Gjallarhorn


Gjallarhorn - 27.04.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 27.04.1911, Blaðsíða 2
56 GJALLARHORN. V. ýUþingi. Rvík 25. apríl. Frestun bannlasfanna. í gær var frestun bannlaganna til umræðu í neðri deild. Urðu um það mikiar og æstar umræður, er lyktuðu með því, að frestunin var feld með 15 gegn 10 atkv. Með frestuninni voru: Benedikt Sveinsson, Eggert Pálsson, Hannes Hafstein, Jón á Hvanná, Jón á Haukagili, Jóh. Jóhannesson, Jón frá Múla. Jón Ólafsson, Ólafur Briem, Pétur Jónsson. En móti greiddu atkvæði: Bjarni frá Vcgi, Björn Jónsson, Björn Kristjánsson, Björn Sigfússon, Björn Þorláksson, Einar Jónsson, Hálfdan Guðjónsson, Jón Magnússon, Jón Þorkelsson, Sig. Sigurðsson, Magnús Blöndahl, Sigurður Gunnarsson, Stefán í Fagraskógi. Skúli Thoroddsen, Þorleifur í Hólum. Rvík 26. apr. ' Farmgjaldið. Það er nú kom- ið til efri deildar. Var sett í nefnd þar. í nefndinni eru Stefán skóla- meistari (forin.), Ág. Flygenring (rit- ari), Eiríkur Briem, Sig. Hjörleifsson, Gunnar Ólafsson. Stjórnarskrármálið til 2. um- ræðu í efri deild í dag hefir þegar tekið talsverðum breytingum. Konungkjörnu þingfmenn- irnir. Kjörtímabil þeirra er á enda þ. 29. n. k. Ráðgert að fá umboð þeirra framlengt, rreð konungsúr- skurði, til þingloka. Þingframlenging. Ráðgeit að þing muni standa til 10. maí n. k. Smásaxast á limina —. Séra Sigurður í Vigur segir sig úr sjalfstæðisflokknum. Við umræðurnar í neðri deild um frestun bannlaganna hélt séra Björn Þorláksson einhverja hina svæsn- ustu skammaræðu, sem haldin hefir verið á alþingi. Réðist hann þar með verstu fúkyrðum og skömm- um á alla þá, sem vildu láta fresta bannlögunum, kallaði þá föðurlands- svikara o. fl. þ. 1. Forseti marghringdi hann niður og gaf honum 10 mín- útna áminningu. í tilefni af þessari ræðu var það, sem séra Sigurður sagði sig úr fiokknum. Hann er 4. þingmaður, sem á þessu þingi hefir sagt sig úr flokknum. Hver verður næstur? tielzl Biríksson bakari fór héðan með »Ingólfi« um daginn til ísafjarðar. Hann verður þar brauðgerðarhússforstjóri fyrir »Bökunar- félag Isfiiðingat, Vátrygging sveitabæja. Eftir Siglirð Jónsson dbrm. í Yztafelli. Rví er ekki neitandi, að ýmisleg- ar framfarir hafa átt sjer stað í sveit- unum okkar á síðustu tímum. En þegar við lítum til hins forna lýð- veldistímabils þjóðar vorrar, eða at- hugum hvað gerist meðal sveita- bænda í nálægum löndum, þá þarf ekki lengi að leita til þess að sjá það, að við erum eptirbátar í ýms- um mjög mikilvægum atriðum. Við höfum gleymt og glatað ýmsu af því, sem forfeður okkar þekktu og hagnýttu sjer, bæði hver einstakur fyrir sig, og einnig fjelagsheildin í samvinnuáttina. í þeim atriðum er- um við því á lægra menningarstigi, nú sem stendur. Við höfum eigi heldur, að verulegu ráði, heimfært til okkar reynslu og reglur stjettar- bræðra okkar í ættarlöndunum, þó við þekkjum þesskonar, eða ættum að þekkja það, og þvi verði heldur ekki neitað, að samskonar ætti vel við hjer á landi. Sem eitt dæmi í þessa áttina má minna á það, að forfeður okkar höfðu sameiginlega ábyrgð, í fleiri en einni grein, er snerti efnahag þeirra. Á þeim dögum var þetta nær því óþekkt meðal þjóðanna. En nú er það tekið upp með sívaxandi krapti og áhuga, svo það nær til fleiri og fleiri greina, eins og mörg- um mun kunnugt. í þessum efnum erum við ákaf- lega skammt á veg komnir, ekki sízt í sveitunum. Pað verður að játa það. Pað er enn þá útigangsbúskaparlag- ið, sem kemur þar fram í furðu mörgum myndum, og þá um leið sá hugsunarháttur, sem þessa að- ferð hefir skapað og viðhaldið henni, að treysta því á fremsta hlunn, að vogunin heppnist. Víst er um það, að aðalatvinnu- vegir íslendinga hafa það óhjásneið- anlega í för með sjer, að nokkuru verður að voga, bæði hvað sjávar- útveg og landbúnað snertir. Veldur þar einna mestu um hið óáreiðan- Iega tíðarfar og snöggu veðrabrigði. Parf þar eigi dæmi til að tína. En reynslan og vaxandi þekking benda á það, að hyggilegast sje samt, að tryggja sig sem bezt fyrir mislyndi náttúrunnar, og treysta sem minnst á það, að vogunin farnist vel. í þessu sambandi má minnast á eina hættu, sem allt af vofir yfir sveitabæjunum okkar, þó ekki stafi hún af mislyndi náttúrunnar, og það er eldsvoðahœttan, sem getur skoll- ið yfir, hvenær sem verkast vill, og gert menn skýlislausa og má ske eignalausa á fáum klukkustundum. Sveitarauður er óvíða mikill, og það má segja, að óvíða sje þá held- ur mikið fje bundið í byggingum. Petta fer samt hröðum fetum vax- andi, eptir auknum kröfum menn- ingarinnar, smekkvísi og heilsufræð- innar. Pað stendur miklu meira fje fast í bæjarþorpum okkar en átti sjer stað fyrir svo sem 30 árum síð- an. Pað er líklega svo, fyrir mörg- um bónda, að ef hann tapaði allri þeirri eign, sem þar er geymd, þá ætti hann lítið eða ekkert afgangs skuldum, Byggingar verða allt af dýrari og dýrari, sökum hækkandi verðs á trjávið o. fl., svo fáir geta eiginlega ráðist í það, að koma upp góðum húsakynnum, og þaðan af færri gætu reist sig við aptur, ef þeir misstu þær aptur, á svipstundu, skaðabótalaust. Prátt fyrir allt þetta mun það vera svó, í mörgum sveitum, að ekki er nema býli og býli á stangli í elds- voðaábyrgð, sumstaðar ekki neitt. Petta væri nú má ske afsakan- legra, ef hægt væri að sýna fram á það, að eldsvoðahætta . færi minn- kandi fyrir vaxandi varfærni manna og betra fyrirkomulag á húsaskipun og eldstæðum. En þetta mun vera alveg þvert á móti. Varla mun var- færnin meiri en áður; húsaskipunin breytist nú hröðum fetum í það horf, að fleira og meira er í hættu en áður, kvikni einhverstaðar í, þar sem þykku veggirnir, úr grjóti og moldu, voru þá áður dálítill vernd- armúr; af nýtízkueldstæðunum: ofn- um og eldavjelum, leiðir meiri bruna- hættu en af hlóðunum gömlu með flögunni undir felhellunni, eins og þessu er nú öllu háttað að útbún- aði til, skipulagslaust og eptirlits- laust. Pað má því fullyrða, að í þessu máli sýnist hin almenna stefna vera sú, að auka brunahættuna sjálfa meir og meir, og safna allt meiru saman á veg fyrir hana, án þess að gæta þeirra ráða á móti, sem nauðsynin krefur. Petta bendir á ótæklega mikinn fyrirhyggjuskort og vanaværð, því víst er um það, að af þessu móki geta merin vaknað upp við vondan draum. Til þess eru dæmin að verða tíðari, með hverju árinu sem líður. Á þessum tímum gengur mönn- um fullörðuglega að standa í skilum og halda við efnum sínurn, þó allt gangi nokkurnveginn slysalaust. Hin óviðráðanlegu óhöpp, sem engar bætur liggja við, verða nóg eptir og nóg vogun önnur er á ferðinni, til þess að halda bændunum »í spenningi«, sem það kjósa, þó elds- voðahættan gangi undan, að miklu leyti. Menn kvarta almennt um peninga- leysi og skort á lánstrausti hjer á landi og segja, að það standi nyt- sömum fyrirtækjum og þróun at- vinnuveganaa fyrir þrifum. Getur verið að svo sje að nokkuru leyti. En það sem okkur vantar, í fyrstu röð, eru þau skilyrði sem lánstraust- ið hvarvetna byggist á. Menn gæta þess ekki svo sem með þarf, að aukin ráðdeild og auknar eignir, sem jafnvel eru sæmilega tryggðar, hljóta að leiða aukin peningaframboð til landsmanna. Peningarnir eru nógir til í heiminum og þeir beinlínis leita sjer að verkahring. En þar sem ráð- deildin og flest annað er á hverf- anda hveli, þangað leita þeir ekki. Og eitt af því, sem ekki minnst sýn- ir ráðdeildarskort okkar og eigna- óvissu er eldsvoðahættan, sem vof- ir yfir óvátryggðum eignum okkar. Lánstraust okkar á því skilið að vaxa, og myndi einnig fljótlega gera það, bæði innbyrðis og út á við, að sama skapi og húseignirnar yrðu betri og sæmilega tryggðar. * * »1« Hinir tíðu brunar, sem orðið hafa á húsum og sveitabæjum í seinni tíð hjer á landi, benda á aukna þörf til brunatrygginga, en þeir hafa einn- ig haft það í för með sjer, að er- lend brunabótafjelög hafa stórkost- Iega hækkað brunabótaiðgjöld húsa hjer á landi, utan Reykjavíkur. Nú eru þau orðin meira en 1 %.* Petta háa gjald fælir margan bónda frá því að vátryggja bæjarþorp sitt. Vandaðar og dýrar byggingar bera sig illa til sveita, miðað við söluj verð jarðanna eða eptirgjald þeirra, þó ekki bætist við tilfinnanlega hátt vátryggingargjald. Petta fælir því marga frá því að vátryggja í hinum erlendu fjelögum, eða þeir hafa þetta sjer til afsökunar. Enn fremur telja menn það ókost, að peningarnir fara út úr landinu, ávaxtast þar og koma aldrei aptur, nema bærinn brenni, og þess óskar enginn vand- aður maður, en fjöldinn af bændum okkar tilheyrir þeim flokki, sem bet- ur fer. En, nú er annar vegur til en þessi dýra og ógeðfelda gata til útlanda, og það er einmitt vegur samvinnu- fjelagsskaparins heima í sveitunum sjálfum. Löggjafar landsins hafa rutt þennan nýja veg og lagt þá stefnu og undirstöðu, sem vel má byggja á og endurbæta síðar meir, eptir því sem reynslan bendir til. Enn sem komið er hefir aðalstefnunni ekki verið fundið mikið til foráttu. Sam- vinna og sjálfforrœði eru aðalmark- steinarnir. Leiðin er sú: að hvert sveitarfje- lag, eða fleiri í sameiningu, hafa heimild til að stofna brunabótasjóð fyrir sig, með endurtrygging í sam- eiginlegum brunabótasjóði, er lands- sjóður styrkir, og stjórnarráð lands- ins hefir eptirlit með. Lögin um þetta efni eru frá 20. Október 1905. (Nr. 26.) Eins og þar er ráðgert, hafa síðan komið út reglugerðir er fylla út lögin og skýra þau; eru þær um brunabóta- sjóðina sjálfa, tilhögun eldstæða m. fl. og um hinn sameiginlega bruna- bótasjóð. Eg vil nú alvarlega hvetja alla sveitaménn, og þá eigi sízt sam- vinnufjelaga, til þess að athuga lög þessi og reglugerðirnar vand- lega, og hagnýta sjer því næst þá heimild og ákvæði þau, sem þar er að finna. —Pað yrði of langt mál, að flytja hjer ágrip af lögunum og reglugerðunum, sem eru langar og rnargbrotnar. Menn verða að kynn- ast þessu sjálfir út í æsar. Sumir telja það ókost, hversu störf sveitarstjórna v.axa mikið við stofnun brunabótasjóðanna og það án ákveðins endurgjalds. Víst vaxa þessi störf töluvert. En eiga ekki sveitarstjórnir, fyrst og fremst, að bera fyrir brjósti heill fjelags síns °g tryggja hagsmuni þess, og þá meðal annars með því, að auka verð- skuldað traust annara á fjelaginu, minnka þá hættu, sem stafar af þurfamannaframfæri, en efla gjald- þolið? Að öllu slíku miða þessi nýju lög. Og hver myndi banna að veita svo litla þóknun fyrir hin auknu störf, þar sem það væri al- mennur vilji gjaldenda? * brunabótafélagið »Nordisk Brandforsik- ring« hefir fært brunabótaiðgjöld sín niður um nálægt 33 °/» frá 1. júlí þ. á.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.