Gjallarhorn - 20.10.1910, Page 3
IV.
OJALLARHORN.
47
stúlkunnar með í þeim leiðangri en þaðan
héldu þau mæðgin heimleiðis og Caruso
til Ameríku. — Er svo haldið að hann sé
orðinn skotinn í annari þar, því nýlega skrif-
aði hann Milano-unnustunni uppsagnarbréf
og kvaðst vera búinn að fá nóg af henni.
Hún reiddist, sem von var, kvaðst hafa
verið búin að kaupa mikið til búsins og
heimta gífurlegar skaðabætur, ef hún ætti
að lofa Caruso að sleppa, því auk þess
hafi hún kunnað vel við atlot hans sem
karlmanns og ekki kæra sig um annan
betri. Er Caruso í rnestu vandræðum út
af þessu og óvíst hvernig lýkur, en þó tal-
ið víst að hann gangi að því að greiða
bæturnar.
Ekkja Pasteurs er nýlega dauð á Frakk-
landi. Hún var fædd 1820 og giftist Past-
eur 1850. — Var hraust heilsu og hafði
óskerta krafta til síðustu tíma.
Hið nceststœrsta gufuskipafélagDana (»De
Fiskerske Dampskibselskaber«) er búist
við að verði fjárþrota áður langt líður. Hef-
ir Landmandsbankinn þegar tekið 13 gufu-
skip þess, er hann hafði að veði fyrir skuid-
um, og samið við »Sameinaða félagið« um
að það hafi yfirstjórn yfir ferðum þeirra
fyrst um sinn. Er búist við að þetta hafi
mikil áhrif í dönsku viðskiftalífi, ekki síst
ef »Handelsbanken« sem hefir 14 gufu-
skip félagsins að veði, fer að dæmi Land-
mandsbankans og tekur þau skip líka. —
Er ekki ólíklegt að þetta gæti einnig haft
áhrif á viðskifti íslezkra kaupmanna, þeirra
er mikið eiga undir dönskum umboðs-
• mönnum.
Biblíu-málið.
Eins og kunnugt er orðið hefir enska
Biblíufélagið tekið til sín meiri hluta
upplagsins af nýju biblíu-prentuninni,
sein hún kostaði. Hefir það volduga
félag borið það fyrir sig, að samkvæmt
vottorði hins enska trúboða og endur-
skírara Mr. A. Gooks, ásamt samskon-
ar yfirlýsing kand. Sigurb. A. Gísla-
sonar, fulltrúa hins danska »Innratrú-
boðs«, að þýðingin væri hneykslanlega
laus og vantrúarkend, og fært þar til
nokkur dæmi. Þessa kæru trúboðanna
skoða þýðendur vorir sem beinan róg-
burð, og það manna, sem ekki eru
færir um að dæma um þýðingar úr
hebresku og grísku máli. Dæminn sem
rógurinn er bygður á eru, segja þeir,
bein della og hégómi, enda hafa þeir
eingöngu haft fyrir sér eldri (o: rang-
ar biblíuþýðingar. Aðalþýðari Gamla-
testamentisins, síra Haraldur Níelsson,
varð því að fara utan í sumar til að
semja við félagið og hreinsa hendur
sínar og félaga sinna. Er nú mælt að
málið muni lagast og félagið sleppa
upplaginu. En hver á að borga bag-
ann og ferðakostnaðinn ? Auðvitað bend-
ir það á ísl. biblíusjóðinn, þótt að réttu
lagi bæri trúboðunum að gera það og
greiða þó að auki nokkur þúsund kr.
í sekt til hins íslenzka biblíusjóðs. Einn
gamansamur karl, kom til bóksala hér
til að kaupa hina nýju biblíu, hann
fékk enga biblíu, heldur írétti þetta
fargan með upplagíð; lagði hann það
þá til, að neíndir trúboðar ættu að fá
framfærzlu á landsins kostnað minst
5x5 daga, og með því þeir mundu
ekki þola »megna fæðu« skyldu þeir
fæddir á brauði einu og blávatni með-
an sá forbetrunartími stæði!
A hinn bóginn hafa sagðir »guðs-
menn« það sér til málsbótar, að þessa
kæru hafi þeir gert sakir guðs og sam-
vizku sinnar, með því þeir hafa þá ó-
bifandi trú, að hvert orð og stafur
biblíunnar sé innblásið guðsorð, enda
líka hvert orð lögfestra þýðinga, þótt
rangt sé kallað nú! Víst er mönnun-
um vorkun, og væri það ekki synd,
að lofa þeim að fá mjólk með brauð-
inu í stað blávatnsins.
Ath. Danska blaðið »Protestantisk
Tidende«, skýrir frá nefndu máli og
dæmir gerræði trúboðanna eins og það
á skilið. Höfundurinn er vel að sér í
hebreskri tungu. Hann segir, að þýða
staðinn hjá Esíasi, 1. 18, eins og
spurningu (o: »Ef syndir yðar væru
eins litar og purpuri, gætu þær þá
orðið hvítar sem snjór?« — álítur hann
hnífrétt. Eins er um hinn staðinn hjá
Es. 7. 14, »Sjá, mærin skal barnshaf-
andi r^prða og son ala«. Það vildu
þeir gömlu láta vera spádóm um fæð-
ing Jesú, en samkvæmt efninu er það
fjarstæða. Alma þýðir: vaxinkona (kven-
maður), enda stendur ekki í textanum
betula, en það þýðir ungmœr (jómfrú).
»Þetta er kært (af trúboðunum) sem
fífldjörf fyrirliining fyrir hinum guð-
innblásnu ritum og þýðendurnir kall-
aðir svikarar gegn hinni evangelisku
kirkju«. Höf. bætir við: »íslendingar
ætla þó ekki að gugna, heldur kosta
sjálfir nýja prentun biblíu sinnar, ef
hið bókstafsdýrkandi brezka félag slepp-
ir ekki upplaginu. Hér sannast enn,
að þar sem »dogmatikin« kemst að,
þar rýmir lotning sannleikans sáeti«.
Emeritus.
Sjálfstæðisráðherrann
og danska stjórnin.
Dönsk blöð segja að Björn Jóns-
son hafi verið kallaður til Hafnar
af dönsku stjórninni og -hún ætli að
láta hann dvelja þar hjá sér tvo
mánuði fyrst um sinn.
Björn mótmælir þessu við Ritzau,
þö því aðeins að danska stjórnin hafi
kallað sig utan, en þegir um það
hve lengi hann muni verða látinn
dvelja í Höfn. Veit það ef til vill
heldur ekki sjálfur ennþá.
Þess er því getið ti', að konung-
ur sjálfur muni hafa skipað honum
að koma til Hafnar.
Enn ekkeit uppvíst um hvert hann
frestar alþingi. (Simfrétt.)
........................ ’ *..........
Bezta þand-
sápa sem
hægteraðfá.
Gerir hendurn-
ar mjúkar og
hvítar, læknar
sprungur og
saxa.
Stk. 65 aura.
E. Siefánsson.
Frestið ekki til morguns að líftryggja ykkur
í ágústmánuði s. 1. voru keyptar Iífsábyrgðir í .,Andels-Anstalten" fyrir
kr. 1,114,280. Það er ódýrasta og bezta lífsábyrgðarfélagið.
„Andels-Anstalten" heimtar engin auka-iðgjöld af sjómönnum.
„Andels-Anstalten" tekur menn í lífsábyrgð með og án læknisskoðunar.
„Andels-Anstalten" tekur börn í lífsábyrgð með mjög góðum skilyrðum.
„Andels-Anstalten" veitir gjaldfrest á iðgjöldum ef veikindi eða önnur
óhöpp bera að höndum, sé beðið um það í tlma.
„Andels-Anstalten" starfar á grundvelli samvinnu-félagsskaparins og ber
hag hvers einstaklings fyrir brjósti.
Líftryggið ykkur í „Andels-Anstalíenu.
Umboðsmenn:
Snorri Jóhannsson, verksmiðjubókari, Reykjavík.
Páll Zóphoniasson, kennari, Hvanneyri.
Ólafur Sigurðsson, skípherra, Stykkishólmi.
Bjarni Loftsson, kaupfélagsstjóri, Bíldudal.
Ingólfur Kristjánsson, sýsluritari, Patreksfirði.
Jóhannes Proppé, bókhaldari, Þingeyri.
Hannes Jónsson, búfræðiskandidat, ísafirði.
Björn Magnússon, ritsímastjóri, Borðeyri.
Guðjón Guðlaugsson, kaupfélagsstjóri, Hólmavík
Jóhannes Stefánsson, verzlunarstjóri, Hvammstanga,
Jón Jónsson, héraðslæknir, Blönduósi.
Anton Proppé, verzlunarstjóri, Hofsós.
Sigurður J. Fanndal, verzlunarstjóri, Haganesvík.
Halldór Jónasson, kaupmaður, Siglufirði.
Hallgrímur Kristinsson, kaupfélagsstjóri, Akureyri.
Páll Sigurðsson, símastöðvarstjóri, Húsavík.
Sigurður Jónsson, dbrtn., Yzta-Felli.
Halldór Skaftason, ritsímastjóri, Seyðisfirði.
Aðalumboðsmaður á íslandi;
Jón Stefánsson, Akureyri.
Umboðsmenn óskast á þeim stöðum, sem þeir eru ekki áður. Umsókn-
ir um það sendist til aðalumboðsmanns félagsins.
Sr|. Jónssonar
kaupir fisk hæsta verði fram eftir öllu
hausti bæði saltfisk, þurfisk og lin-
þurran fisk. Borgar í vörum eða
pemngum
eftir samkomulagi.
6! íóhannesson
kaupir
þausfuli og rjúpur
fyrir
Hansen & Co. Frederiksstad, Norge
selur SJÓFATNAÐ af beztu gerð. Verksmiðjan sem brann 1906 var endurreist eftir
amerísku nýtízkulagi og býr nú til ágætasta varning af beztu tegundum. Biðjið því
þá sem þið verzlið við um sjófatnað frá Hansen & Co. i Frederiksstad
Aðalumboðsmaður fyrir ísland og Færeyjar.
Lauritz Jensen Enghaveplads 11 Kbhavn.
• • peninga • •
fyrst um sinn.
Prentsmiðja Odds Björnssonar,