Gjallarhorn - 27.10.1910, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 27.10.1910, Blaðsíða 1
 GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefánsson, Hafnarstræti 3. + + + + • + •• + + •-+ + + • + + # # + • +-+-+-+ IV, 13. I • • • ••••••••••••••••••••••••••••• ••••♦••••••••• Akureyri 27. október. 1910. Brunabótafélagið J'JordisK Brandforsikring ■£« tekur í brunaábyrgð hús, innbú, vörur o. s. frv. Umboðsmaður JÓN STEFÁNSSON, Akureyri. wS! Jóhannesson kaupir hausfull og rjúpur fyrir peninga • • fyrst um sinn. |Chr. y\ugustinus| munntóbak, neftóbak, reyktóbak j| ^ fæst alstaðar hjá Kaupmönnum. (§i s Kobenhavns JVIargarinefabriK“. Smérlíki pessarar verksmiðju hefir síðastliðið sumar rutt sér til rúms í flestum kauptúnum umhverfis alt ísland. Það er laust við allar óhollar feititegundir, bragðgott og ljúffengt eins og nýtt sauðasmér. » Bezta smérlíki sem eg hefi borðað" segja neytendur pess, hver um annan pveran. Það er að heita má alveg ólitað, og er það mikill kostur, pví allir geta pá séð að í pví eru engin óhrein eða óheilnæm efni. Ýms uRjómabúafélög" hafa keypt petta ljúffenga, ódýra smér- líki til heimanotunar til þess að geta sparað „rjómabúa-smérið" íslenzka sem er nú komið í hátt verð. Skúli Thoroddsen um fresfun alþingis. Við sama tón kveður um frestun þingsins hjá flestum alþingismönnum meiri hlutans á alþingi, þeirra sem ó- háðir eru ráðherranum og ekkert eiga undir hann að sækja, hvorki »bein« né annað. Skúli Thoroddsen sem vafalaust er einn af hinum áhrifamestu þingmönn- um meiri hlutans og jafnframt sjálf- stæðustu f hvívetna, skrifar um þing- frestunina í blað sitt »Þjóðviljann« 20. f. m. Fyrst getur hann um þá ástæðu Björns Jónssonar að þingið þurfi að vera alt að starfi sínu, í Reykjavík á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar 17. júní, til þess að geta heiðrað minningu hans sem vera ber. Og heldur svo á- fram: »En þar sem lögákveðið er, að alþingi komi saman 15. febrúar annaðhvort ár, verða %ð vera mjög knýjandi ástæður, til þess að víkja frá þeirri reglu, ekki sízt þar sem það, að breyta til um þingtímann að þessu sinni, kynni að gefa öðrum undir fótinn, að grípa síð- ar til hins sama, undir því eða því yfirskininu. En sem slíka knýjandi ástæðu get- um vér eigi talið hið ofangreinda, þó að alþingi hefði að sjálfsögðu tekið þátt í hátíðahaldinu að s/nu leyti, hefði það borið upp á um þingtímann. Það er aðgætandi, að verði þinginu frestað á fyrgreindan hátt, verða kon- ungkjörnu þingmennirnir aðrir, en þeir, sem sæti eiga á þinginu, sé það hald- ið á lögákveðnum tíma. Almennt myndi þá og litið svo á, sem frestun þingsins væri í raun og veru gerð til þess, að losna við kon- ungkjörnu þingmennina, sem nú eru, hvað sem uppi yrði látið, enda líta andstæðingablöð stjórnarinnar nú þeg- ar þannig á málið. Vér viljum nú að vísu ekki segja, að eigi mætti takast, að fylla sæti Hérmeð eru allir þeir þeirra allflestra á þingi nokkurnvegin viðunanlega, og þingi og þjóð að meina- litlu. En hvað sem því lfður, má því ekki gleyma, eð þeir voru skipaðir til sex ára, og þó að atvikin hafi hagað þvf svo, með því að breytt var til um þingtimann, að þeir hafa þegar setið á þrem þingum, þá er timinn, sem þeir voru skipaðir fyrir, eigi á enda fyr en í apríl. Það er því hætt við, að svo verði almennt álitið, sem rétti þeirra sé traðkað, þar sem eigi verður sagt, að um knýjandi nauðsyn til þingfrestun- ar sé að ræða, og hlýtur það að vekja eigi all-litla beiskju hjá ýmsum með- al þjóðar vorrar. Væntanlega hugsar ráðherra sig því vel um, áður en hann ræður með sér til fulls að fresta þinginu til vors. Teljum vér og víst, að meiri hluti núverandi alþingismnna sé honum alls eigi fylgjandi að því máli.« Þess munu allir réttsýnir menn óska, að ráðherrann falli frá þvf ofstækis- gerræði að fresta þinginu. Og æskileg- ast væri að honum hefði aldrei kom- ið það til hugar í fullri alvöru. En nú fer sennilega að líða að þvf, að menn fái eitthvað að vita með vissu um málið. Tombðlu ætla Templarar að halda á laug- ardaginn, til styrktar leikhúsinu.— Bæjarbú- ar ættu að styrkja hana sem bezt, því að sæmd bæjarins liggur við að leikhúsið þrífist. „Vesta" kom og fór héðan á áætlunar- degi, vestan um land. Síðdegismessa verður hér í kirkjunni á sunnudaginn kl. 5 e. h. íslenzk málfrœði 2. itgáfa fæst í bandi og kápu hjá útgefandanum Oddi Björnssyni og hjá öllum bóksölum landsins sem skulda verzluninni Smérlíkið fæst í 1 og 2 punda stykkjum 5 og 10 punda öskjum og þaðan af stærri ílátum. Á jnæsta sumri mun petta smérlíki fást í öllum verzlunum lands- ins, ||sem |hafa áhuga á pví, að hafa á boðstólum góðan og ó- dýran varning. Verksmiðjan gefur áreiðanlegum, pektum viðskiftamönnum lang- an gjaldfrest. Pantanir sendist beint til verksmiðjunnar eða undir- ritaðs. Reir er vilja láta senda sér smérlíki með fyrstu ferðum, eftir nýár, ættu að senda pantanir sínar sem fyrst. EDINBORG á^Lkure^^beð^TÍr^ð^^^^bor^^kuldi^ína^ód^^^o^móe^iæstkonu andi. Það sem þá ekki er borgað eður samið um borgun á, verður af- hent skuldheimtumanni til innheimtu án frekari fyrirvara og innheimt á kostnað skuldunauts. Akureyri 26. okt. 1910. G. Jóhannesson. Prentsmiðja Odds Björassonar.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.