Gjallarhorn


Gjallarhorn - 09.03.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 09.03.1911, Blaðsíða 2
28 GJALLARHORN. /Vlþingi. Þaðan tíðindalítið um þessar mundir. Nokkrar þingnefndir hafa verið skipaðar og er þessar helztar: Neðri deild. Reikningslaganefnd: Ól. Br. (skr.), St. St., H. Guðj. (form.). Fjátkláðanefnd: Jón á Hvanná (form.), E. Jónsson, Þ. Jónss., H. Guðj. (skr.), P. Jónss. Vísað til hennar frv. til laga um útfl.gjald af ull. Pingfœrslanefnd: Sig. Gunnarsson (form.), Þorl., J. Ól. (skr.). Tolllaganefnd: Ól. Br. (form.), H. Hafstein, M. Bl., Sig. Gunn., Jón í Múla (skr.), B. Sv., J. Sig. Siglingalaganefnd: B. Kr., H. Hafst. (skr.), M. Bl. (form.), Bjarni, J. Magn. Hafnárlaganefnd: M. Bl., J. Magn., B. Kr. (form.), J. Ól. (skr.), B. Þorl. Bánaðarmálanefnd: B. Sigf., J. J. N.-M. (skr.), St. St., Sig. Sig. (form.), Einar J. Peningamálanefnd: M. Bl. (form.), B. Kr. (skr.), H. Hafst, Þorl. J., Jóh. Jóh., J. Magn., Bjarni J. Lögheitanefnd: B. Sv., Sig. Gunn., J. Ól. Efri deild. Viðskiftalög: Kr. Jónss. (form.), L. H. B. (skr.), G. Ól., Ág. Fl., Jósef. Utanþjóðkirkjumenn og laun sóknar- presta: Sig. St., E. Br. (form.), Sig. Hj., Stgr. J., Kr. Dan. (skr.). Stýrimannaskólinn: G. Ól. (skr.), E. Br. (form.), Ari J. Vitar og sjómerki, öryggi skipa og báta: Sig. St., J. Havst. (form.), G. Ól., Ág. Fl. (skr.), Sig. Hj. Dánarskýrslur: Sig. H. (skr.), Stgr. J., Jósef (form.). Lögaldurleyfi: Kr. J. (form.), L. H. B. (skr.), Sig. St. Úrskurðarvald sáttanefnda: Ari (skr.), J. Havst., Kr. J. (form.). Frœðslufrumvarp: Sig. Hj. (form.), St. St. (skr.), Kr. Dan., Stgr. J., Jósef. Eiður og drengskaparorð: Ari (skr.), J. Havst., G. ÓI. (form.). Rvík Rannsóknarnefndin í efri deild hefir klofnað. Meiri hlutinn heldur enn áfram síörfum og hefir margt fundið, sem þykja mun eft- irtektarvert. Björn ráðherra þráaðist við að mæta fyrir nefndinni þangað til hún sendi lögregluþjóna eftir hcnum. Sig. Hjörl. er einn í minni hluta og fylgir Birni í öllu. Bankamál. Björn Kristjánsson flytur frumvarp um breytingar á landsbankalögunum. Vill láta afnema gæzlustjóraembættin, en skipa þriðja bankastjórann með 4 þús. kr. laun- um. Því frumvarpi er vísað til pen- ingamálanefndarinnar. Heimastjórn- armenn því andvígir. Réttindi kvenna H. Hafstein flytur frumvarp um það. Vili láta kvenfólk hafa sama aðgang að öll- um æðri skólum og sama aðgang að embættum sem karlmenn. Ráðherravalid. Eins og áður er lauslega getið skrifuðu «þeir þrettán« Skúlamönnum á sunnudaginn og kváðust ekkert samband vilja hafa við þá um ráðherravalið. Skúli Thoroddsen skrifaði Heima- stjórnarmönnum á mánudaginn og spurði hvort þeir mundu ekki láta sig hlutlausan til þingloka ef hann tæki við ráðherraembættinu, kvaðst vænta tilhliðrunar í flokksmálum eins og nú væri alt komið í óvænt efni. Þeir svöruðu í gærkvöldi, tóku stirð- lega í málið og lofuðu engu góðu. Talið að vaxi jafnt fylgi Kristjáns Jónssonar sam ráðherraefnis þrátt fyrir ofsafengnar árásir «ísafoldar" Björns og wþeirra þrettán" á hann. Hvernig „Prestaflokkurinn“ myndaðist. í þingbyrjun, þegar »ísu« gömlu fór að verða skapþungt yfir afdrifum »pabbans« voru flest fangbrögð reynd, til að halda sálunum saman, t. d. mynti hún þá klerkana á orð Páls postula, þessi: »En ef þér bítist, og etið hver annan upp, sjáið þó við því, að þér tortínist ekki hver fyrir öðr- um«. Og sjá! Þetta dugði; allir klerk- arnir — á þingi — gengu hinn þrönga ísuveg — nema einn — —. Grettir. Opinberunarbók. Trúlofuð eru Guðmundur Þorsteinsson settur héraðslæknir á Sauðárkróki og ung- frú Margrét Lárusdóttir bóksala Tómas- sonar á Seyðisfirði. Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu hófst hér á mánudag- inn og verður lokið Þóróifur í Nesi heitir nýtt leikrit, er Leikfélag Rvíkur sýnir um þessar mundir. Það er íslenzkt í anda; um baráttu milli kaupmanna og kaupfélaga, og þykir Iaglega samið. Hver höfundur þess sé, er haldið leyndu. „Unsa Island'* hefir Helgi Valtýsson keypt frá síðustu áramótum, og tekinn jafnframt við ritstjórn þess. Biarni Thorsteinsson læknir andaðist í Khöfn 27. jan. síðastl. Hann var sonur Steingr. Thorsteinssonar rektors; hafði dvalið lengst af í Dan- mörku. Hjúkrunarfélagið •>Hlíf‘* hefir síðastliðið ár látið hjúkra 20 sjúkl- ingum í samtals 440 dægur og þar af 386 dxgur endurgjaldslaust. Auk þess hef- ir verið varið af sjóði félagsins kr. 111.22 til hjálpar sjúklingum og ennfremur 45 kr. til jólagjafa og jólaglaðnings sjúklingum á sjúkrahúsinu. Kvöldskemtun hélt »Hlíf« nýlega til ágóða fyrir sjóð sinn, er fór vel fram að öllu. — Bæjarbúar ættu að styrkja félagið eftir föngum því starfsvið þess og mark er hið lofsverðasta. Benedlkt Blðndal f. umboðsmaður í Hvammi í Vatnsdal andaðist 2. þ. m. eftir langvarandi van- heilsu. Hann lifði lengst þeirra systkina sinna, barna Björns sýslumanns Blöndals og var ura Iangt skeið einn hinn mikil- hæfasti bóndi í Norðlendingafjórðungi. Skilnaðarfélaír er stofnað í Reykjavík af um 100 ungum mönnum og er takmark þess að vinna að algerðum skilnaði íslands og Danmerkur. Það nefnist »Eélag ungra skilnaðarmanna«. Formaður er Sigurður Sigurðsson stud. jur. frá Vigur. Kvöldskemtun var haldin hér í leikhúsinu á sunnu- daginn var, ti! ágóða fyrir »Lystigarð Akur- eyrar« og höfðu forstöðukonur Lystigarðs- félagsins forgöngu fyrir skemtuninni. Þetta var til skemtunar: Lúðraflokkurinn lék nokkur lög fyrst og síðast, söngfélagið »Gígja« söng tvisvar nokkur lög í hvert skifti, V. Knudsen las upp smásögu og lék smáleik (eintal) og fórst hvortveggja vel úr hendi, Carl F. Schiöth lét menn heyra frá hljððgeymi þrjú íslenzk lög er Pétur Jónsson hafði sungið (»Augun bláu« »Dalvísur« »Gígjan«) og ennfremur ýms útlend lög sungin af heimsfrægum söngsnillingum. Var gerður mestur rómur að söng Péturs. Loks var leikinn leikur í einum þætti eftir Pál Jóns- son (er heitir: »Eg vil ekki giftast*). Þar lék ungfrú Guðrún Jóhannesdóttir höfuð- persónuna og sýndi í því ótvíræða með- fædda leikkonuhæfileika. Skemtunin var mjög vel sótt, mátti heita að leikhúsið væri fult. Seyðfirðingrar og kvennaskólamálið. Á fundi er nokkr- ir Seyðfirðingar héldu þar nýlega, var sam- þykt að skora á þingið að veita fé ti! kvennaskóla á Seyðisfirði. Mun hugmynd sú hafa fengið byr í seglin þegar skólinn á Blönduósi brann. Aðalfiutningsmaður málsins mun vera Þorsteinn ritstj. Skapta- son. Útflutningsgiald á ull. Það er eitt af stjórnarfrumvörpum Björns Jónssonar, að nú vill hann láta demba útflutningsgjaldi á hvert ullarpund, sem flutt verður út úr landinu 2V2 eyri á pund- ið. Geta fjáreigendur verið honum þakk- látir fyrir þá tillögu! Hafís er sagður mikill norðan við land. »Austri« varð að snúa aftur við Horn. Þar var að sjá þykka hafísheliu svo langt sem augað eygði í haf út. Á leið hingað austan um á sunnudaginn sigldi »Austri« gegn um hafís í tvær klukkustundir úti fyrir Melrakkasléttu. Neyzluvatn Lundúnaborgar. Helmingur þess er leiddur úr Temps- fljótinu, langt o.ar en borgin liggur, en hitt úr ánni Lee, sem rennur í Temps, og enn sumt úr öðrum upp- sprettum. »Ársneyzla borgarinnar mundi mynda stöðuvatn, sem væri 4 enskar fermílur á stærð og 76 feta djúpt; mundi það vera sæmilega rúm höfn fyrir alia herflota heimsins. Svæði Lundúna, sem vatn er fært, er um 500 enskar fermílur. Vatnið geymist á ýms- um stöðum, er allir hafa samrensli þegar þarf. 260 stórvélar eru að starfi dag og nótt með 40,000 hestöflum til þess að lyfta vatninu um 200 fet og birgja borgina með 1,000,000 smálest- um af vatnsþunga dags daglega.« Borgin sjálf er eigandi vatnsbirgðanna og stjórnar þeim með fjölda hálaun- aðra embættismanna og snillinga. Að- ur áttu mörg télög vatnið, og þótti lengi bæði dýrkeypt og misjafnt að gæðum. Loks keypti borgarstjóri Ak- ureyrar — nei, Lundúnaborgar — öll vatnsbólin fyrir nálægt 50 milliónir pund gulls. Rétt eins og hjá oss — eða hitt heldur. »Upp »Fjöruþjóð« á Akureyri, og afreksmenn, sem byggið »Gil«!« Bréf til „Gjallarhorns“. Þú hefir nýlega skotið skjólshúsi yfir einhvern »flugumann«, sem kallar sig »Gretti«. Hann vegur að baki mér úr skjóli þínu, undan grímu Grettis, fyrir hönd »Norðra«. Þessi »flugumaður« ávítar fyrst »Norðurland« fyrir það »ósamræmi«, að taka móti nafnlausum blaðaskömm- um, en flytja þó skammir, sem skrif- að er fult nafn undir. Ómögulegt er, að nokkur óvitlaus maður finni ósam- ræmi í þessu. Við hina tjáir ekki að tala af viti, svo þetta atriði er þarf- laust að ræða. Svo fer »flugumaðurinn« nokkrum fúkyrðum um grein mína til »Norðra« í 7. tölubl. »Norðurlands« þ. á. Þar er rökleiðsla hans á sama veg: Hann segir fyrst, að engar ástæður séu færðar í grein minni, og til að sanna það, slítur hann nokkur orð úr henni út úr sambandi, og spyr síðan, hvort þetta sæmi kennara. Eg finn engan snefil af viti í þess- ari fáránlegu klausu þessa fáránlega »flugumanns«, og ætla því ekki að eyða orðum við hann. En þér vil eg í bróðerni ráða til þess, að ljá ekki oftar skjól slíkum skálkum sem þessi »flugumaður« virð- ist vera. Þeir geta hvorki borið hönd fyrir höfuð »Norðra«, né varið sóma »NorðurIands«, enda þótt þeir ætluðu í raun réttri að gera það. Þeir geta ekkert annað gert, en að svívirða það blað, sem ber orð þeirra, og það nafn, sem þeir seilast í löngum fingrum of- an í grafir framliðinna. Vinsamlegast Karl Finnbogason. Fyrirlestur heldur Jónas kennari Jónasson í leikhúsinu í kvöld. Umræðuefni: Mann- leg fegurð. Kaupamennirnir. Orustan við R»tstjóri »Norðurlands« sannleikann. situr f Reykjavík, er einn af dyggustu fylgifiskum Björns Jónssonar og fær því sennilega að vita hvað hann starfar í pólitískum efnum. En ekki nýtur »Norðurl.« þess svo mjög eða ritstjórinn kærir sig a. m. k. ekki um að láta það segja of fljótt frá þvf sem gerist í Björns garði um þessar mundir. Það sagði t. d. frá því á laugar- dagskvöldið 25. febr. að næsta mánu- dag ætti að ræða vantraustsyfirlýsing- una í efri deild, að B. J. »neitaði að segja af sér fyr en meiri hlutinn hefði komið sér saman um eftirmann hans« og »væri það eðlilegt og sjálfsagt«! En á laugardaginn — sama daginn — var B. J. þó búinn að sækja um Iausn frá embætti og búinn að fá Iausnina. Hann „neitaði" ekki að segja af sér! Og efri deild tók því auðvitað ekki vantraustsyfirlýsinguna til umræðu. Ekki gott að vita hver meiningin var að segja ekki frá þessu eins og var. Um það hefði þó mátt segja satt.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.