Gjallarhorn


Gjallarhorn - 22.09.1911, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 22.09.1911, Blaðsíða 3
V. GJALLARHORN. 129 Fjármarkaður verður haldinn í Borgarrétt, fimtudaginn 28. sept- ember n. k. og hefst kl. 12 á hádegi. Hi eppsnefndin. Til þess að fá meðmœli frá mörgum skiftavinum til notkunar í verðlista vorn fyrir 1911 og 1912 ætlum við að selja 600 mjög vönduð karla- og kvennúr úr silfri 15 kr. undir vanalegu verði. Úrin eru með afbragðs-ganghjólum, silfurkössum og gylt í sniðum. 3 ára skriflegri ábyrgð og kosta vanalega 25 krónur — svo þið getið meðan byrgðirn- ar endast, eignast verulega gott, sterkt og fallegt silfur »Remontoir-<úr fyrir 10 kr. x 35 aur. í burðargjald, en þó með þeim skilmálum að ef þið verðið á alian hátt vel ánægð með úrin að senda okkur þá meðmæli ykkar með úrun- um svo við getum notað þau í verðlista okkar 1911 og 1912 Með fyrstu 300 úrunum sem seljast, fylgir gefins mjög vönduð gylt karl- eða kvenn-úrfesti. Séu 2 úr keypt 1' einu sendast þau burðargjaldsfrítt. Fyrirframgreiðsla afbeðin. Að- eins sent gegn eftirkröfu. Allir sem kaupa úrin fá ókeypis hinn stóra verðlista okkar fyrir 1911 og 1912 eftir ca. 4 mánuði og inniheldur hann yfir 4000 hluti af ýmsum tegundum. Þið ættuð nú tafarlaust, sjálfs ykkar vegna, að skrifa eftir úrum handa ykkur. Kroendahl Import-Forretniasr. Sönderarade 51, Aarhus. fyrir litla vinnu. Góð byrjun, ef fram- haldið og uppskeran yrði þessu lík! í bankamálinu hefir S. H. verið dyggur fylgifiskur B. J. Varið gerðir hans af öllum mætti með blekkjandi ritgerðum, og á þingi rak varslan svo langt, að hann las þar upj) skýrslu frá bankastjórninni, sem síðar hef- ir reynst fölsk og verið marghrakin. Var það síðasta tilraunin til að verja gerræðisverk B. J. í bankamálinu og ófyrirgefanleg árás á landsbankann af þeim mönnum, sem stóð næst að verja álit hans og heiður, bæði út á og inn á við. En alt er lagt í sölurnar fyrir fylgi- spektina og flokksfylgið, jafnvel heið- ur landsins og þess dýrmætasta stofnun. Eg sagði hér að framan, að S. H. hefði varið skoðanir B. J. og verið honum samdóma í hverju einasta máli, en þetta er ekki rétt. Eitt mál verð- ur að skilja undan. Það var um þingsetu konungkjörnu þingmannanna á síðasta þingi. Flestir munu minnast með hverri irekju S. H. hélt fram, að þeir ættu ekki sæti á síðasta þingi. Hann skrif- aði hverja greinina á fætur annari, að flestra dómi hverja annari vitlausari, um það efni, og fullyrti, að það væri stjórnarskrárbrot, að þeir ættu sæti á þinginu. En þegar bréfið góða koni frá húsbóndanum B. J. til S. H , sem sagði honum og sannaði, að það væri stjórnarskrárbrot að svilta þá umboð- inu fyr en eftir sex ár, og að til þess hermdarverks léti hann ekki óvalda liðsmenn úr flokki sínum brúka sig, þá kysti S. H. auðmjúklega á vönd- inn, og hefir ekki heyrst, hvorki utan eða innan þings, að hann hafi hreyft þeirri vitleysu frekar. Þetta yfirlit er fátt af mörgu, en mönnum ætti þó að skiljast af þessu, að ekki var það ástæðuiaust, þó yfir 150 kjósendur f Akureyrarbæ skoruðu á • S. H. í vetur sem leið, stuttu áður en hann fór á þing, að leggja niður umboð sitt og sitja heima. Kjósendur á Akureyri! Þið sem er- uð samþykkir stjórnarathöfnum B. J. fyrv. ráðherra, og viljið framvegis að stjórnin haldist í sem líkustu ástandi og þau tvö ár, er hann sat að völd- um, kjósið þið Sigurð Hjörleifsson. Kjósendur á Akureyri! Þið sem er- uð samþykkir framkomu S. H. í rit- Undirrituð veitir tilsögn í söng, fortepíanó- 02 orgelspili. Herdis JMatthíasdóttir. símamálinu, því að svifta landið þeim hagsmuna- og menningarbótum, með því að fá símasarnband við útlönd og talsímasamband innanlands, kjósið þið Sigurð Hjörleifsson. Kjósendur á Akureyri! Þið sem er- uð samþykkir því, að S. H. hefir lagt það í sölurnar fyrir fráfarandi ráðherra B. J., að koma fram á þinginu með ranga skýrslu um hag landsbankans, og verja með henni gerðir B. J. á síðasta þingi, jafnframt því að gera nýja tilraun með að hnekkja áliti og trausti þeirrar peningastofnunar, lands- bankans, sem íslendingar eiga að bera fyrir brjóstinu, kjósið þið Sigurð Hjör- leifsson. Kjósendur á Akureyri! Þið sem er- uð samþykkir þeim blekkingargreinum, sem blaðið »N1.« hefir flutt, og sem oflangt yrði upp að telja í stuttri blaðagreln, og þið, sem fallist á þá óhæfu, er S. H. lét sig henda að halda því fram, að ráðherra B. J. ætti að fremja sijórnarskrárbrot með því að svifta konungkjörnu þingmennina um- boði sínu, áður en hinn löglegi um- boðstími þeirra var útrunninn, kjósið þið Sigurð Hjörleifsson. En þið hinir, sem ekki fylgist með S. H. í þessum málum, (sem ættu eftir heilbrigðri skynsemi að vera fleiri og hygnari kjósendur Akureyrar), þið kjós- ið að sjálfsögðu ekki Sigurð Hjör- leifsson. Akureyri er talin miðstöð menning- ar Norðlendinga og hjarta Norðurlands. Frá því hjarta ætti að berast heil- brigt blóð út 1' slagæðarnar, út í 'héruð landsins. En ekki þær sóttkveikjur, sem valda blóðeitrun og illri ólyfjan. Og þó hlaut manni að detta slíkt í hug við síðustu alþingiskosningar á Akureyri. Höggið þann liminn burt, sem veld- ur blóðeitrun við kosningarnar í haust, þá mun betur farnast. Einar Sigfússon. •••»••••••♦••••••••••••••••••••••••••••• í Edinborg er stærsta úrval af Skólatöskum. Verð: 10, 15, 20, 22, 25, 28, 35, 45, 55, 75, 95, 1.20, 1.50, 1.55. Ennfremur: Spjöld, Qriflar, Blýantar, Pennar/ Pennastokkar, Penna- sköft, Stílabækur, Strokleður o. fl. Verzlun Sigfr. Jóhannessonar á Akureyri kaupir fyrst um sinn hreinar og þurrar GÆRUR hæsta verði gegn peningaborgun út í hönd. ......G-Æ-R-U-R.................. purrar og hreinar kaupir Gi dn ufeings verzlun á Oddeyri, og borgat með peningum ef pess er óskað. Kaupmenn 09 kaupfelög fá mjög heppileg kaup á löT allskonar leirvörnm “^u (skálum diskum bollum o. s. frv.) frá R. Heron & Sons Kirkcaldy sem er víðþekt verksmiðja fyrir sitt sterka og smekklega leirtau. Aðalumboðsmenn verksmiðjunnar á íslandi eru: O. GÍSLASON & HAY, LEITH og REYKJAVÍK. Klædevæver Edelinq, fvfttttvtvffffffttttvvvvmmvmtffffffvfffvv sendir burðargjaldsfrítt, móti eftirkröfu, 10 al. svart, grátt, dökkblátt, dökk- grænt eða dökkbrún ceviot, úr góðri ull, í fagran kvenkjól, fyrir að- eins kr. 8.85. Ellegar 5 al. af tvíbreiðu, svörtu, dökkbláu, eða grámöskv- uðu nútýzkuefni úr alull, í haldgóð og mjög: falleg karlmannsföt, fyrir aðeins kr. 13.85. Engin áhætta. Ef sendingin ekki líkar má skifta um hana eða endur- senda. UU er keypt á kr 0,65 pr. pd. og prjónaðar druslur úr ull á kr. 0,25 pr. pd.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.