Gjallarhorn - 22.12.1910, Qupperneq 1
QJALLARHORN.
Ritstjóri: Jón Stefánsson. Hafnarstræti 3.
• • ••• • • • •
• • •••
• ••••••• ♦
IV, 21.
Akureyri 22. desember.
f
1910.
Jóri Ghrisíinn Stephánssoi)
dbrm. — timburmeistari.
Brunabótafélagið
fö- JNJordisk Brandforsikring
tekur í brunaábyrgð hús, innbú, vörur o. s. frv.
Umboðsmaður: JÓN STEFÁNSSON, Akureyri.
Fánamálið.
Hann lézt hér í bænum, að heim-
ili sjnu, á sunnudagskvöldið 18.þ.m.,
rúmlega 81 árs að aldri. Hann var
fæddur á Yztabæ í Hrísey á Eyjafirði
25. okt. 1829, sonur Stefáns hrepp-
stjóra Baldvinssonar og Ingibjargar
Brandsdóttur, og ólst upp hjá afa sín-
um, séra Baldvini Þorsteinssyni á
Upsum. Um tvítugt réðst hann til
Ólafs Briems timburmanns á Grund
í Eyjafirði, til trésmíðanáms, og að
pví loknu fór hann utan, til Dan-
merkur, og lagði stund á stórskipa-
smíði. Árið 1858 kom hann úr ut-
anförinni og settist þá að hér á
Akureyri og hefir búið hér síðan.
Þangað til nú fyrir nokkrum árum,
að hann var þrotinn orðinn að
heilsu, stundaði hann iðn sína af
hinum mesta dugnaði. Mun hann
fyrstur manna hafa smíðað stokk-
bygð skip hér norðanlands. — Eitt
með fyrstu húsunum, sem hann
reisti hér á Akureyri, mun vera
lyfjabúðiri; bar það lengi af öðrum
húsum hér í bænum. Margir lærðu
hjá honum trésmíði, og var hann
jafnan talinn með þeim fremstu 1
þeirri grein, enda var hann maður
listfengur og einkar sýnt um alt
verklegt.
Árið 1859, 10. des., gekk hann
að eiga Þorgerði Björnsdóttur, rit-
stjóra Jónssonar, og áttu þau tvo
sonu; dó annar í æsku, en hinn
um tvítugt, og varð hann mjög
hahndauði föður sínum. Árið 1879,
23. maí, misti hann konu sína, en
að þrem árum liðnum, 4. nóv. 1882,
kvæntist hann Kristjönu Magnús-
dóttur; varð þeim þriggja barna
auðið, og er eitt þeirra á lífi, Svafa
kona Baldvins Jónssonar bókhaldara
hér í bænum, en tvö dóu á barns-
aldri.
Engum, sein til þektu, mun þykja
það ofmælt, að Jón sál. €tephánsson
hafi verið með állra merkustu borg-
uruin þessa bæjar. Hann var gáfað-
ur maður og víðlesinn, svo að fáir
stéttarbræðra hans munu verið hafa
jafnokar hans að því leyti. Bókasafn
átti hann óvenjulega mikið og gott.
Ritaði hann talsvert hér í Akureyr-
arblöðin um eitt skeið. Hann hafði
lifandi áhuga á öllu, er til framfara
og hagsbóta horfði fyrir bæjarfélag-
ið og landið í heild sinni, og það
alveg fram f andlátið; fylgdist hann
betur með i því, sem var að gerast
og máli skift, en margir yngri menn-
irnir, en ekki leit hann jafnan sömu
augum á hlutina og aðrir, og var þá
oft nokkuð þungorður í garð þeirra,
er andstæðir voru því, er hann áleit
rétt að vera. Við kunningja sína var
Jón sál. hinn kátasti f viðmóti og
hafði jafnan spaugsyrði á hraðbergi,
enda var hann hniítinn í svörum og
meinfindinn þegar því var að skifta.
Eins og nærri má geta um annan
eins hæfileika- og dugnaðarmann,
hafði Jón sál. ýms trúnaðarstörf með
höndum um æfina. Þegar Akureyri
fékk kaupstaðarréttindi —1862— var
hann kosinn bæjarfulltrúi og gegndi
því starfi í mörg ár, og ýms fleiri
opinber störf hafði hann með hönd-
um. Að bindindismálinu vann hann
með dugnaði og atorku meðan kraft-
ar hans entust, en fjarri var honum
alt ofstæki. Gerðist hann félagi Good-
templarastúkunnar ísafold 1890 og
var í henni upp frá því. — Þegar
amtsráðið kom upp „Trjáræktar-
stöðinni" hér í bænum nú fyrir 9
árum, var Jóni Stephánssyni falín
umsjón með henni. Rækti hann það
starf ásamt konu sinni með svo frá-
bærri alúð og nákvæmni, að hún
varð brátt fegursti bletturinn í bæn-
um og þótt víðar væri leitað. Hann
iét sér og mjög ant um Ræktunar-
félagið og var varaformaður þess.
Á síðasta aðalfundi félagsins var
honum veitt 100 kr. þóknun á ári
í viðurkenningarskyni fyrir ræktun-
arstarfsemi hans, og Búnaðarfélag
íslands veitti honum jafnmikla upp-
hæð. Á áttugasta afmæli hans í fyrra
færðu Ræktunarfélagið og Good-
templarar honum skrautrituð ávö^p
og vottuðu honum þakkir fyrir störf
hans í þarfir þessara félaga.
Árið 1896, 18. apríl, var hann
sæmdur heiðursmerki dannebrogs-
manna, og voru allir á einu máli
um það, að sá sæmdarvottur væri
að verðleikum.
Tvö síðustu árin var Jón sál. rúm-
fastur og oft illa haldinn, en las þó
þegar hann mátti og lék við hvern
sinn fingur þegar kunningjar hans
komu til hans. Enda átti hann því
láni að fagna, að eiga ástríka konu,
er stundaði hann með stakri nær-
gætni og lét einkis ófreistað til þess
að létta þjáningar hans — að svo
miklu leyti sem í hennar valdi stóð.
Allir, sem höfðu náin kynni af
hinum látna merkismanni, munu
jafnan minnast „gamla Jóns meist-
ara" með virðingu og hlýjum hug.
Bazar í Edinborg.
„Grýla kallar á börnin sín
þegar hún fer að sjóða —«
En meira hefir Edinborg að bjóða.
Fyrst fór litli Langleggur
logandi prjáli útsteyptur,
í skrúða-kerru skorðaður
og skringilega dubbaður
með ljósum og rósum,
með básúnu og bumbum
og beljandi trumbum.
Brunandi upp ,hjá skóla
um brekkur og hóla,
um torg og um stræti
með töfrandi kæti
að bjóða lýð á Bazarinn til Jóla.
Köllin háu, hróp og org
heyrðust þá um bygð og íorg:
„Kaurinn lái kvef og sorg;
komið að sjá í Edinborg!"
Þar er músik, maisgrjón,
möndlur, fíkjur, grammófón,
apelsínur, epli, ber,
allskyns hnetur, skrín og ker.
Allskyns möblur, maskínur,
mannagrjón og rúsínur,
alt sem mýkir eymd og fár,
alt sem fegrar kinn og hár.
Silkislipsi, svunturnar,
saumavélar, hoggormar,
fingurbjargir, fiugeldar,
og’ fínu ástarpílurnar.
Nóaörk með naut og svín,
nýársvers og rykkilín,
lotterí um Indlands auð,
ormaduft og sætabrauð.
Þar er merkis myndaval,
Mikáel í Portúgal,
Gunnar meður geirinn sinn,
Golíat og Skarphéðinn.
Þar eru gervöll þjóðskáldin,
þar er Grýla kerlingin,
stelpan Skjóða skökk og stutt
og skórinn af henni Gilitrutt.
Komið því og kastið sorg,
konur og menn með net og dorg.
Enginn býður betra torg
en Bazarinn í Edinborg.
Fyrirspurn.
Er ekki starfsárið 1910—11 enn þá
byrjað í »Skautafélagi Akureyrar* ?
Félagsmaður.
Vér hyggjum að svo muni vera, en
beinum spurningunni til réttra hlutað-
eigenda. Ritstj.
Ungmennsfjelag Akureyrar hefir
á fundi 16. þ. m. samþykt svohljóð-
andi tillögu:
„Til þess að hrinda fánamálinu
áleiöis, telur félagið heppilegt að
lögleiddur verði sérstakur staðarfáni
og ákveður þvi að beita sér fyrir,
að skorað verði á nœsta alþing
að samþykkja lög þess efnis og
telur ceskilegt að lögin geti öðlast
gildi fyrir 17. júni 1911.“
Gjh. mun minnast nánar á málið
við tækifæri.
*Leikfelag Akureyrar.< Það fer haegt á
stað og hefir jafnvel heyrst að það muni
nú helst ætla það fyrir sér að liggja í dái
yfir veturinn að minsta kosti. — Er þeð
illa farið ef satt reynist, því engar líkur
eru taldar til þess að aðrir sýni hér sjón-
leika, sízt svo að nokkru gagni verði, en
bæjarbúum naumast vansalaust að hafa full-
komnasta leikhús landsis og nota það eigi.
Helzt mun það vera fjárþröng, sem haml-
ar félaginu, leikar illa sóktir hér en ráð-
endur hússins, »Templarar< þykja ósann-
. gjarnir um leigu og illir í viðskiftum yfir
höfuð. —
Sýnist þó eigi nema réttmætt að gera
þá kröfu til þeirra að þeir hliðri svo til,
eftir föngum, að bæjarbúum yfirleitt kæmu
sem mest not af húsinu, sem fram að þessu
hefir verið haldið uppi með annara styrk
frekar en »templarac og nú í seinni tíma
að sögn, nær eingöngu fyrir stoð eins ut-
anreglumanns.
Félagið sókti um lítinn styrk til bæjar-
stjórnar í haust, en mun ekki hafa fengið
sem beztar undirtektir. —
Ef til vill sýna nú »templarar< rögg af
sér og halda uppi góðum sjónleikjum hér
í vetur? —
Messur um hátíðarnar:
Aðfangadagskvöld: Akureyri, kl. 6. e. m.
Jóladag: Akureyri, kl. 10V2 f. m.
Sama dag: Lögmannshlíð, kl. 1 e. m.
Annan í Jólum: Akureyri, kl. 12 á h.
Gamlaárskvöld: Akureyri, kl. 6 e. m.
Nýjársdag: Akureyri, kl. 10V2 f. m.
Sama dag: Lögrnannshlíð, kl. 1 e. m.
Á morgun verður ekki messað.
Nafnspjöld
með áprentuðu nafni fást í
prentsmiðju
Odds Björnssonar.
Jóla-ognýárskort
stnekklega prentuð fást hjá
Oddi Björnsgyni,
—^3^—