er lífseigt, enda finnast þar enn nokkurir hinir feg- urstu og frjósömustu blettir á Islandi. Og svo sagði vitur maður, Hilmar landshöfðingi, að hvergi hefði hann séð fegri útsýn, en frá Skaftártungu- heiðum, er hann sá niður yfir Tung- una og Síðuhéraðið. En hvað um það, Katla og Skaftáröræfin, sem þar eru á hvora hönd, fæla alla fegurðarnautn, en vekja ógn og ótta. Þarna — þarna austur frá komu þeir Ingólfur að landi. Þarna — þarna vestur frá s viku þrælarnir Hjörleif, fóstbróðir hans; flýði Ingólfur þau heljarhéruð og hélt áfram sinni for- lagaleit. A harmaleik byrjar landsins saga. Sjálf sögudís vors lands hefir sjaldan árætt að kveða um héruðin á »fjallabaki« Rangárvalla. Tvö vers man eg um ógnir Kötlu. Annað eftir Egg- ert Ólafsson, er svo hljóðar: »Undur yfir dundu upp úr Kötlugjá, himin og grænar grundir grátlegt var að sjá — sautján hundruð fimmtíu og fimm. Voðalegar vikur þrjár varaði plágan dimm.« hina kvað Bjarni Thorarensen (eigin- lega uin Kúðafijót). >Jökulfijót rennur um sandana svart, sent upp úr náheimi berg gegnum hart, dökk gnaefa feigðarkuml eyrunum á, sem ógróin ieiði yfir jörðuðum ná um kirkjugarð strjállega standa.« En um héraðið hinu megin kvað Jónas Hallgrímsson. »Landið var fagurt og frítt, Og fannhvítir jöklanna tindar, Himinin heiður og blár, Hafið var skínandi bjart« o. s. frv. Hér er lífið og lífsgleðin komin í kveðskapinn. Og ekki þurfti Jónas að kveða: »Landið var fagurt og frítt, því landið er það enn, þrátt fyrir það að »ólgandi Þverá veltist yfir sanda«, og það að helmingur sýsl- unnar liggur undif sífeldum áföllum elds og sandroks, svo og vatna. Samt er sýsian yfirleitt fögur og frjó, enda sundurleit yfir að líta: glitrandi vötn, grænir hagar og g*"«bt sandar skiitast á frá hraunum Heklu og út að hafi. Milli Rangánna (o: Rangárvallahrepp- ur) eru landbrotin mest; hortði þar til auðnar þegar harðindin gengu þar yfir 1882—84, en s>ðan hefir sveltin furðuvel hjarnað viði og meiri hluti þeirra 30—40 jarða, sem þá ióru ( auðn með öllu, eða að miklu leyti^ eru aftur bygðar. Og f fleStum grem- um kvað þar nú orðið breytt til batn- aðar. Þingeyingum gefst þst margt minnisstætt og fróðlegt að Hta, en ekki lærist það í eínni svipan eða á einni fljótri yfirreið, því alt aðrar venjur og búskaparhættir hafa ríkt í þeim sveitum, en hér nyrðra tíðkast, þótt ýmislegt færist nú í venjulegt horf. Eg geri ráð fyrir, að skoðun einnar sýslu sé ærið nóg í hverri yfirreið, svo að fullum notum verði: »Þú stóðst á tindi Heklu hám,« kvað Jónas. Og víst er þaðan dýrðlegust útsýn yfir þetta hérað. En Hekla er dutlungakind, eins og Geysir bróðir hennar og fagnar ekki gestum nema á tyllidögum. Aftur nýtur útsýnar frá Odda — hinu forna, elzta fræðasetri á Fróni. Þaðan blasir við, eins og hringsvið forn-Grikkja, hinn fagri fjalla- hringur kringum Suðurlandsflatlendið milli Eyjafjalla og Reykjanesskaga, 40—50 Q fermílur að víðáttu. Og það- an sjást, kvöld og morgna, einhver fegurstu litbrigði á landinu. Þar var eg staddur þegar eg raulaði fyrir munni mér kvæðið er svo byrjar: »Eg geng á Gammabrekku er glóa daggartár, og dimma Ægisdrekku mér dunar Rangársjár. Með hörpu hróðurssmáa og höfuð bert eg geng, til tals við tífa háa og titra finn hvern streng.« Um þær sveitir má segja — þrátt fyrir sífeld áhlaup og umrót Heklu og ofsafenginna vatna — eins og Jón- as kvað um Gunnarshólma þar austur af: »að lágum hiífi hulinn verndar kraftur«. Þar eru enn einhverjir fríð- ustu blettir á Islandi og nokkurir hinir beztu bæudur og fyrirmyndar- menn og bú, sem vert er og unaður heim að saikja. »G Rangárgrundin glaða nú glóir þú við sól; en inikil mein og skaða þér mælir tímans hjól. Og sárt þú máttir sýta, og syngja dapran brag, er yfir alt að líta var/eyðihjarn og flag. En rörnrn þótt yrði raunin við rok og gadd og sand, þá gróa gómlu hraunin, og grær á ný þitt land. Og enn þá anga fögur þín ungu hjartablóm, og enn þinn ljómar lögur með lífsins silfurhljóm.« M.J. Utan Ur ljeimi. Nýjasta uppfyndning Edisons. Hann heldur áfram með sínu óþreytandi hugviti að finna nýjar og nýjar uppgötv- anir er gjörbreyta smásaman mikiu í heim- inum. Sú síðasta er, að hann hefir að nokkru leyti sameinað Fonografinn og Kinemato- grafinn á þann hátt, að um leð og *ýnd- ar eru lifandi myndir heyrist hverskonar hljóð sem er, samsvarandi því sem sýnt er. T. d. hefir hann sýnt mannsmynd koma fram á sjónarsviðið með leirdisk í hönd- unum og henda honum í gólfið, heyrist maðurinn þá fyrst segja að hann ætli að kasta diskinum, og er diskurinn sést koma við gólfið og sundrast, heyrist brothljóðið greinilega. Um útbúnað þessa áhalds hefir Edison eigi enn sagt annað en það, að rafurmagn- ið geri aðalhlutverkið. Það virðist því lík- legt, að hér eftir muni >talandi lifandi myndir« brátt koma í staðinn fyrir »lifandi myndir*. Ahaldið nefnir hann »Kinetofon«. Jörundur Hundadagakóngur. Danskir rit- höfundar tveir, hafa samið leikrit út af hervirki Jörundar hér á íslandi, og á það að vera sögulegt, en ýmsar vitleysur eru í því, og sennilega verður ekki sparað að reyna að gera íslendinga sem líkasta Eski- móum, þegar það er sýnt á leiksviði, eins °S Sert Mefir verið á konunglega leikhús- inu undantarið, þegar Danir hafa verið að sýna þar föður Thorvaldsens myndhöggv- ara (Gottskálk Þorvaldsson). Leikrit þetta Jörundur kóngur — var sýnt síðast í september á Friðriksbergsleikhúsi en var • flautað út« vegna þess að Jörundur og kærasta hans íslenzk er Valgerda hét döns- uðu vals eftir lagi er vikið var við eftir >Kong Christian«. Er það eitt af þjóðlög- um Dana og þoldu þeir ekki að það væri haft í fíflskaparmálum. Caruso söngmaðurinn mikli, er í kvenna- málsvandræðum um þessar mundir. — í fyrra var hann um tíma í Milano og kynt- ist þar leikmær einni torkunnarfagurri. Fóru svo leikar að hann hét henni eigin- og voru þau mikið saman. Meðtl annars fóru þau skemtiferð til Berlín og var faðir

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.