Gjallarhorn - 27.10.1910, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 27.10.1910, Blaðsíða 2
50 GJALLARHORN. IV. Sigurður Pálssor) Ijéraðslæknir á Sauðárkróki. Pað sorglega slys vildi til fimtudaginn 13. þ. m., að Sigurður Pálsson hér- aðslæknir á Sauðárkróki druknaði í Ytri-Laxá á Skagaströnd. — Hann fór með »Vestu« frá Sauðárkróki og ætlaði að vitja sjúklinga á Skagaströnd, sem hann hafði verið beðinn að skoða þar, en komst ekki í iand vegna brims og hélt áfram með »Vestu« til Blönduóss. Þaðan hélt hann svo til Skagastrandar land- veg, með manni þaðan, og segir ekki af ferð þeirra fyr en við Laxá. Fylgd- armaðurinn reið yfir á undan og Iæknirinn fór út í ána rétt á eftir honum. Pegar svo fylgdarmaðurinn var kominn yfir, leit hann aftur og sá þá að hestur læknisins stóð hinumegin á bakkanum, hnakklaus — en læknirinn var horfinn. Vaðið á Laxá, þar sem þeir ætluðu yfir, er örskamt frá árósnum þar sem áin fellur út í sjó. Og kaststrengur hefur sig í ánni rétt neðan við vaðið, alla leið til sævar. Líkurnar benda til, að hestur læknisins hafi dottið í ánni, hnakk- gjörðin slitnað og hann hrokkið af í ána, er svo tafarlaust hafi borið hann út í sjó. — Lík hans fanst tveim dögum síðar neðan við Syðri-Ey á Skagaströnd, eftir mikla Ieit. Sigurður sál. Pálsson var fæddur í Miðdal í Árnessýslu 24. maí 1869, og voru foreldrar hans Páll Sigurðsson, síðar prestur í Gaulverjabæ, — ræðusnill- ingurinn— og kona hans Margrét Pórðardóttir sýslumanns Guðmundssonar. — Hann fór í lærða skólann í Reykjavík þegar á unga aldri og varð stúdent 1890 með II. eink. Gekk síðan í læknaskólann og lauk þar embættisprófi 25 ára gamall, árið 1894, með góðri I. eink. Var á spítölum í Kaupmannahöfn, til frekari fullkomnunar í læknisfræði, 1894 —’95. Settur héraðslæknir í Kefla- vík 1895 og árið eftir á Blönduósi. Veitt aukalæknisembætti á Blönduósi árið 1897. Veitt Skagafjarðarlæknishérað 8. nóvbr. 1898 og þjónaði því síðan til dauðadags. Blönduósshéraði þjónaði hann ennfremur með, um tíma, árið 1906. Hann kvæntist 3. ágúst 1897 ungfrú Póru Gísladóttur verzlunarm. Tómas- sonar í Reykjavík. Hjónaband þeirra var ástríkt og gott, og lifir hún mann sinn ásamt tveim börnum. Sigurður sál. var hið mesta prúðmenni og hæfileikamaður í hvívetna, raun- góður og höfðingi um alla hluti. Heimilishættir hans voru mjög góðir og var sönn ánægja í því að koma á heimili þeirra hjóna. Alúð hans, lífsgleði, gáf- ur og lipurð löðuðu að sér hvern mann, sem kyntist honum. Slíkir menn sem hann var, hljóta að verða þeim, er þektu þá, mjög harm- dauði, ekki sízt er þeir falla frá með jafn sviplegum hætti og hér er um að ræða. Enda mun varla ofsögum sagt af harmi Skagfirðinga yfir missi hans. — Um 50 bændur fóru landveg vestur á Skagaströnd að sækja lík hans og báru þeir það langan hluta vegarins. Lýsir það betur en mörg orð hugarþeli þeirra til hins látna. Einn af merkustu bændum Skagfirðinga kemst svo að orði um fráfall Sig. sál. í bréfi til kunningja síns hér í bænum: »AUir eru daprir út af fráfalli okkar ástsæla læknis. Eg þykist þess fullviss, að fáir mundu þeir — ef nokkur er— hér í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum, sem orðið hefðu alment jafn harmdauða og Sigurður sál. Er það reyndar ekki furða, þar sem á bak er að sjá góðum lækni, ágætum dreng og bezta félags- manni, sem jafnframt var dæmalaust ljúfmenni og lipurmenni, sem allir er þektu.virtu og elskuðu. Hann var sönn héraðsprýði . . .« Jarðarför hans fer fram að Sauðárkróki næstkomandi mánudag. — Eftirmæli það, er hér fer á eftir, hefir Matthías skáld Jochumsson orkt. Að nýju heyrist héraðsbrestur svo hlíð og strendur kveða við. Pví komstú aftur, grimmi gestur, þú gefur oss ei stundarfrið. í vor þú hjóst oss hrygðarmein, í haust þú tókst vorn augastein. Sviplega hörmung! Horfni vinur, hvert ertu farinn? Lifir þú? og heyrirðu’ enn hve hjartað stynur? og heyrirðu’ enn —hvað fram fer nú? að grátur fer um bygð og borg; hvert brjóst er fult af hrygð og sorg. í þér vér missum meir en bróður, vér missum það sem vildum sízt; því fráfall niðja, föður, móður, er flestra hlutfall. Eitt er víst: að Ijúfling meiri á landi hér, í lækna stétt ei þektum vér. Þú áttir ört, en hugfult hjarta og hreystimannsins glöðu dáð, en auk þess andans æðri parta, sem áttu þúsund líknarráð; á bleikan dauðann bros þitt skein svo birtu sló á hrygð og vein. Bið nú þinn guð í betra heimi að birgja fátækt þessa lands með læknum, sem þinn lífstein geymi að lina kvöl hins þjáða manns. 4 Pú áttir dýran dýrðar-grip í drottins náðar blíðusvip. Svo kveðjum vér. En þungt er þetta! Ó, það er ekkert til á storð, er megi þessu myrkri létta, ef missir trúin þetta orð: »Hans bros þér munuð bráðum sjá í betra heimi guði hjá.« — Svo blessi drottinn bygðir manna, og bindi uni þetta héraðssár. Guðs blessun yfir börn og svanna unz brosa þau í gegnum tár! Svo vígjum klökkir góðs manns gröf og guði þökkum náðargjöf! Skarlatsóttin. Nú fá bæði menn og hús á Akur- eyri skarlatsótt. Læknarnir finna rauða flekki á mönnunum og segja að þeir hafi skarlatsótt; síðan festa læknarnir rauða miða á húsin og þá sjá bæði leikir og lærðir, að húsin hafa skarlat- sótt. En hvers eiga húsin að gjalda? Læknarnir eru menn, sem vita hvað þeir gera, og hafa því svörin á reið- um höndum: Rauða miðanum fylgir sá töfrakraftur, að sýkin breiðist ekki út. Og betur færi að svo væri En merkin sýna þó verkin, og lítið ber enn þá á hinum góðu áhrifum miðanna. Því altaf kvað þeim fjölga, sem veikjast í skarlatsóttinni. Mér liggur því næst að halda, að allar þessar svokölluðu sóttvarnir, með hálfgerðu samgöngubanni séu að eins kák, sem tefji máska ögn fyrir út- breiðslu veikinnar, en megni ekki að stemma algeriega stigu fyrir henni. Ef þetta er rétt athugað hjá mér, hversvegna beita þá læknarnir þess- um sóttvörnum, sem útlit er Jyrir að ekki dugi? Er það að eins gert til málamynda? Ástæða gæti það talist, og þó létt- væg, ef svo er, eins og sumir læknar halda fram, að þessi veiki sé svo væg, að hún geri ekkert mein, þótt hún breiðist út. En því koma þá þess- ir menn ekki til dyra eins og þeir eru klæddir og lofa veikinni að breið- ast út hindrunarlaust? Eg get ekki betur séð, en að ábyrgðarhluti Iækn- anna verði jafnmikill, hvort heldur þeir leyfa næmri veiki að breiðast út óhindrað, eða þeir setja sóttvarnir, sem fyrirsjáanlegt er að komi að engu liði. Hið síðarnefnda er þó að þvf leyti verra, að sóttvarnirnar hljóta að hafa í för með sér ýms óþægindi fyrir fólk. Ef veikin hins vegar er hér eins skæð og hún er talin í öðrum lönd- um, því er þá ekki hötð hér sú að- ferð, sem hefir reynst þar vel ? Þar er sjúklingurinn þegar í stað fluttur á sóttvarnarhús og heimili hans sfðan sótthreinsað rækilega. Hér er líka til ofurlítið sóttvarnarhús, en það kvað eigi vera ástæða til að nota það, þótt skarlatsótt beri hér að landi. Húsið þarf að standa autt til þess að geta tekið á móti pestar- og kólerusjúk- lingunum. Vegna þess að það líða að eins 2—3 dagar frá því að menn fá veik- ina í sig og þangað til hún kemur f ljós, hefði með þessu móti fljótlega verið hægt að ganga úr skugga um, hvort flutningur sjúklinganna í eitt hús hefði komið að haldi. Ef engin ný tilfelli hefðu komið næstu 4—5 daga, þá voru þegar fengnar miklar líkur, að tekist hefði að koma í veg fyrir útbreiðslu veikinnar. Því að það ætti að vera hægurinn hjá, að veikin breiddist ekki út frá sóttvarnarhúsinu. En eins og því er nú komið fyrir, verður að hafa gát á sjúklingunum, sem eru í heimahúsum, í einar 8 vik- ur, ef sóttvörnin á að gera gagn. Svo lengi geta sjúklingarnir smittað aðra. Er ekki til ofmikils ætlast, að fólk yfirleitt gæti þeirrar varúðar, að sótt- kveikjan geti aldrei á heilum 8 vik- um borist til þeirra, sem móttæki- legir eru fyrir hana? Það vill nú svo vel til í þetta skifti^ að margir í þessum bæ eru líklega lítt móttækilegir fyrir skarlatsótt, því skamt er síðan hún gekk hér í bæn- um, og þessvegna eru nokkurar líkur fyrir því, að veikin komi nú fremur létt niður á bænum. En þetta er engin bót í máli fyrir þá sóttvarnaraðferð, sem hér er höfð. Hún er að mínum dómi jafnmikið kák fyrir því. *, », Heilir á húfi eru þeir Guðmundur sýslumaður Björnsson og Snæbjörn hreppstjóri komnir aftur úr svaðilförinni um dag- inn. Komu til Reykjavíkur með ís- lenzka botnvörpungnum »Snorra Sturlu- syni«, er staddur var í Hull að selja fisk. Þeir létu vei yfir ferð sinni, eft- ir atvikum og var sýslumaður góðrar vonar um, að enski botnvörpungur- inn mundi fá makleg málagjöld, en óvíst mun þó alveg, hvernig Bretinn snýst nú við málinu heima fyrir. Koma þeirra til Hull vakti mikla eftirtekt og fluttu ensk blöð langar greinar um ferðalagið, myndir af þeim félögum, skipstjóranum, botnvörpungn- um o. s. frv. Hefir þetta orðið til þess, að íslandi var mikill gaumur gefinn í enskum blöðum þá dagana. »Fátt er svo með öllu ilt« o. s. frv. segir gamla máltækið! Austri (Júlíus Júliníusson) varð því miður fyrir lítilsháttar óhappi. Rak sig á í svarta þoku og ósjó nálægt Vattarnestanga og braut eina stýris- lykkjuna. Pervie tók við strandferð hans til Reykjavíkur en Austri fór beint til Hafnar til aðgerðar. Þetta óhapp er Ieiðinlegt þó lítið sé nú í »endalok vertíðar* ettir hinn íramúrskarandi dugnað er skipstjórinn hefir sýnt í sumar og nákvæmni í því, að fylgja ferðaáætlun sinni hvað sem móti blési. Mega landar hans vera stoltir af dugnaði hans og »Thore« þó ekki síður þakklátt honum fyrir að halda áætlun þess, sem annars hefir ekki verið siður skipstjóra þess í sumar. Fjögur aukaskip frá Sameinaða félaginu eru nýfarin til útlanda fullfermd héðan frá landi. Meðal annars flytja þau um 11 þús- und tunnur af kjöti frá svæðinu Húnaflói - Berufjörður. Fullyrt er, að næsta ár muni félagið senda mörg aukaskip hingað til lands. Góður þorskafli er bæði í Fljótum og Siglufirði um þessar mundir. Fljótamenn hlóðu daglega báta sína og fiskuðu þó ein- ungis með handfæri. Veðurblíða.— Hallgrímui Kráksson Siglu- fjarðarpóstur, sem gegnt hefir því starfi um 30 ár, segir, að í þessari októberpóstferð haf hann getað farið ríðandi alla leið vestur og heim aftur, og sé það í fyrsta skifti á þess- um þrjátíu árum. Færið á Reykjaheiði sé eins og á hásumardegi. Láiin er 15. þ. m. hér í bænum Sólveig Björnsdóttir ekkja séra Péturs Guðmunds- sonar í Grímsey, 70 ára gömul. Eftir þau hjónin lá mikið og gott æfistarf í Grímsey. Síðustu æfiár sín dvaldi hún hjá syni sínum Hallgrími bókbindara á Oddeyri. Jarðarför hennar fer fram á morgun. —^3^—

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.