Gjallarhorn


Gjallarhorn - 27.10.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 27.10.1911, Blaðsíða 2
144 GJALLARHORN. V. burða stjórnmálaskörungi, sem hefði talið sér misboðið í einhverju af kjós- endum og hygði svo ekki til framboðs aftur hjá þeim. En þegar það er nú Sig. Hjör. sem á hlut að, er ekki gott að hugsa sér — — — — — — — Er þjóðmála-málstaður hans svo »afarillur« að hann sjái sjálfur, að hann er með öllu óverjandi, eða treystir hann sér ekki til að halda fram málstað sínum, þó hann telji hann góðan f Svo spyrja kjósendur. Eða er það blátt áfram fyrirlitningin ein á kjósendum, sem veldur, eins og »N1.« gefur grun uraf Hvort þetta sem er orsökin, þá er maðurinn með öllu óhæfur til þing- mensku, vegna þess eins, þó ekkert væri annað að. Er hægt að hugsa sér nokkuð aum- ara í opinberum málum, en það, að þingmaður fáist ekki til að tala við kjósendurnaf Er hægt að sýna kjósendum meiri fyrirlitning og lítilsvirðing, lítilsvirðing og fyriilitning en þaðf Mun slíkt ekki alveg eins dæmi, meðal siðaðra þjóða f Hvernig ætla kjósendur á Akureyri að svara þessuf Bæði Sjálfstæðismenn og Heimastjórnarmenn eiga þar hlut að, Heimastjórnarmenn allflestir og mikill hluti Sjálfstæðismanna. Er hægt að svara því betur á nokk- urn hátt, en með því að losa Sig. Hjörl. við þingmenskunaf Og er það ekki sjálfsagt? Fundur í leikhúsinu. Sig. Hjörl. að tjaldabaki? Nokkrir forgöngumenn Templara hér í bænum höfðu sent þingmanns- efninu Guðl. Guðmundssyni skrif- lega fyrirspurn um afstöðu hans til bannlaganna svohljóðandi: „ Viljið þér greiða atkvœði móti hvers- konar tillögum og tilraunum, er fram kunna að koma á Alþingi nœsta kjör- tímabil, er miða að því að lina á eða fresta ákvœðum aðflutningsbannslag- anna frá 30. júli 1909 eða að fella þau úr gildi?" Reir félagar óskuðu eftir skriflegu svari en G. G. svaraði með fund- arboði og segir svo í því: Af þvi að hér er um mjög þýðing- armikið landsmál að rœða, mál, sem skoðanir manna eru mjög skiftar um, þá vil eg helzt svara fyrirspurn þess- ari opinberlega. Að vísu er mál þetta eigi beinlinis „Dagskrármál“ hinna pólitísku flokka nú við kosningarnar, en fyrirspurnin ber þess vott, að fylg- endur bannlaganna 30. júli 1909 bú- ast við andspyrnu. Fyrirspurninni svara eg á opinber- uul almennum fundi alþingiskjósenda í Goodtemplarahúsinu fimtudaginn 26. þ. m., kl. 7 e. h. f'undurinn hófst með því að G. G. skýrði frá tildrögum hans. Rví næst talaði hann mjög ítarlega um málið frá ýmsum hliðum og svar- aði svo fyrirspurn Templara. Voru nokkrir af íyrirspyrjendunum á fund- inum og lýstu oddvitar þeirra yfir því, að þeir teldu svar G. G. nægi- lega skýrt og spurningunni fyllilega svarað. Pá lýsti þingmannsefnið yfir, að hann væri fús að svara spurning- um um einhver þjóðmál ef kjósend- ur vildu leggja þær fyrir sig og nefndi hann bæjarfulltrúa Kr. Sig- urðsson til þess að stýra fundi ef umræður yrðu. Voru mættir um 150 kjósendur og auk þeirra fjöldi af ókosningarbærum mönnum. Rátók til máls Lárus Thorarensen kaupm. einn af gætnustu og sam- vizkusömustu fylgismönnum Sjálf- stæðismanna. Hann hélt langa ræðu og skipulega. Fyrst þakkaði hann G. G. fyrir að hafa boðað til fund- arins og því næst fyrir ræðu hans á fundinum og sérstaklega svar hans við fyrirspurn þeirra Templara, er hann taldi í alla staði fullnægjandi og hann væri ánægður með. Var auðheyrt á ræðumanni að hjá honum var niðri fyrir sjálfstæð sannfæring og ofsalaus, róleg íhugun málsins, laus við alt flokksfarg. Rví næst fór hann mörgum þungum ásökunar- orðum um hvernig ástandið væri orðið óþolandi, milli hinna pólitísku flokka í bænum og óskaði það gæti lagast. Hin þunga undiralda í orð- um ræðumannsins bar vott um að hann hefði alvörumá! að flytja og ekki gerði hann neina tilraun að verja atferli Sjálfstæðisflokksins, enda var auðheyrt hve mjög honum sárn- aði, að þingmannsefni þess flokks fengist ekki til þess að sækja mann- fundi og taka þátt í umræðum. Lauk Lárus svo máli sínu undir al- mennu lófaklappi áheyrenda. Pá urðu enn miklar umræður og tóku helst þátt í þeim: B. Líndal, Stefán skólameistari, Magnús Krist- jánsson o. fl. — Að síðustu talaði þingmannsefnið G. G. og bað menn siðast orða, að muna eftir þvi á laugardaginn að kjósa eftir sann- færingu sinni og: eng:u öðru. Hér væri hvorki að ræða um sig né Sig. Hjörl. Málefnin sjálf, ein, ættu að ráða atkvæði hvers einstaks kjósanda. Ekki sást Sig. Hjörl. á fundinum en orðrómur gekk um, að hann hefði lengi setið í kuldanum, á tjalda- baki, við leiksviðið og hlustað það- an á umræður manna úr skúma- skoti sínu, en ekki veit Gjh. hvert satt er. En væri slík frammistaða sæmileg fyrir þingmannsefni bæjarins. Akureyri. „Leikfélag Akureyrar" var alveg í dái árið sem leið. Nú er verið að gera tilraunir til þess að láta það rakna úr rotinu og taka til starfa og vonandi að það takist. Hússtjórnarskóli Jónínu Sigurðardóttur er tekinn til starfa og hefir aðsetur eins og undanfarið í húsi „Ræktunarfélags Norður- lands". Þar eru 16 námsmeyjar. Þar kenna auk forstöðukonunnar, Margrét Jónsdóttir frá Hofi og Adam Þorgrímsson. /arðarför Óskars sál. Bjarnasonar fór fram í gær, að viðstöddu fjölmenni og hófst með húskveðju á heimili föður hans. Leikkonan Margrét Valdemarsdóttir hefir dvalið í surriar um hríð, í Reykjavík en kom heim aftur með „Flóru" um daginn. t Sigfús Eymundssorj áður bóksali, í Reykjavík andaðist 20. þ. m. háaldraður orðinn. Hann var atorku og dugnaðarmaður mikill, rak bókaverzlun, ljósmyndagerð og ýmislegt fleira, um fjölda ára í Rvík. Áhugamaður var hann mikill um þjóðmál og vildi jafnan styrkja alt er hann hugði landi og þjóð til framfara. Má sjá það af bréfum Jóns Sigurðssonar er gefin voru út í sum- ar, að S. E. hefir snemma treyst á eigin spítur og viljað áfram og er það óhlutdræg heimild, en annars brestur „Gjh." kunnugleika til þess að segja nánar frá æfi hans. Kvæntur var hann og átti börn Undrunin eykst. Skjaldborgin rofin. Á fundinum í leikhúsinu í gærkvöldi hafði Lárus Thorarensen kaupmaður orð fyrir Templurum, þeim er lagt höfðu fyrirspurnirnar fyrir G. G. eins og sagt er hér að framan. Sá þráður, sem gekk í gegnum alla ræðu hans, var undrunin og gremjan yfir því, að Sig. Hjörl. þingmannsefni Sjálfstæðis- manna, skyldi ekki láta sjá sig, til þess að standa fyrir málum sínum og ennfremur óánægja yfir þeim úlfúðar- anda, sem S. H. hefir verið að reyna að efia milli flokkanna, með því að þeir töluðu aldrei saman á fundum. L Th. komst meðal annars svo að orði: »Mér finst það sannarlega vera gieðiefni, að við erum nú komnir hér saman, af báðum flokkum, til þess að rœða um alvöruþrungin málefni þjóðar- innar. Mér finst það gleðiefni vegna þess, hvernig ástandið hefir verið, finst það boðun betri tírna. Pví það er svo margt, sem við þurfum að tala saman. Afskifti manna af pólitík er bygð á ramskökkum grundvelli, þegar menn eru hœttir að vilja heyra hvor annars á stœður og segja hvor öðrum sínar á- stœður. Margan og mikinn misskiln- ing má upprœla með samrœðum. Við eigum að tala saman eins og brœður. Reyna að finna það bezta hvorir hjá öðrum." Enginn efi er á þvf að hr. L Th. hefir þarna hitt naglann á höfuðið. Að hann hefir þarna talað fyrir munn margra hinna gætnustu og sjálfstæð ustu flokks bræðra sinna. Hann hefir rofið skjaldborg flokksins og metið sannfæring sína meir en flokksklafann, sem S. H. er að reyna að smeygja á flokksmenn sína. Munu ekki slíkir menn fara eftir ráðum G. G. f fundarlokin, að kjósa eftir sannfæring sinni ? Þeir hljóta að finna ábyrgðina sem hvílir á hverjum kjósanda. Munu slíkir menn ekki byggja meira á frjálsum umræðum og opinberri framkomu þingmannsefnis, sem býðst til að svara í heyranda hljóði öilum fyrirspurnum, heldur en launpukurs- feluleik og lygasögum, sem hvíslað er í eyra hvers kjósanda í einrúmi? Leiðbeining. Kjósendur á Akureyri! Þið sem vilj- ið losa land ykkar úr klóm útlendra okurkarla, viljið bjarga því úr skulda- teninu — þið eigið að kjósa Guðlaug Guðmundsson. Þið sem viljið láta bitlingaausturinn úr landssjóði þverra — kjósið þið Gúðlaug Guðmundsson. Þið sem viljið vernda ísland, stuðla til þess að sjálfstæði landsins verði ekki teflt á tvær hættur eða í sjálf- heldu — kjósið þið Guðlaug Guð- mundsson. Þið sem viljið stuðla að því að hafa réttláta, gætna stjórn í landinu, sem ekki vaði upp á menn og málleysingja með ofbeldi, ranglæti og svfvirðing- um — kjósið þið Guðl. Guðmundsson. Þið sem viljið að þessi bær hafi verulega sæmd af kosningunni í þetta sinn — kjósið þið Guðl. Guðmundsson. Þegar þið eruð komnir inn í kosn- ingaklefann á morgun og búnir að taka þar við bláa kjörseðlinum, hugs- ið þá um málið áður en þið setjið krossinn og látið ókúgaða sannfæring ykkar ráða atkvæðinu. Seðill þeirra sem kjósa Guðlaug Guómundsson á líta svona út (g)| Guðlaugur Guðmundsson. Sigurður Hjörleifsson. Gætið þess allir að setja krossinn í hringinn við naín Guðl. Guðmunds- sorar. Munið það krossinn má ekki ná út úr hringnum. 2l 100 ferðir milli 0 íslands og Danmerkur. Hr. Emil N'elsen skipherra á »Ster- ling« vandaðasta skipi Thore-félagsinsr hafði farið IOO ferðir milli íslands og: Danmörku í júlí síðastl. Hann hefir stýrt »M’ars« (Gránufél.) »Mercur«s »Kong Inge«, »Kong Trygve*, »Scot . land« og nú síðustu árin »Sterlin g«. Hann er sagður afbragðs sjótr.aður, gætinn og duglegur, rólegur hvrað sem feengur á og lipur í framg'JngU vjð larþega og aðra. Honum var haldið samsæti í Rvík í mintximgu þessa og Thore-félagið færði homum fallegam silfurbikar með áritun þegar hann korra úr ioo. ferðinni. — Nú nýlega var hann ennfremur gerður að riddara af dbr. í tilefni af þessu. Dr. GuOm. Finnbogason varði doktorsritgerð sína við Hafnar- háskóla 26. f. m og hefir »Gjh« verið send frásögn um þann atburð. Doktorsritgerð- in er fyrir nokkru prentuð og komin hingað.. Hún heitir »Den sympatiske Forstaaelse« og er sú læsilegasta af öllum doktorsrit- gerðum er vér höfum séð. í einum stað ræðir þar um rithöfundinn Jón Trausta og var réttgert og fallega af G. F. að muna eftir ísenzkum höfundum í sambandi r ,ð þetta efni. Mannslát- Hallgrímurjónatanssön bóndi Jrá Kla mbra- seli í Þingeyjarsýslu er n.ýlega dáinn. Hann var atorkuinaður og vel iátinn senr öll þau systkyn.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.