Gjallarhorn


Gjallarhorn - 15.06.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 15.06.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefánsson. • • -•-•-•-•-•- • ••••••••• • • • • Akureyri 15. júní. Jón Sigurðssoi) Aldarminning. 1811 — 17. júní — 1911. Þeim, sem œfínnar magn fyrir móðurlands gagn Hafa mesium af trúnaði þreytt, Hljðmar alþjóða lof yfir aldanna rof, Því þeir óbornum veg hafa greitt. Svo tekur til orða þjóðskáldið Stein- grímur Thorsteinsson í einu kvæði sínu um Jón Sigurðsson. Nú fer að fyrsta aldarafmæli J. S. og útlit er fyrir að hans verði víða minst á landinu, með hátíðahöldum, af- mælisdaginn. Og svo á það einnig að vera. — J. S. var íslandi slíkur sonur, að ann- aðhvort væri að þjóðin héldi hátíðleg- an fyrsta aldar-afmælisdaginn hans. Og vonandi er að svo haldist þroski með þjóðinni að sá dagur verði jafnan haldinn hátíðlegur eftirleiðis meðan landið byggist. Jón Sigurðsson var ástsæll meðal þjóðarinnar, oftast me?an hann lifði, en eins er það um hann og mörg mikilmenni, að fyrst var hann viður- kendur til fullnustu þegar hann var látinn. Á síðustu árunum hefir verið nokkurskonar kapphlaup milli stjórn- málaflokkanna í íandinu um það að eigna sér J. S. að sem mestu leyti þeim hefir verið unt, lýsa því yfir að þeir störfuðu í hans anda o. s. frv. Það á ekki við í þetta sinn að minn- ast frekar á minningu Jóns Sigurðs- sonar í sambandi við stjórnmálaflokk- ana sem nú eru uppi. En víst er um það, að J. S. sjálfum hefði vafalaust verið kærast, að þeir er við stjórn- mál fást í þessu landi hefðu allir fetað sem mest í fótspor hans og haldið eindregið fram áhugamálum þjóðar- innar að hans dæmi, einlæglega og fölskvalaust, án allrar tvöfeldni, eigin- girni og undirhyggju. »Gjh.« telur rétt að rifja upp allra helztu æfiatriði J. S. á þessum tíma- mótum. Nákvæm æfisaga hans er í Andvara VI. árg. eftir séra Eirík Briem, ennfremur í Almanaki Þjóðvinafélags- ins 1881 og víðar. Jón Sigurðsson var fæddur á Rafns- eyri við Arnarfjörð 17. júní 1811. Foreldrar hans bjuggu þar, Sigurður prófastur Jónsson og kona hans Þór- dís Jónsdóttir prófasts í Holti í Ön- undarfirði Ásgeirssonar. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, lærði skóla- lærdóm að öllu hjá föður si'num og var svo útskrifaður í Reykjavík vorið 1829 af Gunnlaugi dómkirkjupresti Oddsen. Næsta ár var hann við verzl- un í Rvík en fór svo til Steingríms biskups Jónssonar og var hjá honum skrifari í þrjú ár. Sigldi til háskólans í Höfn haustið 1833 og tók þar fyrsta prófið (exam. artium) í desember, s. á. með fyrstu einkunn og heimspekispróf árið eitir sömuleiðis með fyrstu eink. Las svo málfræði (latínu og grísku) og sögu um hríð, en sneri sér fljót- lega að sögu Islands og íslenzkum bókmentum, hætti við málfræðina og tók aldrei embættispróf. Sögðu þó kennarar hans að hann hefði haft fram- úrskarandi afbragðs hæfileika til mál- fræðináms. En hugurinn var þá allur horfinn að öðru. Árið 1835 fékk hann styrk af sjóði Árna Magnússonar. 24 apríl 1840 varð hann skrifari Bókmentafélagsins í Höfn og var það til 31. maí 1851 að hann varð forseti þess, er hann var síðan til dauðadags. 1841 dvaldi hann í Svíþjóð þrjá mánuði (júní, júlí, ágúst) til þess að rannsaka íslenzk handrit í ýmsum söfnum þar. 1845 var hann kosinn alþingismaður ísfirðinga (þegar alþingi átti að koma saman í fyrsta sinn aftur) og var svo endurkosinn þar síðan til þess hann afsalaði sér þing- mensku 1879. Þó sat hann ekki á þingunum milli 1859—1865, kom ekki til íslands þau ár. Um það leyti var þykkja nokkur milli hans og ýmsra ís- lendinga, út af afskiftum hans af fjár- kláðamálinu. Á ríkisþingi Dana sat J. S. sem einn fulltrúi íslendinga 1848—1849. Skjalavörður í hinu konunglega nor- ræna fornfræðafélagi varð hann 1847 —1865 er fornritanefndin í því félagi hætti að starfa. Skrifari Árna Magn- ússonar nefndarinnar varð hann 1848 og hélt því starli til dauðadags. J. S. mætti á Þjóðfundinum fræga 1851, var einn af aðalmönnunum þar og oddviti fundarins gegn erlenda valdinu þegar Danir ætluðu að þröngva fundarmönnum með hervaldi. Og þeg- ar konungsfulltrúinn sleit fundinum í miðju kafi með lögleysu og ójöfnuði reis J. S. upp, kvaðst mótmæla slíkri aðferð og lögleysu og áskilja fundin- uni rétt til að klaga yfir því til kon- ungs. Og tóku þá fundarmenn undir: Vér mótmœlam allir! Um vísindalega starfsemi J, S. og forstöðu hans fyrir Bókmentafélaginu hefir Dr. Jón Þorkelsson eldri, ritað rækilega í Tímarit Bókméntafél. III. árg. bls. 1 — 30. Þar er gott yfirlit yfir öll ritstörf hans. Hann starfaði mikið fyrir mörg vísindafélög og stofn- anir að útgáfum fornrita og ýmsu öðru, má þar nefna: Konungl. norræna Forn- fræðafélagið, Árna Magnússonar nefnd- ina, Konunglega danska vísindafélag- ið, Norræna Fornritafélagið, Bókmenta- félagið o. fl. Auk þess gaf hann út mikið og ritaði sjálfur ýmsar ritgerðir lagalegs, stjórnfræðilegs og réttarfars- ,legs efnis. Ný Félagsrit stofnaði J. S. um 1840, er komu út um 30 ár og ritaði hann í þau fjölda ritgerða. Andvari kom f stað Félagsritanna 1874 og ritaði Jón í hann tyrstu árin, þar á meðal tvær miklar ritgerðir: »Stjórnarskrá íslands* (I. ár. 1. —138. bls.) og »Fjárhagur og reikninga íslands* (II. árg. 1 —113 bls.) En mesta bókmenta-þrekvirki J. S. var þó vjtgáfan á »Lovsamling for Island* er kom út í 17 stórum bind- um í Khöfn I853 —1877. Að því verki starfaði Oddgeir Stephensen með hon- um lengst af, en 3 síðustu bindin gaf Jón út einn: J. S. kvæntist 4. sept. 1845 frænd- konu sinni Ingibjörgu Einarsdóttirkaup- manns Jónssonar í Reykjavík. Þau voru bræðrabörn og höfðu lengi verið trú- lofuð er þau giftust. Hjónaband þeirra var barnlaust. Frú Ingibjörg reynd- ist J. S. hin ágætasta kona og var honum mjög samhent í öllu. Heimili þeirra var í Khöfn og bjuggu þau í Östervoldgade 8 frá árinu 1852 og til dauðadags. Lengst af átti J S. við örðugan hag að búa efnalega, enda hafði hann lengst af engin föst laun. Eftir þjóðfundinn 1851 var hann sviftur biðlaunum, er hann hafði (500 rd. árl.) fyrir það að skjalavarðarembættið við forngripasafn- ið er hann hafði haft, var lagt niður, og átti hann að fá annað embætti í stað þess, en úr því varð aldrei. Hon- um voru boðin góð embætti með því skilyrði, að hann lofaði að taka ekki kosningu til alþingis, en því neitaði hann harðlega. Þegar alþingi kom sam- an með löggjafarvaldi í fyrsta sinn 1875 veitti það honum 3200 kr. í heið- urslaun æfilangt, og var það samþykt í einu hljóði í báðum deildum. Tvö næstu árin á undan hafði hann haft nokkurn styrk af sjóði Þjóðvinafélags- ins. Forseti alþingis var hann 1849, 1853, 1857, 1865 og svo síðan til dauðadags. Hraustur og heilsugóður var J. S. mestalla æfi sína. 1869 er hann var a þingi fékk hann gigt í hægri hand- legginn og átti örðugt með að skrifa og þá varð hann einnig veikur af steinsótt. Hvortveggja batnaði aftur í bráðina, en eftir það fór heilsa hans hnignandi og varð veik fyrir, Síðasta árið sem hann lifði, var hann alt af þungt haldinn, (sérstaklega af stein- sótt) en hatði þó oftast rænu. Hann andaðist í Khöfn 7. desbr. 1879 á 69. aldursári og kona hans 9 dögum síðar (16. des.). Þau voru bæði flutt til ís- lands og jörðuð í Reykjavíkurkirkju- garði 4. maí 1880. Þá kvað Matthías meðal annars: Fjallkonan syngur sorgarlag: »Sárt er mitt hjarta lostið skjöld minn og sverð eg sé í dag sundur í miðju brostið.« Bókmentafélagið hefir gefið út úrval af ýmsum bréfum Jóns Sigurðsson- ar, eru þau prentuð f ísafoldarprent- smiðju og munu vera fullprentuð um þessar mundir. Et til vill verður þeim dreift út aldarafmælisdaginn. I þessum bréfum er mikill fróðleik- ur fólginn og öll lýsa þau því, hve J. S. hefir verið hleypidómalaus á flesta vegu, en eitt og annað kann þó að vera í þeim, sem hinir eða aðrir reka tærnar í. Hvað ætli sumum flnnist t. d. um það, þegar þeir sjá að J. S. -•-•-• • • • 1911. hefir skrifast á við einn vin sinn og samlanda á dðnsku? Gjh. veit, að í safninu er prentað bréf til síra Þor- geirs Guðmundssonar í «Grashaga og Glólundi*, sem J. S. hefir skrifað hon- um á dönsku og má vel vera, að fleiri bréf séu þar frá honum, skrifuð á því máli, þó ókunnugt sé ennþá. Einar Jónsson var fljótur að fullgera myndina af J. S. Þeir er þektu J. S. og sáu hann og heyrðu á alþingi, segja að myndin sé afarlík honum, eins og hann stóð vanalega er hann flutti þing- ræður sínar. Myndin er gerð úr gipsi og af 1 ]/2 stærð. Hún var til sýnis 2 daga í alþingishúsinu eftir að hún var fullger, en svo var búið um hana, og hún send til Hafnar til þess að steypa þar tvær eirmyndir eftir henni og verður önnur þeirra sett f Reykja- vík en hin send fslendingum í Vest- urheimi. Því miður var það Ókleyft að myndinyrði fullger og komin til Reykja- vfkur 17. júní, en ekki líður á löngu, áður hún komi og er ráðgert að hún verði afhjúpuð 2. ágúst næstk. Oánægja er allmikil meðal ýmsra yfir þvf að ráðgert er að setja mynd J. S. framan við mentaskólann. Telja ólíku betri stað fyrir hana framan við stjórn- arráðshúsið. Og er Gjh. eindregið á því máli. Þar, framan við stjórarráðs- húsið á Kkneski Jóns Sigurðssonar að standa, þar á Arnarhóli, hinum helga velli Ingólfs landnámsmanns. Par hefði æðsta stjórn landsins myndina stöð- ugt fyrir augum, til þess að minna sig á hlutverk sitt og þar yrði hún — minning Jóns Sigurðssonar — öllum samvizkusömum mönnum í stjórnar- sessi björt leiðarstjarna í öllum íslands- málum. Skírnir 1. og 2. hefti þessa árs á að koma út 17. júní. Það verður nær alt um Jón Sigurðsson, eða honum til minningar á einhvern veg og leggja þar skerf til ýmsir hinir helztu vísinda- menn vorir og rithöfundar. í safnahúsi Reykjavíkur hefir Matt- hías Þórðarson forngripavörður feng- ið tvö herbergi og safnað þangað sam- an öllum munum, sem hann náði í er J. S. og kona hans höfðu átt, enn- fremur myndum af þeim o. s. frv. í öðru herberginu er rúm þeirra hjóna með öllum sængurklæðum, ýmislegur fatnaður þeirra o. s. frv. en í hinu er skrifborðjóns, skrifborðsstóll, skriffæri, borð, legubekkur, veggmyndir ýmsar og fjöldi af ýmsum smágripum. Öllu er þessu vel og haganlega komið fyr- ir, svo greiður aðgangur er að því, til að skoða alt nákvæmlega. Vill Gjh.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.