Gjallarhorn


Gjallarhorn - 27.04.1911, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 27.04.1911, Blaðsíða 3
V. GJALLARHORN. 57 Að ekki fæst fuilt virðingarvefð húsa endurgoldið úr þessum bruna- bótasjóðum, heldur aðeins 2h þess brunaskaða sem verður, telja sumir ókost á lögunum. En í margra aug- um er þetta einmitt kostur. Vegna þessa geta iðgjöldin verið lægri. Rau eru nú um 2/3 lægri en í erlendu fjelögunum. Reir sem vilja vátryggja ailt fullu verði, geta eptir sem áður vátryggt í áreiðanlegu erlendu fje- lagi. Þessi lági skattur ætti að vera vel_ kleifur, og þó hann veiti ekki aðgang að fyllstu bótum, er þó jafn- an betri hálfur skaði en allur. Reglu- gerðin um tilhöguft eldstæða minnk- ar brunahættuna, og þegar eigi fást fullar bætur, er freistingin minni að ná í þær á óleyfilegan hátt. Rað er mikill kostur laganna, að hið framlagða fje ávaxtast í landinu sjálfu, að því leyti sem því er ekki varið til brunabóta. Helmingur þess rennur í hinn sameiginlega bruna- bótasjóð, sem lánar það aptur út til landsmanna. Hinn helminginn má ávaxta í sveitarfjelaginu sjálfu í trygg- um sparisjóði, — og sparisjóður ætti að vera í hverri sveit. Ef vel geng- ur safnast þar saman dálítið veltu- fje til nytsemdarfyrirtækja í sveitinni, án þess líklegt sje að sjóðsöfnunin hafi verið mönnum tilfinnanleg byrði. Hjer er ekki um einkafyrirtæki að ræða, er hafi stórgróða fyrir mark- mið, heldur samvinnu til trygging- ar og sameignar fjelagsins í því, er saman kann að safnast. Hingað til hafa furðu fá sveitar- fjelög komið þessu fyrirkomulagi á hjá sjer. Ró er það á veg vikið, að hing sameiginlegi brunabótasjóður er stofnaður. Vonandi er, að þessi heimildariög verði notuð af öllum sveitarfjelögum landsins, áður en langir tímar líða. Pá fyrst getur reynslan sýnt mönnum hverju breyta þarf í þeim, þegar hluttakan er orð- in almenn í þessu máli. Fjárkláði í Skagafirði. Hið ötula yfi-vald Skagfirðinga, Páll V. Bjarnason sýslumaður, hefir ætíð látið sér mjög ant um étrýming fjár- kláðans og vakað yfir með mikilli ár- vekni, að strangar gætur væru hafðar á, hvort hans yrði vart eða ekki. Sennilegt að það hafi stutt mikið að útrýming hans þar í sýslunni, því jafn- an hefir hin mesta varúð verið höfð, þegar hans hefir orðið vart og lækn- ingatilraunir jafnan framkvætndar. En þrátt fyrir það hefir Skagfirð- ingum þó ekki hepnast að útrýma fjár- kláðanum alveg tíl fullnustu. Hans alt af orðið þar vart við og við. Nú í vor er fundinn fjárkláði á 12 bæjum í Skagafirði, og er óvenju mikið. Sýslumaður hefir f samráði við hrepp- stjóra gert hinar ákveðnustu fyrirskip- anir til þess að hann yrði laeknaður og enn fremur gert ráðstafanir til þess, að hinar sýktu kindur breiddu ekki út veikina. Svo virðist sem kenningar Magnús- ar dýralæknis Einarssonar, er hann hélt fram á árunum, þegar Myklestad var á ferðinni, séu nú altaf að sannast. Væri betur að orðum hans hefði þá verið meiri gaumur gefinn af háyfir- völdunum, en raun var á. d • - • • •-•-. Utan úr heimi. Danskir stúdentar, er fóru söngferð til Ameríku, fengu þar afargóðar við- tökur. Þeir syngja snemma 1' maí í stærsta söngsal Chicagó, búist við góðum árangri af förinni. Einum þeirra boðið, af lýðstjórnarflokknum, að »stilla honum< sem borgarstjóraefni í Racine. Sá heitir Georg Kjerkegaard. Her-einketinisbúningarnir dönsku. — Samin og staðfest lög nýlega, um breytingar á þeim. Flestar í þá áttina, að gera þá »glansmeiri«. Kristjdn krónprins. — Hershöfðingi Leschlys, sá er stjórnað hefir undan- farið herfylkingunni í Arósum, hættir þeim störfum í ágústmán. n. k. Sagt er að Kristján krónprins taki við þeim starfa. Alpjóda-tungumál. Fundur haldinn í Berlín um þessar mundir, til að ræða um alþjóðamál. Ráðagerð að koma á fót, í Bern, stofnun, er kenni það mál- ið er valið verður. Prófessor Ostwald, sá er Nobelsverðlaunin fékk, beitir sér aðallega fyrir þessu. >Handelsbanken« í Khöín sendi út reikning sinn, fyrir árið sem leið, nú í marzbyrjun. Af útlánum hefir bank- inn tapað 700,000 kr. En þrátt fyrir það varð þó niðurstaðan sú, að yfir árið hafði bankinn grætt 2'/2 miljón kr. » Oeneral« Booth, sáluhjálparstjórn- andi, var hættulega veikur síðast er fréttist. Hann er nú orðinn 82 ára gamall. t Kristjan Kristjansson frá Finnsstöðum í Kinn andaðist 5 þ. m. hjá syni sínum Frið- geir, óðalsbónda í Landamótsseli í Kinn. Önnur börn hans eru Arni óðalsbóndi á Finnsstöðum, Kristjana, kona Hall- dórs bónda á Stóru-Tjörnum og Sig- ríður, gift í Vesturheimi. Bóthildur kona Kr. sál. er dáin fyrir nokkurum árum. Kr. sál. var sæmdarmaður að öllu. Sigurður Jónsson dbrm. í Yzta- felli skrifar »Gjh.« um hann á þessa Ieið: Hann var rúmlega 84 ára og hafði gengið til allrar vinnu fram að síðasta vetrartíma. Þá fór heilsu hans að hnigna mikið, tók loks lungnabólgu og andaðist eftir stutta legu. Kristján sál. var einn af þessum allra beztu nytja bændum, sem sveitirnar eiga þó nokkura. Búskap byrjaði hann biáfá- tækur, ól upp 4 börn sín og fóstur- börn að auki, var hjálpfús og greið- vikinn og hinn bezti heimilisfaðir. Hann bjó fyrst á Hóli í Kinn um 20 ár, flutti þaðan að Finnsstöðum, keypti þá jörð og húsaði og bætti á ýmsan hátt. Jarðabótavinna var hans kærasta iðja fram á síðasta árið og að því starfi vann hann öllum stundum sem hann mátti. Hann hefir því vfða fengið tvö strá til að vaxa þar sem áður var eitt. Svona menn höfum við átt of fáa, en þessum fáu sjást líka mikil og þjóðholl merki fyrir sveitirnar og land- ið. Starf þeirra lifir í eftirdæminu og uppeldi niðjanna. Færri landshornalandeyður og þjóð- málaskúma, fleiri ósérhlífna, forsjála, raungóða jarðræktarbændur. Það er framtíðarkrafan, svo þjóðin okkar eigi blómlega framtíð í vændum. »••••••••• »Grettir.« Eiður Guðmundsson skjaldarhafi. íþróttafélagið Grettir efndi til kapp- glímu um »Akureyrarskjöldinn« á sum- ardaginn fyrsta, hér í bænum. Ekki voru keppendurnir fleiri en fjórir, og ber það vitni um deyfð og áhugaleysi hjá ungu mönnunum fyrir hinni fögru list, fslenzku glímunni. Jón Pálmi Jónsson hét sá, er skjöld- inn hlaut f fyrra, og munu nú þeir þrír, sem við hann glímdu, hafa hugs- að sér að ná honum af Jóni. Vér hygg- jum Iíka, að þeir hafi ekkert til þess sparað. Kappið f glfmunum var afskap- legt. Þeim lauk svo, að Eiður Guð- mundsson frá Þúfnavöllum varð skjald- arhafi, hann virðist vera imjög álitleg- ur glímumaður. Fólkstalið 1. des. 1910. Eftir þvf sem nánast verður komist eftir voru landsbúar (viðstaddir) þá 85089. Hefir þá fjölgað í landinu, síðan I. nóv. 1901 um 6619 menn. Akureyrarlíf. A götunum Eg geng mér göngutúr á hverju kveldi. Aðeins til þess að styrkja lík- amann, — ekki til annars. Því eg er ekki gefinn fyrir »kveldflakk« og það sem því fylgir — hjá unga fólkinu. Eitt kveldið var óvenjulega margt og mikið um að vera á götunum. Eg fór að sperra eyrun og líta í kring um mig, náði svo í einn náunga og spurði hann hvert fólkið streymdi. — Til Boga á sáluhjálparsamkomu svarar hann. Ódæma skelfing er fólkið guð- rækið, hugsaði eg, og held þó áfram. Þegar eg nálgaðist Boga sá eg fjölda fólks þar úti fyrir, datt þvf ekki ann- að f hug en samkoman væri þar úti — en ekki inni. — En eftir því sem eg færðist nær, komst eg þó að raun um að svo var ekki — altaf getur manni skjátlast — svo staðnæmdist eg við þyrpinguna. — En það er sú einkennilegasta »þvaga« sem eg hefi séð, það leit út fyrir að það væru aitsaman hjón — er kæmi vel saman — eða eitthvað f þá áttina — því altaf voru þar tvö og ivö — saman. Ut á götuna barst ómurinn frá »Runka« yfirgnæfði pískrið í »pörunum«. Gömul kona gekk þar framhjá, og sagði um leið: »Flest tækifæri notar það, blessað unga fólkið.« Eg hélt áfram göngu minni, gekk hægt til að njóta kvöldkyrðarinnar, en mér átti nú ekki að auðnast næð- ið þetta kvöldið, því nú fóru »pörin« að ná mér —> voru að leita sér húsa- skjóls. — Eg sneri þvf heimleiðis, og raulaði fyrir munni mér gamlan Akureyrarvísu- part úr Gjallarhorni, er hljóðar svo: Ódaema spilling er hér sönn, undan vantrúar höggormstönn, guðsbarna hróp eg heyri. Skeggi. Smáreikningar og umslög með Jirma"-nafni fást í bókaverzlun Odds Björnssonar. Jarðabætur á Þorra Þess má geta til dæmis um þá ein- muna veðurblíðu, sem hefir verið hér nyrðra í vetur, að fyrri hluta febrúar- mánaðar lét séra Bjarni Þorsteinsson í Siglufirði starfa að ýmsum jarðabót- um, meðal annars að þúfnasléttun í túni sínu. / HákallavelSi hefir Helgi Hafliðason kaupmaður á Siglufirði látið stunda af alefli síðari hluta vetrarins og haldið úti til þess þrem vélarbátum. Hafði hann f byrjun þ. m. fengið nokkuð á annað hundrað tunnur af lifur og var þegar búinn að bræða allmikið af henni. Vátrygging sveitabæia. Vér viljum vekja athygli bænda, sérstaklega, á að lesa gaumgæfilega hina ágætu ritgerð Sig. dbr. Jónsson- ar hér í blaðinu um það efni. F. Schiötz skipherra, er stýrt hefir »Ingólfi« Thorefélagsins undanfarin ár, varð sjúk- ur síðastliðið haust og varð að láta af sjóferðum. Nú er hann orðinn heill heilsu aftur að mestu, og tekinn við skipstjórn á »Ingólfi«. Mun það ánægja mörgum íslendingum, því bæði er Schiötz duglegur sjómaður og lipur- menni í öllu og því mjög vinsfell af þeim er þekkja hann. Reykiavíkur-apótek selt. Lund lyfsali í Rvík hefir nýskeð selt , lyfjabúðina þar dönskum manni, P. O. Christensen að nafni. Hans er bráð- lega von þangað, en Lund fer til Ho- bro á Jótlandi. Hafísinn ox skipin Það má heita, að hafísinn liggi ó- slitið frá Eskifirði til Horns. Þó segja menn frá Út-Eyjafirði, að þaðan sjáist ekki til íss. »Ingólfur« lagði á stað frá Siglu- firði í gærmorgun, austur á leið. Sfð- an ófrétt til hans. >Hólar« og *Austri« liggja inni- frosnir á Eskifirði. »Ask* hefir komist suður um land og til ísafjarðar. »Vestri« lagði á stað í gærdag frá ísafirði, að reyna að komast norður eftir. Vinnumaður og vinnukona geta fengið vist á góðu heimili hér í bænum frá 14. maí n. k. Ágœtt kaup borgað. Ritstjóri vísar á.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.