Gjallarhorn


Gjallarhorn - 30.06.1911, Síða 2

Gjallarhorn - 30.06.1911, Síða 2
92 OJALLARHORN. •••••••«•••♦•••••»••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••< Kyenprestar í Noregi. Eftir að kon- urnar í Noregi hafa nú fengið atkvapð- isrétt og sæti á Stórþinginu, vilja þær ekki gera sig ánægða með það, held- ur heimta þær nú einnig að fá leyfi til þess að gerast prestar. Biskupinn er ekki á því, og vitnar til biblíunnar og gerir alt hvað hann má því til hindrunar. Aftur á móti hefir Konow yfirráðherra lýst yfir því, að hann sé »kvenprestunum« meðmæltur, og er eigi hægt um að segja, hvernig mál- inu lyktar. / *Víkingaför<. Meðal þeirra Norð- manna, er taka þátt í hátíðahöldunum í Rúðuborg, eru fimm stúdentar, er fara þangað á opnum bát, »víkinga- bát«, og þykir það hraustlega gert. Ráðherraeinvígi. Það vekur mikla eftirtekt um þessar mundir, að ný- lega varð Canalejas yfirráðherra á Spáni og undirráðherra hans einum svo alvarlega sundurorða, að þeir skoruðu hvor á annan til einvígis, og skyldi það háð nú fyrir skömmu. — Ófrétt enn hvernig því hefir lyktað. Herold, hirðsöngvarinn danski, dvel- ur um þessar mundir í Berlín og syng- ur þar. Er honum ha^lt gífurlega í þýzkum blöðum fyrir sönglist sína, og altaf hefir hann húsíylli, er hann læt,- ur til sín heyra. Alphonso Spánarkonungur hefir á- kveðið að taka þátt í mótorkappsigl- ingum í Cowes á Englandi nú í sum- ar. Er hann kominn þangað til þess að æfa sig. Það mun vera í fyrsta sinni, að konungur tekur þátt í slíku. Vatnsleiðsla á Siglufirði. Altaf Ijölgar þeim bæjum og kaup- túnum hér á landi, er leggja hjá sér vatnsleiðslu, og er í því menning ekki all-lítil. Sérstaklega er það nauðsynlegt á þeim stöðum, er skip koma tnikið á, og þar sem þau geta lagst að hafnar- bryggjum, að þau eigi þar einnig kost á vatni. Er Akureyri enn þá ábótavant í því efni, þó hér séu bæði hafskipa- bryggjur og vatnsleiðsla um bæinn. Nú í vor hafa Siglfirðingar komið á hjá sér vatnsleiðslu, og hefir Sigtr. Jó- hannessson kaupmaður á Akureyri ann- ast um það fyrir þá, útvegað vatnspíp- urnar o. s. frv.— Ráðgert er að fyrir- tækið kosti alls um 12 þús. kr., og verði þá vatnsleiðslan mjög fullkomin, þegar alt er komi^í lag, meðal annars að vatnsæðarnar verði lagðar fram á bryggjusporða, svo að skip geti feng- ið vatn úr þeim. g Verzlun i Hrísey hefir verzlunarhúsið Carl Höepfner látið byrja þessa dagana, og veitir henni forstöðu Páll Skúlason, er und- anfarið hefir verið bókari við verzlun * Höepfners hér á Akureyri. — Hrísey liggur ágætlega fyrir til verzlunar, og má heita undarlegt, að þar skuli ekki hafa verið byrjað fyrir löngu að verzla. Jóhannes Davíðsson eigandi Syðstabæjar f Hrísey hafði í byggju að byrja þar verzlun nú ( vor og hafði fengið leyfi til þess, en þá lagðist hann hér á sjúkrahúsið og hefir legið þar veikur íangan tíma, en er þó nú á batavegi. EDINBORQ. Með eimskipunum »Ceres« og »Mjölnir« bættist við mjög mikið af ýmis- Iegum góðum vörum. Nefna má: Citron-Sodavatn, Konfekt, Brjóstsykur margs- konar, Kafíibrauð, fjöldamargar tegundir, Avextir niðursoðnir, Fiskibollur mjög ljúffengar en ódýrar, 15 aura hveitið alþekta, Súkkulade margar tegundir og margt, margt fleira. Ennfremur allskonar fallegir hlutir, fléttaðir og ofnir úr tágum, t. d. Smá- borð, »Musikstativ«, Kistur, Stólar, Körfur o. fl. sérstaklega eigulegir munir. Hvergi í bænum fjölbreyttara né vandaðra vöruúrval en í »EDINBORG«. -• • • •••••••• Vorvísur áíOOára afmæli JónsSigurðssonar. Sjá roðann á hnjúkunum káu; nú hlýnar um strönd og dal, nú birtir i býlunum láu, nú bráðna fannir i jöklasal. Allar elfur vaxa og öldum kvikum hossa. Par sindrar á sægenga laxa, er sœkja í bratta fossa. Fjalltö og gerði gróa, grund og flói skifta lit. Út um sjóinn sólblik glóa, syngur ló i bjarkaþyt. Hér sumrar svo seint á stundum! Pótt sólin hækki sinn gang, þá spretta’ ekki laufin i lundum né lifna blómin um foldarvang, þvi næturfrost og nepjur oft nýgræðinginn fella — sem hugans kul og krepjur oft kjark og vonir hrella. Alt i einu geislar geysast, Guð vors lands þá skerst í leik, þeyrinn hlýnar, þokur leysast, þróast blóm og laufgast eik. Nú skrýðist i skrúðklæði landið og skartar sem bezt það má. Alt loftið er tjóðum blandið og Ijósálfar dansa grundunum á. Gleymt er gömlum meinum og gleymt er vetrar stríði. Menn munn eftir einum, sem aldrei fyrnist lýði. Pó að áföll ýmis konar ella sundri og veiki þrótt — minning hans: Jóns Sigurðssonar safnar allri frónskri drótt. Sjá! öskmögur íslands var borinn á íslands vorgróðrar stund, hans von et i blænum á vorin, hans vilji’ og starf er í gróandi lund. Hann kom, er þrautin þunga stóð þjóðlifs fyrir vori, hann kvað oss vorið unga með vöxtum i hverju spori. Hundraðasta vor hans vekur vonir nú um íslands bygð, nepjusúld og sundrung hrekur, safnar lýð i dáð og trygð. X X. Töframaður sá, er auglýsir hér í blaðinu, 'hefir sýnt listir sínar í Reykjavík, meðal fjölda áhorfenda, og mikill rómur ver- ið gerður að. Akureyringar ættu því að nota tækifærið þegar hann kem- ur hingað og sjá hvernig hann af- hjúpar ýms öndungasvik. Gránufélai[i$ heldur aðailfund sinn þessa dagana, og byrjaði í morgun. Svo segja fróð- ir menn, að ráðgert sé að molda fé- lagið á fundtnum, hvað sem úr kann að verða. >■••■• -•- • •-•-••-•-• •••••••• Sambandskaupfélagið hélt aðalfund sinn hér á Akureyri 27. þ. m. Fundarstjóri var kosinn Sigurður Jónsson dbrm. í Yztafelli, en skrifarar kaupfélagsstjórarnir Hallgr. Kristinsson áAkureyri og IngólfurBjarnason íFjósa- tungu. Á fundinum voru lagðir fram árs- reikningar félagsins endurskoðaðir og þeir svo samþyktir. Lög félagsins voru og endurskoðuð, ýmsar reglugerðir fyr- ir deildirnar o. s. frv. Kétsölumálið var til ítarlegrar með- ferðar á fundinum og urðu miklar um- ræður um það. Jón Jónsson á Héðins- höfða skýrði frá ferð sinni til Hafnar í fyrra í þarfir málsins og lagði fram ýmsar skýrslur um það. Á fundinum kom fram tiilaga um að hætt yrði skiftum við A. C. Larsen kétsölumann í Esbjerg, og var framkvæmdarstjóra falið að útvega mann er annist um sölu á kéti félagsins í haust, ráðgert helzt að senda mann til útlanda ( þeim erindum, með kétinu. Búist við að félagið hafi 2350 tunnur af kéti til umráða í haust og talið líklegt að Sambandskaupfélagið danska kaupi af því um 1000 tunnur; er þá óviss kaup- andi að 1350 tunnum. Erindjsreka erlendis, til þess að kaupa inn útlendar vörur fyrir Sam- bandsfélagið og annast um sölu á ís- lenzkum vörum þess, vill félagið fá sér svo fljótt sem unt er, og fól fram- kvæmdarstjóra að útvega tilboð frá hæfum mönnum í því skyni. Framkvæmdarstjóri skýrði frá að alþingi hefði veitt Sambandinu 500 kr. árlegan styrk á næsta fjárhags- tímabili til þess að útbreiða þekkingu á kaupfélagsskap og öðrum samvinnu- félagsskap. Styrk þessum skal verja til fyrirlestra um þetta á þeim stöð- um, er stjórnaráðið tekur til, og gegn jafn miklu framlagi frá öðrum. Fund- urinn lét í Ijósi ánægju sína yfir þeirri viðurkenningu, sem felst f fjárveiting- unni, veitti 250 kr. úr Sambandssjóði til framkvæmda málinu og fól síðan framkvæmdarstjóra nánari framkvæmd- ir, að útvega mann til fyrirlestrastarfs- ins o. s. frv. Viðskiftavelta deilda Sambandsins 1910 var þessi: Kaupfélag N.-Þingeyinga 37,365 kr. —»— Þingeyinga . . 109,886 — —»— Svalbarðseyrar 35,000 — —»— Eyfirðinga . . 100.000 — —»— Skagfirðinga . 31,028 — Skýrslur vantaði frá Verzlunarfélagi Hrútfirðinga og Verzlunarfélagi Stein- grímsfjarðar. Tímariti félagsins verður haldið á- fram í sama formi og undanfarið. Þá var gerð áætlun um tekjur og gjöld Sambandsfélagsins fyrir árið 1911 og kosin stjórn til næsta aðalfundar. Kosningu hlutu: Framkvæmdarstjóri: Pétur Jónsson á Gautlöndum, V. •-•-•-•- •-• •-•- • ♦ • • • • • • • • • Varaframkvæmdarstjóri: Hallgrímur Kristinsson á Akureyri. Meðstjórnendur: Sigurður Jónsson í Yztafelli og Hallgr. Kristinsson á Ak- ureyri. Endurskoðendur: Ingólfur Bjarnason í Fjósatungu og Einar Árnason á Eyr- arlandi. Hvað veldur því? Það er ekkert launungarmál, að mér og ýmsum Eyfirðingum — fjölda kjósenda —brá mjög í brún þegar við lásum það, að 2. þingmaður okkar, Stefán Stefánsson í Fagraskógi, hefði greitt atkvæði með Sjálfstæðisflokkn- um (!!) á þingi í botnvörpusekta- málinu, máli sem hann áður hefir verið flokknum samþykkur í á þingi, — og við spurðum forviða hverir aðra: Hvað veldur því? Svörin urðu auðvitað mörg og á ýmsa vegu, eftir því sem menn voru sinnaðir í garð þingmannsins. Mér finst satt að segja líklegast, að hann hafi greitt atkvæði í mál- inu í einhverju augnabliks-hugsun- arleysi. Suma af atkvæðaminni þing- mönnum hendir þau slys stundum, að greiða atkvæði um málin í ein- hverju óljósu sjálfstæðishugmynda- grufli, þegar þeir hugsa að kannske sé ekki um bein flokksmál að ræða, og gæta þess þá ekki, að alt veltur á, fyrir þá sjáifa, að vera flokki sín- um trúir í smáu og stóru. Eg vil að þingtnaðurinn geri okk- ur kjósendum sínum grein fyrir veðrabreytingunni, sem orðið hefir hjá honum í þessu máli, ef’ hann ætlar sér að bjóða sig fram hjá okkur aftur, eins og sagt er. Við eigum heimtingu á því, og það er honum hollast sjálfum. Reyndar eru ýms fleiri mál, sem hann þyrfti að gera grein fyrir, svo sem afstöðu sinni til fjármálanna, úr því hann greiddi atkvæði móti frestun bannlaganna, o. fl. — En raunar er nú ekki svo þægilegt að fást við það, af því enginn kom á leiðarþingið, sem þingmaðurinn ætl- aði að halda um daginn. Annars má benda á það, að Ey- firðingar eiga milli sín ailmarga menn, sem virðast engu síður falln- ir til þingmensku en Stefán í Fagra- skógi. Eg vil t. d. benda á Pétur á Hranastöðum, Guðmund á Þúfná- völlum, Stefán á 'Þverá, Guðmund á Ásláksstöðum, Pál Bergsson í Ó- lafsfirði og fleiri. Væri ekki rétt að hugsa um það? — Hannes Hafstein eru allir einhuga um hér í kjör- dæminu, svo að allir mundu greiða honum atkvæði, hver sem hinn yrði. Eg vona að »Gjh." ljái þessum línum rúm, og mun eg minnast betur a málið áður en langt líður. Eyfirðingur. »Gjh." telur rétt að geta þess, að eftir að grein þessi, sem hér fer á undan, var »sett" í blaðið, hefir það verið samþykt, eins og háttv. grein- arhöfundi er kunnugt, af allmörgum helztu Heimastjórnarmönnum kjör- dæinisins, að styðja Stefán í Fagra- skógi til kosninga, með Hannesi

x

Gjallarhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.