Gjallarhorn


Gjallarhorn - 15.06.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 15.06.1911, Blaðsíða 2
V. GJALLARHORN. 84 ráða öllum íslendingum utan Reykja- víkur, er þangað koma, til þess að skoða þessa sýningu og mun þeim þykja þeirri stundu vel varið. Jóns Sigurðsonar verður minst í menta- skólanum í alþingissalnum forna að morgni hins 17. kl. 8. Fyrst sungið kvæði er rekt- or Stgr. Thorsteinsson hefir orkt .Þá afhenda nemendur, sem gjöf til skólans, stóra nýja olíumynd af forsetanum er Þórarinn málari Þorláksson hefir gert. Á hún að hanga yfir forsetasætinu gamla gengt aðaldyrum sals- ins sem nú er hátíða og samkotnusalur skól- ans og hinn prýðiiegasti eftir konungsheim- sóknina 1907. Þakkai rektor svo gjöfina og skýrir frá hversu þar var umhorfs í salnum þegar alþingi hófst og meðan forsetinn mikli átti þar forsæti. Loks flytur Þorleifur kennari Bjarnason stutt erindi um Jón Sig- urðsson. Hér að framan hefir verið slept að minn- ast á aðalstarf Jóns Sigurðssonar, frelsisbar- áituna ágætu, löngu og harðsóttu fyrir hönd hinnar íslenzku þjóða , og stríðiðsem hann átti í alla sína æfi, að sækja rétt hennar í hendur Dönum. Og ekki er heldur sagt frá forustu haus í verzlunarmálinu, fjárhagsmál- inn o. fl. velferðarmálum þjóðarinnar. Það er hvortveggja, að sú starfsemi hans mun flestum eða öllum fslendingum vel kunn og svo að gera má ráð fyrir að margir verði til að gera þrekvirki hans á þeim svæðum að umtalse ni um þessar mundir. Mintiing Jóns Sigurðssonar lifi meðan ísland er bygtJ t Guðjóti Baldvinsson cand. phil. frd Böggvisstöðum andaðist á sjúkrahúsinu á ísafirði 10. þ. m. úr hjartasjúkdómi eftir langa vanheilsu. Hann var fæddur á Bögg- visstöðum V7 1883 sonur merkis- bóndans B. G. Þorvaldssonar og konu hans. Hann fór á unga aldri í latínu- skólann í Reykjavík og tók þar stú- dentspróf vorið 1905 með góðri I. einkunn, sigldi samsumars til háskól- ans í Höfn og lauk þar heimspekis- prófi árið eftir. Las sfðan norrænu um hríð, en varð að hætta námi vegna sjúkleika, var þá eitt ár heima og kendi um tíma veturinn 1909 hér í gagn- fræðaskólanum. Sigldi aftur þá um haustið til háskólans en sjúkleiki hans ágerðist svo hann varð að leggjast á sjúkrahús, en skánaði þó fljótlega aftur. Var veitt kennarastarf við unglinga- skólann á ísafirði í fyrrasumar og fór þangað í fyrrahaust og gegndi því starfi í vetur. Guðjón sál. var góðum hæfileikum búinn, reglusamur og duglegur, og á- hugamaður mikill um ýms málefni. Dróg hann aldrei af sér fylgi við þau mál er hann tók ástfóstri við, en fylgdi þeim heill og óskiftur af öllu afli — og svipaði honum þar til föður síns og fleiri ættmanna. Söngskemtun heldur ungfrú Herdís Matthíasdóttir í Témplarahúsinu, sunnudaginn 18. júní kl. 7 e- h. með aðstoð frú Kristinar Matthiasson og Steingrims læknis Matthíassonar. Inngöngumiðar (á SO a ) fást í Templarahúsinu á sunnudaginn. Minni Steingr. Thorsteinssonar á 80. fæðingardag hans. „Pú vorgyðja“ kemur úr suðrænum sal með söngvana, gleðina’ og vorið, og árdegishljómana hlustandi dal þú hefir með geislunum borið. Pú sýndir oss vegina’ um viðsýnin blá, og. vaktir oss unga við hljómana þá. Og röddin, sem kallaði’ að kotunum heim og kvaddi’ út i lifið og daginn, var fjallanna bergmál af bylgjunum þeim, sem brutust hér norðr yfir sœinn, og aflið, sem fossandi fylti þann óð, var fjarlægu sonanna móðurlands blóð. Og það var sú herhvöt sem hóf okkar mál og hratt af oss feðranna byrði, og alt það sem kveikir i sonunum sál og sögunni’ er einskildings virði; sá morgunn, sem færði’ okkur metnað að gjöf og móðurást þá, sem oss fylgir í gröf. Pó munum við bezt hvernig börnun- um leið i „Brúðsöngnum“ vaggandi þýðum, er vornóttin einsömul vakandi beið hjá vinum í „Unadals“ hliðum Og œskunni fanst þetta ortfyrir sig, og elskaði, Steingrímur, vorið ogþig. Pann sigur á skáldið með hörpuna’ á hné, að hlýtt er við Ijóð inni’ i dölum; því vetur er einatt hjá völdum og fé en vor er hjá syngjandi smölum. Oss fanst þegar Ijóðin þín leituðu heim, sem lóan og hlýindin kœmu með þeim. Og vel gerðu, Steingrímur, vordísir þær, sem vögguljóð yfir þér sungu, sem ieiddu þinn „Morgun“ á Ijós- hvelin tær og lögðu þér „Vorhvöt“ á tungu. Og frítt er þitt „Haustkvöld“ og fagur þinn krans úr fornvina þökkum og aðdáun lands. Þorsteinn Erlingsson. Póstkort með mynd af Jónl Sigurðssyrti verða seld á hátíðasvæðinu allan daginn eða meðan þau endast. Ágóðinn gengur til minnisvarðans. Vinnubœkur °g Vinnutöflur fást í bókaverzlun Odds Björnssonar. íslandsbanki. Árshagnaðurinn vex stöðugt. Það hefir gengið öðruvísi með rekst- ur hans en Landsbankans síðasta reikn- ingsáf. Tekjurnar af rekstri bankans hækka stöðugt ár frá ári og ekki sízt þetta síðasta ár. En aftur á móti eru tekjur Landsbankans (undir hinni nýju bankastjórn) talsvert minni árið sem leið en undanfarið. Hér kemur á eftir útdráttur úr að- alreikningi íslandsbanka árið 1910 og geta menn af því athugað um hvern einstakan lið út af fyrir sig: Umsetning bankans og útbúa hans hefir numið alls tæpum 59 miljónum króna, og er það fullum 5 miljónum kr. meira en næsta ár á undan. Pen- ingainnborganir við bankann og út- búin til samans hafa verið hér um bil 28V2 miljón, og útborganir álíka há- ar. Hvortveggja hér um bil 4V2 milj. kr. hærra en árið á undan. Innlög í hlaupareikning hafa tals- vert aukist á árinu. Innlögin voru hér um bil 1 miljón kr. hærri árið 1910 en- árið 1909. En aftur var úttektin miklu meiri, og var hlaupareiknings- innstæðan, sem í ársbyrjun var rúm ein milj. kr., í árslok eigi nema rúm- ar 662 þús. kr. Innláh við bankann og útbúin voru rúm hálf fjórða miljón kr. en tæpar þrjár miljónir næsta ár á undan. Inn- stæðan, sem í ársbyrjun var 1253 þús. kr. rúm, var í árslok orðin full 159° þús. kr., eða nokkru meira en hálf önnur miljón kr. Sparisjóðsfé hjá útbúunum var í árs byrjun 352 þús. kr., en í árslok frek- ar 444 þús. kr. og halði þannig vax- ið um rúmar 90 þúsund krónur á ár- inu. Handveðslán bankans og útbúanna höfðu til samans hækkað um hér um bil 26 þús. kr. á árinu. Voru í árs- byrjun 258 þús. kr., en í árslok 284 þús. kr. Aftur á móti lækkuðu sjálfsskuldar- ábyrgðarlán bankans og útbúanna um hér um bil 17 þús. kr. á árinu, eða úr 484 þús. kr. ofan í 467 þús. kr. Þó var lánað miklu meira árið 1910 en næsta ár á undan. Reikningslán. í þessum lánum átti bankinn útistandandi í ársbyrjun tæp 1766 þús. kr. Veitt var á árinu í við- bót um hálf fjórða rhiljón, en endur- borgað nokkru meira, þannig, að lán þessi voru í árslok komin ofan í 1612 þús. kr. Víxla keypti bankinn og útbú hans árin 1910 fyrir samtals því nær þrett- án og hálfa miljón kr. En aftur voru innleystar rúmar þrettán milj. kr. Víxla- eign bankans og útbúanna, sem í árs- byrjun var 28^75 þús. kr., var í árs- lok 3201 þús. kr. Víxlakaup bankans og útbúanna voru því nær I milj. kr. hærri en næsta ár á undan. Ávísanir á erlenda banka og aðra utanbæjarviðskiftavini seldi bankinn og útbú hans fyrir því nær 6 miljónir kr. árið sem leið, og var það fullum 2 miljónum kr. meira en árið 1909. Innheimt hefir bankinn og bankaút- búin fyrir aðra árið sem leið samtals rúml. 2711 þús. kr. Af seðlum í umferð hafði bankinn mest 1.586.425 kr. (i lok októberm.) en minst 568.800 (í lok marzmánaðar). Að jafnaði var talsvert meira af seðl- um bankans' í umferð árið 1910 en árið 1909. Málmforði bankans fór auðvitað eftir seðlafúlgunni, en málmforðinn á að vera að minsta kosti 37,500/o, af seðla- upphæð þeirri, sem í veltu er. Minst- an málmforða hafðí baukinn 37>76%, en mest 45,21% af seðlum í umferð. / verðbréjum átti bankinn í árslok 1910 589 þús. kr. Voru það aðallega bankavaxtabréf Landsbankans. Nokkrum erlendum bönkum og ýms- um öðrum skuldheimtumönnum skuld- aði bankinn í árslok samtals rúm 673 þús. kr.; en átti aftur á móti hjá öðr- um erlendum bönkum og þesskonar skuldunautum tæp 622 þús. kr. Mátti því heita, að bankinn væri skuldlaus við útlönd um áramótin. Allur kostnaður við bankareksturinn, að útbúunum meðtöldum, hefir numið fullum 72 þús. kr. Tap á afsögðum víxlum o. fl. er tal- ið 12537 kr. Allur arðurinn af bankarekstrinum hefir numið 240.634 kr. þar af fær landssjóður 12063 kr., ful 1 trúaráð og framkvæmdarstjórn 8571 kr., f vara- sjóð leggjast 40.000 kr. og hluthafar fá 6% af hlutafé sínu, sem er 3 mil- jónir kr. Endurskoðunarmenn bankans Ijúka lofsorði á rekstur bankans og komast meðal annars svo að orði: >Bankanum hefir á hinu liðna ári tekist að bæta töluvert úr peninga- eklunni, sem enn gerir vart við sig, ogað styðja atvinnurekstur landsmanna. Bankanum hefir að voru áliti verið stjórnað með sama dugnaði og fyrir- hyggju, sem að undanförnu. Nytsemi binkans fyrir landið og áreiðanleik hans hafa margir landsmenn viðurkent, meðal annars méð því að kaupa hluta- bréf hans miklu meira en áður, bæði fyrir sjálfa sig og fyrir sjóði opinberra stofnana* Öllum búOum lokað 17. iúni. Forstöðunefnd Jóns Sigurðssonar hátíðar- arinnar telur sjálfsagt, að öllum sölubúðum og vinnustofum verði lokað hátíðisdaginn frá morgni til kvölds. Allir ættu að „eiga frítt" á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar og helga þann dag algerlega minningu hans og þá eW<i sízt verzlunar- stétt landsins, sem honum á að þakka til- veru sína öllum öðrum fremur.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.