Gjallarhorn - 18.12.1912, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 18.12.1912, Blaðsíða 3
VII OJALLARHORN. 51 Þeir sem hafa í hyggju að fá sér extra fínt brauci til jólanna eru beðnir að gera svo vel að panta það sem allra fyrst. — Auk rjómatertu á 2 —3 krónur vil eg leyfa mér að benda á litla en góða köku sem almenningur pekkir ekki, en sem allir er reyna munu verða mér samdóma uin að er einhver sú ljúffengasta kaka sem hægt er að bera á borð. Það eru kramarhús á 3 aura stykkið sem hægt er að grípa til Þegar gestir koma. Réttáður en kakan er bor- in á borð er látin á hana ein matseikð af peyttum rjóma. A. Schiöth. hennar, en rúður sprungu í gluggun- um. — íshús Otto Tulinius var nyrsta húsið í Aðalstræti, er brann, og lagði logann þá mjög á hús Sigmundar Sig- urðssonar úrsmiðs, en Guðbj. Björns- son o. fl. hötðu áður dregið segi á það, gegnt eldinum og varð því bjarg- að. Frá íshúsinu læsti eldurinn sig í tvær litlar skemmur, sem Tulinius átti og brunnu þær báðar. í Hafnarstræti. Þar var frá horfið, er eldurinn var búinn að fella syðri hluta vefnaðar- vörubúðar Guðmanns, er var mikið hús, tvíiyft með risi, langs með Hafnar- stræti. I því var saumastofur uppi en sölubúðin og skrifstofa niðri. Það brann á tiltölulega stuttum tíma. Norð- an við það var ein af meiri vöru- skemmum Höepfners og brann hún einnig en þar norðan við »GamIa búð- in« ' og íbúðarhús, um 30 ai. löng bygging. A svæðinu milli hennar og skemmunnar var eldinum veitt löng mótstaða, og voru þar iremstir: Hall- grímur Davíð^son verzlunarstjóri, Carl Schiöth framkvæmdarstjóri, Þorvaldur Sigurðsson kaupmaður, Páll Skúlason og Jónatan Jóhannesson verzlunarmenn og fl. svo lauk þeim viðskiftum, að þeir neyddust að hrökkva undan og brann »Gamla búðin*. Var þá íbúð- arhúsi Otto Tulinius mikil hætta bú- in, en þar var hann sjálfur til for- göngu og varnar, Sigv. Þorsteinsson, Jakob Karlsson o. fl. Klæddu þeir húsið seglum mót eldinum og tókst að verja það, en þó sViðnaði það nokkuð og skemdist af vatnsaustri. — — Voru þá öll hús fallin 12 að tölu, milli Aðalsstrætis og Hafnar- strætis, sunnan frá Breiðagangi, út að Búðarlæk, og höfðu menn loks náð valdi yfir eldinum kl. 7 1/2 á sunnu- dagsmorguninn. LJpptök eldsins eru ókunn. Dögreglustjórinn hót þeg- ar rannsókn og hafa réttarhöld staðið yfir þessa dagana. Það er álitið vafa- laust, að kveikt hafi verið í heyinu af ásettu ráði, en jafn vafalaust er það talið, að það sé án vilja og vitundar þeirra, er áttu hús þau og vörur, er brunnu. Almennust mun sú tiú vera, meðal manna í bænum, að hér sé um verk einhvers þess manns að ræða, er þjáist af brennusótt (Pyromani) og sé þetta ekki í fyrsta sinni, er hann hefst handa í glæpsamlegum störfum til þess að fróa þeirri sjúkleikafýsn. Er þó undarlegt, ef svo væri, að sá maður leyndist hér í bænuro, ekki stærri né fjölmennari en hann er, svo ekki yrði uppvíst um hann. Nokkrir geta þess til, að kviknað hafi af einhverjum ósjálfráðum slysum, en tæplega geta þær tilgátur haft nokkuð sér til stuðnings, eftir öllum ummerkjum að dæma. Brunatjónið. Auk húsanna brann mikið af mat- vöru. Ekki er enn unt að segja með neinni nákvæmni hve mikið tjónið sé, er eftir lauslegri ágiskun nemur það 60—75 þús. kr. — Höepfnersverzlun misti mestalla malvöru sína og Otto Tulinius mikið. Þá er og tjón og skemdir hjá þeim, er báru búslóð sína út til þess að forða henni frá eldin- um, en það gerðu St. Stephensen um- boðsmaður, H. Schiöth, fyrv. póstaf- greiðslumaður, Sigm. Sigurðsson úr- smiður, Guðm. Vigfússon skósm.meist- ari, Páll Jónsson, verzlunarstjóri, frk. Jónína og Nanna Möller, og ef til vill fleiri. Þær Möllers systur voru þær einu, er mistu hýbýli sín við brunann, því öll húsin, sem trunnu, voru ein- göngu verzlunar- og geymsluhús, nema húsið, sem þær bjuggu í. Prjónasaum Og Rjúpur kaupir undirritaður hæsta verði. Otto Tulinius. Lifandi myndir sýndar á laugardags- og sunnudagskvöld. Allar íslenzkar vörur fisk — síld — két — gærur — rjúp- ur — sundmaga — o. s. frv. tekur A|s Norsk-Islandsk Handelskompani í umboðssölu. Fljót og hrein reikningsskil. Telegradr.: »Kompaniet« Stavanger. Reykið alt af undantekningarlaust reykíóbak *g vindla C. W. Obel í Aalborg. _____ Vindlarnir eru búnir til eingöngu úr hreinu og ósviknu tobak og verðið svarar að öllu leyti til gæðanna.j Vörur frá Qbel eru hollar pg góðar. ' ^ dansfca smjöriiki er be^K Btöjil :jm feyundímor Sóley" „ingótfur" wHekla'’e<5a jísafolcf SmjðrliRið fœ$Y einungi; fra: Ofto Mönsted vr. * Kaupmannahöfn ogArósum • i Panmðrku. D uglegur maður sem er vanur heyvinnu og .skepnupössun getur fengið atvinnu hjá undirrituðum næsta ár. Kaup 500 kr. og frítt húsnæði. Lysthafendur gefi sig fram fyrir 1 febrúar n. k. Akureyri 18 des. 1912 Axel Schiöth. Svartil ,fjölskyldumanns‘. Það er gott að eitthvað af þeirri gremju, sem sýður í suir.um bæjar- mönnum gegn barnaskólanum 'nérna, brýzt út; það breinsar kannske loftið. Upplýsingar skulu íúslega gefnar um hin umræddu efni. Eg hefi þau ár, sem eg hefi starfað hér við skólann, kent þá tíma, sem skólanefnd fyrirskipaði, jafnskjótt og eg kom hingað, 3 tima dagiega, hvorki meira né minna; en 6—7 tíma taka skólastörfin daglega, og hefir mér ver- ið það ánægja, að inna þá skyldu af hendi, sem 'skóiinn leggur mér á herðar. Vetstóla á bærinn mér vitanlega enga, og hefir aldrei látið úti eyris virði til þeirra hluta. Vefnaður hefir aldrei verið ketidur við skólann. — # Um það, hvaða námsgreinar skal kenna, og á hverjar skal leggja á- herzlu, má lengi [irátta. En um handa- vinnukensluna er það að segja, að hún er. ekki síður þarfleg fyrir lífið en hver hinna námsgreinanna fyrir sig, eða finst höf. það einskisvirði, að heimilisiðnaður vor er að deyja út í lándinu og við kaupum flest föt til- búin utan á okkur, prjónles og annan fatnað fyrir hundrað þúsundir króna; ennfremur kústa, bursta og körfur fyr- ir mikíð fé, að eg ekki tali um flest það, sem menn prýða með heimili sín af smámunum ýmsum? Skilur höf. ekki, eða vill hann ekki skilja, að það þarf að giæða þá sjálfstæðishugsun, sem í þvf iiggur, að hjáipa sér sjálfur f þessu efni, en til þess eru orðin tóm ekki nóg; hin verklega leiðbeining hlýtur að fyigja, og hvað ungur nemur, gam- ali fremur. Einkennilegt er það líka, að aðrir bæir og sveitarféiög skúli taka þessa óhæfu upp eftir oss hvert á eftir öðru. Að börnum er þetta hin kærasta námsgrein og laðar þau að skólanum, vegur náttúrlega ekki mikið hjá höf. Fjöldamargir foreldrar haía og látið ánægju sírta í ljósi yfir handavinnu- kensiunni. Svo er nú skólabókakoffort greinar- höfundarins. Hann lætur mikið yfir, að þar sé sitt af hverju. Jú, að líkindum er þar reiknings- bók M. Hansens, ritreglur Vald. Ás- mundarsonar, kannske náttúrufræði Páls Jónssonar og dönskukenslubók Þorleifs og Bjarna. Og ef höf. er svo óheppinn að eiga ekki svo möig börn, að þau geti slitið bókunum upp til agna, þá eru þar líklega ein eða tvær lesbækur, af því það er ekki hægt, að lesa altaf í sömu bókinni í 4—5 ár. En að bækurnar eru þó kannske þetta, 4—5, kemur bæði af þyí, að kenslubækur eins og alt annað standa til bóta, og svo hitt að fræðslulögin urðu til á undan sumum þeim kenslu- bókum, sem þau heimtuðu til þess að þeim yrði íullnægt. Þær hafa verið að koma út að þessu. Eg vildi að næstu spurningar höf. yrðu eins þægilegar viðfangs og þessar. H. B.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.