Gjallarhorn


Gjallarhorn - 19.12.1911, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 19.12.1911, Blaðsíða 3
163 OJALLARHORN. W 99 9 »-9-9-9 Ur því varð þó eigi, því um sömu mundir komu kassar þeir, er hann hafði sagt að aðalskiirfki sfn um beim- skautsfundinn væru geymd í, til Khafn- ar, en í þessum kössum var aðeins léleg sólmeikjaverkfæri o. fl. þess hátt- ar dót, en engin af hans aðal dagbók* um, sem hann hafði þó sagt að þar væru geymdar. Ennfremur barst með sömu ferð skýrsla eftir Eskimóum þeim, sem með Cook voru á ísleið- angrinum er greinilega leiddi í ijós að hann (Cook) hefir ekki komist ná- lægt heimskautinu. Eftir að þessar upplýsingar voru ^fengnar, varð Dr. Cook eigi vært f Danmörku, og er hann flúinn til Amerfku aftur. Tols/oj. Leikrit það er eftir hann fanst (Hið lifandi lík) er nú verið að þýða á ýms tungumál. Þjóðverjar hafa orðið fyrstir til, og er nú verið að sýna það á Deutscher 1 heater. Vill ekki einhver íslendingur taka sig til, og snari því á móðurmál sitt f Leikritið kvað vera afar efnisríkt. Lovísa droíaing varð 6o ára 31. okt. s. I í Khöfn var mikið um dýrð- ir þann dag á ýmsan hátt. Drotning- unni færðar gjafir, heillaávörp og þess- háttar. >Svarta höndin«. Nýlega hefir lög- reglunni í Nýju-Jórvík hepnast að finna bústað hins illræmda ræningja og morðingjaflokks, »Svarta höndin« og handsamað foringja flokksins, sem er ítali, Antonio Lugora ag nafni. í híbýlum þeirra fanst meðal ann- ars mikill forði af skotvopnum — og skrá yfir meðlimi félagsins, svo lög- reglan hefir von um að geta liand- samað þorparana. Nýtt sprengiefni. Próf. Wright í Nýju-Jórvík hefir fundið nýtt sprengi- efni, sem kvað hafa verulega kosti fram yfir dynamit. Það hefir 2/3 sterk- ara sprengiefni en dynamit, þolir hrist- ing allmikinn og 275 gr. hita á Fahr- enheit. Ubbfyndingin hefir vakið all- mikla eftirtekt í hernaðarlöndunum, og er það eigi að undra þar sem nú hafa orðið svo tíð stórslys af dynamitspreng- ingum á síðustu tímum. Alberti. Hann þolir afarilla langels- isvistina, hefir orðið veikur hvað eftir annað, og hefir á þessu sfðasta ári (tæpu þó) lézt um IOO p nd. lalið víst að hann muni eigi lifandi fara út úr Horsensfangahúsi. Verður Alberti náðaður? Seint í f. m. er grein f stjórnarblaðinu »Aarhus Amtstidende* um Alberti. Er þar lagt til að hann verði náðaður, með því skilyrði, að hann flytji þegar af landi burt. Astæða fyrir náðunartillögunni er sjúkleiki Albertis. Ofviðri. í f. m. geisaði um alla Dan- mörku rokstormur svo mikill að fá- dæmum sætti. Urðu miklar skemdir á ýmsum mannvirkjum og allmikill skaði. Noregur sœmdur gjöfum. Vtlhjálm- ur Þýzkalandskeisari nefir ákveðið að gefa Noregi líkneski af »Friðþjófi frækna* er standa skuli á Framnesi, þar sem sagan segir að þau Friðþjóf- ur og Ingibjörg séu grafin. Lfkneskið er 36 álna hátt og mun sjást úr einn- ar mílu fjarlægð. Það kostar 200 þús krónur. Enn fremur hafa Rúðubúar gefið Norðmönnum líkneski af Göngu-Hrólfi. Það stendur í Alasundi. Póstmál. Furðu gegnir hvað Akureyrarbúar eru hæglátir á að fara fram á, að fá endur- bætta afgreiðslu pósfa á pósthúsinu hér í bænum, senr á þó að heita, og er, höfuð- staður Norðurlands. Héðan eru miklar samgöngur, bæði inn- an lands og utan, endastöð margra pósta og póstskipa, og því oft mikið með pósta og pósthús að gera fyrir þá, er mikil við- skifti hafa innnn lands og utan. Skyldi maður því halda að landið mundi launa svo póstafgreiðslustöðuna hér á staðnum, að viðunanleg afgreiðsla væri hér, jafnt helga daga sem virka, en því láni er nú ekki að fagna, því við höfuni nú mátt búa við þau kjör hér á Akureyri um nokkur ár, að pósthúsið er aðeins opið á sunnu- og helgidögum, segi og skrifa 1 — eina — klukkustund, og sú stundin svo einkar vituriega valin (! !!), nefnil. frá kl. 10—11 f. h., þá flestir Akureyrarbúar sitja að morgunsnæðingi sínum. Eg hefi tvisvar nú, meðal annars, á nokkru tímabili, orðið fyrir því láni, að verða afturreka með peninga og ábyrgðar- bréf, þó eg kæmi að pósthúsinu á tólfta tímanum f. h., því mér þótti sem sé mat- uriun dýrmætur, einmitt á þessum degi, þegar maður bjóst við að fá svolítið næði eftir arg og andstreymi vikunnar. Mér varð nú ekki þetta beint að klandri þessi skiftin (póstafgreiðslunni að þakkar- lausu), af því eg var yfirmönnum skipanna kunnugur og gat komið pósti mínum á þá, þó auðvitað á mína ábyrgð, enda hefi oft greitt fyrir mönnum, er í sömu kring- umstæðum voru (þess skal aðeins getið, að eg áður við samskonar tækifæri hefi mist 100 króna peningabréf, sem aldrei kom til skila). En það eru ekki allir, sem eru svo kunnugir, að þeini takist að kom- ast þessa leið, alveg utan við þá miklu ábyrgð, er þannig kemur á mann. Þess skal getið, að í þessi tvö skifti, er eg bendi á, voru skipin í réttri áætlun, komu hingað laugardags kvöld, en máttu fara héðan sunnudag kl. 12 síðdegis, var annað þeirra s/s »Vesta« og að mig minnir hitt s/s »Ceres«. Annar annmarki á pósthúsinu er það að hér alloft mun tíðkast, að póstur sé af- greiddur og sendur um borð í skip, mörgum kl.stundum, sólarhring eða jafnvel mun leng- ur, áður en skipin leggja á stað. Þetta getur oft ollað manni miklum óþægindum, satt er það, og skal játað, að þetta getur oft verið skipunum, eða réttara yfirmönnum þeirra að kenna, en ekki finst mér ósanngjarnt, þótt póstafgreiðslan dálítið leitaði sér upplýs- ingar hjá afgreiðslum skipanna, sem flest- ir bæjarbúar munu gera, er skipin þurfa að nota, þar sem hér oft er um sólar- hringa að ræða. Eg vil leyfa mér að benda hinum hátt- virta yfirpóstmeistara landsins á, hvort ekki sé ástæða til að fá þessu kipt i lag; sé svo, að póstlögin heimili þetta, finst mér að beri að fá þessu breytt hið allra fyrsta. Sé staðan svo illa iaunuð, að póstafgreiðsl- an geti ekki haft opið nerna þessa einu matmálsstund á þessum dögum, ber að hækka launin svo sæmilegt sé, þótt opið væri, segjum 4 stundir á dag, t. d. 10 12 f. h. og 4-6 e. h. Það má annars furðu gegna, hvað blöð- in okkar hér hafa verið þagmælsk um þetta efni, þótt þau að jafnaði gjammi nóg um margt annað, sem óþarfara er, og vil eg því skora á þau, að taka mál þetta til alvarlegrar athugunar. Friðrik. Athugasemd. »Ojh.« hefir ekki viljað neita höf. um rúm fyrir grein þessa, þó hann skrifi und- ir^dulnefni, en lætur þess getið, að þvi finst hann kveða fullfast að. Að pósthúsið hér er ekki opið nema 1 klst. árdegis á helgum dögum, er ekki undarlegt, því svo er það í sjálfri Reykjavík, þar sem er fjöldi póstþjóna. Annars mun »Ojh.« minnast betur á þetta mál við tækifæri. Akureyri. Jóh. Christensen kaupmaður hefir keypt húsið nr. 101 í Hafnarstræti. Ætlar hann að breyta því mikið og flytja svo verzlun sína þangað með vorinu. Utanfarir. Ragnar Olafsson kaup- maður fór með »Austra« til Kaup- mannahafnar og Rögnvaldur Snorra- son verzlunarstjóri með »Mjölni« til Noregs og Sviþjóðar. Báðir fóru þeir í verzlunarerindum. Gísli / Ólafsson ritsímastjóri kom heim í gær úr Reykjavíkurferð sinni með gufuskipinu »Eros« er kom hing- að til þess að taka fisk fyrir P. J. Thorsteinsson & Co. Fyrirlestur hélt Sigurður F.inarsson dýralæknir á sunnudagskvöldið í leik- húsinu um hverja þýðingu nautgripa- berklar hefðu fyrir mannkynið. Skugga-Sveinn verður leikinn hér 2. janúar næstk. Þá eru 50 ár liðin síð- an hann var leikinn fyrst (í Rvík en ekki á Akureyri). Einar Finnbogason yfirmatsmaður fer héðan alfarinn með »Eros« til þess að taka við hinu nýja starfi sínu í í Viðey. Frú hans og börn fóru með eimskipinu »Clar« snemma í þ m. ftalskur konsúll i Reykjavík er orðinn Chr. Zimsen, af- afgreiðslumaður Sameinaða. Sölubúð Carl Höepfneis verður LOKUÐ frá 25. desember til 5. janúar. Þiðsemflyfjiðá Akureyri. 77/ sölu er: 1. íbÚParhÚS tvílyft með kjallara 14XIO ál. ait vel innréttað uppi og niðri járnklætt á norðurstafni og með nýju járnþaki. 2. Qeymsluhús rétt við, 14XS ál. mjög vel bygt og hentugt að inn- rétta til ibúðar eða verzlunar eftir því sem vera vill. 3. Skúr fast við 12x6 ál. og er í honum 2 kúa fjós, 3 hesta hesthús og heyhlaða er tekur um 80 hesta af heyi. 4. Lóð undir öllum húsunum og umhverfis þau 1344 Q ál. að stærð. _ Vatnsleiðsla er í íbúðarhúsinu uppi og niðri og mjög þægt að leggja hana í hin húsin ef þarf. Eignin liggur á góðum stað, og mjög þægilegum að öllu leyti. Kaupverðið fyrir alt þetta er að eins 4000 kr. Borgunarskiimáiar svo góðir sem hugsast má. Lítil peningaútborgun eftir samkomulagi og eignin svo ' aðrberándi að hún borgar sig sjálf á fám árum. Ritstj. vísar á seljanda. Steingrr Matthiasson héraðslæknir dvelur enn við hirm fræga spítala í Edinborg er hann hefir gengið á síðan í haust en yfirgefur hann bráðum og fer þá fyrst snögga ferð tii Kaupmannahafnar til þess að skoða hinn fuilkomna nýtízku Ríkis- spítala. — Þaðan fer hann svo til París- ar, Berlínar og Lundúna, til þess að kynnast helztu nýungum í skurðlæknis- vísindum á sjúkrahúsum í þessum höfuðborgum og kemur svo heim að forfallalausu með vorinu. Mannalát. Jón Elíasson í Flatey á Skjálfanda er nýlega látinn, atorkumaður, vand- aður og vinsæll, kominn á efra aldur. Kona hans (síðari) Sigríður Jónsdóttir lifir og nokkur börn. SaurlifnaUarmál all-umfangsmikið hefir verið á ferð- inni síðastliðið ár í Kaupmannahöfn og hafa dönsk blöð af og til verið full af frásögnum um það. Eru það karlmenn er hafa samræði og þykir slíkt fúllífi frámunalega viðbjóðslegt.— Nú er fallinn hæstaréttardómur í mál- inu og fengu þeir, er sekastir voru, ioo daga fangelsi. Það voru þeir rti- höfundurinn Stellan Rye og Arendrup verksmiðjueigandi og höfðu þeir hald- ið saman við sína sex karlmennina hvor um sig. Lichtinger verksmiðju- eigandi fekk 60 daga fangelsi, Tych- sen stóreignasali 40 daga og Gertner kammerjunker 20 daga fangelsi. Allir voru þeir og dæmdir til mikilla fjár- útláta. Vona Danir að með þessu sé tekið fyrir kverkar á þessum ófögn- uði, og láti ólánsmennirnir, í þessu efni, víti hinna dæmdu félaga sinna sér að varnaði verðá. Reynið hin nýju ekta litarbréf frá litarverksmiðju Buchs. Nýtt, ekta demantsblátt. þlýtt, ekta meðalblátt. Nýtt, ekta dökRblátt. Nýtt, ekta sæblátt. Allar þessar 4 nýju litartegundir lita fallega og ekta í aðeins einum legi (bœsislaust). Annars mælir verksmiðjan með sínum viðurkendu sterku og fallegu litum, með allskonar litbrigðum, til heimalitunar. Litanirnar fást hjá kaupmönnum alstaðar á íslandi. Buchs Farvefabrik, Köbenhavn (stofnuð 1872 og verðlaunuð 1888.)

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.